Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 43 MINNINGAR ✝ Margrét Arn-grímsdóttir fæddist á Akureyri 25. desember 1946. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Arngrímur Sigurjón Stefánsson, f. 15. júlí 1920, og Kristjana Margrét Sigurpáls- dóttir, f. 16. maí 1921. Systkini Mar- grétar eru: 1) Sigrún Pálína, f. 15. maí 1943. 2) Kolbrún, f. 19. desember 1944, maki Svavar Berg Pálsson. 3) Anna Kristín, f. 16. júlí 1948, maki Úlfar Þormóðsson. 4) Stef- án, f. 16. mars 1951, maki Guðrún Lóa Jónsdóttir. 5) Einar, f. 2. júní 1955, maki Lovísa María Sigur- geirsdóttir. 6) Örn, f. 16. maí 1959, maki Anna Dóra Hermannsdóttir. 7) Kristjana, f. 16. mars 1961, maki Kristján Eldjárn Hjartarson. Hinn 1. desember 1966 giftist Margrét Hermanni Ægi Aðal- steinssyni, húsasmíðameistara á Akureyri, f. 21. apríl 1945. For- eldrar hans eru Þórey Bryndís, f. 28. júní 1922, og Að- alsteinn Ólafsson, f. 26. febrúar 1920, d. 21. október 1994. Börn Margrétar og Ægis eru: 1) Díana Bryndís, f. 13. maí 1969, sambýlismað- ur Davíð Thor Adessa, börn hennar með fyrrverandi maka, Brynjólfi Trausta Benedikts- syni, eru Brimar Örn, f. 14. mars 1995, og Máney Dís, f. 19. júní 1998, 2) Víðir Már, f. 1. nóvember 1972, búsettur á Bakkafirði, sambýlis- kona Linda Diego. Margrét ólst upp á Dalvík en starfaði ung við ýmis þjónustu- störf á Akureyri og víðar. Eftir að hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum bjó fjölskyldan um hríð á Akureyri og nágrenni en flutti síðar til Bakkafjarðar þar sem þau hjónin stunduðu útgerð og byggðu sér fallegt heimili á Skóla- götu 2. Útför Margrétar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fögur sem fiðrildi á blómi flýgur um himininn. Seiðandi söngur hljómar háum rómi hjartans Gréta engillinn. Guð veri með þér. Þín frænka Indíana. Hjartans kæra Gréta mín. Nú er mér þungt um hjartarætur. Undan- farnir dagar hafa verið dimmir en framundan er ljós jólanna. Ég vona að það ljós lýsi inn í hjörtu okkar allra sem söknum þín og syrgjum. Þú varst barn ljóssins, því þú fæddist á jólunum. Bros þitt og faðmur stöfuðu frá sér hlýju og góðvild og gestrisni ykkar Ægis var einstök. Oft var glatt á hjalla hjá okkur systkinunum er við söfnuðumst saman hjá pabba og mömmu í Ásbyrgi. Þá var sungið við raust og sungið af gleði. Nú hefur skarð verið höggvið í þennan hóp. Minningarnar streyma fram, þær munu ylja mér um hjarta- rætur í framtíðinni. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar, elsku Ægir, Díana, Víðir, Brimar og Máney. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ég kveð þig, elsku systir mín, með þessum orðum úr Davíðssálmum. Þín Kolbrún. Tvær litlar hnátur sitja í laut í fjall- inu eina, Böggvisstaðafjalli, tína ber í krukku, bláar um varir og sólin skín, fjörðurinn spegilsléttur, mótorskellir frá bát sem siglir inn með afla. End- urminningin merlar æ í mínum huga. Við tínum berin blá, fleiri í munn en krukku, eltum kónguló og sönglum: „Kónguló, kónguló, vísaðu mér á berjamó“. Settumst á þúfu, sátum og mösuðum um fortíð, nútíð og framtíð sem virtist í órafjarlægð, áttum okk- ur drauma sem voru trúnaðarmál á þessum sólardegi bernskunnar. Á heimleiðinni datt sú yngri og krukk- an tæmdist, ég volaði en Gréta mín hellti úr sinni krukku í þá tómu, svo settum við örlítið lyng með svo upp- skeran virtist sæmileg og stóra fjöl- skyldan í Ásbyrgi fékk bláber í skyr- ið. Endurminningin merlar; á litla teppinu hjá Stínu frænku hnipra sig systur tvær og bíða eftir flugtaki, hjörtun slá ótt og títt, frænka er að segja okkur ævintýri og búin að sann- færa opineygar hnátur um að þær sitji á töfrateppi sem fljúgi með þær um veröldina. Þegar ég legg upp í ferðina, sem þú ert nú farin í, veit ég að þú bíður mín á töfrateppinu, þá tylli ég mér hjá þér og við svífum saman á vit nýrra ævintýra. Þín Anna Kristín. Nú ríkir mikill söknuður og sorg í stóra systkinahópnum úr Ásbyrgi. Gréta systir er horfin á braut. Þessi systir okkar sem var svo glaðvær og skemmtileg, með kímnina á taktein- um fram á síðustu stundu. Ég veit að hún ætlast ekki til þess að við látum sorgina buga okkur, ég er viss um að hún er einhvers staðar með okkur og vill halda glaðværð á lofti eins og henni var einni lagið. Það atvikaðist svo að á unglings- árum og fram yfir tvítugt bjó ég af og til á heimili Grétu og Ægis vegna skólagöngu á Akureyri. Minningin um það yljar mér um hjartarætur. Gréta lærði snemma að spila á gítar og var mjög tónelsk og það átti hún sameiginlegt með manni sínum og því var oft kátt á hjalla á heimili þeirra. Reyndar er það svo að þegar maður hugsar til baka, þá man ég ekki aðrar stundir með henni systur minni en þær sem vöktu manni gleði og kátínu. Gréta var líka blíð og skilningsrík við mig, litla bróður sem var kannski ekki alltaf auðvelt að hafa inni á heimili, eins og þegar ég smátt og smátt tæmdi kökuboxið hennar fyrir jólin og upp komst, þá lét hún bara sem hún væri upp með sér af því að mér skyldi þykja kökurnar svona góðar. Þegar sorgin sækir að er gott að eiga minningu um hjartahlýja, glaðværa og skynsama systur sem gaf okkur öllum gott fordæmi í æðru- leysi sínu í erfiðum veikindum síðustu mánaða. Guð blessi þig, Gréta mín. Elsku mágur, Díana, Víðir, Brimar og Máney, megi lífið brosa við ykkur á ný sem fyrst. Stefán Arngrímsson. Elsku Gréta systir, mágkona og frænka. Við þökkum þér fyrir hlát- urinn þinn, brosin þín og brandarana. Þú hefur alltaf verið sannur gleði- gjafi. Þannig munum við þig. Ef ein- hver gat kennt okkur að horfa björt- um augum á lífið þá varst það þú. Blessuð sé minning þín. Við vottum Ægi, Díönu,Víði og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Einar, Lovísa María og börn. Í dag kveð ég Grétu systur mína í hinsta sinn, þegar hún verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju. Fyrir nokkru síðan mátti búast við að ferðalag hennar í þessum heimi tæki brátt enda, en ferðalokin koma manni samt í opna skjöldu og söknuðurinn er mikill. Það eru margar góðar minningar, sem hún skilur eftir hjá mér. Þegar gesti bar að garði voru móttökurnar jafnan rausnarlegar á hinu notalega heimili hennar og Ægis. Samúð mín með Ægi, eiginmanni hennar, er einlæg, hann hefur misst hlýjan og ástkæran lífsförunaut. Minningarnar streyma um hug- ann, minningar sem ég mun varð- veita vel. Þessi fáu orð eiga að vera þakklætisvottur fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, kæra systir. Elsku Ægir minn, Víðir, Díana og barnabörnin, ég votta ykkur öllum mína innilegustu samúð. Missir ykk- ar er mikill og bið ég góðan guð að varðveita ykkur og styrkja. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín systir Sigrún. MARGRÉT ARNGRÍMSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Hæðargarði 33, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 10. desember kl. 13.00. Anna Ólína Jóhannesdóttir, Ragnar V. Jóhannesson, Hafdís Moldoff, Grettir Kristinn Jóhannesson, Sigríður Arngrímsdóttir. Elskuleg móðir mín og fósturmóðir, INGIBJÖRG JÓNA HANSDÓTTIR, Fellaskjóli, Grundarfirði, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness föstu- daginn 3. desember, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 11. desem- ber kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Matthildur Kristrún Friðjónsdóttir, Guðlaug Björgvinsdóttir. Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Kristnibraut 79, áður til heimilis í Hraunbæ 100. Jóhann Guðmundsson, Solveig Jóhannsdóttir, Hrönn Harðardóttir, Þorsteinn Lýðsson, Solveig Þóra Þorsteinsdóttir, Erna Harðardóttir, Þorsteinn Jóhannsson, Katrín Sigurðardóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Páll Þorsteinsson, Pétur Þorsteinsson, Valdís Þorsteinsdóttir, Steinar Þorsteinsson, Þóra Þorsteinsdóttir. Við, fjölskylda SIGURJÓNS PÉTURSSONAR, þökkum auðsýnda samúð og stuðning. Megi guð vera með ykkur. Guðrún H. Pálsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN BJÖRNSDÓTTIR, Brekkukoti, Blönduhlíð, sem andaðist mánudaginn 29. nóvember, verður jarðsungin frá Miklabæjarkirkju laugar- daginn 11. desember kl. 14.00. Sigrún Geirsdóttir, Gunnar Helgi Magnússon, Gerður Geirsdóttir, Grétar Geirsson, Sigrún Lóa Jósefsdóttir, Herdís Aðalheiður Geirsdóttir, Jóhann Ólafsson, Gísli Hólm Geirsson, Sólveig Sigr. Einarsdóttir, Erna Geirsdóttir, Gísli Frostason, Valgerður Sigr. Geirsdóttir, Birgir Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, unnusti, dóttur- sonur og frændi, EGILL FANNAR GRÉTARSSON, Fellsenda, Þingeyjarsveit, varð bráðkvaddur sunnudagskvöldið 5. desem- ber. Minningarathöfn mun fara fram í Þorgeirskirkju í Þingeyjarsveit laugardaginn 11. desember klukkan 14:00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Harpa Þráinsdóttir, Sigurður Haraldsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar eð pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.