Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 37 UMRÆÐAN ÞEIR kölluðu rækjuna Stóra kampalampa, þegar rækjuveiðar hóf- ust fyrst í tilraunaskyni í Ísafjarð- ardjúpi fyrir 80 árum. Alvaran hófst síðan 1936 þegar vinnsla á rækju hófst á Ísafirði. Rækjuveiðar inn- fjarðar hafa verið mjög mikilvægar í atvinnulífi víða um land. Þegar hörpudisksveiðar hófust fyrst frá Bolungarvík árið 1968 urðu kaflaskil í útgerðarsögu okkar og hörpudisks- veiðar og -vinnsla hafa verið gríð- arlega þýðingarmikill þáttur í sjávarútvegi okkar og gjaldeyr- issköpun og hreinlega burðarás í atvinnulífi á Snæfellsnesi, eink- anlega Stykkishólmi. Getur það verið að nú sé sagan öll? Við vit- um það ekki og vonum vitaskuld að ástandið sé mjög tímabundið. En eitt er ljóst. Engar innfjarðarrækjuveiðar eiga sér nú lengur stað hér við land og algjört veiðibann er nú á hörpudiski við land- ið. Þetta eru auðvitað hrikaleg tíð- indi. Því efndi ég til umræðu utan dagskrár á Alþingi sl. föstudag. Í um- ræðunum kom fram ríkur skilningur sjávarútvegsráðherra og það ríkti góð samstaða þingmanna. Hver er staða innfjarðarrækju- veiðanna? Við skulum aðeins átta okkur á töl- unum. Á árunum 1990 til 2000 nam innfjarðarrækjuveiðin að jafnaði 7 til 10 þúsund tonnum. Það er nálægt helmingi þess kvóta sem nú er út- hlutað í úthafsrækju. Veiðin var stunduð af minni bátum, oftast í eigu einstaklinga. Þetta var grundvöllur annarrar útgerðar og skapaði mik- ilvæg störf á svæðum sem svo sann- arlega þurftu á þeim að halda. Á síð- ustu árum hafa þessar veiðar smám saman verið að dragast saman. Til marks um hversu hlutirnir gerast hratt má nefna að í ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar frá því í vor var talað um að rækjustofninn í Arn- arfirði væri nærri sögulegu hámarki. Við rannsóknir nú í haust var hins vegar lagt til veiðibann. Þar með lauk síðustu rækjuveiðum innfjarðar við strendur landsins. Það er athyglisvert að samkvæmt gögnum vísindamanna er ástandið alls staðar hið sama á innfjarðarslóð- inni. Rækjan er horfin, en ýsa, þorskur og jafn- vel lýsa vaða inn um allt. Einkanlega er það ýsan sem nú er í gríðarlegum vexti á svæðum þar sem hún jafnvel þekktist ekki. Hækkandi hitastig sjávar er greinilega að gjörbreyta myndinni. Hér sýnist manni að á ferðinni séu einhver skýrustu merkin sem við þekkjum um um- hverfisbreytingar í haf- inu í kringum okkur. Gagnvart þessum stofnum – rækju og hörpudiski – birtist þetta sem eins konar náttúruhamfarir. Ofveiði er ekki ástæða vand- ræðanna. Nákvæmlega hefur verið fylgt ráðleggingum vísindamanna. Umhverfisbreytingar og sýking í náttúrunni hafa á hinn bóginn sett allt í loft upp. Gríðarlegt tekjutap við Breiðafjörð Svipaða sögu er að segja af hörpu- diskinum. Á árunum 1990 til 2000 var veiðin í Breiðafirði að jafnaði 8–10 þúsund tonn. Nú er veiðibann. Stofn- inn er í sögulegu lágmarki. Afleiðing- arnar eru gríðarlegar. Atvinnuráð- gjöf Vesturlands mat það svo að fyrir Stykkishólm, sem var með 75% í heild af hörpudisksaflanum, næmi efnahagslega tapið í byggðarlaginu 614 til 660 milljónum á ári. Það þarf ekki að orðlengja að þetta er gíf- urlegt áfall. Talið er að ástæður séu samspil sýkingar og breyttra um- hverfisþátta. Útgerðarmenn og sjómenn skel- fisksbátanna hafa gagnrýnt vinnu- brögð Hafrannsóknastofnunar mjög harðlega og telja að ekki hafi verið vel staðið að rannsóknum. Vekur at- hygli að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa sjálfir haft frumkvæði að því að kalla til erlenda sérfræðinga, til þess að vinna að þessum rannsóknum, sem tvímælalaust er á verksviði Haf- rannsóknastofnunar að gera. Þarna er augljóst að auka þarf rannsóknir tafarlaust. Aukinn sveigjanleiki í þágu byggðanna Stjórnvöld hafa reynt að koma til móts við þær byggðir sem orðið hafa fyrir þessu áfalli, með ýmsum hætti. Byggðakvótum hefur verið beitt, en einkanlega svokölluðum jöfnunar- úthlutunum, og hefur um þær ráð- stafanir verið prýðileg sátt. For- sendan er sú að um sé að ræða mjög tímabundið ástand, sem muni breyt- ast til batnaðar. Við þekkjum ýmis dæmi úr sögunni um tímabundinn aflabrest á einstökum tegundum. Núna er ástandið hins vegar miklu al- varlegra og langvinnara. Með núver- andi aðferð munu aflabæturnar smám saman eyðast út. Útgerðirnar sem byggðust upp með veiðirétti í þessar tegundir verða verðlausar og menn geta ekki bjargað sér með því að hverfa að öðrum veiðum. Til viðbótar þessu öllu saman hefur síðan komið verðfall á rækju, ekki síst smærri rækjunni, sem er uppi- staðan í afla þessara báta. Og afleið- ingarnar hafa ekki látið á sér standa. Færri störf og lakari afkoma, á svæð- um sem síst máttu við slíku. Þess vegna er ástæða til að fagna yfirlýsingu Árna M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra. Ráðherrann benti á breytingar sem gerðar voru á lög- um um stjórn fiskveiði, meðal annars í tengslum við lögleiðingu línuíviln- unar. Opnaðir voru möguleikar á að bregðast betur við þegar viðvarandi vandræði steðja að, í líkingu við þau sem við blasa í innfjarðarrækjuveið- inni og hörpudiskinum. Það skiptir útgerðirnar og byggðirnar miklu máli að fá veiðirétt í stað þess sem náttúran hefur af þeim tekið. Þetta er dæmi um lagabreytingar sem gerðar hafa verið til þess að auka sveigj- anleika í fiskveiðistjórnuninni sem tekur mið af hagsmunum byggðanna. Slíkt er vitaskuld af hinu góða. Þegar náttúran tekur burt veiðiréttinn Einar K. Guðfinnsson fjallar um veiðirétt Einar K. Guðfinnsson ’Það skiptir útgerð-irnar og byggðirnar miklu máli að fá veiði- rétt í stað þess sem náttúran hefur af þeim tekið. ‘ Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HVAÐ er eiginlega að þeim sem stjórna þessu landi sem við búum í, finnst fólki þetta virkilega eðlilegt? Maður spyr sig. Að halda virkilega að það sé eitthvað betra fyrir þessa sjúku menn sem misnota lítil börn kynferðislega að vera styttra í fang- elsi en þeir sem selja eiturlyf. Þetta er fáránlegt, ég skil ekki af hverju það er ekkert gert í þessum málum í stað þess að vera að spá í hvort það þurfi ekki að laga Miklu- brautina. Á Íslandi er dómskerfið fáránlegt, menn komast upp með alltof mikið. Þá menn, sem eru það veikir að vera að misnota börn kynferðislega, á að loka inni til æviloka. Allavega á alls ekki að hleypa þeim út í þjóðfélagið aftur. Það er alveg ótrúlegt að maður skuli ekki sjá neina umræðu um þetta neins staðar. Er öllum alveg sama um þetta, eða hvað er málið? Okkur á ekki að vera sama um fólkið í landinu. Þeir sem selja eiturlyf fá mjög oft þunga dóma og eru kannski lengi í fangelsi, og þeim er alveg sama, þeir bara passa sig betur næst. Þeir sem misnota börn fá mjög stutta dóma og stundum enga. Þeir menn gætu farið að líta á þetta sem mjög einfaldan hlut og að þeir séu að taka svo litla áhættu af því þeir verða ekkert lengi hvort sem er í fangelsi. Svo koma þeir úr fangelsinu og halda áfram að gera nákvæmlega sömu hlutina. Fíknin safnast upp hjá þeim og lagast ekkert þótt þeir þurfi að sitja inni á Litla-Hrauni í 1–2 mánuði. Ekki alls fyrir löngu misnotaði mað- ur fósturdóttur sína og dómsvaldið vorkenndi honum svo af því að hann átti lítið barn heima hjá sér sem hann þurfti að hugsa um að hann fékk vægari refsingu. Sumir halda að það sé rosalega læknandi fyrir þessa menn að fara og tala við sál- fræðing í mánuð, en þetta er allt tómur misskilningur. Þeir sem mis- nota börn eru að brjóta það traust sem barnið ber til þeirra. Þeir eru að eyðileggja barnið gjörsamlega og þetta hefur varanlegar afleiðingar fyrir það. Svo er þeim hleypt aftur heim. Það er líka mjög skammarlegt að þurfa einhverjar sannanir fyrir svona hlutum og að sumum börnum skuli ekki vera trúað. Það er alveg hægt að sjá það á barninu hvort það er hrætt við þann sem misnotaði það. Þeir sem selja eiturlyf eru kannski að gera eitthvað slæmt en það eru kaupendurnir sjálfir sem ákveða það hvort þeir kaupa og nota eiturlyf en það eru ekki börnin sem biðja um að vera misnotuð, þau eru saklaus. Það er allt of mikið um kynferðislegt of- beldi og hluti af því er að menn kom- ast upp með það. Ég ætla að vona að þetta dóms- kerfi fari að breytast og fólk fari að pæla meira í hlutunum, hvað þetta er fáránlegt að það sé betra að vera barnaníðingur en eiturlyfjasali. Það verður að breyta þessu og hafa þetta framar í umræðunni í blöðum og sjónvarpi en ekki vera að einblína á einhverja dópsala úti í bæ sem nán- ast öllum er sama um, þeir eru þó alla vega bara að skemma sjálfa sig. NANSÝ RUT VÍGLUNDSDÓTTIR, Hraunbæ 162, 110 Reykjavík. Skammarlegt dómskerfi! Frá Nansý Rut Víglundsdóttur: CANON MYNDAVÉLAR OG PRENTARAR Glæsileg jólatilboð - Aðeins í verslun Nýherja Canon Powershot A310 • 3.2 milljón punktar/pixlar. • 5.1x stafrænn aðdráttur. • Þriggja mín. kvikmyndaklippur með hljóði. • Auðveld í notkun. Stafræn myndavél á aðeins 14.900 kr. Canon i905d • 6 hylkja 4800 x 1200 punkta upplausn. • Single Ink tækni sem lækkar rekstrarkostnað. • Hraðvirk rammalaus prentun. • Lítill skjár til að skoða myndir af myndavélakorti. • Prentar á geisladiska. Jólatilboð 22.900 kr. Listaverð 29.900 kr. Ve rð gi ld a á m eð an bi rg ði r en da st . Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Canon Digital Ixus 400 stafræn myndavél • 4.1 milljón punktar/pixlar. • 3x aðdráttarlinsa. • Tengjanleg beint við prentara. • Mikið af notendavænum hugbúnaði. Canon i475D prentari • Hraðvirkur og mikil gæði. • 4800 x 1200 punkta upplausn. • Prentar allt að 18 bls. í svörtu á mín. og 12 í lit. Jólatilboð 42.800 kr. Listaverð 52.800 kr. Þú sparar kr. 7.000 Þú sparar kr. 5.000 • 4.0 milljón punktar/pixlar. • 3.2x aðdráttarlinsa. • Tengjanleg beint við prentara. • Hentar vel fyrir byrjendur sem lengra komna. Jólatilboð 29.900 kr. Listaverð 36.900 kr. Canon Powershot A80 Þú sparar kr. 7.000 Myndavél og prentari á frábæru jólaverði Þú sparar kr. 10.000 Listaverð 19.900 kr. Öflug og auðveld myndavél færir þér jólin! Canon Hagkvæmur hágæða prentari fyrir heimilið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.