Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 29 NEYTENDUR AIREX DÝNUR FYRIR JÓGA OG LEIKFIMI polafsson.is Trönuhrauni 6 // 220 Hafnarfjörður // Sími: 565 1533 „ÞETTA er mín verslun,“ segir Þorsteinn Sæ- berg, skólastjóri Árbæjarskóla, um leið og hann grípur græna innkaupakörfu í anddyri Nóatúns við Furugrund í Kópavogi og gengur ákveðnum skrefum að kjötborði verslunar- innar. „Bæði er að ég bý hérna rétt fyrir ofan og eins hitt, að hér er boðið upp á mjög gott kjötborð,“ bætir Þorsteinn við, og greinilegt að ekki er komið að tómum kofunum hjá hon- um þegar kjöt er annars vegar, enda má segja að Þorsteinn sé alinn upp í kjötbúð. „Faðir minn, Sigurður Sæberg, átti og rak í félagi við Björn Inga Björnsson Kjötverslun Suðurvers, sem var hreinræktuð sérverslun með kjötvörur. Þar vann ég öll mín unglings- ár, úrbeinaði og gerði allt er laut að kjöt- vinnslu þannig að ég er eiginlega á heimavelli þegar kemur að kjötborðinu.“ Spurður hvort aldrei hafi komið til greina að hann fetaði í fótspor föður síns og gerðist kjötkaupmaður segir Þorsteinn að örlögin hafi einfaldlega hagað því svo að hann haslaði sér völl í menntakerfinu. „Ég lauk kennaraprófi frá Kennaraháskólanum árið 1984 og hóf að því loknu kennslu í Hólabrekkuskóla í Reykjavík. Þar kenndi ég almenna bekkjar- kennslu fyrst, en síðan aðallega stærðfræði á unglingastigi og varð síðan aðstoðarskóla- stjóri í Hólabrekkuskóla í þrjú ár þar til ég tók við stöðu skólastjóra í Árbæjarskóla árið 1993.“ Gaman í eldhúsinu Þorsteinn er nú kominn að kjötborðinu og skimar eftir lambafile, sem hann ætlar að hafa í matinn þennan dag. Og þarna eru þær, rauð- ar, safaríkar og freistandi að sjá og meira að segja á tilboði. „Þeir eru yfirleitt með mjög gott kjöt hérna í Nóatúni,“ segir Þorsteinn og kveðst ætla að gera einföld matarinnkaup að þessu sinni. „Þetta verður einfalt en mjög gott. Lambafile er í uppáhaldi á mínu heimili og ég ætla að velja hérna þrjár litlar sneiðar og með þeim ætla ég að hafa gullkorn og hrá- salat,“ segir Þorsteinn og miðar innkaupin við þrjá fullorðna, en þau eru þrjú í heimili, auk Þorsteins eru það eiginkonan Gerður Sigurð- ardóttir og 19 ára dóttir, Hrafnhildur, en son- urinn Sigurður, sem er 24 ára, er fluttur að heiman. Á tilboðsverðinu kostar lambafile 1.151 krónu, en hefði annars kostað 1.655 krónur. „Við verðum að hafa góða sveppasósu með þessu,“ segir Þorsteinn, sem er nú kominn að grænmetisborðinu. „Hérna er líka evrópskt jöklasalat og svo kippum við með okkur einni agúrku, nokkrum tómötum og einum rauð- lauk. Nú vantar bara fetaost í krukku og þá er þetta komið, nema auðvitað kartöflurnar, sem ég á til heima, en best er að hafa þær bakaðar með þessum rétti. Þetta er eins einfalt og hugsast getur.“ Þorsteinn kveðst vera vanur því að elda heima. „Konan mín er að vísu mjög mynd- arleg húsmóðir og góður kokkur, en mér finnst bara svo gaman í eldhúsinu að ég reyni að sjá um matseldina eins oft og ég get.“ Lambafile að hætti Þorsteins Kartöflurnar bakaðar á hefðbundinn hátt í ofni eða á útigrilli. Með þeim er að mínu mati best að hafa sýrðan rjóma með graslauk. Kjötið brúnað á pönnu við háan hita á báð- um hliðum og kryddað ýmist með salti og pip- ar eða með Broiled steak seasoning sem mér finnst passa einkar vel með þessu. Lokið sett á pönnuna og hitinn lækkaður, látið malla í u.þ.b. 5 mínútur. Með kjötinu bý ég til sveppasósu. Jöklasalati, agúrkum, tómötum, rauðlauk og fetaosti blandað saman. Auk ofangreinds eru hafðar maísbaunir með þessu.  HVAÐ ER Í MATINN? | Þorsteinn Sæberg Einfalt en mjög gott Morgunblaðið/Þorkell Þorsteinn Sæberg velur sér ferskt grænmeti í salatið; tómata, agúrkur, jöklasalat og rauðlauk. Morgunblaðið/Þorkell Lambafile og meðlæti sem Þorsteinn tíndi of- an í innkaupakörfuna í Nóatúni. svg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.