Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 33 ur Vernd ærsti vist- Hrauni. a ál i stefnt að hinu nýja ðáhersla á meðferð- nunin að í –60 fanga- æsluvarð- greina að rir fanga en Valtýr í miklum íka fanga rahúsanna kið,“ segir fnaneysla ilegt væri yrði gefinn afi afplán- séu þeir á fir til að tofnunum. eita þeim jónustu í arstofnun ar. anga neyti fíkniefna inni í Fangelsinu Litla- Hrauni þrátt fyrir stöðugt eftirlit sem felst í leit á heimsóknargestum og föngum, þvagprufutökum í hundraðatali o.fl. Þetta eftirlit er mjög vandmeðfarið gagnvart gest- um, s.s. börnum, sem margir hverjir hafa ekkert til saka unnið. Langal- gengasta fíkniefnið er hass en Valtýr óttast að ef gripið verður til enn harkalegri aðgerða muni framboð á öðrum fíkniefnum, sem erfiðara sé að finna og auðveldara að smygla, aukast. Brýnt sé að koma upp vímu- efnalausri deild á Litla-Hrauni, en slíkt sé erfitt við núverandi aðstæð- ur. Fangarnir bera sjálfir endanlega ábyrgð Valtýr segir að þó að stofnunin leggi mikla áherslu á að byggja fang- ana upp til að búa þá betur undir daglegt líf utan fangelsis sé betrunin á endanum undir þeim sjálfum kom- in. „Ef fanginn vill líta á komuna í fangelsið sem endapunkt á því lífi sem hann hefur lifað fram að því verðum við að geta boðið upp á að- stöðu og aðstoð til að gera honum það kleift,“ segir Valtýr. „Dómurinn sjálfur er refsingin. Fangavistin sem slík á ekki að vera viðbótarrefsing.“ loka tveimur eiði sem fyrst em slík efsing“ Morgunblaðið/Sverrir fi sem hann hefur lifað fram að því verðum við ift,“ segir Valtýr Sigurðsson. dregið úr vilja þeirra til endurhæfingar,“ segir Valtýr.  Byggt verði fangelsi á höfuðborgarsvæðinu og eðlilegast sé að nota lóðina á Hólmsheiði til þess. Þar verði 55-60 fangaklefar, 45 afplán- unarklefar í 5-7 deildum og 10-15 gæslu- varðhaldsklefar.  Að auki telur Valtýr að bæta þurfi aðstöð- una á Akureyri og með breytingum á húsnæð- inu þar megi útbúa 10 sómasamlega fanga- klefa ásamt aðstöðu til léttrar innivinnu og tómstunda, auk heimsóknaraðstöðu.  Verði ekki af byggingu fangelsis á Hólms- heiði er lagt til að Litla-Hraun verði stækkað verulega og öll starfsemi sem nú er á höf- uðborgarsvæðinu flutt þangað. Þetta telur fangelsismálastofnun mun síðri kost. En hvað mun þetta allt kosta? Valtýr bendir á að samkvæmt tillögum að fangelsinu á Hólmsheiði átti það að kosta 1,5 milljarða og rekstrarkostnaður átti að aukast um 180 milljónir á ári. Þar var aðeins gert ráð fyrir að leggja niður Hegningarhúsið, ekki fangelsið í Kópavogi og ekki reiknað með öðr- um endurbótum. Valtýr telur að hægt sé að gera allar þær umbætur sem greint er frá að ofan fyrir þessa fjármuni, m.a. vegna breyttr- ar nýtingar fangelsisins á Hólmsheiði auk þess sem fangelsið í Kópavogi yrði lagt niður. rði lagt niður MILTISBRANDUR hefur komið upp í fjórum hrossum á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Þrjú hross drápust úr sjúkdóminum og fjórða hrossinu var lógað eftir að það veiktist. Sjúkdómurinn er bráð- ur og oftast banvænn en hann hefur ekki greinst á Íslandi síðan 1965. Landbúnaðarráðuneytið hefur, að tillögu yfirdýralæknis, fyrirskip- að bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu á hræjunum á staðnum, auk hreinsunar og sótt- hreinsunar á svæðinu. Umferð fólks og dýra um svæðið er einnig tak- mörkuð um sinn. Sigurður Örn Hansson aðstoðar- yfirdýralæknir sagði að fjögur hross hefðu verið á bænum og hefðu þau öll drepist. Fyrsta hrossið hefði drepist síðastliðinn fimmtudag, tvö hross hefðu drepist á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefði verið lógað. Hræin verða brennd Blóðsýni úr hestunum voru rann- sökuð á Tilraunastöðinni að Keldum þar sem í ljós kom að um miltis- brand var að ræða. Sigurður Örn sagði að hross í nágrenni við Sjón- arhól hefðu verið sett í aðhald og fylgst yrði með heilsufari þeirra. Á nágrannabæ eru einnig fáeinar sauðkindur og hefur héraðsdýra- læknir gefið fyrirmæli um að þær verði hýstar. Sigurður Örn sagði að ekki væri vitað hvernig smitið barst í hrossin en það væri í rannsókn. Vatnssýni yrðu tekin á bænum. Miltisbrandur er bráður og oftast banvænn bakteríusjúkdómur sem öll dýr með heitt blóð geta tekið. Hann er algengastur í grasbítum. Hann greindist síðast á Íslandi árið 1965. Sigurður Örn sagði að þá hefði sjúkdómurinn komið upp í kjölfar þess að grafnar hefðu verið upp gamlar mógrafir. Þar hefði sýktum hræjum verið komið fyrir fyrr á ár- um og sjúkdómurinn hefði blossað upp í kjölfar þess að þeim hefði ver- ið raskað. Miltisbrandi veldur Bacillus anthracis, sem er grómyndandi baktería. Gróin geta lifað í áratugi eða jafnvel aldir í jarðvegi. Oftast kemur sjúkdómurinn upp í tengslum við jarðrask og því er sjúkdómurinn staðbundinn. Skepn- ur smitast við að drekka mengað vatn, bíta mengað gras eða við að éta mengað kjöt- og beinamjöl. Smit frá einu dýri til annars er mjög sjaldgæft. Sýkingar ekki orðið vart í mönnum Meðgöngutími sjúkdómsins er 1–3 sólarhringar, sauðfé og naut- gripir drepast oft skyndilega án þess að hafa sýnt einkenni um sjúk- dóm, hross drepast oftast 2–3 dög- um eftir að fyrstu einkenni sjást. Sigurður Örn sagði að sýkinga í fólki, sem hefði komist í snertingu við dýrin, hefði ekki orðið vart. Einkenni miltisbrands í fólki ráð- ast að nokkru af því hvernig smitið berst. Sýkillinn berst á þrjá vegu inn í líkamann: gegnum rofna húð með sýkingu í húð, gegnum melting- arveg með sýktri fæðu sem leiðir til meltingarfærasýkinga og um önd- unarfæri sem veldur sýkingu í lung- um. Sigurður Örn sagði að á þessari stundu benti ekkert til þess að sjúk- dómurinn hefði borist út fyrir þetta afmarkaða svæði. Miltisbrandur í hrossum á Vatnsleysuströnd Sjúkdómsins hefur ekki orðið vart hér á landi í tæp fjörutíu ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið var að því í gær að pakka hræjunum í dúka og koma fyrir í bál- kestinum sem kveikt verður í í dag. Aðgangur inn á svæðið var óheimill. HROSSIN sem undanfarna daga hafa drepist úr miltisbrandi á eyði- býlinu Sjónarhóli eru í eigu Birgis Þórarinssonar, bónda á Minna- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd sem er í næsta nágrenni við Sjón- arhól. Að sögn Birgis hafa bændur í kring notað túnin við Sjónarhól og við annað eyðibýli, Ásláksstaði, um alllangt skeið, sem beitarhólf fyrir skepnur. Að sögn Birgis er nokkuð liðið síðan Sjónarhóll fór í eyði. Jörðin eru í eigu þriggja fjölskyldna í Reykjavík. Birgir segist enga hug- mynd hafa um hvað hafi orsakað að miltisbrandur greindist í hrossum hans, en eina tiltæka kenningin sé sú að það gæti stafað af landbroti við fjöruna neðan bæjarins Sjónar- hóls síðastliðinn vetur en þá brotn- aði land á um þriggja metra kafla. Talið er að sjúkdómurinn komi oft- ast upp í tengslum við jarðrask og vitað að miltisbrandsgróin geta lif- að í áratugum og jafnvel öldum saman í jarðvegi. Hugsanlegt sé að þegar land náði lengra fram hafi skepnur verið urðaðar á þessum stað sem gæti hafa borið gróin í sér. Búskapur hefur verið á Vatnsleysu- strönd um aldir og margir út- vegsbæir voru á þessum slóðum á öldum áður, að sögn Birgis. „Það eina sem menn vita er að sjórinn braut bakkann neðan bæj- arins síðastliðinn vetur í landi Sjón- arhóls og að ekkert annað jarðrask hefur verið þarna. Þarna hafa í ára- raðir verið skepnur og heyskapur, þannig að það standa allir ráðþrota gagnvart þessu.“ Að sögn Birgis fannst dautt hross á túninu við Sjónarhól á fimmtudag í síðustu viku. Dýralæknir, sem jafnframt er sérfræðingur í hrossa- sjúkdómum, hafi talið banameinið vera hjartaslag. „Það er ekki fyrr en tvö til viðbótar finnast dauð á sunnudagsmorgun úti á túni að þetta fer í gang,“ segir Birgir og undirstrikar að mjög faglega hafi verið staðið að málinu af hálfu op- inberra aðila. Fimmta hrossinu sennilega lógað í varúðarskyni Birgir býr á Minna-Knarrarnesi ásamt eiginkonu og tveimur sonum. Að sögn hans hefur hann haldið fimm hross, nokkrar kindur og hænsni á bænum. Fimmta hrossinu sem einnig var á jörðinni við Sjón- arhól, er enn á lífi. Því var gefið sýklalyf þegar uppgötvaðist að miltisbrandur var kominn upp og verður að öllum líkindum lógað í varúðarskyni, að hans sögn. „Mikið áfall“ En hvernig varð honum og fjöl- skyldu hans við þegar það uppgötv- aðist að hér væri banvænn bakter- íusjúkdómur; miltisbrandur, á ferð? „Þetta var mikið áfall, en sem betur fer er þetta ekki í okkar landi og þó að við séum vissulega ná- grannar þá er hægt að girða af og slíkt. “ Spurður hvort ráðstafanir hafi verið gerðar varðandi fjölskyldu hans þegar þetta uppgötvaðist, seg- ir hann að fjölskyldan hafi verið í „sambandi við fagaðila“ en vill að öðru leyti ekki tjá sig um það. „Þetta berst náttúrlega ekki manna í milli og smitleiðin er til- tölulega langsótt þannig að miðað við hvað það hefur verið faglega að þessu staðið þá höfum við ekki mjög miklar áhyggjur þó vissulega sé okkur brugðið. [...] Það standa allir ráðþrota yfir þessu, sérstaklega í ljósi þess að það er búið að nýta þetta tún í áraraðir og aldrei neitt óeðlilegt komið upp.“ Bóndinn á Minna-Knarrarnesi er eigandi hrossanna sem drápust Landbrot hugsanleg skýring KRISTJÁN Baldurs- son, tækni- og um- hverfisstjóri Vatns- leysustrandarhrepps, var á vettvangi við eyðibýlið Sjónarhól í gær þar sem unnið var að því að safna efniviði í bálköst, en stefnt er að því að brenna hræin um há- degisbilið í dag. „Það var staðfest í morgun að þetta væri miltisbrandur og það er búið að loka svæð- inu. Það sem búið er að gera er að undirbúa bálköst til þess að brenna þessi hræ. Við erum búin að fá 18 tonn af efniviði, bæði dekk og timbur,“ sagði Kristján. Vörubílar óku efninu á hauginn sem staðsettur er á landareigninni, skammt frá eyðibýlinu sjálfu, en í kringum um jörðina var búið að strengja gulan borða og var öll um- ferð innan girðingar óheimil, nema í þar tilgerðum hlífðar- fatnaði, með hanska og grímu. Fyrir innan girðinguna voru fulltrúar frá Heil- brigðiseftirliti Suður- nesja, Brunavörnum Suðurnesja og dýra- læknar, sem unnu í gær við að koma hræunum fyrir í plast- dúka og undirbúa brennuna. Grafa þurfti eitt hrossanna upp úr jörðu þar sem búið var að urða það áður en staðfest var að um miltisbrand væri að ræða. Að sögn Kristjáns var ekki unnt að brenna hræin í gær sökum veðurs. Tvö eyðibýli eru á þessum stað, í nágrenni Voga, Sjónarhóll og Ás- láksstaðir, en síðarnefnda jörðin hefur einnig verið notuð sem beit- arhólf fyrir nærliggjandi bæi. Lögreglan í Keflavík vaktaði svæðið í gær og nótt. Kristján Baldursson Kveikt verður í hræj- unum um hádegi í dag GUÐRÚN Sigmundsdóttir, yf- irlæknir á sóttvarnasviði Land- læknisembættisins, undirstrikar að frekar litlar líkur séu á að fólk smitist af miltisbrandi. Algengast sé að fólk smitist frá sýktum dýr- um sem það hefur átt við. „Áður fyrr voru það slátrarar og fólk sem vann við dýr sem voru sýkt sem smitaðist, t.d. í ullariðn- aði,“ segir hún. Smitleiðirnar eru þrjár, í gegn- um meltingarveginn sé borðað sýkt kjöt, í lungum sé andað að sér lofti sem inniheldur milt- isbrandsgró og í gegnum húð ef miltisbrandur kemst í snertingu við opið sár. Óhætt að vera á bæjunum í kring Að sögn Guðrúnar var milt- isbrandur í dýrum landlægur frá 1865-1965. Þótt þúsundum Íslend- inga hafi verið hugsanleg hætta búin af smiti hafi mjög lítill hluti þeirra smitast. Að sögn hennar er búið að hafa samband við alla þá sem hafa verið í snertingu við hrossin á Vatns- leysuströnd, um tíu talsins. Þeir sem taldir hafi verið í mestri hættu hafi fengið sýklalyf í for- varnaskyni. „Þetta smitar ekki manna á milli og fólk ætti heldur ekki að vera hrætt við að koma á bæina í kring eða vera á bæjunum.“ Mikilvægt að brenna dýrin „Hins vegar verður að taka hart á þessu og brenna dýrin en ekki urða því þá viðhöldum við smit- keðjunni.“ Að sögn Guðrúnar er milt- isbrandur ekki harðger baktería en hún myndar gró sem eru mjög harðger og geta lifað áratugum saman í jarðvegi. Þegar þau kom- ast í „rétt“ umhverfi umbreyta þau sér í bakteríur aftur. Að sögn hennar er unnið að því að kortleggja hvar hræin sem hafa borið smitið á milli hafi hugs- anlega verið grafin. Ekki sé þó skynsamlegt að grafa þau upp. Um tíu manns fengið sýklalyf í forvarnaskyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.