Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.12.2004, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vaxtalaus Jólatilboð Kastljóssstjórnendur ættu að huga betur að vali tegunda í þáttinn. Pabbi minn sagði mérað fela mig. Þegarhermennirnir komu skutu þeir mömmu mína og pabba fyrir fram- an augun á mér. Ég faldi mig en hermennirnir fundu mig og nauðguðu mér ... þeir voru margir.“ Þannig lýsir tíu ára stúlka, sem býr í Lýðveld- inu Kongó, því þegar her- menn réðust inn í þorp hennar. Hún er, líkt og þúsundir annarra kvenna, fórnarlamb ofbeldis í stríði sem óvopnaðir borgarar verða fyrir af hálfu her- manna og annarra opinberra starfsmanna. Amnesty Internatio- nal (AI) stendur nú fyrir herferð til að stöðva þetta ofbeldi. Af því til- efni var í gær kynnt í deildum fé- lagsins um heim allan skýrsla sem ber heitið Sundurtætt líf – glæpir gegn konum í stríðsátökum. Ís- landsdeild AI kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í gær. Mannréttindabrot gegn konum viðgangast í ríkjum oft löngu áður en stríð skellur á, meðan á stríði stendur og einnig lengi eftir að átökum lýkur. Í aðdraganda stríðs, þegar þjóðir eru að hervæðast, fer að bera á því að litið sé fram hjá mannréttindabrotum, t.d. ofbeldi gegn konum sem getur tekið á sig ýmsar myndir, t.d. nauðgun. Litið er fram hjá reglum og þær ekki sagðar eiga við á ófriðartímum. Í skýrslunni er einnig bent á að eftir að t.d. innrásinni í Írak lauk, við- gekkst ofbeldið áfram, t.d. hefur heimilisofbeldi aukist mjög mikið eftir innrásina. Í skýrslunni kemur fram að nauðgun er mjög útbreitt vopn í stríði sem notað er til að hræða, ógna og til að ná fram upplýsing- um. „Það er hægt að segja að kon- ur séu hin gleymdu fórnarlömb stríðs,“ segir Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, framkvæmdastjóri Íslands- deildar AI. Margar hindranir Í stríðshrjáðum löndum verða oft margs konar hindranir á vegi kvenna ef þær leita réttar síns vegna ofbeldis. Skiptir þar engu hvaða trúarbrögð eru ríkjandi í landinu, að sögn Jóhönnu. Ofbeld- ið og útskúfun samfélagsins sem því fylgir er því ekki bundin ákveðnum menningarsvæðum heldur viðgengst alls staðar þar sem stríð eru háð. Útskúfun sam- félagsins er oft mikil og eru kon- urnar og stúlkurnar sem fyrir of- beldinu verða oft kallaðar „konur hermannanna,“ að sögn Jóhönnu. „Þó að þær komist lífs af úr árás- inni eru þær útskúfaðar á eftir og hafa litlar bjargir. Þær segja ekki frá því sem hefur gerst og geta ekki kært svo þetta er tvöföld út- skúfun sem þær lenda í.“ Eitt af því mest sláandi sem fram kemur í skýrslunni er að jafnvel þeir sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara, bæði starfsmenn hjálparsamtaka og friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna, hafa misnotað konur og stúlkur. Rannsóknir Amnesty sýna að þær eru neyddar til kyn- maka og fá þá fyrst að fara gegn- um svæði, fá skilríki, húsaskjól eða nauðsynjavörur. „Þetta er mjög mikið áhyggjuefni,“ segir Jó- hanna. Hún bendir á að í skýrslu Amnesty um Kosovo hafi t.d. kom- ið fram að friðargæsluliðar þar hafa nýtt sér eymd kvenna sem eru í fjötrum mansals. „Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út skilaboð um að þetta verði ekki liðið en aftur á móti hefur engin kæra verið lögð fram af hálfu þeirra,“ segir Jó- hanna. „En við þurfum ekki fleiri yfirlýsingar frá ríkisstjórnum og alþjóðafundum þar sem nauðganir í stríði eru fordæmdar, við þurfum aðgerðir. Að yfirmenn sem hafa grun um að undirmenn hafi gerst sekir um svona brot, bregðist við og að ofbeldismennirnir séu sóttir til saka. Við viljum aðgerðir en ekki orð.“ Verði sóttir til saka Í skýrslu AI kemur fram að al- gjörrar fordæmingar á kynferðis- legu ofbeldi sé þörf og sækja þurfi ofbeldismennina til saka, en á því er mikill misbrestur. Til að slíkt átak beri raunverulegan árangur þarf að beina skömminni, og þeirri útskúfun sem konur verða fyrir, að þeim sem fremja brotin og yfir- mönnum sem samþykkja þau með aðgerðaleysi. Refsileysi vegna of- beldisverka gegn konum í stríði viðgengst að sögn Jóhönnu. Hún segir miklar vonir bundnar við Al- þjóða sakamáladómstólinn í Haag sem um 90 ríki eiga nú aðild að en bendir á að Bandaríkin, Írak og Kína eru t.d. lönd sem ekki hafa staðfest aðild að dómstólnum. Amnesty hefur sett fram að- gerðaáætlun í tólf liðum þar sem t.d. segir að til að uppræta ofbeldi gegn konum í stríði verði að for- dæma það í öllum tilfellum og að ríkisstjórnir og vopnaðir hópar verði að skuldbinda sig til að binda enda á refsileysið sem viðgengst. Tryggja þarf að ofbeldi gegn kon- um sé gert refsivert í landslögum með fullnægjandi viðurlögum og úrræðum. Þá vill AI að aðkoma kvenna að allri friðarviðleitni verði tryggð og stuðningi og aðstoð við ríkisstjórnir og vopnaða hópa, sem beita konur ofbeldi, verði hætt. Fréttaskýring | Ný skýrsla Amnesty um glæpi gegn konum í stríðsátökum Nauðgun er vopn í stríði Ríkisstjórnir bindi enda á refsileysi vegna ofbeldis gegn konum í stríði Kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum viðgengst víða í stríði. Lítið tillit tekið til kvenna í flóttamannabúðum  Þrátt fyrir að konur og börn séu um 80% alls flóttafólks í heiminum er lítið tillit tekið til þarfa kvenna í flóttamannabúð- um, segir í skýrslu Amnesty Int- ernational. Oftast eru það karlar sem taka ákvarðanir um hvernig skuli verja hjálpargögnum. Nefna má sem dæmi að stutt er síðan að dömubindum var bætt á nauðsynjalista Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. sunna@mbl.is  Meira á mbl.is/itarefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.