Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta bókin um íslenska stjörnuhimininn Loksins er fáanleg handbók fyrir þá sem hafa unun af því að horfa til himins á vetrarkvöldum. Með myndum og kortum og greinargóðum upplýsingum er kennt hvernig best er að standa að stjörnuskoðun hérlendis. Bók sem ekkert heimili getur verið án. Í fyrsta sinn á Íslandi! • 53 stjörnumerki sem sjást frá Íslandi • Allt um stjörnuskoðun • Örnefnakort af tunglinu • Mikill fjöldi mynda og stjörnukorta Stjörnuskífa fylgir með! 4. sæti Handbækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 1. – 7. des. OG Vodafone lagðist ekki gegn því að endurskoðunarskýrslur um Línu.- net yrðu afhentar fulltrúum minni- hlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eft- ir að ákveðið var að fyrirtækið keypti Línu.net. Þetta kemur fram í svari Ósk- ars Magnússon- ar, fyrrv. for- stjóra, við fyrir- spurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarmanni í OR. Fulltrúar minnihlutans óskuðu fyrr á árinu eftir skýrslum endur- skoðenda um öll starfsár Línu.nets. Eftir hálfs árs bið fengu þeir afhenta skýrslu fyrir síðasta ár. Alfreð Þor- steinsson, formaður stjórnar Línu.- nets og OR, sagði í blaðinu 28. okt. sl.: „Persónulega hef ég ekkert á móti því að afhenda eldri skýrslur en verð að virða vilja nýrra eigenda Línu.nets hvað þetta varðar.“ Guðlaugur Þór sendi Óskari Magnússyni svohljóðandi fyrirspurn í tölvupósti sl. sunnudag: „Að gefnu tilefni vill undirritaður fá upplýst hvort að rétt sé að þú sem forstjóri OgVodafone hafir farið fram á það við Alfreð Þorsteinsson eða annan forsvarsmann Orkuveitunnar að stjórnarmenn OR fengju ekki að sjá skýrslur endurskoðenda Línu.nets. “ Óskar svaraði um hæl: „Á sínum tíma þegar Og Vodafone gekk frá viljayfirlýsingu við OR var nefnt við mig hvort ég hefði á móti því að þú fengir endurskoðendabréf um Línu. net. Ég taldi bara síðasta bréfið skipta máli og hafði ekkert á móti því að það væri afhent. Önnur voru mín afskipti ekki af þessu.“ Og Vodafone lagðist ekki gegn afhend- ingu skýrslna Alfreð Þorsteinsson „KANNSKI má segja að íslenskar konur séu kærulausari og skipu- leggi minna en þýskar konur,“ er haft eftir Kristínu Hjálmtýsdóttur í grein er ber yfirskriftina „Reyk- vískar mæður“ sem birtist í þýska tímaritinu Focus. Í greininni er reynt að leita skýringa á atorku ís- lenskra kvenna og í því samhengi rifjað upp orðatiltækið um að vinn- an göfgi manninn. Í yfirskrift greinarinnar er talað um að íslenskar konur séu tvöfaldir Evrópumeistarar og er þar vísað til þess að þær bæði vinni mest og eignist á sama tíma flest börn sam- anborið við evrópskar kynsystur. Greinarhöfundur bendir á að ís- lenskar mæður eru þær yngstu í Evrópu, en að jafnaði eignast ís- lenskar konur fyrsta barn sitt þeg- ar þær eru 25,5 ára, og að hérlendis sé lægsta dánartíðni ungbarna. Einnig er bent á að hæsta fæðing- artíðni í Evrópu sé hérlendis þar sem hver kona eignast að meðaltali tvö börn um ævina, til samanburðar má nefna að í Þýskalandi er töl- fræðin 1,3 börn á konu. Hvað at- vinnumarkað snertir er bent á að hérlendis sé aðeins 2,6% atvinnu- leysi, hér sé lengstu vinnuviku í Evrópu að finna og að atvinnuþátt- taka kvenna sé sú mesta í Evrópu, þ.e. 82%. Gert auðveldara að samþætta starfsframa og fjölskyldulíf Greinarhöfundur beinir m.a. sjónum að leikskólaaðstöðu ís- lenskra barna og bendir til fróð- leiks á að algengt sé að finna unga efnilega tónlistarmenn starfandi á leikskólum enda grípi margt tón- listarfólk, sem ekki geti framfleytt sér á tónlist sinni, til þess ráðs að starfa á leikskóla. „Við íslenskar konur erum almennt sannfærðar um að börnin okkar hafi afar gott af því að vera hluta úr degi á leik- skóla í stað þess að vera einvörð- ungu heima með foreldrum sínum,“ er haft eftir Huldu Dóru Styrm- isdóttur, sem er móðir þriggja drengja á aldrinum ellefu, níu og þriggja ára. Í greininni kemur fram að viku eftir fæðingu yngsta son- arins hafi henni boðist starf fram- kvæmdastjóra á fjárfestingar- og alþjóðasviði Íslandsbanka. Í greininni er einnig rætt við Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og vakin at- hygli á því að hún hafi eignast yngsta barn sitt stuttu áður en hún settist í ráðherrastólinn. Grein- arhöfundur fjallar um annríki ráð- herra og hefur eftir Þorgerði að mikilvægt sé að íslenskar konur segi samviskubitinu yfir því að sinna börnum sínum ekki nóg stríð á hendur. Atorka íslenskra kvenna vekur athygli Í grein um íslenskar konur í þýsku tímariti er talað um að íslenskar konur séu tvöfaldir Evrópumeistarar. Er þar vísað til þess að þær bæði vinni mest og eignist á sama tíma flest börn samanborið við evrópskar kynsystur þeirra. STJÓRN Samtaka atvinnulífsins (SA) lýsir í ályktun áhyggjum af verð- bólgu og gengi krónunnar og horfum um þróunina á næstunni. Samtökin telja aðhald í ríkisfjármálum ekki nægilegt og benda sérstaklega á að laun hjá hinu opinbera geti ekki hald- ið áfram að hækka umfram laun á al- mennum markaði líkt og gerst hafi á undanförnum árum. Seðlabanki Íslands kynnti í síðustu viku spá sína um að verðbólga yrði 3,5% að jafnaði á næstu tveimur árum og verði komin yfir 4% í árslok 2006 ef ekki verður spornað gegn þeirri þróun. Jafnframt tilkynnti bankinn um sjöttu hækkun stýrivaxta bank- ans á þessu ári. Stjórn SA bendir á að þessi síðasta hækkun hafi ásamt öðr- um peningamálaaðgerðum leitt til 5% hækkunar á gengi krónunnar á nokkrum dögum. „Það jafngildir 15 milljarða tekjulækkun útflutnings- greina á ársgrundvelli. Við þetta hafa rekstrarskilyrði fyrirtækja í alþjóð- legri samkeppni versnað til muna, en á sama tíma eru lagðar sértækar álögur á þessi sömu fyrirtæki.“ Spáð er 11% aukningu þjóðarút- gjalda á næsta ári og bendir SA á að þetta sé mesta aukning á hagvexti frá ofþensluárinu 1987. Eftirspurn eftir vöru og þjónustu á næstu misserum komi til með að setja verulegan þrýst- ing á verðlag. Aðhald ríkisfjármála ekki nægjanlegt „Að mati SA verður aðhald ríkis- fjármála ekki nægjanlegt til að draga úr þenslunni og verðbólguþrýstingn- um, enda verður spenna í efnahagslíf- inu meiri en árin 1999 og 2000 og að- hald ríkisfjármála minna. Það er því enn mikilvægara en áður að markmið fjárlaga náist í það minnsta, en það gerist ekki nema boðuðum aðhalds- aðgerðum verði framfylgt og launa- stefna ríkisins verði innan þess kostn- aðarramma sem samningar á al- mennum vinnumarkaði hafa markað. Óumdeilt er að á undanförnum ár- um hafa laun hjá hinu opinbera hækkað langt umfram það sem al- mennur vinnumarkaður hefur haft tök á að standa undir. Þessi þróun er einn helsti veikleiki íslenskrar efna- hagsstjórnar og verður henni að linna. Við þessar aðstæður eru al- mennar skattalækkanir til þess falln- ar að jafna kaupmáttarþróun á al- mennum og opinberum vinnu- markaði og ættu að geta haft áhrif til að skapa sátt á vinnumarkaði og hamla gegn skaðlegum launahækk- unum sem engin innistæða er fyrir.“ Stjórn SA bendir á að á sama tíma og fjárlög séu ekki nægilega aðhalds- söm miðað við aðstæður og boðaðar séu enn frekari vaxtahækkanir, sem væntanlega hækkar enn gengi krón- unnar, sé ríkið í skefjalausri sam- keppni við banka og sparisjóði á lána- markaði með starfsemi Íbúðalána- sjóðs. „Á þessu sviði ýtir opinber sjóður undir enn frekari aukningu út- lána, einkaneyslu og verðbólgu. Íbúðalánasjóður greiðir hvorki tekju- skatt né ábyrgðargjald til ríkissjóðs. Staða sjóðsins í samkeppni á íbúða- lánamarkaði er því í andstöðu við all- ar hugmyndir um heilbrigða sam- keppni og aðkomu ríkisins að samkeppnisrekstri.“ Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að afgangur af fjárlögum verði aukinn á næstu árum frá því sem nú er ráðgert svo góðum hagvexti þurfi ekki að fylgja eins mikil hækkun vaxta og gengis krónunnar. Samtök- in segja að verulega sé farið að sverfa að fyrirtækjum í alþjóðlegri sam- keppni. Hafa áhyggjur af útflutningi vegna hækkandi gengis Jafngildir 15 millj- arða tekjulækkun AÐ sögn Gerðar G. Óskars- dóttur, fræðslustjóra Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, hafa nokkrir grunnskólar í Reykja- vík, líkt og Ártúnsskóli og Ás- landsskóli í Hafnarfirði, útbúið sérstakan skólafatnað fyrir grunnskólabörnin í viðkomandi skólum. Hún segir skólana þó ekki setja það sem skilyrði að börnin gangi í skólafatnaðin- um. Gerður segir hugmyndina um skólafatnað í grunnskólum vera skemmtilega en það sé fyrst og fremst skólanna sjálfra að ákveða hvort slíkt yrði tekið upp í samráði við foreldra. Hún segir engar áætlanir um að stýra því mið- lægt með því að skylda grunn- skólabörn til þess að ganga í skólafatnaði. Að sögn hennar eru margir foreldrar spenntir fyrir hugmyndinni um skóla- fatnað en það yrði þó að gera það með þeim hætti að samráð yrði að vera milli foreldra og skólayfirvalda í viðkomandi skólum. „Mér finnst að þetta eigi endilega að vera partur af sjálfstæði skóla að ákveða svona, og sjálfsagt að skólarnir geri það í samvinnu við for- eldraráðin og foreldra al- mennt,“ segir Gerður. Ekki rætt hjá leikskólaráði Þorlákur Björnsson, formað- ur leikskólaráðs Leikskóla Reykjavíkur, segir hugmynd- ina um sérstakan leikskóla- fatnað ekki hafa verið rædda hjá leikskólaráði, og á hann ekki von á að það verði rætt í nánustu framtíð. „Þetta hefur aldrei komið til umræðu, svo ég viti til, síðustu þrjú árin,“ segir Þorlákur og bætir því við að tilfinningar sem tengjast svona fatnaði séu ekki komnar hjá svo ungum börnum. Foreldrar spenntir fyr- ir hugmynd- inni um skólafatnað STEFNT er að því að samningur milli tónlistarskólakennara og sveitarfélaganna verði tilbúinn fyr- ir jól. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, segir að ákveðið hafi verið að funda þrisvar sinnum í næstu viku. Stefna að samn- ingi fyrir jól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.