Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ríkti sérstök stemmning á tón- leikum í Langholtskirkju aðfaranótt sunnudags. Ekki einvörðungu að tímasetning tónleikanna væri sér- kennileg – en hún átti sér þó sína skýringu; heldur einnig að þar var nánast fullt hús, og kirkjan afar fal- lega lýst með dempuðu rafljósi og fjölda kertaljósa. Tilefni tónleikanna var að minnast andláts Wolfgangs Amadeusar Moz- arts á dánarstundu tónskáldsins, með því verki sem hann var þá að semja og náði illu heilli ekki að ljúka við; Sálumessunni. Það er vissulega viðeigandi að minnast Mozarts á þennan hátt, en gagnrýnanda fannst samt að yf- irdramatíseruð ræða stjórnandans um aðdraganda dauðastundar tón- skáldsins hefði mátt missa sín, og tónlistinni einni leyft að tala í áhrifa- miklu ljósaspilinu í kirkjunni þessa nótt. Orð voru einfaldlega óþörf. Óperukórinn var ekki í sínu besta formi, og engu líkara en að æfingar hefðu verið af skornum skammti. Sópran var iðulega of lágur á efstu tónum og vantaði þá klingjandi snerpu sem hann er þekktur að. Verst var þetta í þriðja þætti sek- vensunnar á orðunum salva me, þar sem frelsarinn er beðinn um björg og lausn frá syndum. Þessi hnígandi hending er erfið í söng, en jafngóður kór og Óperukórinn er á að geta þetta vandræðalaust, jafnvel þótt sungið sé mjög veikt. Í upphafi sekvensunnar þar sem sungið er um dag reiðinnar vantaði talsvert upp á að kórinn lifði sig inn í textann. Hér er sungið um hinn efsta dag – dómsdag, og þá er ekki nóg að syngja sæmilega sterkt, hlustandinn þarf að finna fyrir brennandi glóðinni í söngnum til að túlkunin verði sannfærandi. Þetta er eitt af mögnuðustu kóratriðum Moz- arts. Í Confutatis-þættinum var tempó ekki nákvæmt, og kvenradd- irnar hægðu á sér þrátt fyrir skýrt taktslag stjórnandans. Einsöngvararnir voru skínandi góðir; enda hópurinn skipaður söngvurum sem hafa fengið góð tækifæri til að syngja sig saman í Ís- lensku óperunni á liðnum árum. Tuba mirum var sérstaklega falleg í flutningi Snorra Wium. Kvartett þeirra í Recordare-þættinum var áhrifamikill og afar fallega sunginn. Raddirnar blönduðust vel, og söngv- ararnir voru samtaka og sammála um tilþrif í dýnamík og blæbrigðum. Þótt eitt og annað hafi verið tínt til sem betur hefði mátt fara var þó fleira fallega gert. Hostias- þátturinn, þar sem Mozart nálgast rómantísku tónskáldin í nánast krómatísku tónmáli sínu og vísar veginn til kórtónlistar Mendels- sohns og Brahms, var sunginn af innlifun og tilfinningu fyrir þeim stíl. Stóra fúgan í lokin skapar skarpa stílræna andstæðu, og þar sýndi kórinn sitt besta í snörpum og lif- andi rytmískum söng, þótt sópran héngi ívið of mikið í hæstu tónunum í Quam olim Abrahae. Hljómsveitin var afbragðsgóð, en fullfámenn and- spænis þessum stóra kór. Það var við hæfi að sleppa þeim köflum sem Mozart samdi að sönnu ekki, en lét nemanda sínum Süss- mayr eftir að ljúka við, og þung og dramatísk þögn eftir síðasta taktinn sem draup úr penna tónskáldsins var verulega áhrifamikil og sterk áminning um dapurleg örlög tón- skáldsins unga – rödd Mozarts var þögnuð. Rödd Amadeusar þagnar Garðar Cortes W.A. Mozart TÓNLIST Kórtónleikar Óperukór Reykjavíkur ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngv- urunum Huldu Björk Garðarsdóttur, Sess- elju Kristjánsdóttur, Snorra Wium og Davíð Ólafssyni flutti Sálumessu Moz- arts; Garðar Cortes stjórnaði. Aðfaranótt sunnudags kl. 1.00. Langholtskirkja Bergþóra Jónsdóttir Úrslitin úrítalska boltanum beint í símann þinn Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort á Toscu - Upplögð gjöf fyrir tónelska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í kr. 6.500 – og allt þar á milli. - 20% afsláttur af völdum útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn framvísun gjafakorts. Gjafakort seld í miðasölu. Miðasala á netinu: www.opera.is HÉRI HÉRASON Fyndið - fjörugt - ferskt - farsakennt Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fö 10/12 kl 20, Su 12/12 kl 20, Mi 29/12 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 KRAMHÚSIÐ - JÓLAGLEÐI Nemendasýning - tónlist - dans. Lifandi tónlist og ball í forsal Lau 11/12 kl 20:30 - kr. 1.500 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20, Fö 14/1kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Frumsýning þri 28/12 - UPPSELT Fi 30/12 kl 20, Fö 7/1 kl 20, Lau 8/1 kl 20 BROT AF ÞVÍ BESTA - BÓKAKYNNING Kringlusafns, Kringlunnar og Borgarleikhúss: Birna Anna Björnsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný, Njörður P. Njarðvík, Stefán Máni Í kvöld kl 20 - Aðgangur ókeypis Ljúfir tónar og léttar veitingar 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! Forsala í fullum gangi Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums. Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 örfá sæti Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir ☎ 552 3000 EKKI MISSA AF KÓNGINUM! AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR: • Sunnudag 12/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Sunnudag 26/12 kl 20 LOKASÝNING eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is TVEIR FYRIR EINN á netinu Kíktu á loftkastalinn.is og tryggðu þér tvo miða á verði eins. Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 ÖXIN OG JÖRÐIN FRUMSÝNING ANNAN Í JÓLUM! • Stóra sviðið kl. 20:00 EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Lau. 11/12 uppselt, sun. 12/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 örfá sæti laus, lau. 8/1 örfá sæti laus, sun. 9/1 nokkur sæti laus, lau. 15/1, lau. 22/1 DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 12/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning örfá sæti laus, sun. 9/1 kl. 14:00. ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. þri. 28/12 örfá sæti laus, 3. sýn. mið. 5/1 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco Lau. 11/12 örfá sæti laus. Síðasta sýning fyrir jól. mið. 29/12, fös. 7/1. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 7/1, fös. 14/1, fim. 20/1. Ævintýrið um Augastein Frábær jólasýning fyrir alla fjölskylduna! Sun. 12. des. kl. 14.00 Sun. 19. des. kl. 14.00 Sun. 26. des. (annar í jólum) kl. 14.00 Miðasala í síma 866 0011 og á senan@senan.is Leikhópurinn Á senunni - www.senan.is Lau . 11 .12 20 .00 ÖRFÁ SÆTI F im. 30 .12 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR          Fim. 9. des. kl. 20.30 Sun. 12. des. kl. 20.30 Fös. 17. des. kl. 20.30 Lau. 18. des. kl. 20.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.