Morgunblaðið - 09.12.2004, Side 31

Morgunblaðið - 09.12.2004, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 31 NEYTENDUR arkaupum, Blómavali og Mela- búðinni. Íslensk veiðibúð á Netinu Veiðihornið opnaði um helgina nýja vefsíðu. Síðan sem er hlaðin fróðleik og upplýsingum fyrir veiðimenn er einnig fullbúin netverslun útbúin tækni sem gerir kreditkortaviðskipti yfir netið al- gjörlega örugg. Úrval af jólagjafa- hugmyndum er í netversluninni en upp úr áramótum má einnig sjá þar gott úrval af fluguhnýtingaefni auk alls kyns útbúnaði fyrir stanga- veiðimenn og skotveiðimenn. Veiði- menn um allt land hafa því eignast íslenska veiðibúð á netinu. Slóðin er veidihornid.is Ítölsk aðventukaka Heilsuhúsið býður upp á ítölsku aðventu- kökuna Panettone fyr- ir þessi jól. Ávaxtakak- an hefur verið bökuð í bakaríum á Norður-Ítalíu frá því á 15. öld. Kakan er gerð úr gerdeigi með eggjarauðum. Í það er bætt sykruðum ávöxtum af ýmsum tegundum. Kakan er oft bragðbætt með góðum líkjör. Þessi kaka er borðuð á Ítalíu á aðventunni og þá þykir gott að drekka með henni freyðivín. Fyrir þá sem ekki eru hrifnir af kökum með ávöxtum í er til hliðstæð kaka án ávaxta sem heitir Pandoro. Kökurnar fást einnig í Fjarð-  NÝTT NÝBÖKUÐ 38 ára gömul amma í Reykjanesbæ brá á það ráð að búa til vefsíðu með uppskriftum þegar einkasonurinn flutti að heiman og fór að búa með kærustu og dóttur. Amman sagðist lítið vera fyrir at- hyglina og vildi hvorki koma fram undir nafni né mynd, en sagði að vef- inn góða mættu auðvitað allir nýta sér sem vildu þó hann hafi í upphafi verið hugsaður sem heimanmundur fyrir soninn. Þar er m.a. að finna úr- val af smákökum, tertum, form- kökum og brauðum. „Okkur mæðginunum hefur alltaf fundist gaman að baka og því ákvað ég að taka saman alla uppskrifta- bréfsneplana mína, skipuleggja þá svolítið og setja í aðgengilegt form á vefinn. Síðan hefur mér oft verið boðið í kaffi og meðlæti til sonarins sem flutti með sína fjölskyldu í kjall- arann hjá okkur." Amman hefur fengið þó nokkur viðbrögð á vefinn, aðallega þó út af stafsetningarvillum en hún segist vera ómenntuð, lesblind og ritvillt. „Ég laga villurnar þá bara eftir því sem ábendingar berast. Þetta er fyrst og fremst uppskriftasafnið mitt sem kemur úr ýmsum áttum og mörgum uppskriftum hef ég breytt en eins og við vitum eru allar góðar uppskriftir stolnar,“ segir hún og bætir við að engin hafi hjálpað sér við gerð síðunnar. „Ég vann þetta bara upp á eigin spýtur með síðu- forrit í annarri hendi og músina í hinni.“ Hún áformar að bæta við uppskriftum og segist fagna því ef aðrir vilji deila með sér og gestum síðunnar uppskriftum. Þær má senda á netfangið: monsa8@sim- net.is. Að lokum var þessi framtaks- sama kona beðin um að uppljóstra uppáhalds uppskriftunum og nefndi hún þá m.a. kökur, sem heita Kaffi- kökur. Vefslóðin á uppskriftasafnið er: http://www.simnet.is/mus1/ smakokur.htm Kaffikökur 200 g smjör 1 dl sykur 4 dl hveiti 1 dl kartöflumjöl ½ tsk lyftiduft 2 msk skyndikaffi Krem: 50 g smjör 1 dl flórsykur vanilludropar Blandið saman öllum hráefnunum í deigið og hnoðið vel. Kælið. Fletjið deigið þunnt út og skerið út. Bakið við 175°C í 15-20 mín eða þar til kök- urnar verða fallega gulbrúnar. Látið kökurnar kólna. Hrærið saman smjöri, flórsykri og vanilludropum í kremið og leggið saman tvær og tvær kökur með kreminu. Geymið í vel lokuðum plastpoka á köldum stað eða í frysti.  VEFUR | Bjó til uppskriftasafn á Netinu Heiman- mundur sonarins Morgunblaðið/Golli 80%landsmanna eru sammála því að í Morgunblaðinu megi finna mikilvægar upplýsingar um vörur og þjónustu ❉ ❉ Mjög og frekar sammála Gallup mars 2004 „Finn vel upplýsingar um vörur og þjónustu“ Morgunblaðið 80% Fréttablaðið 72% Rás 2 53% Sjónvarpið 60% Hús og híbýli 53% Rás 1 50% mbl.is 50% Stöð 2 49% Gestgjafinn 44% jólagjöf Hugmynd að fyrir börnin Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Mikið úrval af húfum og vettlingum. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.