Morgunblaðið - 09.12.2004, Side 54

Morgunblaðið - 09.12.2004, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ríkti sérstök stemmning á tón- leikum í Langholtskirkju aðfaranótt sunnudags. Ekki einvörðungu að tímasetning tónleikanna væri sér- kennileg – en hún átti sér þó sína skýringu; heldur einnig að þar var nánast fullt hús, og kirkjan afar fal- lega lýst með dempuðu rafljósi og fjölda kertaljósa. Tilefni tónleikanna var að minnast andláts Wolfgangs Amadeusar Moz- arts á dánarstundu tónskáldsins, með því verki sem hann var þá að semja og náði illu heilli ekki að ljúka við; Sálumessunni. Það er vissulega viðeigandi að minnast Mozarts á þennan hátt, en gagnrýnanda fannst samt að yf- irdramatíseruð ræða stjórnandans um aðdraganda dauðastundar tón- skáldsins hefði mátt missa sín, og tónlistinni einni leyft að tala í áhrifa- miklu ljósaspilinu í kirkjunni þessa nótt. Orð voru einfaldlega óþörf. Óperukórinn var ekki í sínu besta formi, og engu líkara en að æfingar hefðu verið af skornum skammti. Sópran var iðulega of lágur á efstu tónum og vantaði þá klingjandi snerpu sem hann er þekktur að. Verst var þetta í þriðja þætti sek- vensunnar á orðunum salva me, þar sem frelsarinn er beðinn um björg og lausn frá syndum. Þessi hnígandi hending er erfið í söng, en jafngóður kór og Óperukórinn er á að geta þetta vandræðalaust, jafnvel þótt sungið sé mjög veikt. Í upphafi sekvensunnar þar sem sungið er um dag reiðinnar vantaði talsvert upp á að kórinn lifði sig inn í textann. Hér er sungið um hinn efsta dag – dómsdag, og þá er ekki nóg að syngja sæmilega sterkt, hlustandinn þarf að finna fyrir brennandi glóðinni í söngnum til að túlkunin verði sannfærandi. Þetta er eitt af mögnuðustu kóratriðum Moz- arts. Í Confutatis-þættinum var tempó ekki nákvæmt, og kvenradd- irnar hægðu á sér þrátt fyrir skýrt taktslag stjórnandans. Einsöngvararnir voru skínandi góðir; enda hópurinn skipaður söngvurum sem hafa fengið góð tækifæri til að syngja sig saman í Ís- lensku óperunni á liðnum árum. Tuba mirum var sérstaklega falleg í flutningi Snorra Wium. Kvartett þeirra í Recordare-þættinum var áhrifamikill og afar fallega sunginn. Raddirnar blönduðust vel, og söngv- ararnir voru samtaka og sammála um tilþrif í dýnamík og blæbrigðum. Þótt eitt og annað hafi verið tínt til sem betur hefði mátt fara var þó fleira fallega gert. Hostias- þátturinn, þar sem Mozart nálgast rómantísku tónskáldin í nánast krómatísku tónmáli sínu og vísar veginn til kórtónlistar Mendels- sohns og Brahms, var sunginn af innlifun og tilfinningu fyrir þeim stíl. Stóra fúgan í lokin skapar skarpa stílræna andstæðu, og þar sýndi kórinn sitt besta í snörpum og lif- andi rytmískum söng, þótt sópran héngi ívið of mikið í hæstu tónunum í Quam olim Abrahae. Hljómsveitin var afbragðsgóð, en fullfámenn and- spænis þessum stóra kór. Það var við hæfi að sleppa þeim köflum sem Mozart samdi að sönnu ekki, en lét nemanda sínum Süss- mayr eftir að ljúka við, og þung og dramatísk þögn eftir síðasta taktinn sem draup úr penna tónskáldsins var verulega áhrifamikil og sterk áminning um dapurleg örlög tón- skáldsins unga – rödd Mozarts var þögnuð. Rödd Amadeusar þagnar Garðar Cortes W.A. Mozart TÓNLIST Kórtónleikar Óperukór Reykjavíkur ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngv- urunum Huldu Björk Garðarsdóttur, Sess- elju Kristjánsdóttur, Snorra Wium og Davíð Ólafssyni flutti Sálumessu Moz- arts; Garðar Cortes stjórnaði. Aðfaranótt sunnudags kl. 1.00. Langholtskirkja Bergþóra Jónsdóttir Úrslitin úrítalska boltanum beint í símann þinn Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort á Toscu - Upplögð gjöf fyrir tónelska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í kr. 6.500 – og allt þar á milli. - 20% afsláttur af völdum útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn framvísun gjafakorts. Gjafakort seld í miðasölu. Miðasala á netinu: www.opera.is HÉRI HÉRASON Fyndið - fjörugt - ferskt - farsakennt Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fö 10/12 kl 20, Su 12/12 kl 20, Mi 29/12 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 KRAMHÚSIÐ - JÓLAGLEÐI Nemendasýning - tónlist - dans. Lifandi tónlist og ball í forsal Lau 11/12 kl 20:30 - kr. 1.500 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20, Fö 14/1kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Frumsýning þri 28/12 - UPPSELT Fi 30/12 kl 20, Fö 7/1 kl 20, Lau 8/1 kl 20 BROT AF ÞVÍ BESTA - BÓKAKYNNING Kringlusafns, Kringlunnar og Borgarleikhúss: Birna Anna Björnsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Gerður Kristný, Njörður P. Njarðvík, Stefán Máni Í kvöld kl 20 - Aðgangur ókeypis Ljúfir tónar og léttar veitingar 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! Forsala í fullum gangi Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums. Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 örfá sæti Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir ☎ 552 3000 EKKI MISSA AF KÓNGINUM! AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR: • Sunnudag 12/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Sunnudag 26/12 kl 20 LOKASÝNING eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is TVEIR FYRIR EINN á netinu Kíktu á loftkastalinn.is og tryggðu þér tvo miða á verði eins. Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 ÖXIN OG JÖRÐIN FRUMSÝNING ANNAN Í JÓLUM! • Stóra sviðið kl. 20:00 EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Lau. 11/12 uppselt, sun. 12/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 örfá sæti laus, lau. 8/1 örfá sæti laus, sun. 9/1 nokkur sæti laus, lau. 15/1, lau. 22/1 DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 12/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning örfá sæti laus, sun. 9/1 kl. 14:00. ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. þri. 28/12 örfá sæti laus, 3. sýn. mið. 5/1 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco Lau. 11/12 örfá sæti laus. Síðasta sýning fyrir jól. mið. 29/12, fös. 7/1. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 7/1, fös. 14/1, fim. 20/1. Ævintýrið um Augastein Frábær jólasýning fyrir alla fjölskylduna! Sun. 12. des. kl. 14.00 Sun. 19. des. kl. 14.00 Sun. 26. des. (annar í jólum) kl. 14.00 Miðasala í síma 866 0011 og á senan@senan.is Leikhópurinn Á senunni - www.senan.is Lau . 11 .12 20 .00 ÖRFÁ SÆTI F im. 30 .12 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR          Fim. 9. des. kl. 20.30 Sun. 12. des. kl. 20.30 Fös. 17. des. kl. 20.30 Lau. 18. des. kl. 20.30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.