Morgunblaðið - 04.12.2004, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fólk sýnir þér góðvild í dag.
Kannski færðu meira að segja gjöf.
Greiðar og hlunnindi verða á vegi
þínum. Hugsanlega færðu að njóta
ríkidæmis einhvers nákomins.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú laðast sterklega að einhverjum í
dag. Það ýtir undir nýtt samband
eða blæs lífi í gamalt. Ekki láta þitt
eftir liggja í félagslífinu, nýttu þér
þennan meðbyr.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú nýtur vinnunnar í dag. Stundum
er vinnan skemmtilegri en besta
skemmtun, finnst þér. Þú ert til í að
hella þér út í verkefnin og hefur
fundið eitthvað til þess að trúa á.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Dagurinn í dag er kjörinn til þess að
falla fyrir ókunnugri manneskju.
Augu ykkar mætast í fullum sal af
fólki og allt það. Þú vilt vera frír og
frjáls í dag, krabbi, og gera það sem
þig lystir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nýttu kraftana í að gera þitt nán-
asta umhverfi meira aðlaðandi núna.
Standsetning, endurbætur eða versl-
unarleiðangur fyrir heimilið kætir
þig mjög. Þú kemur miklu í verk.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Samræður þínar við aðra eru óvenju
kraftmiklar og sannfærandi um
þessar mundir. Þú ræður bara ekki
við þetta. Þú ert að springa úr
áhuga og vilt ná eyrum alls um-
heimsins.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þig langar mikið til þess að eyða
peningum í dag, kaupa eitthvað fal-
legt handa þér eða ástvinum. Feg-
urðin heillar þig jafnan, þess vegna
er líklegt að þú látir það eftir þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert einstaklega aðlaðandi í aug-
um annarra núna. Ástargyðjan Ven-
us og framkvæmdaplánetan Mars
eru saman í þínu merki þessa dag-
ana og þú hreinlega ljómar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hugleiðsla, vangaveltur og nátt-
úrudýrkun höfða sterklega til þín
upp á síðkastið. Þú hefur unun af
því að vera utandyra og ert elskur
að dýrum, bogmaður.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú átt fjörugt félagslíf í vændum.
Þiggðu öll heimboð og skráðu þig í
félagasamtök. Samtöl við vini verða
lífleg, áhugaverð og upplýsandi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ert í essinu þínu núna og gengur
auðveldlega í augun á fólki án þess
að leggja nokkuð á þig. Máttarvöld
heimsins, til dæmis foreldrar, sjá
ekki sólina fyrir þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta er góður dagur fyrir stutt
ferðalag, eða langt, eigir þú tök á
því að bregða þér frá. Gerðu hvað-
eina sem þú getur til þess að víkka
sjóndeildarhringinn.
Stjörnuspá
Frances Drake
Bogmaður
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur jafnan mikið fyrir stafni og býrð
yfir djörfung og dug. Öðrum finnst þú
jafnan sýna hugrekki. Þú mælir lífið í
langtímamarkmiðum og hefur stórhuga
áætlanir á prjónunum. Sjálfstraust og
óbilandi trú er einn helsti styrkleiki þinn.
Komandi ár verður fjörugt og gott fyrir
parsamband.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Skemmtanir
Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar á
Catalinu í kvöld.
Café Victor | DJ Gunni sér um danstónlist.
Celtic Cross | Kari and the Clubmembers
skemmta um helgina.
Classic Rock | Hljómsveitin Sólon spilar
um helgina.
Café Rosenberg | Sváfnir Sigurðarson
trúbador kl. 23.
De Palace | Techno plötusnúðurinn Exos
spilar.
Dubliner | Spilafíklarnir leika.
Gaukur á Stöng | Buff og DJ Master.
Hressó | Hraun leikur frumsamda tónlist
og sérútsett tökulög í bland frá 22-01.
Kaffi 59 | Hljómsveitin Sex Volt.
Klúbburinn við Gullinbrú | Sigga Beinteins
og Grétar Örvars ásamt hljómsveit.
Kringlukráin | Mannakorn með dansl. kl.
23
Odd-Vitinn | Sýning Fimm stelpur. Logar
frá Vestmannaeyjum leika á eftir.
Vélsmiðjan Akureyri | Rokksveit Rúnars
Júlíussonar.
Vitinn Sandgerði | Rúnar Þór leikur á Vit-
anum í kvöld.
Tónlist
Hallgrímskirkja | Jólatónleikar Mót-
ettukórsins kl. 17.
Ketilhúsið Listagili | Djassextettinn Margt
smátt efnir til tónleika á vegum Djass-
klúbbs Akureyrar kl. 21 í kvöld.
Paddýs | Osbournes-helgi á PADDÝS í
Keflavík. The Black Zappas sem sló svo
eftirminnilega í gegn á Ljósanótt kemur
loksins fram aftur.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða
Frægð | Jagúar spilar efni af nýútkominni
breiðskífu sinni, Hello Somebody kl. 15.
Lights On The Highway sem nýkomin er úr
Global Battle Of The Bands stígur einnig á
stokk og spilar ný og nýleg lög. Aðgangur
er ókeypis.
Myndlist
Kirkjuhvoll Akranesi | Gylfi Ægisson sýnir
um 60 akrýlmyndir.
Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bej-
anninn – málverk.
Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig-
urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk.
Gallerí 101 | Daníel Magnússon – Matpr-
jónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald
heimilisins.
Gallerí + Akureyri | Oliver van den Berg,
Þóroddur Bjarnason, Ragnar Kjartanson,
Gunnar Kristinsson, Tumi Magnússon og
Magnús Sigurðarson –Aldrei–Nie–Never –
Þriðji hluti.
Gallerí Banananas | Hrafnkell Sigurðsson
– Verkamaður / Workman.
Gallerí Dvergur | Anke Sievers – Songs of
St. Anthony and Other Nice Tries.
Gallerí Fold | Guðrún Indriðadóttir, Eing-
unn Erna Stefánsdóttir og Áslaug Hösk-
uldsdóttir – Þrjár af okkur. M.J. Levy Dick-
inson – Vatnslitaverk.
Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson – Arki-
tektúr.
Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins-
son – Ókyrrar Kyrralífsmyndir.
Gallerí Tukt | Illgresi. Manifesto: Illgresi er
svar alþýðunnar við elítunni!
Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efn-
ið og andinn.
Grafíksafn Íslands | Í dimmunni – samsýn-
ing.
Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í
Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra
Íslendinga.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk í forkirkju Hallgrímskirkju.
Hólmaröst, Lista– og menningarverstöð |
Jón Ingi Sigurmundsson – Olíu- og vatns-
litamyndir.
Hrafnista Hafnarfirði | Sólveig Eggertz
Pétursdóttir sýnir myndir sínar í Menning-
arsalnum.
Hönnunarsafnið | Sænskt listgler – þjóð-
argjöf í Hönnunarsafninu.
Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir – Leikur
að steinum.
Kling og Bang gallerí | Sigurður Guð-
jónsson – Hýsill
Listasafn ASÍ | Erling Þ.V. Klingenberg og
David Diviney – Ertu að horfa á mig / Are
you looking at me. Sara Björnsdóttir – Ég
elska tilfinningarnar þínar.
Listasafn Árnesinga | Tumi Magnússon –
Innsetning.
Listasafnið á Akureyri | Patrick Kuse –
Encounter.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist:
um veruleikann, manninn og ímyndina. 20
listamenn sýna.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Þrjár
sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Austursal,
Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal
og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar
Guðmundssonar og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur á neðri hæð safnsins.
Listasafn Reykjanesbæjar | Valgarður
Gunnarsson – Eilífðin á háum hælum.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum
Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Graf-
ísk hönnun á Íslandi. Stendur til áramóta.
Erró – Víðáttur. Stendur til 27. feb. nk.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Textillist 2004 – Alþjóðleg textílsýning.
Stendur til 16. jan. Myndir úr Kjarvalssafni.
Listmunahúsið Síðumúla 34 | Sýning á
verkum Valtýs Péturssonar
Norræna húsið | Vetrarmessa
Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í
kuðungi, einn díll. Björk Guðnadóttir – Ei-
lífðin er líklega núna.
Suzuki Bílar | Björn E. Westergren sýnir
myndir málaðar í akrýl og raf.
Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir –
–sKæti–
Tjarnarsalur Ráðhúss | Ketill Larsen – Sól-
stafir frá öðrum heimi.
Listasýning
Gler í Bergvík | Í Bergvík verður gler-
blástur sýndur, og mun m.a. ungur glerblás-
ari frá Bandaríkjunum sýna listir sínar
ásamt íslenskri stúlku, sem nýverið útskrif-
aðist frá glerblástursskóla í Svíþjóð. Útsala
á útlitsgölluðum glermunum og afsláttur af
öðru gleri. Kaffi og piparkökur.
Handverk og Hönnun | Hjá Handverki og
hönnun stendur yfir jólasýningin „Allir fá
þá eitthvað fallegt...“ Sölusýning þar sem
32 aðilar sýna íslenskt handverk og list-
iðnað úr fjölbreyttu hráefni.
Bækur
Alþjóðahúsið | Þýðingahlaðborð í Alþjóða-
húsi kl. 16. Þýðendur lesa úr nýútkomnum
þýðingum, spjalla um þær og vinnu sína að
þeim. Anna María Hilmarsdóttir, Ingibjörg
Haralds, Hjalti Kristgeirsson, Óskar Árni
Óskarsson og Sigrún Á. Eiríksdóttir lesa úr
nýjum þýðingum sínum. Allir velkomnir.
MÍR-salurinn | Bóklestur og tónlist hjá
MFÍK: Áslaug Jónsdóttir, Guðbergur Bergs-
son, Guðrún Helgadóttir, Kristín Ómars-
dóttir, Kristín Steinsdóttir, Kristín Thorla-
cius, Sigmundur Ernir, Vilborg
Dagbjartsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og
Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Aðventustemn-
ing, kaffisala. Allir velkomnir.
Fréttir
Bókatíðindi 2004 | Númer laugardagsins
4. desember er 92627
Hólmarar Hollvinasamtök | Aðventukvöld
miðvikudaginn 8. des. kl. 20 í hátíðarsal
LOGOS lögmannaþjónustunnar í Efstaleiti
5, Reykjavík. Gísli Kolbeins flytur jóla-
hugvekju, Lárus Hannesson syngur við
undirleik Jóhönnu Guðmundsdóttur. Árni
Helgason segir frá og fer með gamanmál
við undirleik Jóns Svans Péturssonar. Allir
Hólmarar velkomnir. Kaffiveitingar.
Laugardalsvöllur | Jólamarkaður verður
kl. 11–16 undir stúku Laugardalsvallar. Mark-
aðurinn er á vegum íbúa í hverfunum sem
umlykja Laugardalinn. Jólatré, handverk,
ullarvörur, kaffihús og kompudót. Allir vel-
komnir.
Námskeið
Emm School of Make Up ehf | EMM School
Of Make Up er nýr förðunarskóli með nám
fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Námskeið hefjast í janúar n.k. Lögð er
áhersla á tísku og stíliseringu. Eingöngu er
kennt á MAC snyrtivörur. Nánari upplýs-
ingar á www.emm.is eða í síma. 5171070.
Fundir
Félag einhleypra | Fundur kl. 21. Heitt á
könnunni.
Félag húseigenda á Spáni | Félag húseig-
enda á Spáni heldur árlegan jólafund á
morgun kl. 17, í sal á efri hæð veitingahúss-
ins Naustsins við Vesturgötu.
Kvenfélagið Fjallkonurnar | Jólafundur
þriðjudaginn 7. desember kl. 19.30 í Safn-
aðarheimili Fella- og Hólakirkju. Jólamatur.
Konur taki með sér jólapakka. Upplýsingar
hjá Binnu í síma 557 3240.
Börn
www.menntagatt.is | Fram að áramótum
verður opinn jólakortavefur á mennta-
gatt.is.
Kynning
Kínaklúbbur Unnar | Næsta Kínaferð
Kínaklúbbs Unnar sem farin verður 13. maí
– 3. júní n.k. verður kynnt sunnudaginn 5.
desember kl. 20 að Njálsgötu 33. Unnur
Guðjónsdóttir mun kynna ferðina í máli og
myndum. Nánari upplýsingar í síma
5512596.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 forhengi, 4 aft-
urelding, 7 púkans, 8 dæg-
ur, 9 forskeyti, 11 svelg-
urinn, 13 vaxi, 14 eykst, 15
sterk, 17 reykir, 20 agnúi,
22 aula, 23 dínamó, 24
aldna, 25 lestrarmerki.
Lóðrétt | 1 skýrði frá, 2
áana, 3 stynja, 4 slór, 5
megnar, 6 næstum, 10
starfsvilji, 12 tek, 13 tímg-
unarfruma, 15 slæpt af
drykkju, 16 dýrahljóð, 18
legubekkjum, 19 munn-
tóbak, 20 álka, 21 öngul.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 sædjöfull, 8 folar, 9 lyfta, 10 tía, 11 sárna, 13 rýr-
an, 15 stáss, 18 jagar, 21 lóa, 22 knapa, 23 tinna, 24 mis-
kunnar.
Lóðrétt | 2 ætlar, 3 jurta, 4 fúlar, 5 lofar, 6 ofns, 7 bann, 12
nes, 14 ýsa, 15 sekk, 16 álagi, 17 slark, 18 jatan, 19 gunga,
20 róar.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5
Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4
8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 O-O 10. O-O-O
a6 11. h4 Rxd4 12. Bxd4 b5 13. Kb1
b4 14. Ra4 Bxd4 15. Dxd4 a5 16. h5
Ba6 17. Bxa6 Hxa6 18. c4 bxc3 19.
Rxc3 Hb6 20. h6 g6
Staðan kom upp í fyrra hluta Ís-
landsmóts skákfélaga sem fram fór
fyrir skömmu í húsakynnum
Menntaskólans í Hamrahlíð. Þröstur
Þórhallsson (2460) hafði hvítt gegn
Guðmundi Kjartanssyni (2229). 21.
Rxd5! exd5 22. e6 Df6 22... Rf6 hefði
verið svarað með 23. e7! og hvítur
vinnur. 23. exd7 Hd8 24. Hhe1 Kf8
25. Dxf6 Hxf6 26. Hxd5 og svartur
gafst upp enda staðan ekki falleg á
að líta.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
HLJÓMSVEITIN Dimma mun skekja Grand
Rokk um miðnæturbil í kvöld. Dimma ber
nafn með rentu, en sveitin leikur dökka
rokktónlist með drungalegum fimmund-
arröddunum og áherslu á leikræna tilburði.
Meðlimir eiga ekki langt að sækja hina
leikrænu tilburði enda eru þar á ferðinni
þrír fjórðu hlutar hinnar alræmdu sveitar
Stripshow, þ.e.a.s. Ingólfur Geirdal gít-
arleikari, Sigurður Geirdal bassaleikari og
Bjarki Magnússon trommari auk fyrrver-
andi söngvara hinnar fornfrægu ísfirsku
rokksveitarinnar Urmuls, Hjalta Ómars
Ágústssonar. Sveitin er nú að leggja loka-
hönd á plötu sína og munu þeir kynna lög
af henni í kvöld.
Ingólfur, gítarleikari Dimmu, segir mikla
áherslu lagða hjá sveitinni að ná þjóð-
legum og myrkum blæ á tónlist sveit-
arinnar og gegni fimmundarraddanir þar
veigamiklu hlutverki. „Okkur fannst það
líka mjög mikilvægt að sveitin héti ís-
lensku nafni þótt textarnir geti verið á
ensku,“ segir Ingólfur. „En tónlistin sæk-
ir í þennan arf. Svo sækjum við einnig
m.a. í upprunalega meðlimi Alice Cooper
bandsins, sem
við kynntumst
fyrir nokkrum ár-
um og höfum átt
gott samstarf
við, þar á meðal
Michael Bruce.“
Tónleikar Dimmu
hefjast á mið-
nætti á laug-
ardag en á eftir
þeim koma Noise
og Sign. Sveit-
irnar eiga fleira
en rokkið sam-
eiginlegt, því í
öllum sveitunum
eru bræður.
„Þetta eru líka
þrjár af örfáum
sveitum hér á landi sem skammast sín
ekkert fyrir að taka brjáluð gítarsóló,“
segir Ingólfur.
Þess má að lokum geta að aðgangur á
tónleikana er ókeypis.
Dimma leggst á
Grand Rokk
Morgunblaðið/Golli