Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EMILÍANA Torrini er tilnefnd
til bandarísku Grammy-
tónlistarverðlaunanna sem
meðhöfundur lagsins „Slow“ í
flutningi áströlsku söngkon-
unnar Kylie Minogue, en það er
tilnefnt í flokkinum Besta dans-
lagið.
Þetta mun vera í fyrsta sinn
sem Emilíana er tilnefnd til
þessara virtustu og eftirsótt-
ustu dægurtónlistarverðlauna.
Í sama flokki eru tilnefnd
lögin „Good Luck“ með Base-
ment Jaxx, „Get Yourself High“
með The Chemical Brothers,
dansútgáfa Scissor Sisters á
Pink Floyd-laginu „Comfort-
ably Numb“ og hið margfræga
„Toxic“ með Britney Spears.
Björk Guðmundsdóttir er
einnig tilnefnd til tvennra
Grammy-verðlauna í ár, fyrir
besta flutning söngkonu á
popplagi („Oceania“) og fyrir
bestu jaðarplötuna (Medúlla).
Rapparinn Kanye West er
annars tilnefndur til flestra
verðlauna í ár eða alls tíu verð-
launa. Alicia Keys og Usher eru
með átta tilnefningar hvort og Ray
Charles heitinn, sem lést í júní á
þessu ári, fær sjö tilnefningar,
þ.á m. fyrir plötu ársins, Genius
Loves Company, sem er orðin sölu-
hæsta platan á löngum ferli söngv-
arans. Þá fær rokksveitin Green
Day sex tilnefningar fyrir rokk-
óperu sína American Idiot sem er
harkaleg ádeila á bandarísk yf-
irvöld og samfélag.
Fyrsta plata upptökustjórans og
rapparans Kanyes West, The Coll-
Þrátt fyrir göfug yrkisefni
þykir West sjálfumglaður í
meira lagi og þegar hann fékk
engin verðlaun, þrátt fyrir
fjölda tilnefninga á Bandarísku
tónlistarverðlaunahátíðinni,
sem fram fór um daginn, þá
lýsti hann því yfir að hann hefði
verið rændur.
Plöturnar sem tilnefndar eru
í helsta flokknum, plata ársins,
eru:
Genius Loves Company
Ray Charles
American Idiot
Green Day
The Diary of Alica Keys
Alicia Keys
Confessions
Usher
Grammy-verðlaunin verða
afhent 13. febrúar nk.
Nýtt væntanlegt
frá Torrini
Ný plata er væntanleg frá
Emilíönu Torrini undir lok jan-
úar á næsta ári og ber hún
nafnið Fisherman’s Woman.
Fimm ár eru liðin síðan Emilíana
gaf út fyrstu sólóplötu sína, Love in
The Time of Science, og má því
segja að aðdáendur hennar sé farið
að lengja eftir plötunni. Lagið
„Slow“ samdi hún ásamt upp-
tökustjóranum Mr. Dan sér-
staklega fyrir Kylie Minogue og er
Kylie titluð meðhöfundur.
Lagið var á síðustu plötu Body
Language en þau Emilíana og Mr.
Dan eiga einnig þátt í tveimur öðr-
um lögum á plötunni.
Tónlist | Tilnefningar til 47. Grammy-verðlaunanna
Rappsöngvarinn Kanye West var
alsæll með sínar tíu tilnefningar.
Reuters
Hin 17 ára breska söngkona Joss
Stone fékk sínar fyrstu Grammy-
tilnefningar og það tvær.
Ray Charles fær sjö tilnefningar,
en hann lést í júní.
ege Dropout, hefur fengið mikið lof
og selst vel. Hún er m.a. tilnefnd til
mikilvægustu verðlaunanna sem er
Plata ársins. Ólíkt flestum kollegum
sínum forðast West að rappa um
kynlíf, peninga og ofbeldi en kýs
fremur að rappa á trúarlegum nót-
um og fjallar í textum sínum um
óttann við að mistakast og önnur
persónuleg vandamál sem hann á
við að glíma. Trúarjátning hans
„Jesus Walks“ er tilnefnd sem lag
ársins.
Ljósmynd/Marcus Clarkson
Lag Emilíönu Torrini „Slow“ náði töluverð-
um vinsældum og var einnig tilnefnt til
bresku Ivor Novello-verðlaunanna.
Emilíana með sína
fyrstu tilnefningu
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
*
*
www.borgarbio.is
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
VINCE VAUGHN
Ó.Ö.H. DV
BEN STILLER
Sýnd kl. 6 og 10. B.i. 14 ára.
Kvikmyndir.com
PoppTíví
Sýnd kl. 6.
TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS
Ó.Ö.H / DV
Ó.Ö.H / DV
Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15PoppTíví
PoppTíví
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Miðasala opnar kl. 15.30
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnarJólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnar
Óttist endurkomuna því hann er mættur
aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!!
Óttist endurkomuna því hann
er mættur aftur vígalegri enn
nokkru sinni fyrr!!
❄
❄❄ ❄
❄❄❄
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄ ❄
❄
❄ ❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄ Sjáumst
í bíóSjáumst
í bíó
Sýnd kl. 4.
BRUCE-LEE
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
kl. 4, 6, 8 og 10.
Hann er á toppnum...
og allir á eftir honum
Framleidd af Mel Gibson
Pottþéttur spennutryllir...
...
DodgeBall
DV ÓÖH...
FRUMS
ÝNING
..stórskemmtileg
og hin hressasta...
..stórskemmtileg og hin hressasta... i r t ...
DV ÓÖH...
JULIA Roberts og Cameron Diaz
eru efstar á listanum yfir hæst laun-
uðu leikkonurnar í Hollywood, og fær
hvor um sig
rúmar tíu millj-
ónir dollara
fyrir hverja
mynd, eða sem
svarar rúmlega
623 milljónum
króna. Roberts
er reyndar ein
á toppi listans,
sem Hollywood
Reporter birt-
ir, vegna þess
að Diaz sést ekki í neinni mynd sem
framleidd er á árinu þótt heyra megi
rödd hennar í Shrek 2. En Diaz mun
væntanlega taka sæti Roberts á
toppnum á næsta ári, því þá ætlar sú
síðarnefnda að einbeita sér að upp-
eldi tvíburanna sem hún hefur nýlega
eignast, Hazel og Phinnaeus.
Nicole Kidman er þriðja á listan-
um, með átta milljónir dollara á
mynd, Reese Witherspoon og Drew
Barrymore koma næstar, einnig með
átta milljónir á mynd.
Meðal fleiri nafna á listanum má
nefna Renee Zellweger og Jennifer
Lopez, sem hvor um sig fá sex millj-
ónir fyrir mynd.
Vekur reyndar athygli að hæstu
laun leikkvenna virðast hafa staðið
nokkuð í stað því t.a.m. Roberts og
Diaz voru báðar farnar að fá tíu millj-
ónir á mynd fyrir hálfum áratug síð-
an, en sama gildir reyndar um karl-
ana, laun þeirra launahæstu hafa lítið
hækkað þótt þau séu enn helmingi
hærri en hjá konunum. Launamunur
kynjanna er því ekki síður vandamál
hjá fræga fólkinu en hjá almennum
launþegum.
Roberts og
Diaz með
hæstu launin
Kvikmyndir |
Launahæstu Holly-
wood-leikkonurnar