Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 45

Morgunblaðið - 04.12.2004, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 45 MINNINGAR ✝ Ingibjörg Þórar-insdóttir fæddist á Bjarnastöðum í Sel- vogi 17. maí 1913 og ólst þar upp. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð 28. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þórar- inn Snorrason, f. 27. desember 1875, d. 7. nóvember 1970, fyrr- verandi hreppstjóri og bóndi á Bjarnastöð- um, og seinni kona hans Ragnhildur Jóns- dóttir, f. 6. nóvember 1885, d. 14. júlí 1935, frá Stíflisdal í Þingvallahreppi. Ingibjörg var elst alsystkina sinna en fyrir átti faðir hennar þrjú börn með fyrri konu sinni Gíslínu Ingibjörgu Helgadótt- ur, f. 19. ágúst 1875, en hún lést af barnsförum 20. nóvember 1907. Hálfsystkini hennar voru: Snorri, f. 30. apríl 1902, d. 19. október 1977, Helga, f. 6. júlí 1903, d. 27. maí 1989, og Geir, f. 3. febrúar 1906, d. 17. desember 1983. Alsystkini Ingi- Þórður, f. 9. apríl 1940, maki Sjöfn Ísaksdóttir og eiga þau fjögur börn. 4) Þormar, f. 15. júlí 1947, en hann lést af slysförum 25. júní 1966. Auk þess áttu þau dreng sem lést í fæð- ingu. Fyrstu 20 hjúskaparár sín bjuggu þau Ingibjörg og Magnús í Búðum í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík en byggðu sér stórt og gott hús í Grindavík, Brú, sem þau fluttu í árið 1953. Ingibjörg og Magnús voru með búskap bæði til lands og sjós, fyrstu árin í Búðum og einnig starfaði Ingibjörg við síldarsöltun í Hraðfrystihúsi Þór- kötlustaða. Eftir að hún fluttist á milli hverfa starfaði hún lengst af við Hraðfrystihús Grindavíkur, ým- ist við frystingu eða við saumaskap í saltfiskpökkun, og þegar aldurinn færðist yfir tók hún til við prjóna- skap og seldi lopahúfur og -vett- linga í stórum stíl. Hún var heið- ursfélagi í Kvenfélagi Grindavíkur og var virk í því starfi um áraraðir. Ingibjörg flutti árið 1994 að Hólavöllum 2 í Grindavík og síðan á hjúkrunarheimilið Víðihlíð árið 2001 þar sem hún lést að kvöldi sunnudagsins 28. nóvember síðast- liðins. Útför Ingibjargar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. bjargar eru: Valgerð- ur, f. 4. nóvember 1914, Jón, f. 7. júlí 1916, d. 15. desember 1978, Óskar, f. 4. janúar 1918, d. 3. janúar 1981, Sigurður, f. 17. janúar 1919, d. 10. maí 1943, Bóthildur Kristín, f. 26. apríl 1920, d. 21. sept- ember 1977, Þorgeir, f. 4. nóvember 1922, Ragnar, f. 18. desem- ber 1924, d. 8. janúar 1943, og Hörður, f. 19. nóvember 1928, d. 17. febrúar 1996. Hinn 1. janúar 1933 giftist Ingi- björg Magnúsi Þórðarsyni, f. 10. mars 1910, frá Buðlungu í Grinda- vík, en hann lést 14. september 1991. Þau hófu búskap í Búðum ár- ið 1933 og þar fæddust synir þeirra. 1) Ingimar Óskar, f. 30. júní 1933, maki María Sólrún Jóhannsdóttir sem er látin og áttu þau einn son. 2) Ragnar Þórarinn, f. 29. ágúst 1937, maki Rannveig Kristín Randvers- dóttir og eiga þau fimm börn. 3) Í dag kveðjum við ástkæra ömmu okkar sem lést fyrsta sunnudag í að- ventu á 92. aldursári. Minningar um yndislega konu streyma fram í huga okkar og þær voru ófáar stundirnar sem við systur áttum í Brú með ömmu og afa. Það var alltaf gaman að koma til þeirra í Brú því húsið hafði upp á svo margt að bjóða. Í kjallaranum var mikið brasað og háaloftið var ævintýra- heimur út af fyrir sig með rólu og alls konar dóti sem voru hreinustu gersemar fyrir litlar stelpur. Okkur þótti nú ekki leiðinlegt þegar afi fór í fatahengið og setti upp „lögguhúf- una“ og elti okkur um allt hús alveg þangað til amma kallaði á okkur í kaffi og bauð upp á sínar rómuðu pönnsur og jólaköku. Alltaf þótti okkur spennandi að fá að gista hjá þeim og það kom fyrir að frænkur okkar gistu líka og þá var nú kátt á hjalla. Margar ferðirnar fórum við syst- ur með þeim í hjólhýsið þeirra sem staðsett var við Hlíðarvatn í Selvogi og getum við rétt ímyndað okkur að það hafi verið mikið að gera hjá ömmu að fylgjast með okkur systr- unum því að sjálfsögðu óðum við alltaf beint út í vatnið óháð því hvort við værum í stígvélum eða ekki. Tvisvar á dag rerum við svo út á vatnið með afa til að vitja um netin og þegar í land var komið þá var ömmu færður silungurinn sem hún matreiddi ofan í svangan skarann. Þau afi höfðu mikið yndi af því að ferðast, bæði innanlands og utan- lands og þegar afi féll frá þá fóru þær systur, amma og Vala, að ferðast saman. Þær fóru ár eftir ár til útlanda og við vorum farnar að hafa áhyggjur af þeim því þær voru nú engin unglömb lengur, komnar hátt á níræðisaldurinn. Alltaf var hún amma tignarleg og yfirveguð kona og alveg fram á það síðasta hélt hún virðingu sinni þrátt fyrir að minnið væri aðeins farið að svíkja hana. Síðustu æviárunum eyddi amma á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík og þar fór afskaplega vel um hana og fann hún til mikils ör- yggis þar sem sjónin hennar var orðin mjög léleg. Viljum við systur færa starfsfólki Víðihlíðar kærar þakkir fyrir góða umönnun á liðnum árum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma, en minningin um þig er ljóslifandi í hjarta okkar. Þínar Harpa og Ingibjörg. INGIBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR Margar minningar streyma upp í hugann þegar hugsað er til baka. All- ar ferðirnar í fiskbúðina til að fá 50 kr. fyrir nammi, bút úr harðfisk eða far heim, svo ekki sé talað um allar stund- irnar sem við áttum saman á Hlíð- arveginum. Oft var það að við komum í heimsókn að afi spurði með stríðn- islegri rödd: ,,Hvað eru þið eiginlega að gera hér?“ en ávallt sást í augum og brosi hans hvað hann var feginn að sjá okkur. Afi gerði mikið af því að rúnta um bæinn. Fór hann þá sinn reglulega hring og fylgdist með bæjarlífinu. Hlýlegt brosið sagði svo allt sem segja þurfti þegar við sáum hann aka framhjá til að athuga hvort ekki væri allt í lagi með barnabörnin. Ein af minningunum úr seinni tíð er tækniþróunin hans afa, en hann fylgdi nýjungum nútímans óspart eft- ir. Fyrst var það gemsinn og svo tölv- an sem hann notaði gjarnan til að spila bridge, skoða myndir og undir það síðasta tala við okkur í gegnum tölvuna með heyrnartólum og míkró- fón. Elsku afi, við munum aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við áttum saman og nú þegar þú ert farinn lítum við til baka með hlýju í hjarta okkar, og vitum að þú munt alltaf vaka yfir okkur. Þínar sonardætur, Gunnhildur, Sigríður María, Steina og Bryndís Erla. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast í brjósti mér þegar ég kveð elskulegan bróður. Við erum svo gjörn á að ráðgera, en það er bara einn sem ræður. Ég veit að öllu var svo snilldarlega raðað saman á þessum síðustu og mjög erfiðu mánuðum í lífi þínu. Þú ferð suður á Landspítala 29. septem- ber, á sjötugsafmælinu, og það var sko enginn glans yfir afmælinu, síður en svo. Eftir þrjár mjög erfiðar vikur fyrir sunnan kemur þú heim til Sigló og áttir nokkrar góðar vikur heima á sjúkrahúsinu, og síðan ferðu alla leið heim til Steinu þinnar. Var hægt að hafa þetta betra, ég held ekki. En nú ertu farinn til fegri heima, elsku bróðir. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn gráta þig svo sannarlega. En aftur kemur vor í dal. Blessuð sé minning þín, elsku bróð- ir, Kristjana (Didda systir). Kær vinur Guðfinnur Aðalsteins- son er fallinn frá, 70 ára að aldri, fæddur og uppalinn hér í Siglufirði á þeim árum sem staðurinn var og hét, fimmti stærsti kaupstaður landsins um miðja síðustu öld, bær með alþjóð- legum blæ. Hann yfirgaf ekki staðinn þegar fór að halla undan fæti í at- vinnumálum hér, þannig var hann trúr uppruna sínum. Guðfinnur starf- aði lengi sem kjötiðnaðarmaður hjá Kjötbúð Siglufjarðar, síðar sem for- stöðumaður, þar varð fyrst kunnings- skapur með okkur. Ég vann við að keyra vörum í síldarskipin og þurfti oft að koma við á pylsugerðinni. Síðar þegar ég stofnaði heimili var gott að eiga hann að, því þá var til siðs að taka hálft naut, hrossakjöt, birgðir fyrir árið, þá kom þessi bóngóði vinur með hnífinn, úrbeinaði, pakkaði og allt klárt í frystikistuna, smá brjóstbirta með, engin greiðsla, ég hringlaði í kringum hann sem vann verkið. Þarna varð kunningsskapur að vin- áttu sem síðan hefur haldist. Um tíma rak hann Fiskbúðina ásamt Eysteini bróður sínum og Sal- manni Kristjánssyni, þar var komið við næstum daglega, tekinn púlsinn á bæjarlífinu, þar höfðu menn skoðanir á flestöllu. Ófáan rúntinn tókum við í bílnum hans, þar var farið yfir stöðu mála í bæjar- og þjóðmálum, já og raunar öllum málum, Guggi fylgdist vel með og var hafsjór af fróðleik, við ræddum málin á „rúntinum“ tókumst gjarnan á, skildum sem vinir, vorum vinir. Fyrir nokkrum árum tók heilsu hans að hraka og hætti hann þar af leiðandi að vinna. Ég kom í bæinn að kvöldi 29. sept. sl. á 70 ára afmæl- isdeginum hans og ætlaði að skreppa og taka í hendina á honum, þá var enginn heima, hann kominn á sjúkra- hús í Reykjavík. Ég heimsótti hann þar, hann hafði verið mjög veikur. Síðast þegar við hittumst, fyrir nokkrum dögum, sátum við tveir á Hlíðarveginum, ræddum lífið og til- veruna, veikindin, jafnvel gæti hann átt góðan tíma með Steinu og fjöl- skyldunni sem hann unni svo mjög. Svo varð ekki. Þeim fækkar sem settu svip á bæinn. Við Ásdís sendum Steinu og fjöl- skyldunni samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Björn Jónasson. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN RAGNARS sjúkraliði, Ljósheimum 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánu- daginn 5. desember kl. 15.00. Kjartan Borg Arnheiður Borg Stefanía Borg Davíð Sch. Thorsteinsson Sunna Borg Þengill Valdimarsson Áslaug Borg Ragna Grönvold barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS JÓNÍNA BALDVINSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánu- daginn 6. desember kl. 14.00. Brynja Einarsdóttir, Örnólfur Þorleifsson, Fanney Lára Einarsdóttir, Þórður Jónasson, Sólveig Einarsdóttir, Kjartan Rafnsson, Jakob Þór Einarsson, Valgerður Janusdóttir, Sonja Hulda Einarsdóttir, Gísli Bjarnason, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, vinur og faðir okkar, SVEINBJÖRN JÚLÍUSSON, lést að slysförum sunnudaginn 28. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ólöf Ingibergsdóttir, Guðrún Sesselja Sveinbjörnsdóttir Margrét Maris Sveinbjörnsdóttir Ívar Örn Sveinbjörnsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Hæðargarði 33, lést á Hrafnistu aðfaranótt fimmtudagsins 2. desember. Jarðarför auglýst síðar. Anna Ólína Jóhannesdóttir Ragnar V. Jóhannesson, Hafdís Moldoff, Grettir Kristinn Jóhannesson, Sigríður Arngrímsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, tengdasonur og afi, SIGURÐUR GEIRDAL bæjarstjóri, Daltúni 12, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 7. desember kl. 15:00. Ólafía Ragnarsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Haraldur Þorri Grétarsson, Gísli Sigurðsson, Ragnar Geirdal, Jóhann Örn Geirdal, Sara Haraldsdóttir, Sigurjón Birgir Sigurðsson, Ásgerður Júníusdóttir, Rúnar Þór Bjarnþórsson, Soffía Kristinsdóttir, Ragnar Pálsson, Jóhanna Friðriksdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.