Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 40

Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 40
40 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Gítarleikari Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þor- mar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Aðventu- kvöld kl. 20. Kór Áskirkju syngur valin kór- verk, organisti Kári Þormar, ræðumaður Birna Anna Björnsdóttir. Einsöngvari Hall- veig Rúnarsdóttir, trompetleikari Jóhann Stefánsson. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Eftir aðventukvöldið býður Safnaðarfélag Áskirkju upp á súkkulaði og smákökur í efri safnaðarsal. Kirkjubíllinn ekur. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátttöku í barnastarfinu. Guðsþjónusta kl. 14:00. Jó- hannes Gunnarsson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, prédikar. Félagar úr Oddfellowstúkunni Þórsteini aðstoða í messunni. Molasopi eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Ferming- arbörn lesa ritningargreinar. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Að lokinni messu er fund- ur í Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar. Að- ventukvöld Kiwanis kl. 20:00. Sr. Karl Matthíasson flytur hugvekju. KK og Ís- landsbankakórinn syngja. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Halldórs Elíasar Guðmundssonar djákna og unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Oddur Björnsson leikur á básúnu. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólaf- ur Jóhannsson. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur setur Svölu Sigríði Thomsen djákna inn í embætti. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari ásamt prófasti. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Organisti Björn Steinar Sól- bergsson. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Orgeltónleikar kl. 17:00. Glæsileg aðventu- og jólatónlist fyrir orgel. Organisti Stephen Tharp frá Bandaríkj- unum. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00. Umsjón Ólafur Jóhann Borgþórsson. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Landa- kot: Aðventustundir á deildum kl. 13:30 og 14:30. Sr. Birgir Ásgeirsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Séra Bára Friðriksdóttir messar. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Kór Lang- holtskirkju leiða söng. Barnastarf í safn- aðarheimilinu á sama tíma. Hressing eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00. Sigurbjörn Þor- kelsson framkvæmdastjóri og meðhjálpari safnaðarins þjónar ásamt fulltrúum les- arahóps og hópi fermingarbarna. Sunnu- dagaskólinn er í umsjá Hildar Eirar Bolla- dóttur, Heimis Haraldssonar og Þorvalds Þorvaldssonar. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið, kór Laugarneskirkju syngur og messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11:00. Tendrað ljós á Betlehemskerti að- ventukransins. Kór Neskirkju leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar org- anista. Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hauki Inga Jónassyni. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Í kjölfar mess- unnar kl. 13 mun dr. Christopher Morse prófessor ræða um bandarísk stjórnmál í samtímanum í ljósi guðfræði Dietrichs Bonhoeffers. Fyrirlesturinn er öllum opinn. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barnakór Seltjarnar- neskirkju syngur undir stjórn Vieru Mana- sek. Kátir jólasveinar koma í heimsókn með góðgæti og heilræði fyrir börn og full- orðna. Biblíusaga, bæn og mikill söngur. Organisti Pavel Manasek. Sr. Arna Grét- arsdóttir. ÍSLENSKA KIRKJAN Í SVÍÞJÓÐ: Gautaborg: Aðventuhátíð verður í V- Frölundakirkju sunnud. 5. des. kl. 14.00. Fjölbreytt aðventudagskrá í söng, tali og tónum fyrir börn og fullorðna. Jólasaga, upplestur og tendrun aðventuljósa. Aron Hilmarsson leikur á trompet. Jóhannes G. Kristinsson syngur einsöng. Söngkarlarnir Amenn syngja. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Tuulu og Kristins Jó- hannessonar. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Anna Jonsgården spilar á víólu. Kirkjukaffi. Sr. Ágúst Einarsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðs- þjónusta á öðrum sunnudegi í aðventu kl. 11.00. Barn borið til skírnar. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta. Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur. Ein- söngvari er söngkonan unga Unnur Sig- marsdóttir. Gróa Hreinsdóttir verður við orgelið og píanóið. Hjörtur Magni Jónanns- son predikar og þjónar fyrir altari. ÁRBÆJARKIRKJA: Messa kl. 11. Kirkju- kórinn leiðir safnaðarsöng. Einsöngur Thelma Hrönn Sigurðardóttir. Börn úr Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar spila. Fermingarbörn aðstoða við messuhaldið. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safn- aðarheimilinu. Börn úr Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar leika nokkur lög. Aðventukvöld kl. 20. Gospelkór kirkjunnar og kirkjukórinn flytja nokkur verk undir stjórn Krisztinu Kallo Sklenár organista. Egill Antonsson leikur undir á píanó. Kammersveit spilar. Ræðumaður kvölds- ins er Tinna Gunnlaugsdóttir, verðandi þjóðleikhússtjóri. Fermingarbörn lesa spá- dóma um fæðingu frelsarans. Stutt hug- leiðing. Kynnir kvöldsins er Sigurbjörn Fanndal sóknarnefndarmaður. Heitt súkkulaði og meðlæti á eftir í safn- aðarheimilinu. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Ath. breyttan messu- tíma. Gerðubergskórinn syngur. Kaffisala Kórs Breiðholtskirkju eftir messuna. Prest- ur sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Organisti Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventuhátíð kl. 20. Unglingakór Digraneskirkju sér um tónlistarflutning undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Und- irleik annast Ástríður Haraldsdóttir. Ræðu- maður sr. Yrsa Þórðardóttir sálgreinir. Fé sem safnast við kaffið á eftir rennur óskipt til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Stjórn- un og undirbúningur er í höndum foreldra- félags unglingakórsins. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kl. 11 „Jóla- söngvar við kertaljós“, prestur er sr. Svav- ar Stefánsson. Félagar úr íþróttafélaginu Leikni aðstoða. Mánakórinn syngur nokkur létt jólalög. Organisti er Violeta Smid. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Nemandi úr Tónskóla Hörpunnar leikur á píanó. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Undirleikari Stefán Birgisson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Umsjón hafa Dagný og Gummi. Undirleikari er Guðlaugur Vikt- orsson. Nemandi úr Tónskóla Hörpunnar leikur á þverflautu. Aðventuguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15:30. Umsjón hefur Þorvaldur Halldórsson. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Aðventutónleikar Kórs kirkjunnar kl. 20. Flutt verður aðventu- og jólatónlist. Einsöngvarar Kristín R. Sigurð- ardóttir, Erla Björg Káradóttir, Kristín Halla Hannesdóttir og Gunnar Jónsson. Undir- leikari Julian Hewlett. Söngstjóri Jón Ólafur Sigurðsson. Aðgangur ókeypis. Piparkökur og kakó í safnaðarsal að tónleikum lokn- um (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Kórbörn úr 5. bekk Kárs- nesskóla syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Stengjasveit ungra hljóðfæraleikara annast tónlistarflutning. Skátar færa kirkjunni friðarljós frá Landinu helga. Barnastarf í kirkjunni kl. 12:30 í um- sjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Lauf- eyjar Fríðu. Bæna- og kyrrðarstund þriðju- dag kl. 12:10. LINDASÓKN í Kópavogi: Fjölskylduguðs- þjónusta í Lindaskóla kl. 11. Aðventu- söngvar sungnir og kveikt á Betlehems- kertinu. Bernd Ogrodnik brúðuleikari sýnir brúðuleikritið Pönnukakan hennar Grýlu. Glersalurinn við Salaveg kl. 17. Aðventu- kvöldvaka Kórs Lindakirkju í Glersalnum við Salaveg. Aðgangur ókeypis. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, sögur, líf og fjör! Betlehemskertið tendrað. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pét- ur Bollason prédikar. Anna Margrét Ósk- arsdóttir, Lára Hrönn Pétursdóttir og Sól- veig Elín Þórhallsdóttir syngja. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Aðventutónar kl. 20. Karlakór- inn Fóstbræður undir stjórn Árna Harð- arsonar. Seljur, kór Kvenfélags Seljasókn- ar, undir stjórn Vilbergs Viggóssonar. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: „Dagur í kirkj- unni“ byrjar með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00. Þar verður fjölbreytt dagskrá. Börnin flytja söngatriði, myndasýning frá Eþíópíu, hugleiðing og lofgjörð. Grillaðir verða hamborgarar í hádeginu og seldir við vægu verði og síðan föndrað saman fram eftir degi. Samkoma kl. 20.00 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Sigríður Schram predikar. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á Ómega kl. 13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Bibl- íufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Leo Hans og Sigrun Mikkelsen frá Færeyjum koma í heimsókn í Færeyska sjómanna- heimilið um helgina. Þau verða með kvöld- vöku á laugardaginn kl. 20.30 þar sem þau tala og sýna myndir frá ferð um Afríku. Sunnudaginn kl. 20.30 verður samkoma og kaffi á eftir. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardagur: Söngstund í Kolaportinu kl. 14. Sunnudag- ur: Kaffisala kl. 16. Ljósahátíð kl. 17. Um- sjón Áslaug Haugland. Mánudagur: Heim- ilasamband kl. 15. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma kl. 14.00. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Allir velkomnir. Þriðju- daginn 7. des. er brauðsbrotning og bæna- stund kl. 20.30. Föstudaginn 10. nóv. er unglingastarf kl. 20.00. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Tónlistarsamkoma. Fram koma: Gosp- elkór KFUM og KFUK. Lofgjörðarhópur KFUM og KFUK. Gospelkór Reykjavíkur. Einsöngvararnir Keith Reed o.fl. Stutt hug- leiðing um aðventuna: Guðlaugur Gunn- arsson. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Barna- og fjölskyldusamkoma kl. 16:30. Barnakirkjan sér um samkomuna. Allir vel- komnir. Ath! Sun. 5. des. kl. 20 er sam- koma á Ómega frá Fíladelfíu. Þriðjudaginn 7. des. kl. 20 og 22 eru jólatónleikar – uppselt. Miðvikudaginn 8. des. kl. 20 og 22 eru jólatónleikar – uppselt. Allir vel- komnir. Bænastund laugardaginn 4. des. kl. 20. Bænastundir alla virka morgna kl. 6. www.gospel.is. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, mormónar, Ásabraut 2, Garðabæ: Sunnudaginn 5. desember verður föstu- og vitnisburðarguðsþjónusta kl. 9:00 árdegis á ensku og kl. 12:00 á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Laugardaga: Barnamessa kl. 14.00 að trúfræðslu lok- inni. Miðvikudaginn 8. desember: Mar- íumessa, María mey getin án erfðasyndar, stórhátíð. Ljósamessa kl. 18.00. Jóhann- es Páll II páfi boðaði það heimskirkjunni allri við hátíðlega messu í Róm á dýradag, 10. júní á þessu ári, að sérstakt ár yrði haldið sem „ár altarissakramentisins“. Við viljum gjarnan fylgja þessari hvatningu páfans. Þannig verður frá októbermánuði á þessu ári haldin tilbeiðslustund í Krists- kirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30: „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jós- efskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á miðvikudögum kl. 17.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukap- ella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Akranes, Kapella Sjúkrahúss Akra- ness: Messa sunnudaginn 5. desember kl. 15.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnu- daga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laug- ardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnu- daga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþ- ólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagils- stræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjón- usta kl. 11:00. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11:00. Safnaðarheimili aðventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Safn- aðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11:00. Aðventkirkjan Breka- stíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta kl. 11.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA: Aðventusamkoma kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá í tali og tónum. Ræðumaður: Matthías Johannessen skáld. Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 13. Prestar og sóknarnefnd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl- skylduhátíð kl. 11.00 fyrir unga sem aldna. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. Leiðtogar sunnudagsskólastarfsins að- stoða. Barnakórinn kemur fram og syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Anna Magnúsdóttir leikur und- ir. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syng- ur. Góðgæti í Strandbergi eftir hátíðina. Ferð frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55 og aftur þangað eftir hátíðina. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. www.vid- istadakirkja.is. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Skátar bera friðarljós til kirkjunnar. Umsjón hafa Edda, Hera, Örn og Sigríður Kristín. Aðventukvöldvaka kl. 20. Flutt verður vönduð dagskrá í tali og tónum. Gísli Marteinn Baldursson flytur hugleiðingu.Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnar Arnarsonar og Erna Blöndal syngur einsöng. Sóley Elíasdóttir leikkona les jólasögu. Heitt súkkulaði í safn- aðarheimilinu eftir kvöldvökuna. ÁSTJARNARSÓKN, samkomusal Hauka, Ásvöllum: Barnaguðsþjónustur á sunnu- dögum kl. 11 til og með 12. desember. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru- Vogaskóla á laugardögum kl. 11.15 til og með 18. desember. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í Álftanesskóla sunnudaginn 5. desember kl. 11:00. Mætum vel í sunnudagaskól- ann á aðventunni, eins og alltaf. Prest- arnir. GARÐASÓKN: Fjölskylduguðsþjónusta í Vídalínskirkju kl. 11:00. Sunnudagaskól- inn á sama tíma í safnaðarheimilinu. Hofs- staðaskóli kemur í heimsókn og nem- endur skólans taka þátt í athöfninni. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson þjónar við athöfn- ina. Aðventusamkoma í Vídalínskirkju kl. 20:00. Fjölbreyttur söngur og gleði. Súkkulaði og piparkökur í boði sókn- arinnar að lokinni samkomu. NJARÐVÍKURKIRKJA: (Innri-Njarðvík.) Að- ventusamkoma 5. desember kl. 17. Geir- mundur Kristinsson sparisjóðsstjóri flytur hugleiðingu. Helgileikur í umsjá barna af leikskólanum Holti. Kór Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Gísla Magnasonar org- anista. Sóknarnefnd býður gestum til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu að þessu loknu. Allir hjartanlega velkomnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli sunnudaginn 5. desember kl. 11 í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Elín Njálsdóttir umsjónarmaður. Ei- ríkur Valberg, Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Sigríður Helga Karlsdóttir, Sara Valbergs- dóttir og Ólafur Freyr Hervinsson. Jóla- sveifla kl. 20. Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Há- kon Leifsson, Kór Keflavíkurkirkju, Barna- kór Keflavíkurkirkju. Sigmundur Ernir Rún- arsson, skáld og blaðamaður, fjallar um bók sína og dóttur: Barn að eilífu. Sjá: keflavikurkirkja.is. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Kirkjuskóli kl. 11. Aðventuhátíð kl. 20.30 þar sem Kór Ísa- fjarðarkirkju, Sunnukórinn, Karlakórinn Ernir, Perlukórinn og Kristalskórinn syngja auk þess sem nemendur leika á hljóðfæri. Sóknarprestur. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Aðventumessa fjölskyldunnar kl. 14. Börn taka virkan þátt. Eftir messu eru veitingar uppi í safn- aðarheimili í boði Systrafélags Siglufjarð- arkirku. HRÍSEYJARSÓKN: Helgistund og kveikt á leiðalýsingunni í Kirkjugarði Hríseyinga í dag, laugardaginn 4. desember, kl. 18. STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA: Aðventukvöld kl. 20. LAUGALANDSPRESTAKALL: Aðventu- kvöld sunnudag í Grundarkirkju kl. 21. GLÆSIBÆJARKIRKJA: Aðventukvöld sunnudag kl. 20.30. Valdís Jónsdóttir, Hraukbæjarkoti, flytur hátíðarræðu. Ferm- ingarbörn flytja helgileik. Nemendur Tón- listarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri. Kirkjukór Möðruvallaprestakalls syngur. Börn úr Þelamerkurskóla bera inn ljósið og syngja jólalög. Helgistund í umsjá sókn- arprests. Sannkölluð jólastemning. Allir velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventukvöld kl. 20.30. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Ræðumaður: Páll Skúla- son, rektor Háskóla Íslands. Prestur: Sr. Svavar A. Jónsson. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera kl. 11.00 í safnaðarsal, söngur, leikir, brúður og helgihald. Messa kl. 14. Hátíð vegna nýrra steindra glugga í kirkjuskipi eftir lista- manninn Leif Breiðfjörð. Sr. Jón A. Bald- vinsson vígslubiskup prédikar. Sr. Gunn- laugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson þjóna fyrir altari. Kór Gler- árkirkju syngur. Organisti Hjörtur Stein- bergsson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Almenn samkoma kl. 11. Kapteinn Sigurður Ingi- marsson flytur ræðuna. Sunnudagaskóli kl. 11. Gospel Church kl. 20. Snorri Ósk- arsson, forstöðumaður í Hvítasunnukirkj- unni á Akureyri, er ræðumaður. Allir vel- komnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Kyrrðarstund sunnudagskvöldið 5. des. kl. 21. Grenivíkurkirkja: Aðventusamvera fjölskyldunnar sunnudaginn 5. desember kl. 17. Dagskráin verður fjölbreytt og eitt- hvað fyrir alla aldurshópa, – léttir söngvar, jólalög sem allir geta sungið, tónlist, brúðuleikrit o.fl. Sr. Kristján Valur Ingólfs- son spjallar við kirkjugesti um jólin. Kyrrð- arstund mánudagskvöldið 6. des. kl. 20. NORÐFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli og barnastarf kl. 11:00. Kveikt á öðru kert- inu Betlehemskertinu og sungin jólalög. Rebbi og Gulla koma í heimsókn og margt fleira. Verið velkomin. Kl. 20:00 Aðventu- kvöld. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Allir velkomnir. Sóknarprestur og sókn- arnefnd. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Aðventu- samkoma Kvenfélags Oddakirkju verður í kirkjunni sunnudaginn 5. desember nk. kl. 16. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Kvenfélag Oddakirkju. ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Aðventukvöld safnaðarins verður í kirkjunni sunnudag- inn 5. desember kl. 20:30. Fjölbreytt dag- skrá í tali og tónum. Sóknarprestur. SAFNKIRKJAN í Árbæ: Aðventuguðsþjón- usta nk. sunnudag kl. 14:00. Tilvalið tæki- færi fyrir unga og aldna til að komast í snertingu við látlausan jólaundirbúning í gamalli íslenskri kirkju. Almennur safn- aðarsöngur. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Kristinn Á. Friðfinnsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 5. desember kl. 11.00. Að- ventusamvera barna verður í Skálholts- dómkirkju sunnudag 5. desember kl. 16.00. Börn úr yngri bekkjum Reykholts- skóla sýna helgileik. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Barnamessa á lofti safnaðarheimilisins kl. 11.15. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimili að lokinni athöfninni. Tíða- gjörð með fyrirbæn þriðjudaga til föstu- daga kl. 10. Kaffisopi og spjall á eftir. Foreldramorgnar kl. 11 á miðvikudags- morgnum. Sr. Gunnar Björnsson. HJALLAKIRKJA í Ölfusi: Aðventustund, stund kyrrðar og helgi, kl. 16. Kirkjukór Hjallasóknar. Organisti Julian E. Isaacs. Prestur Baldur Kristjánsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Aðventukvöld kl. 20. Ræðu- maður Magnús Karel Hannesson. HVERAGERÐISKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Guðspjall dagsins: Teikn á sólu og tungli. (Lúk. 21.) Morgunblaðið/Jón ÖgmundurHóladómkirkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.