Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 47

Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 47
hygli okkar með skemmtilegum frá- sögnum. Ein af þeim var þegar hann fann kumlið á Þórarinsstöðum í Seyðis- firði. Þar reynist vera um einn merk- asta fornleifafund síðustu aldar að ræða. En þótt það tæki afa hátt í hálfa öld að sannfæra helstu fræðimenn þjóðarinnar um að svo væri, gafst hann ekki upp og stoltur var hann, höfðinginn, þegar hann sýndi okkur uppgröftinn á Þórarinsstöðum. Síðan var haldið heim í Dröfn þar sem amma beið okkar með rjúkandi heita kjötsúpu, amma sem alltaf var svo hlý og góð og afi var svo einstak- lega heppinn að fá að eyða æfinni með. Nú hefur Lykla-Pétur, sem afi var farinn að halda að hefði bara gleymt sér, náð í hann og sameinað þau ömmu á ný. Við erum svo rík að hafa átt ykkur að. Guð geymi þig, elsku afi. Stefán Ragnar Magnússon og fjölskylda, Stokkseyri. Í fáum orðum langar mig að kveðja hann Sigurð. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór með honum þegar ég bjó á Seyð- isfirði. Mér er líka ofarlega í huga ferðin til Loðmundarfjarðar með föð- ur mínum og Sigurði. Vegurinn var slæmur og bílarnir á undan okkur sneru flestir við en Sigurður hvatti mig til að halda áfram. Þá er mér minnisstæð ferðin til Mjóafjarðar og síðan Norðfjarðar þar sem við skoð- uðum steina- og náttúrugripasafnið. Sigurður var sagna- og fræðimaður og skrifaði mikið í Múlaþing. Hann fékk mig til að gerast áskrifandi að því tímariti. Á ferðum mínum með Sigurði hafði hann frá mörgu að segja. Mér verða alltaf minnisstæðar sögurnar sem hann sagði mér af Inga T. þegar hann kom í heimsókn að Þórarinsstöðum stundum klæddur hvítum fötum með fiðlukassann hangandi í ól yfir herð- arnar. Faðir Sigurðar lék á orgel og var oft spilað, sungið og stiginn dans og stundum dreypt á „dönskum rjóma“. Þá sagði hann mér söguna um hvern- ig það kom til að Ingi T., aðeins 7 ára, samdi lagið við ljóð Páls Ólafssonar „Ó blessuð vertu sumarsól“. Mér finnst ástæða til að minnast á eftirfarandi um Sigurð. Sumarið 1938 var ákveðið að byggja votheysgryfju á Þórarinsstöðum. Sigurði var óljúft að vinna þetta verk vegna þess að gamlar sagnir hermdu að þarna hefði bænahúsið staðið. Sigurður hafði alla tíð áhuga á að þarna yrði grafið. Það reyndist líka rétt vera. Árið 1998 fór fram fornleifauppgröftur á Þórarins- stöðum. Kom þá í ljós að þarna hafði stafkirkja staðið. Ástæða fyrir upp- greftrinum var greinargerð Sigurðar skrifuð 60 árum fyrr. Að lokum þakka ég Sigurði fyrir margar góðar og skemmtilegar stundir. Ég fór alltaf fróðari af hans fundi. Gestrisni þeirra hjóna Sigurðar og Jóhönnu verður mér ætíð minnis- stæð, en hennar naut ég ávallt á ferð- um mínum um Austfirði. Þreytist höndin. Svefn að sígur. Söngur þó í hæðir stígur: „Þreyttur leggst ég nú til náða, náðarfaðir, gættu mín.“ Logar trúarblysið bjarta, bænin lyftir fólksins hjarta. Góðar nætur, bóndinn býður. Breiðir nóttin tjöldin sín. (Valdimar V. Snævarr.) Guð blessi minningu Sigurðar Magnússonar. Þórarinn G. Valgeirsson. Hinstu kveðjur til míns gamla vinar Sigurðar frá Þórarinsstöðum í Seyð- isfirði kalla fram góðar minningar frá löngu liðinni tíð. Frá fyrstu dögum ævi minnar lágu leiðir okkar Sigurðar saman og hann fræddi mig á því síðar, að hann sá til ferða minna er ég á fyrsta ári kom í sleða, sem foreldrar mínir drógu að vetrarlagi (1918) frá heimili okkar á Skálanesi yst í Seyð- isfirði fram hjá Þórarinsstöðum á leið að Hánefsstöðum. Sleðinn var smjör- líkiskassi negldur á tvö skíði. Sigurður var greindur maður og at- hugull og liggja eftir hann vandaðar heimildir um íslensk málefni. Hann ritaði m.a. greinar í byggðarsögurit Austfirðinga, Múlaþing. Þar minnist ég einstaklega vel vísindalega gerðar greinar um beinafundinn á Þórarins- stöðum í Seyðisfirði. Sigurður kom þannig fyrir að hann hafði alltaf eitt- hvað að segja og var mjög vel lesinn og minnugur. Ég ímynda mér að eftir hann liggi margur fróðleikur um ís- lensk efni. Mér er efst í huga hversu áhugi okkar og virðing á Alþýðuskólanum á Eiðum var mikil. Við höfðum báðir verið í skólanum þar áður en rafljós komu. Árið 1935 kom þar rafmagn og af einskærum áhuga á Eiðastað þá drifum við okkur þangað um miðjan desembermánuð gangandi frá Seyð- isfirði til þess að samfagna ljósadýrð- inni að loknum tímum hinna dimmu vetra. Þetta sýnir líka hversu sterk ítök og áhugi ungs fólks voru til al- þýðuskóla landsins. Sigurði var einn- ig ljóst hversu þýðingarmiklir alþýðu og héraðsskólar landsins voru ís- lenskri æsku og þjóðinni allri, einkum þegar land okkar varð dvalarstaður erlendra herja er skyndilega komu til landsins og þeim útlendu varð ljóst að hér bjó vel upplýst fólk, þótt landið væri fjarri alþjóðaleið. Ég sendi börnum Sigurðar, frænd- garði hans og skylduliði öllu samúðar- kveðjur mínar og fjölskyldu minnar og þakka einkum hin gömlu kynni. Vilhjálmur Árnason hrl. Sigurður Magnússon, sem nú er látinn, 95 ára að aldri, fæddist í Svart- húsi í landi Þórarinsstaða við Seyð- isfjörð. Hann var fimmti í röð ellefu barna Magnúsar Jónssonar, frá Geld- ingaá í Leirársveit, Jónssonar frá Deildartungu í Reykholtsdal og Hild- ar Ólafsdóttur, fæddrar í Gráhúsi á Þórarinsstaðaeyrum. Hún var dóttir Ólafs Péturssonar útvegsbónda á Landamótum í Seyðisfirði. Magnús, faðir Sigurðar, var kenndur við Sól- vang í Vestmannaeyjum, sem hann reisti árið 1920. Magnús var fjölhæfur gáfumaður, kennari, organisti, sjó- sóknari, formaður, ritstjóri og skáld. Hafa ýmsir eiginleikar hans og svip- sterkt yfirbragð haldist hjá börnum hans, eins og fram kom í grein eftir undirritaðan og mynd sem henni fylgdi í Morgunblaðinu 3. maí 2003, vegna aldarminningar Ólafs Magnús- sonar, elsta bróður Sigurðar. Þegar fjölskylda Sigurðar flutti til Vestmannaeyja árið 1915 varð Sig- urður eftir á Seyðisfirði hjá fósturfor- eldrum sínum, Sigurði Jónssyni og Þórunni Sigurðardóttur á Þórarins- stöðum. Efnahagur fjölskyldunnar á Sólvangi leyfði ekki að kosta fleiri systkinanna en elsta soninn til lang- skólanáms og því varð það hlutskipti Sigurðar að vera ráðsmaður á Þór- arinsstöðum fram til ársins 1942, en Sigurður stundaði engu að síður nám við Alþýðuskólann á Eiðum 1928– 1930 og við lýðháskólann í Askov í Danmörku árið 1930–1931. Hann fékkst einnig talsvert við kennslu á Seyðisfirði á þessum árum og þótti mjög góður kennari. Árið 1944 flutti hann til Vestmannaeyja, þar sem hann var verkstjóri næstu 30 árin. Gosið í Heimaey árið 1973 átti ríkan þátt í að Sigurður flutti aftur til Seyð- isfjarðar árið 1974. Fullyrða má að Sigurður, sem var fræðimaður og grúskari af guðs náð og með brennandi áhuga á sögu og menningu Austurlands og menntun fólksins þar, hefði átt erindi í lang- skólanám. Hann hefði þó varla getað lagt fram drýgri skerf til sögu og menningar fjórðungsins en hann gerði með því að finna fornan kirkju- garð á Þórarinsstöðum árið 1938 og berjast mestalla ævi sína fyrir því að garðurinn yrði rannsakaður. Kom í ljós við fornleifauppgröft fyrir nokkr- um árum að grafir frá því fyrir kristnitöku voru í næsta nágrenni við íbúðarhúsin á Þórarinsstöðum. Um er að ræða einn merkasta fornleifafund síðari ára á Íslandi og ætti það að halda nafni Sigurðar á lofti um mörg ókomin ár. Ég hitti Sigurð síðast þegar ég heimsótti hann á Seyðisfjörð árið 2000, en þá sýndi hann mér bæjar- rústirnar á Landamótum og Svart- húsi og víkingakirkjugarðinn á Þór- arinsstöðum. Ég kveð þennan síðasta ættingja minn úr hópi afa- og ömmu- systkina með þakklæti og virðingu. Ólafur F. Magnússon. Sigurður Magnússon var fróðleiks- maður, skáldmæltur og glaðvær. Á löngu ævikvöldi fékk fróðleiksást hans að njóta sín. Hann lagði kapp á að safna kveðskap föður síns, Magn- úsar Jónssonar; ættfróður var hann vel og dró saman miklar heimildir um sögu Seyðisfjarðar. Merkilegt var að ganga með honum um rústir smá- þorpanna á Hánefsstaðaeyrum og Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð sem þar mynduðust um aldamótin 1900. Sigurður gat nefnt nöfn húsanna og bent á hvar þau höfðu staðið og hverjir bjuggu hvar, en þarna var hann fæddur eins og flest systkina hans. Í Reykjavík var eftirlætisstaður Sigurðar Landsbókasafnið, og þá einkum handritadeildin. Sigurður lagði kapp á að koma handritum með kveðskap föður síns til geymslu þar og vissi að þau mundu vera í góðum höndum. Sigurður var góður sögumaður og unun að heyra frásagnir hans af skrýtnu og skemmtilegu fólki eystra. Áhuga hafði hann á dulrænum efnum og sagði svo vel frá eigin reynslu af því sviði að harðsvíraðir efnishyggju- menn vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Ekki var minna fróðlegt að heyra hann segja frá vertíð og ver- búðalífi á Höfn í Hornafirði á kreppu- árunum. Þar var ekki mulið undir sjó- menn eða landmenn og kaupið ekki meira en þurfti til að draga fram lífið meðan á vertíð stóð. Þótt Sigurði stæði ekki langskóla- nám til boða var hann tvö ár í Eiða- skóla og um skeið í Askov. Eftir- minnilegir eru mér samfundir þeirra skólasystkina frá Eiðum, hans og móður minnar, þegar bæði voru kom- in á níræðisaldur. Það var eins og Eiðaárin hefðu verið í gær og þau minntust þeirra með mikilli hlýju og glaðværð. Og þótt Jóhanna kona Sig- urðar hefði ekki verið þar var auð- fundið að henni var allt nákunnugt. Hlýja einkenndi viðtökur þeirra þeg- ar komið var í strjálar heimsóknir á Seyðisfjörð, og glaðværðin ríkti yfir kaffi og kræsingum þegar minnst var á fornan fróðleik. Með þakklæti minn- umst við Unnur þessara góðu hjóna og sendum afkomendum þeirra ein- lægar samúðarkveðjur. Vésteinn Ólason. Sagnaþulur Seyðfirðinga er allur. Þar kom að því – og ég hlýt að drepa niður penna – þó styttra verði en efni standa til. Þegar ég fór að bera mig eftir seyð- firskum sagnafróðleik var það við- kvæði þeirra sem til var leitað – að hann Siggi Magg myndi vita það. Síð- an hef ég verið í óreglulegu sambandi við þann öndvegis höld og mun nú sakna vinar í stað og fátt sem bætir skaðann. Sameiginlegt hugðarefni okkar var ekki síst saga hins uppnumda byggð- arlags, Eyranna, og suðurbyggðar- innar, þar sem nú er aðeins einn mannabústaður. Siggi var þar rótfastur að ætt og uppeldi. Móðurafi hans, Ólafur á Landamóti, „grand old man“ Eyr- anna, var einn frumbyggja þorpsins. Ólafur reisti Gráhúsið þar fyrir rétt- um hundrað og tuttugu árum en áður höfðu fósturforeldrar hans reist Svarthúsið. Í því húsi fæddist Siggi en var sendur í fóstur upp að Þórarins- stöðum til Sigurðar hreppstjóra Jóns- sonar og hefur trúlega fengið nafn fóstra síns. Þegar svo Þórarinsstaðir brunnu frostaveturinn 1918, sem Sigga var í fersku minni, var Svart- húsið flutt uppeftir og gert að bæj- arhúsi þar og um leið heimili Sigga. Á Þórarinsstöðum ólst hann upp hjá seyðfirskum aðli. Þar á bæ var rekinn myndarbúskapur og umfangs- mikil útgerð og saltfiskverkun frá Sjólist niðrá Eyrum. Siggi hefur hald- ið minningu þessara uppeldisslóða sinna á lofti og hefur meira að segja afrekað það á gamalsaldri að stuðla að landsfrægð Þórarinsstaða. Við fráfall hans verður manni á að spyrja: Hvað verður nú um seyðfirska sagnarækt? Ég kveð þennan sposka sálufélaga með söknuði. Hjalti Þórisson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 47 MINNINGAR Kæri vinur og stjúp- sonur. Ég kynntist þér fyr- ir 15 árum, þá við aðr- ar kringumstæður en eru í dag. En ég hef átt marg- ar ánægjustundir með þér, þótt þú hafir verið mikið á ferð og flugi hefur þú oft mátt vera að því að stoppa við. Skemmst er að minnast sumars- ins í sumar þegar við unnum saman hér í garðinum. Svo allt í einu kom, eins og hendi væri veifað, ský fyrir og það dimmdi yfir öllu, vinur minn. Varst allt í einu dáinn, Sigurjón dáinn, glumdi í höfðinu á mér og ég varð magn- þrota. En nú má ég minnast drengs er mér þótti reglulega vænt um en gat svo lítið gert fyrir, annað en að minnast hans sem engils. Sem er ekki svo slæmt því ljúfur var hann sem engill og ekki voru fúkyrðin sem fuku af hans vörum. En elsku strákurinn minn, ég veit að nú ertu í góðum höndum og gengur á guðs vegum, laus við amstur og ys þess æpandi heims sem við hin sitjum eftir í og reynum að höndla. Ég kveð þig, kæri vinur og stjúpsonur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn Valur. Líf okkar Jonna frænda, eins og ég kallaði hann alltaf, fléttaðist saman þegar hann beið á fæðing- ardeildinni eftir því að ég fæddist, og var hann duglegur að rifja upp þá sögu sem og fleiri en það var yndislegt að eiga með honum góðar stundir og hlusta á hann tala. Það var stórkostlegt oft að heyra hann lýsa atburðum eða segja manni skemmtilegar sögur sem hann kunni. Hann hafði ótrúlega fallegt bros og mikla persónutöfra og var ógleymanlegur þeim sem hann hittu en hann hafði ferðast um óteljandi lönd og kynnst mörgu og mismun- andi fólki á ævi sinni en sjaldan heyrði maður hann tala illa um fólk og reyndi hann frekar að vera já- kvæður og bjartsýnn fremur en hitt. Hann glímdi við illvígan sjúkdóm stóran hluta ævi sinnar en það er ótrúlegt hvað sú glíma getur verið erfið, og hefur verið. Við fjölskylda SIGURJÓN PÉTURSSON ✝ Sigurjón Péturs-son sjómaður fæddist 11. apríl 1964. Hann lést 22. nóvember síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Grafarvogs- kirkju 30. nóvember. hans höfðum nokkrum sinnum kvatt hann í huganum á erfiðum stundum en þegar að stundinni kom var áfallið gífurlegt. En núna er greinilega komið að hinni hinstu stund og vil ég minn- ast hans sem ótrúlega hæfileikamikils ljóða- skrifara, myndlistar- manns og hugsuðar og síðast en ekki síst ynd- islegs frænda sem ég elskaði mikið og vil ég enda þetta á orðunum; virðing til handa manni, sem eitt sinn var saklaust barn. Hildur Björk. Ég kynntist Sigurjóni fyrst af af- spurn, þegar ég kvæntist inn í fjöl- skylduna fyrir um það bil 6 árum. Ég hitti hann svo ekki í persónu fyrr en þremur árum síðar. Sigurjón var alltaf reiðubúinn að hjálpa til, ef taka þurfti til hendi á heimilinu eða í garðinum. Hann var alltaf glaðlegur, og talaði aldrei illa um nokkurn mann, heldur vildi allt- af gera gott úr hlutunum. Jonni var líka lúmskur húmoristi, og skaut oft á fólk undir rós. Þegar ég hitti hann síðast datt mér ekki í hug að það væri í síðasta skiptið sem ég myndi sjá hann, en ósköpin gera víst sjaldnast boð á undan sér. Jonni kenndi mér fyrst og fremst það, að oft má finna perlur innanum hrjúfa steina, og að maður á aldrei að dæma neinn án þess að þekkja hann. Takk fyrir alla hjálpina, Jonni, og samræðurnar sem við átt- um um tölvur, sem voru sameig- inlegt áhugamál okkar. Guðrúnu og Val vil ég votta dýpstu samúð mína, á þessari erfiðu stundu, einnig Hörpu og Danna, sem þurfa að kveðja bróður sinn svona skyndilega. Kveðja Eggert Jón Magnússon. Sæll Jonni. Ég votta þér virðingu mína. Við vorum oft samferða í lífinu og hitt- umst í ótrúlegustu aðstæðum á furðulegustu stöðum. Mér er nú efst í huga hve lítið raunverulega þarf til að falla fyrir þessum ægilega sjúkdómi. Og hve oft ég sjálfur hef aðeins verið hárs- breidd frá því. Baráttan við að halda sér réttum megin við þessi ósýni- legu landamæri er stanslaus og and- stæðingurinn lævís og lúmskur. Mér finnst til eftirbreytni viðhorf þín til mótlætis. Það veit Guð að þú fékkst meir en þinn skerf af því. Like a bird on a wire, I have tried in my own way to be free…. (Leonard Cohen.) Ég þakka þér vináttuna og bið al- góðan guð að styrkja ástvini þína og fjölskyldu. Freyr Njarðarson. Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU DAGRÚNAR EINARSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Þórsgötu 15. Alúðarþakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykja- vík. Sesselja Helgadóttir Hicks, Cullas Mack Hicks, Gerður E. Tómasdóttir, Helga Rósa Þormar, Erla Björgvinsdóttir, Björn Helgi Björgvinsson, Jón Gunnar Björgvinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.