Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÚKRAÍNSKA þingið samþykkti í
gær breytingar á stjórnarskrá lands-
ins sem fela í sér að vald forseta
minnkar til muna. Þá samþykkti
þingið breytingar á kosningalögum
og yfirkjörstjórn landsins var enn-
fremur vikið frá störfum. Gjörðir
þingsins eru liður í málamiðlun milli
Leoníds Kútsjmas, fráfarandi for-
seta, og stjórnarandstöðunnar á
þingi sem gerð var í því skyni að
reyna að leysa stjórnmálakreppu þá
sem ríkt hefur í Úkraínu undanfarið.
Allir helstu hlutaðeigandi aðilar
hafa fagnað því samkomulagi sem
varð til þess að umræddar breytingar
voru samþykktar á þingi í gær.
„Þessi gjörningur er sáttagjörð og
málamiðlun og hann sýnir að Úkra-
ína er eitt ríki og ókljúfanlegt,“ sagði
Volodymyr Litvin þingforseti eftir
atkvæðagreiðsluna í gær.
Kútsjma fagnaði einnig niðurstöð-
unni. Hann hafði heimsótt þingið fyr-
ir atkvæðagreiðsluna, sem forseti
Úkraínu gerir ekki oft, og hvatt þing-
menn til að styðja breytingarnar.
„Úkraína hefur gengið í gegnum
nokkur áföll og við höfum alltaf borið
gæfu til að bregðast rétt við,“ sagði
hann.
Þá hefur stjórnarandstaðan nú
hætt öllum mótmælum við stjórnar-
byggingar í Kíev. Sagði Viktor
Jústsjenkó, leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, fyrir sitt leyti að nú væri leiðin
greið, búið væri að ryðja öllum hindr-
unum úr vegi fyrir því að hann verði
kjörinn forseti en sem kunnugt er
sakaði stjórnarandstaðan stjórnvöld
um kosningasvindl í forsetakosning-
unum sem haldnar voru 21. nóvem-
ber.
Viktor Janúkóvítsj forsætisráð-
herra fékk flest atkvæði í kosning-
unum 21. nóvember skv. opinberum
tölum en hæstiréttur Úkraínu ógilti
þau úrslit í síðustu viku og skipaði svo
fyrir að nýjar forsetakosningar
skyldu fara fram.
Þróast í átt að þingræði
Breytingarnar sem þing Úkraínu
samþykkti í gær gera það að verkum
að hægt verður að halda nýjar for-
setakosningar 26. desember nk.
Voru breytingarnar samþykktar
með 402 atkvæðum gegn 21. Þær fela
í sér að vald forseta Úkraínu verður
flutt að töluverðu leyti til þingsins en
Kútsjma hefur um nokkurt skeið ver-
ið að reyna að beita sér fyrir breyt-
ingum í þessa veru.
Forseti landsins getur nú aðeins
skipað forsætisráðherra, varnar- og
utanríkismálaráðherra og þingið
verður jafnframt að leggja blessun
sína yfir val hans. Þetta segja frétta-
skýrendur að þýði að Úkraína muni
þróast frá forsetaræði yfir í þingræði,
munurinn felist í því að forsætisráð-
herra landsins muni í reynd hafa
meira vald til athafna heldur en for-
setinn.
Stjórnarandstaðan hafði verið
mótfallin þessum stjórnarskrár-
breytingum, vildi aðeins gera breyt-
ingar á kosningalögum. Nokkrar
fylkingar á þingi voru hins vegar al-
farið á móti því að styðja breytingar á
kosningalögum ef ekki kæmu til
stjórnarskrárbreytingar einnig.
Sigur eða ósigur
fyrir Jústsjenkó?
Felur samþykkt þingsins í sér upp-
stokkun á starfi yfirkjörstjórnar;
einnig fela þær í sér að dregið er úr
líkum á kosningasvindli, með því að
erfiðara verður að greiða atkvæði ut-
an kjörstaða; loks fá héruð landsins
aukin völd í eigin málum en þessar
breytingar eiga að draga úr spennu
milli rússneskumælandi íbúa í aust-
urhluta Úkraínu, sem studdu Jan-
úkóvítsj forsætisráðherra í forseta-
kosningunum 21. nóvember, og íbúa í
vesturhlutanum sem hlynntir eru
auknum samskiptum við Vesturlönd
og sem studdu Viktor Jústsjenkó.
Stjórnmálaskýrendur segja ljóst
að breytingarnar auki líkur á því að
Jústsjenkó beri sigur úr býtum í nýj-
um forsetakosningum 26. desember
nk. Hann myndi þó sem forseti hafa
minni völd en áður, í samræmi við
breytingar á stjórnarskránni. Aukin
völd færast í hendur þingsins en eðli
málsins samkvæmt er núverandi
stjórnarandstaða, sem Jústsjenkó fer
fyrir, þar í minnihluta.
Jústsjenkó hafði einmitt verið mót-
fallinn því að dregið yrði úr völdum
forseta þar til eftir þingkosningar
sem á að halda 2006, í þeirri von að þá
yrði núverandi stjórnarandstaða
komin með meirihluta á þingi.
Mun hann einmitt væntanlega
þurfa að una því – sigri hann í for-
setakosningunum – að starfa með
Janúkóvítsj sem forsætisráðherra og
að Janúkóvítsj verði valdameiri sem
slíkur eftir atkvæðagreiðsluna í gær
heldur en hann var fyrir.
Janúkóvítsj mun verða í leyfi frá
störfum forsætisráðherra þar til for-
setakosningarnar síðar í mánuðinum
eru yfirstaðnar en ekkert er í reynd
því til fyrirstöðu að hann snúi aftur að
þeim loknum, þ.e. tapi hann fyrir
Jústsjenkó í forsetakosningunum.
Ekki allir sáttir
En Jústsjenkó féllst á þessar
breytingar nú gegn því að kosninga-
lögunum yrði breytt og þau endur-
bætt, þannig að minni hætta væri á
kosningasvindli í kosningunum 26.
desember nk. Voru ekki allir stuðn-
ingsmenn hans ánægðir með þessi
sinnaskipti. „Þetta er sigur fyrir
Kútsjma,“ sagði Júlía Tímósjenkó,
einn af helstu bandamönnum Jústsj-
enkós. „Þessi atkvæðagreiðsla veldur
því að Jústsjenkó forseti hefði minni
völd … Við hefðum unnið [kosning-
arnar] án þessarar samþykktar.“
Byggt á AFP og BBC.
Ekkert því til fyrirstöðu að nýjar forsetakosningar fari fram í Úkraínu 26. desember
Sátt um mála-
miðlun á úkra-
ínska þinginu
Völd forseta verða minnkuð og um-
bætur gerðar á kosningalögum
AP
Stuðningsmenn Viktors Jústsjenkós fagna fyrir framan þinghúsið í Kíev eftir að niðurstaða þingheims var ljós.
DULARFULLUR sjúkdómur, sem
herjað hefur á Viktor Jústsjenkó, for-
setaframbjóðanda í Úkraínu, síðan í
haust, er sem fyrr efni í miklar
vangaveltur. Sjálfur telur hann lík-
legt að sér hafi verið byrlað eitur en
sem kunnugt er hefur útlit hans ger-
breyst. Andlitið er alsett bólum, litar-
aftið gráleitt eða jafnvel gulgrænt,
pokar undir augunum og hann þarf
stöðugt að fá verkjalyf. Vinstra augað
er oft blóðhlaupið og renna úr því tár-
in. Jústsjenkó er fimmtugur að aldri.
Javier Solana, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, fullyrti í gær að
sögn AFP-fréttastofunnar að læknir
sem meðhöndlaði Jústsjenkó í Aust-
urríki hefði sagt sér að líklega hefði
verið eitrað fyrir stjórnarand-
stöðuleiðtogann. Solana vildi ekki
gefa upp nafn læknisins.
Daginn áður hafði The Times í
London haft eftir úkraínskum lækni,
Nikolaj Korpan, að eitrað hefði verið
fyrir Jústsjenkó og ætlunin hefði ver-
ið að myrða hann meðan hann háði
baráttu sína vegna forsetakosning-
anna. Korpan neitaði því í gær að The
Times hefði haft rétt eftir sér. „Fram
til þessa hefur hvorki verið hægt að
staðfesta né afsanna orðróminn um
eitrun,“ sagði hann í samtali við aust-
urrísku fréttastofuna APA. Michael
Zimpfer, yfirmaður Rudolfiner-
stofnunarinnar þar sem Jústsjenkó
fékk læknismeðferð, tók í sama
streng í gær en sagði að send hefðu
verið sýni til rannsóknarstofnana í
Bandaríkjunum og Evrópu.
Sárir, innvortis verkir
Pólitískir andstæðingar forsetaefn-
isins sökuðu hann á sínum tíma um að
hafa látið hagræða sjúkraskýrslum til
þess að láta líta út fyrir að honum
hefði verið byrlað eitur.
Jústsjenkó veiktist 6. september
og var lagður inn á stofnunina í Vín
fjórum dögum síðar. Var hann þá
mjög illa haldinn, ófær til gangs og
ringlaður, hann kvartaði yfir sárum
innvortis verkjum. Læknarnir fundu
enga skýringu á mikilli bólgu í lifur,
milta og meltingarfærum, maginn og
þarmarnir voru að sögn International
Herald Tribune, þaktir fjölmörgum,
litlum sárum. Þeir sem fá sár í melt-
ingarfæri fá sjaldan mörg í einu og
læknar urðu að viðurkenna að þeir
voru ráðþrota. Fjöldi hvítra blóð-
korna reyndist vera mikill en ekki
fannst heldur skýring á því. Undarleg
sár fundust á andliti og bolnum.
Stjórnarandstöðuleiðtoginn hélt
aftur heim 19. september, gegn ráð-
um læknanna en mikið var í húfi:
Sjálft forsetaembættið. Tóku Úkra-
ínumenn margir andköf þegar þeir
sáu hvernig hann leit út. En aðeins
tveim vikum kom Jústsjenkó aftur til
Vínar. Að þessu sinni kvaldist hann af
verkjum í baki og svo slæmt var
ástandið að honum voru gefnir geysi-
stórir skammtar af morfíni. Sem fyrr
tókst ekki að greina hvað væri að.
Jústsjenkó og læknarnir náðu sam-
komulagi um hættulega áætlun.
Þrædd var grönn slanga undir húðina
milli herðablaðanna inn í hryggsúl-
una og var þannig hægt að gefa fram-
bjóðandanum stanslaust verkjalyf
meðan hann háði kosningabaráttuna.
Kosturinn var að þá þurfti ekki að
gefa honum lyf sem hefði áhrif á and-
lega hæfileika hans, í reynd var um
staðdeyfingu að ræða. Áðurnefndur
Zimpfer læknir ákvað að fara með
honum frá Vín. Hann vildi vera viss
um að allt gengi rétt fyrir sig. Mænu-
deyfingu af þessu tagi er oft beitt til
að auðvelda konu fæðingu en ekki til
langs tíma og hún er mjög hættuleg
ofarlega á bakinu vegna nálægðar við
heilann og mikilvægar taugar.
Minnir nokkuð á
díoxín-eitrun
Læknarnir hafa m.a. ráðfært sig
við sérfræðinga í sýkla- og efnahern-
aði ef hægt væri að greina efna-
sambönd sem notuð eru í slík vopn.
Ekki er talið útilokað að beitt hafi
verið óþekktu efni af þessum toga en
engin skýr svör hafa enn fengist.
„Eiturbyrlun þar sem eitrið finnst
ekki er eins og morð án byssu,“ sagði
Zimpfer. Hann segist halda að ef um
eitrun hafi verið að ræða geti orðið af-
ar erfitt að greina hvað olli sjúkdómn-
um.
Bent hefur verið á að útlits-
einkennin minni mjög á það sem ger-
ist þegar fólk fái í sig díoxín sem er
baneitrað efni. Díoxín-eitrun er á
hinn bóginn afskaplega sjaldgæf og
sérfræðingar efast um að hægt sé að
beita efninu meðvitað sem morð-
vopni.
Ekki er hægt að útiloka að Jústsj-
enkó hafi fengið einhvern óþekktan
veirusjúkdóm. Rætt er um að ónæm-
iskerfið geti hafa sýkst af veiki er
nefnist scleromyxedema sem er
geysilega sjaldgæf en veldur svip-
uðum andlitseinkennum og sjá má
hjá Jústsjenkó.
Hins vegar er ekki vitað til að veik-
in valdi sársauka og Zimpfer segir að
önnur tilgáta, bólga í andliti sem köll-
uð er rosacea, geti ekki staðist. Ból-
urnar í andlitinu á Úkraínumann-
inum séu nú af annarri gerð en þær
sem rosacea valda. Einnig hefur verið
slegið föstu að ekki geti verið um lifr-
arbólgu að ræða. Málið er því enn
jafndularfullt og það var í byrjun
september þegar Jústsjenkó veiktist
og sumir óttast að skýring finnist
aldrei.
Var eitrað fyrir hann?
Viktor Jústsjenkó, myndin til vinstri var tekin fyrir veikindin en sú síðari
eftir að hann veiktist svo illilega. Jústsjenkó þótti með allra glæsilegri
mönnum áður en hann veiktist af sjúkdómnum dularfulla í haust.
APMikil umskipti