Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 43
legg og jarðarbarnið sem lifði í takti við náttúruna í sátt við Guð og menn. Þorsteina kemur nú heim í sína síðustu ferð að Hanhóli. Henn- ar jarðneska hlutverki er lokið, ætt- boginn orðin mikill og gjörvulegur. Öllum börnum Þorsteinu, barna- börnum og barnabarnabörnum og systrum hennar þeim Rebekku og Guðrúnu, sem sjá á eftir mildri móð- ur, ömmu og kærri systur votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Þorsteinu Kristjönu Jónsdóttur. Guðrún Stella Giss- urardóttir, Hanhóli. Okkur bræður langar með örfáum orðum að minnast ömmu okkar. Minningarnar góðu um hana ömmu á Hanhóli eru margar og mjög dýr- mætar, og þær eru samofnar öllum okkar bernskuminningum. Hún var einstaklega góð og hjartahlý kona með mjög sterka nærveru, og þó hún hafi verið hæg- lát í fasi og hógvær hafði hún mjög sterk áhrif á okkur sem nutum þeirra forréttinda að fá að kynnast henni. Hún var okkur sú besta fyrir- mynd sem hugsast getur, og öll þau mörgu og góðu gildi sem gamla kon- an miðlaði til okkar eru svo sann- arlega enn í fersku minni og í fullu gildi. Vel passaði hún upp á okkur krakkana sem vorum í sveitinni hjá henni, og það var alveg sama hvort við höfðum verið að þvælast fram við virkjun eða úti á vatni, alltaf virt- ist hún vita upp á hár hvar við höfð- um verið. Við undruðum okkur oft á því. Nú þegar ástkær amma okkar hefur fengið verðskuldaða hvíld, minnumst við einstakrar konu, sem hefur haft svo mikil áhrif á mótun okkar og mun alla tíð eiga fastan sess í hugum okkar. Elsku amma, hvíl í friði. Hannibal Halldór Guðmunds- son, Elvar Guðmundsson. Elsku amma mín, nú ertu farin og mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þú varst einstak- lega góðhjörtuð kona sem mér þótti afskaplega vænt um og notalegt að vera í návist þinni. Það var ekki óró- leikinn eða skapstirfnin sem ein- kenndi þig. Þú varst sífellt að líkna, þjóna, gefa og miðla af eðlisgæsku þinni og aldrei kveinkaðir þú þér þó annríkið væri oft mikið. Það þarf dugmikla konu til að fæða, klæða og hugsa um 15 börn eins og þú gerðir við þær erfiðu að- stæður sem þá voru til staðar og nokkuð ljóst að erfitt er að slá þitt met í því. Ég man að það var alltaf svo gaman að heimsækja ykkur Hannibal afa í sveitina á Hanhól og skreppa í heyskap, skoða surtar- brandshellinn, fara í göngutúr upp á stíflu eða út á vatn að veiða. Ég gleymi því líka seint hversu góður mér fannst silungurinn hjá þér því þú matreiddir hann á alveg sérstak- an hátt. Eftir að afi dó fluttir þú til Jóa sonar þíns og Stellu sem bjuggu einnig á Hanhóli og þangað heim- sótti ég þig stundum og eins þegar þú varst á Sjúkraskýlinu í Bolung- arvík. Við áttum líka góðar stundir eftir að þú komst hingað suður og fluttir til dætra þinna Sigrúnar og Ásdísar og svo á Dvalarheimilið Eir þar sem þú bjóst undir það síðasta. Þrátt fyrir veikindi þín síðustu ár þá skynjaðir þú vel þegar einhver kom og heimsótti þig og þá fannst þér gaman að rifja upp gamla tímann sem þú mundir svo vel eftir. Hinn 16. nóvember á þessu ári náðir þú þeim merka áfanga að halda upp á 90 ára afmælið þitt og fagna með börnum þínum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þú varst svo hress þann dag og þér leið svo vel að hafa alla þína nánustu samankomna í kringum þig. Það var okkar síðasta stund með þér. Elsku amma, ég flyt þér þakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir samfylgdina og ég trúi því að þú hljótir verðug laun í nýrri vist vegna gæsku þinnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Sigríður Kristín Ingvarsdóttir. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elskuleg amma mín hefur kvatt þennan heim og minningar um ein- staka konu leita á hugann. Ég sé hana fyrir mér svo fallega með síða hárið sitt sem hún fléttaði og vafði um höfuð sér, klædd upp- hlut. Hún var fimmtán barna móðir en virtist hafa óþrjótandi orku og hlýju til að gefa öllu sínu fólki. Hún skipti aldrei skapi og sýndi okkur barnabörnunum mikla ást og þol- inmæði. Ég man líka þann dag þegar við þrjú barnabörn hennar settum bát- inn þeirra afa á flot og rerum frá landi. Okkur fannst það ótrúlega spennandi og skemmtilegt, þangað til pabbi kallaði okkur í land og skammaði okkur hressilega fyrir uppátækið. Ég varð sár og hissa yfir reiði pabba. Amma útskýrði rólega fyrir okkur börnunum að við hefðum getað verið í mikilli hættu. Pabbi hefði ekki verið reiður, heldur að- eins hræddur um okkur. Ég man líka vel ökuferðina út í Skálavík á Vestfjörðum. Þann dag langaði pabba að aka með móður sinni að Skálavíkinni. Hún sagðist eiga illa heiman gegnt vegna kúnna, en lét þó til leiðast. Þegar við kom- um í Skálavíkina rann það upp fyrir mér að amma hafði aldrei komið þangað áður. Ég man hvað mér fannst það ósanngjarnt að hún sem bjó ekki langt frá þessum fallega stað, skyldi ekki fyrr hafa haft tæki- færi til að skoða hann. Nú kveð ég ömmu mína með þakklæti og söknuði. Blessuð sé minning hennar. Bryndís Bragadóttir. Elsku amma. Ef til væru orð sem lýstu því hversu miklu minni heimurinn er án þín gætum við skrifað þau til þín nú. En ekkert jafnast á við það hversu stórfengleg, yndisleg, góð og um- hyggjusöm manneskja þú varst. Þú bakaðir bestu pönnukökurnar og steiktir besta silunginn í öllum heiminum. Þú kenndir okkur að mjólka með höndunum og gafst okk- ur súkkulaði fyrir að sækja eggin. Þú hlúðir að öllu sem dró andann og fórnaðir sjálfri þér fyrir þá sem voru þér nærri. Þetta er skrifað í þeirri ljúfsáru minningu sem eftir þig er: Í vindinum liggur lágvær rödd og fjöllin hlusta á sögur fortíðar á með- an sólin sígur djúpt í hafið. Enn stígur súlan tignarleg til lofts og myndar línu í vatninu. Máninn kemur fram með stjörnurnar í eft- irdragi. Róleg röddin í vindinum linar verkinn, svartur reykurinn minnir á fallegt hárið, dulúðlegt og gjöfult vatnið minnir á djúpu augun, fjöllin eru sterk og verndandi eins og arm- ur þinn, sólin eins og hlýjan og um- hyggjan sem þú umvafðir alla með og máninn trygglyndið og fegurðin sem einkenndi þig. Lognið færist yfir, reykjarsúlan réttir úr sér, vatnið sléttist, fjöllin dökkna, sólin hverfur. Kyrrðin er komin yfir dalinn. Takk fyrir allt elsku amma, þín er sárt saknað. Sólrún og Hörður Bragabörn. Í dag kveðjum við eina af hetjum síðustu aldar, Þorsteinu Jónsdóttur frá Birnustöðum í Ögurhreppi, sem lengst af bjó ásamt manni sínum Hannibal Guðmundssyni, að Han- hóli við Bolungarvík. Þangað fluttu þau með sjö ung börn sín árið 1944, og þar eignuðust þau átta börn í við- bót. Hannibal andaðist fyrir 20 árum. Vorið 1936 þegar ég var tæplega átta ára, þótti ég heppinn að geta unnið fyrir mér um sumarið og var ráðinn í vinnumennsku til ungu hjónanna, Hannibals og Steinu á smáhluta jarðarinnar Þernuvík inni í Djúpi. Þar var ég einnig tvö næstu sumur. Ég kynntist því af eigin raun þeim aðstæðum sem þau urðu að búa við á fyrstu búskaparárum sínum. Búsmalinn var tíu kindur, kvíga og þrjú hross. „Fært var frá“, þ. e. lömbin rekin á fjall þegar þau gátu bjargað sér. Ég rak kindurnar fram í girðingu klukkutíma gang frá bæn- um, þegar búið var að mjólka á morgnana, og sótti þær á kvöldin. Auk þess var stanslaus vinna alla daga, því í þeirri sveit voru engir sunnudagar. Hannibal undi sér aldrei hvíldar og hamaðist við allt sem hann gerði. Hann var alla tíð orðlagður fyrir dugnað og eftirsóttur af bændum ef þurfti að slétta túnblett, hlaða vegg, eða ráðast í aðrar framkvæmdir, því hann gat gert allt og tók aldrei mat- ar- né kaffitíma, heldur borðaði hratt og rauk út, hvort sem hann var heima hjá sér eða í vinnu hjá öðrum. Ég man varla eftir að hafa séð Hannibal hreyfingarlausan þau þrjú sumur sem ég var hjá þeim í Þernu- vík. Steina virtist fara sér hægt, en var einstaklega verkdrjúg og iðin hvort sem unnið var úti eða inni. Þótt ég væri krakki, tók ég eftir því að hvert handtak hennar virtist þaulhugsað, því hún gerði gagn með hverri einustu hreyfingu. Þótt þau virtust mjög ólík, báru þau mikla virðingu hvort fyrir öðru, og voru samhent í öllu sem þurfti að gera. Í dag á fólk bágt með að skilja hvað allt var erfitt á þessum tímum. Allt sumarið og fram á haust var alla daga verið að að afla matar fyrir heimilið, og heyja fyrir nokkrar skepnur svo þær gætu lifað af næsta vetur. Sumrin mín í Þernuvik voru mikil reynsla, lærdómsrík og þroskandi, sem kom mér að góðu gagni á lífs- leiðinni. Ég tók þátt í lífi þeirra og störfum. Þau þekktu ekki annað en vinnu frá barnæsku. Engan tíma mátti missa. Aldrei heyrðist þetta fólk kvarta. Þau voru mér alltaf góð og aldrei man ég til að þau hafi svo mikið sem hastað á mig. Einstakt rólyndi Steinu og hnitmiðaðar hreyfingar hafa gert henni mögu- legt að skila því hlutverki sem flest- um teldist ofraun, að ganga með, fæða og klæða fimmtán barna hóp- inn sinn við þær aðstæður sem hún bjó við, á þann hátt sem sjá má á þessum einstaklega myndarlega hóp. Auk þess hlýtur búskapurinn að hafa hvílt mikið á hennar herð- um, því eftir að þau fluttu til Bol- ungarvíkur vann Hannibal fulla vinnu þar, enda þótt störf hans fyrir og eftir venjulegan vinnudag við bú- skapinn hafi verið drjúg. Þótt ég hafi frá tólf ára aldri að- eins komið sem gestur til Bolung- arvíkur, veit ég að öll börnin fimm- tán að tölu hafa þurft að vinna mikið frá barnæsku, og með því fengið góðan undirbúning undir lífsstarfið. Í þeim hafa kostir foreldra þeirra komist vel til skila. Fyrir um það bil tíu árum skrifaði ég niður minningar frá veru minni í Þernuvík, og sendi Steinu. Þar greindi ég frá daglegum störfum og ýmsu sem við Hannibal lentum í þegar ég var eini vinnumaðurinn á heimilinu, átta og níu ára gamall. Sumarið sem ég varð níu ára höfðu þau eignast fyrsta barnið. Systkinunum þótti vænt um að fræðast um fyrstu búskaparár for- eldra sinna. Steina hefur sagt að ég sé fyrsti strákurinn sem hún hafði með að gera, og ég er hreykinn af því að þau telja mig nokkurskonar stóra bróðir þeirra allra, þótt ég sé einn af öðrum tíu systkina hópi. Okkur, börnunum hennar Línu Dalrósar, þótti vænt um að börn Hannibals og Steinu keyptu húsið hennar, til að eiga hægara með að heimsækja móður sína á meðan hún var á sjúkraskýlinu, og einnig aðra vini sína því þau hafa sterkar taugar til Bolungarvíkur. Ætíð minnist ég Steinu, og allrar fjölskyldu hennar með virðingu og hlýhug. Við Elsa sendum innilegar samúðarkveðjur. Óskar Jóhannsson. Vorið 1973 ákvað ég að fara vest- ur til Bolungarvíkur í fiskvinnu með Fjólu, dóttur þeirra Þorsteinu og Hannibals sem þá bjuggu á Hanhóli. Þau hjónin tóku mjög vel á móti mér og leyfðu mér að búa hjá sér um sumarið. Mér fannst það alveg ótrú- legt að Hannibal og Þorsteina, sem sjálf áttu fimmtán börn og guð veit hvað mörg barnabörn skyldu vilja leyfa mér bráðókunnri stelpunni að vera hjá sér. Þú vinnur eins og hinir sagði Hannibal og hló, ekki orð um það meir. Aðstaðan á Hanhóli þegar ég kom þangað var líkt og til sveita forðum en ég Akureyrarstelpan var algjör- lega óvön því að ekki væri nægilegt vatn í krönunum. Eftir fyrstu sýn- ingarferðina kringum Syðridals- vatnið þurfti að þvo bæði mig og föt- in. Þorsteina hló mikið þegar hún sá mig standa blauta og skítuga á hlaðinu og sagði mér að fara inn á bað og skipta um föt og þvo mér. Ég fór inn á bað og úr fötunum, skrúf- aði frá krananum í baðkarinu en ekkert vatn kom. Þetta var skrýtið, vatnslaust. Ég opnaði hurðina og kallaði Þorsteina, hvernig skrúfa ég frá í baðinu? Skellihlátur heyrðist frá þeim sem sátu við eldhúsborðið. Skrúfa frá, sagði Hannibal og hló, hér skrúfum við ekki frá, Akureyr- arstelpa. Nú, hvað gerum við þá, sagði ég og reyndi að hlæja líka. Við setjum vatn í pott og hitum það á eldavélinni og svo hellum við í baðið og blöndum svo köldu vatni saman við. Guð minn góður, hvernig endar þetta eiginlega, ég get nú varla farið í skítug fötin aftur og ég var ekki með önnur föt til skiptanna. En þá kom Þorsteina brosandi inn og bjargaði mér. Hún lét mig fá föt af sér sem ég dreif mig í. Svo fór ég inn í eldhús og lét pott í vaskinn og skrúfaði frá. Smádreitill lak úr kran- anum. Ég sá fram á að ég yrði elli- dauð á að bíða eftir þessu vatni. En ákvað að nota tímann og setja fötin í þvottavélina. „Þorsteina, hvar ertu með þvottavélina, er ekki rétt að setja fötin í þvott á meðan ég er að hita baðvatnið“? Þorsteina svaraði mér skellihlæjandi: „Jú Guðrún mín en það er betra að þú ákveðir hvort þú viljir þvo þér fyrst eða fötin, því þú gerir ekki hvort tveggja í einu. Sjáðu til, það þarf líka að láta renna í pottinn og hita vatnið á eldavélinni fyrir þvottavélina og svo skolum við í læknum“. Ég átti ekki orð. Hvern- ig gat hún Þorsteina búið við svona aðstæður með allt þetta fólk á heim- ilinu? Það var greinilegt að hér bjó kjarnorkukona sem vann eins vel úr því sem hún hafði og gerði sér enga rellu út af því og mikið hafði hún gaman af því hvernig ég brást við. Á þessum fyrsta degi í sveitinni var lagður grunnur að ævilangri vináttu okkar Þorsteinu og Hannibals. Þau tók mig bara að sér og sögðu oft að ég væri eins og sextánda barnið þeirra. Það þótti mér vænt um og fyrir það vil ég þakka. Þetta sumar lærði ég margt og þroskaðist mikið. Þorsteina kenndi mér góða lexíu í þolinmæði og það að allt þarf ekki að koma strax. Það væri betra að bíða aðeins og njóta augnablikanna í lífinu og svo sann- arlega veitti mér ekki af þeirri kennslu. Síðar tengdumst við enn nánari böndum eftir að ég stofnaði heimili í Bolungarvík og átti börnin mín þrjú. Þeim var hún eins og besta amma og á Magnús, manninn minn prjón- aði hún sokka til að hafa á sjóinn á meðan hún hafði heilsu til. Strák- arnir mínir Sigurbjörn og Jón Atli voru mörg sumur í sveit hjá henni og Jóhanni syni hennar og þar leið þeim vel. En Inga Lára, dóttir mín fæddist nokkrum mánuðum áður en Hannibal lést (1984) en síðustu verkin hans í lífinu voru einmitt að gæta hennar þegar við vorum á sama tíma í sjúkraþjálfun. Við Þorsteina áttum margar góð- ar stundir saman. Hún sagði mér frá æskuárum sínum og hvernig það var að vera ung kona í sveit og eiga 15 börn og vera hamingjusöm og þakk- lát fyrir hvern dag. Við ræddum það sem gerðist í kringum okkur og átt- um trúnað hvor annarrar. Hún var til staðar fyrir mig og ég reyndi að vera til staðar fyrir hana. Þorsteina var alveg einstaklega falleg kona en sýndi sig lítið á mannamótum. Því var það upplifun fyrir marga í Bolungarvík að mæta í Einarsbúð á Þorláksmessu til að sjá konuna frá Hanhóli þegar hún kom í bæinn til að versla inn fyrir jólin. Síðustu árin voru Þorsteinu erfið en hún hafði einstakt barnalán, átti góða og samhenta fjölskyldu. Síð- ustu dagana voru börnin hennar á vakt við rúmið hennar og viku ekki frá henni. Það var yndislegt að sjá hana þar umvafða kærleika fjöl- skyldu sinnar og finna friðinn og kyrrðina í kringum hana einu sinni enn. Elsku Þorsteina mín, hjartans þakkir fyrir alla elsku þína og vin- áttu við mig og fjölskyldu mína í þrjátíu ár. Sofðu rótt mín kæra og Guð geymi þig. Þín vinkona, Guðrún Sigurbjörnsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 43 MINNINGAR Í dag, 4. desember, hefði Anna Ragnheið- ur orðið 18 ára. Það er sárt og ólýs- anleg kvöl að sitja við orðin og skrifa var en ekki er. En grákaldur veruleikinn er því miður sá að Anna Ragnheiður lést í maí 2003. Hún var farþegi í bíl, sem 17 ára ökumaður ók á talsverðum hraða og missti stjórn á bifreiðinni. Hún lést samstundis. Mig langar að skrifa þessa grein fyrir ykkur sem eigið börn sem eru á þessum aldri og hafa bílpróf. Mik- ilvægt er að brýna fyrir börnum sínum ábyrgðina að aka með far- þega. Það er stundum erfitt að segja 17 ára unglingi frá þeim ANNA RAGNHEIÐUR ÍVARSDÓTTIR ✝ Anna Ragnheið-ur Ívarsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 4. desember 1986. Hún lést af slysförum aðfaranótt 11. maí 2003 og var útför hennar gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 17. maí það ár. hættum, þegar allt er svo eilíft á þessum ár- um. Anna Ragnheiður var ábyrg, róleg og yf- irveguð ung stúlka og gerði sér grein fyrir mörgu, sem jafnaldrar hennar hafa hunsað, hún spáði í hvernig bílstjóri hún vildi vera, vildi vinna traust for- eldra sinna og ann- arra. En það er ekki nóg, það er staðreynd, fyrir okkur ættingja og vini sem syrgjum hana. Eftir andlát hennar fundu for- eldrar hennar nokkur bréf, sem hún hafði skrifað sjálfri sér og áttu að opnast seinna meir. Í einu slíku bréfi stendur „ég ætla alltaf að nota bílbelti, því ég vil ekki deyja ung“. Í dag blæs ég ekki á 18 kerti en ég mun standa við gröf þína og kveikja á kerti þér til heiðurs. Ég bið guð og alla engla að vera með þér og styðja fjölskyldu þína. Þín frænka Elísabet Reynisdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.