Morgunblaðið - 04.12.2004, Page 54

Morgunblaðið - 04.12.2004, Page 54
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞÚ STENDUR ÞIG VEL GRETTIR HVAÐ ERTU AÐ GERA? ÉG VAR EKKI BÚINN AÐ LESA ÞESSA SÍÐU EF ÞÚ ÆTLAR AÐ LESA ÞESSA BÓK MEÐ MÉR ÞÁ VERÐUR ÞÚ LESA TÖLUVERT HRAÐAR EN ÞETTA SKÓLI! ÞAÐ ER FYRSTI SKÓLADAGURINN Í DAG! ÉG ER BÚIN AÐ LÆRA ALLAR ÞESSAR JÖFNUR OG LEGGJA NÖFN Á ÁM Á MINNIÐ EKKI GLEYMA LYKLINUM AÐ SKÁPNUM ÞÍNUM!! HVER ER HÖFUÐBORG VENESÚELA?! ÉG HELD AÐ SUMRIN SÉU AÐ STYTTAST ERTU TILBÚINN? NEI DRÍFÐU ÞIG! ÉG ER TILBÚINN!! Svínið mitt RÚNAR © DARGAUD ÉG ER SVO GLÖÐ!! JÆJA, OFSALEGA ERTU GLÖÐ JÁHÁ, MAMMA ... HVAÐA GLEÐI TÍÐINDI HEFUR ÞÚ AÐ FÆRA ... 10 Í ÍSLENSKU NEI, EN KENNARINN ÆTLAR MEÐ OKKUR Á STÖNDINA ... MÁ ÉG FARA, ELSKU MAMMA ... AUÐVITA MÁTTU ÞAÐ AAAH... SJÓRINN ÉG TEK ÞAÐ EKKI Í MÁL AÐ FARA Í ÞESSA ASNALEGU FERÐ...!! Dagbók Í dag er laugardagur 4. desember, 339. dagur ársins 2004 Vinkona Víkverja býr í gömlu húsi,þar sem ýmislegt er farið að láta á sjá og þarfnast endurnýjunar. Hún ákvað á dögunum að ráðast í að endurnýja baðherbergi sitt frá grunni. Hún þefaði uppi hvert tilboðið á fætur öðru, keypti flís- ar, handlaug, salerni, blöndunartæki og allt það sem til þarf áður en komið var að fram- kvæmdinni sjálfri. Ekki treysti hún sér sjálf í verkið, enda er að mörgu að huga í slíkum stórfram- kvæmdum. Hún leit- aði því á náðir aðila sem gefa sig út fyrir að bjóða heildarþjón- ustu á þessu sviði, þ.e. að senda á svæðið viðeigandi iðnaðarmenn allt þar til verkinu er lokið. Ekki stóð á því að útsendarar fyrirtækisins mættu á svæðið, tækju út verkið og gerðu síðan himinhátt tilboð í allt- saman. Þar sem framkvæmdin var orðin aðkallandi ákvað vinkonan að slá til og gekk til samninga. Þá var ekki eftir neinu að bíða, öllu var rutt út úr gamla baðherberginu og því var iðnaðarmönnum ekkert að van- búnaði að hefja störf sín. Píparinn mætti á staðinn og vann sitt starf og múrarinn gat tekið við. En þá kom babb í bátinn. Vinkonunni var nú til- kynnt að hún þyrfti að bíða í nærri tvær vikur áður en hægt væri að halda verkinu áfram. Við því væri ekkert að gera. Og hún þarf nú að gera stykki sín hjá nágrönnunum og baða sig hjá vandamönnum. Er hægt að koma svona fram við fólk? x x x Víkverji fer af göml-um vana inná heimasíður fast- eignasala og er oft að velta fyrir sér máltil- finningu og -kunnáttu þeirra sem taka það að sér að meta íbúðir og í framhaldi af því að gera lýsingu á viðkomandi eign. Það stingur vissulega í augun þegar íbúð er lýst með gullkornum á borð við þessi: „Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með sturtu. Svefn- herbergin eru dúkalögð með skáp- um. Skóli er í 10 mín. göngu frá íbúð- inni sem hefur gott orð á sér fyrir að vera frábær og með hæstu með- aleinkunn á meðal nemenda á höfð- uðborgasvæðinu.“ Greind íbúð það! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Hafnarborg | Nemendur á lokaári hönnunardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði opnuðu í gær sýningu á jólagjöfum sem þeir hafa sérhannað fyrir þjóðþekkta Íslendinga. Nemendur völdu sjálfir hverjum þeir vildu gefa gjafirnar. Þar mátti m.a. sjá gjafir til Bjarkar Guðmundsdóttur, Davíðs Oddssonar, Guðna Ágústssonar og Bjarts í Sumarhúsum. Ekki var annað að sjá en að Siggi Hall meistarakokkur væri kampakátur með vínstandinn sem Ólafur Ágúst Jensson hannaði fyrir hann. Morgunblaðið/Jim Smart Sérhannaðar jólagjafir MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauð- ina. (Jóh. 10, 11.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.