Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn ÓlafurTryggvason fæddist í Reykjavík 1. júní 1931. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 1. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Tryggvi Gunn- ar Júní Gunnarsson, f. í Reykjavík 10. júní 1885, d. 20. október 1967, og Guðrún Pál- ína Guðmundsdóttir, f. í Reykjavík 10. júní 1901, d. 8. október 1983. Systkini Sveins eru: Stella Tryggvadóttir, f. 1919, d. 2002; Svava Tryggvadóttir, f. 1920, d. 1987; Hrefna Dóra Tryggvadótt- ir, f. 1925, d. 2002; Gunnar Tryggvason, f. 1927; Lilja Tryggvadóttir, f. 1929, d. 1984; Erla Tryggvadóttir, f. 1934; Edda Guðrún Tryggvadóttir, f. 1935, d. 1996; Guðmundur Þórir Tryggva- son, f. 1937; og Kristján Grétar Tryggvason, f. 1938. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Guðrún Jónsdóttir, f. 1. febrúar 1938. Systir Guðrúnar er Auður Jónsdóttir, f. 1946. Foreldrar þeirra systra eru Jón Kristinn Jónasson, f. 1. október 1909, d. 9. febrúar 2003, og Rannveig Magn- úsdóttir, f. 18. maí 1910, d. 1985. Afkomendur Sveins og Guðrúnar eru: 1) Jón Kristinn Sveinsson, f. 27. mars 1959, sambýlis- kona Jóns er Elín- borg Árnadóttir, f. árið 1963. Þeirra börn eru: Guðrún Lilja Jónsdóttir, f. 1999, Ásta Sóley Jónsdóttir, f. 2001. Halldór Stefán Jóns- son, f. 1997, móðir Bára Halldórsdóttir, f. 1963. 2) Tryggvi Gunnar Sveinsson, f. 16. nóvember 1960, kvæntur Önnu Rögnu Siggeirsdóttur, f. 5. mars 1975. Þeirra börn eru: Björn Ósk- ar Tryggvason, 1993, Sandra Ósk Tryggvadóttir, f. 1997, Sveinn Ólafur Tryggvason, f. 1998. 3) Rannveig Sveinsdóttir, f. 14. jan- úar 1965, gift Lúðvíki Berg Bárð- arsyni, f. 1964. Þeirra börn eru: Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir, f. 1987, Bárður Fannar Lúðvíksson, f. 1990, Sveinn Ólafur Lúðvíksson, f. 1996. 4) Helga Björg Sveinsdótt- ir, f. 4. febrúar 1972, gift Bjarna Sigurðsyni, f. 22. febrúar 1970. Þeirra börn eru: Elsa Hrafnhildur Bjarnadóttir, f. 1990, Svala Björk Bjarnadóttir, f. 1995, og Rannveig Bjarnadóttir, f. 1999. Útför Sveins verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Sveinn Ólafur ólst upp í stórum systkinahópi á Lokastíg 6 í miðbæ Reykjavíkur, húsi sem var byggt af afa okkar Tryggva Gunnari. Hefur þar verið mikill handagangur í öskj- unni eins og títt er þar sem svona margir búa saman. Það var þétt set- inn bekkurinn og heilmikil læti þeg- ar haldin voru jólaboð hjá afa og ömmu því krakkahópurinn stækkaði óðfluga. Pabbi hafði vart slitið barnsskón- um þegar hann hélt út í lífið og á unglingsaldri hélt hann til sjós, fyrst á strandflutningaskipi og síðan á togurum og vertíðarbátum víða um land. Eins varð honum tíðrætt um veru sína um borð í hvalveiðiskipun- um, en hann var þar einar fimm ver- tíðar. Voru þær lýsingar og sögur oft ævintýrum líkastar. Eftir að þessum þætti sjómennskunnar lauk hóf hann akstur vörubifreiða sem hann síðan hafði að atvinnu til margra ára, allt þar til hann tók til við að byggja hót- el í Skipholti 21 sem hann starfrækti í þrjú ár, þar sem nú er starfrækt sjúkrahótel á vegum Rauða kross Ís- lands. Pabbi lét ekki þar við sitja heldur hófst handa við að gera út bát til fisk- veiða og voru það fyrstu kynni okkar bræðra af sjómennsku sem verður okkur lengi minnisstæð. Þegar sjó- mennsku lauk setti pabbi á stofn fiskvinnslufyrirtæki sem framleiddi og seldi fiskafurðir til Afríku, svo fátt eitt sé nefnt. Þegar unglingur leggur upp í langferð skiptir gott veganesti og góður hugur að heiman höfuðmáli svo að fólki reiði vel af. Veganesti pabba okkar var heiðarleiki, dugn- aður og virðing fyrir samferðamönn- um sínum háum sem lágum. Enda má til sanns vegar færa að þau kynni sem pabbi átti við fólk bæði í sam- bandi við viðskipti eða daglegt amst- ur hafi orðið að vinskap. Margt af þessu fólki hefur þegar kvatt þessa jarðvist og mun taka vel á móti pabba okkar og fylgja honum um víðlendur fyrirheitna landsins. Pabbi var alltaf mjög glaðlegur og léttur í lund og tókst á við lífið glaður í bragði, jafnvel eftir að sjúkdómur- inn var farinn að setja mark sitt á hann brá fyrir gráglettni sem ein- kenndi hann alla tíð. Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför eins með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Pabbi var mjög hugmyndaríkur og ákveðinn í að hrinda hlutum í framkvæmd, einstaklega staðfastur og fylginn sér, en að sama skapi fórnfús og ósérhlífinn ef því var að skipta og aðrir þurftu á aðstoð að halda. Hann var alltaf til taks og ætl- aðist aldrei til endurgjalds. Barnabörnin 12 voru honum afar mikils virði enda dáði hann þau öll með tölu og voru þau ávallt velkomin í heimsóknir hvort sem var til lengri eða skemmri tíma, það var því oft fjölmennt hjá afa og ömmu á Álfhóls- veginum. Nú hefur pabbi lagt af stað í aðra en lengri ferð en þá fyrri, en áður en hann fór nestaði hann okkur vel af reynslu sinni og manngæsku. Hans verður minnst með söknuði, því hann bar velferð fjölskyldu sinnar fyrir brjósti og fylgdist þess vegna vel með öllu sem var að gerast í fjöl- skyldunni og lét sig allt varða. Hvíl í friði, okkar ástkæri faðir og afi. Þín börn og barnabörn. Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Þótt þú hafir greinst með alvarlegan sjúkdóm fyrir tæpu ári fannst mér það svo fjarlægt að þú færir að kveðja núna. Þú og mamma voruð að flytja í svo fína íbúð sem þú varst svo spenntur að komast í, og jólin óðum að nálgast, þú sem varst svo mikið jólabarn. Það eru margar yndislegar minn- ingar sem ég get rifjað upp. Ég man þegar ég var lítil og þú fórst á sjóinn. Þá fékk ég tvö verkefni, fyrra var að passa mömmu og annað var að hita bólið þitt þangað til þú kæmir heim. Þegar ég, þú og mamma fórum oft sem áður út að borða á Þorláks- messu og ég pantaði mér hamborg- ara með öllu tilheyrandi þótti þér það helst til mikið, en þér til mikillar furðu kláraði ég allt af diskinum. Þá sagðir þú að þér þætti svo gaman að fara með mér út að borða. Öll samtölin sem við áttum um pólitík og aðra þjóðfélagsumræðu sem í gangi var hverju sinni. Ekki vorum við alltaf sammála, en það var einmitt eins og þú vildir hafa það, eðlileg skoðanaskipti um málefni líð- andi stundar. En þrátt fyrir háalvar- legar umræður um pólitík eða önnur þjóðþrifamál var alltaf stutt í grínið og hlógum við oft lengi á eftir. Allar heimsóknirnar í Smiðjuna til mín og Bjarna til að fá þér morg- unkaffið og fylgjast með hvort við værum ekki að vinna vinnuna okkar eða bara að heyra nýjustu fréttir. Greiðviknin og hjálpsemin var þér í blóð borin, ef sækja þurfti stelpurn- ar í leikskólann þurfti ekki nema eitt símtal og þá varst þú mættur. Nei var ekki til í þinni orðabók. Hvað þér þótti vænt um barna- börnin þín, ef þú vissir af okkur í bænum eða í nágrenninu varst þú fljótur að hringja, og það var bara eitt sem komst að: Eruð þið á leið- inni, á ég að fara að kaupa snúða? Og ef þú sást bílinn renna í hlað varst þú kominn út á tröppur til að taka á móti okkur. Já, elsku pabbi minn, þú varst merkileg persóna, þú varst einn af þessum hjartahlýju mönnum sem láta sig varða um allt sem er í gangi í þjóðfélaginu. Það voru forréttindi að fá að eiga þig sem föður. Elsku mamma, ég votta þér mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa þig í þinni sorg og söknuði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs blessi þig, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( V. Briem.) Elsku pabbi, þú lifir í hjarta mínu, takk fyrir allt. Þín dóttir, Helga Björg Sveinsdóttir. Elsku pabbi nú er komið að kveðjustundinni sem við höfum alltaf kviðið fyrir en fáum ekki flúið frá, við erum ekki bara að kveðja þig, pabbi, heldur líka okkar besta vin sem öll- um hefði verið heiður að eiga, enda áttirðu marga vini og kunningja eins og aðrir merkismenn. Pabbi var ein- staklega lífsglaður, hlýr, og einlægur enda voru fjölskyldan, vinir og kunn- ingjar hans helsta áhugamál, barna- börnin áttu þar fyrsta sæti, það leið ekki sá dagur og stundum oft á dag hringdi hann bara til að athuga með okkur, bjóðast til að passa, skutla eða sækja eða bara athuga hvort við værum í grenndinni því þá ætlaði hann að hita kaffi eða bara senda krökkunum nokkra ávexti í poka. Ef einhverjar framkvæmdir voru í gangi einhvers staðar í fjölskyldunni var pabbi mættur til að hjálpa og áttu þar tengdasynirnir sem og aðrir fullt í fangi með að halda í við hann. Það væri hægt að telja upp ótal at- riði og sögur af pabba þar sem hann var alltaf tilbúinn að aðstoða eða að taka þátt í einhverju skemmtilegu. Það er gott veganesti sem hann lét okkur hafa sem og annað samferða- fólk. Það er sagt að við veljum okkur foreldra áður en við fæðumst og þeir sem þekktu þig vita þá af hverju við völdum ykkur mömmu. Elsku pabbi, tengdó og afi, takk fyrir allt og góða ferð, ég veit að það eru margir sem taka á móti þér á nýja staðnum. Þú færð besta sætið. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós sem að mun ykkur gleðja. Kveðja. Rannveig, Lúðvík og fjölskylda. Það var fyrir sautján árum að leið- ir okkar Svenna lágu fyrst saman. Ég, sautján ára stráklingur að stíga mín fyrstu spor á sjónum, hann reyndur sjómaður til margra ára. Mér er minnisstætt hversu vel hann tók mér strax í byrjun. Mig grunaði ekki þá að leiðir okkar ættu eftir að liggja aftur saman, en tveimur árum síðar barði ég að dyrum hjá honum, þá í fylgd yngri dóttur hans, Helgu. Sami vingjarnleikinn einkenndi mót- tökurnar þá, og ætíð síðan. Hann tengdafaðir minn var ein- stakt ljúfmenni sem vildi allt fyrir alla gera, ósérhlífinn, traustur og hjálpsamur. Hann var sá sem var alltaf mættur fyrstur allra ef hjálpar var þörf. Þessir mannskostir fylgdu honum alla tíð. Ungur þurfti hann að fara til vinnu til að hjálpa til við rekstur æsku- heimilisins. Sjórinn varð fyrir valinu og starfaði hann þar í mörg ár. Síðar kom hann í land og starfaði þá við fiskverkun. Heimilismaður var hann mikill og ræktaði vel garðinn sinn. Hann fylgdist vel með öllu sem við Helga tókum okkur fyrir hendur. Á hestamennskunni hafði hann áhuga og voru það einkum nýfædd folöldin sem toguðu hann til sín og hafði hann gaman af að fylgjast með uppvexti þeirra. Áhuginn var ekki minni á dótturdætrunum sem hann hafði mikið yndi af að fá í heimsókn eins og öll barnabörnin. Þar var hann í essinu sínu. Þær minnast nú allra næturgistinganna hjá afa og ömmu þar sem þau dekruðu við þær á alla lund. Honum Svenna var annt um að hafa alla fjölskylduna í kring um sig og þau voru ófá matarboðin sem þau hjónin höfðu fyrir alla fjöl- skylduna. Honum var ekki óljúft að elda fyrir allan hópinn enda góður kokkur eins og hún Gunna hans. Þessar samverustundir voru oft hin- ar líflegustu. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hann Svenna, heldur fylgdi honum alltaf mikið líf og fjör, ekki síst þegar stjórnmálin bar á góma. Þar hafði hann sínar fastmótuðu skoðanir og lá ekki á þeim. En fyrst og síðast var hann mikill fjölskyldufaðir sem bar hag fjölskyldunnar ávallt fyrir brjósti. Fyrir rúmu ári kenndi hann þess meins sem nú hefur lagt hann að velli. Baráttan var snörp og stefnt var á sigur, en enginn má sköpum renna. Góður drengur er fallinn í val- inn. Eftir sitjum við hljóð og söknuður- inn er mikill. En mestur er þó sökn- uður tengdamóður minnar sem sér nú á eftir eiginmanni sínum og fé- laga. Henni og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Tengdaföður mínum þakka ég samfylgdina. Guð blessi minningu hans. Þú lézt þér annt um litla sauðahjörð. Þú lagðir rækt við býli þitt og jörð og blessaðir sem barn þinn græna reit, þinn blómavöll, hvert strá, sem augað leit. Og þótt þú hvíldist sjálfur undir súð, var seint og snemma vel að öðrum hlúð, og aldrei skyggði ský né hríðarél á skyldur þínar, tryggð og bróðurþel. Þú hafðir öllum hreinni reikningsskil. Í heimi þínum gekk þér allt í vil. Þú hirtir lítt um höfðingsnafn og auð, því hógværð þinni nægði daglegt brauð. (Davíð Stef.) Bjarni Sigurðsson. Elsku afi. Við viljum þakka fyrir þann tíma sem við áttum með þér, og fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Afi, manstu allar sumarbústaðar- ferðirnar og ferðalögin þegar við vorum lítil, og öll jólaboðin og afmæl- in þar sem þú varst alltaf fyrstur að hringja og óska okkur til hamingju með daginn. Þegar þú hringdir snemma á morgnana til að vara okk- ur við hálkunni á Reykjanesbraut- inni. Þú varst alltaf tilbúinn til að gera allt sem þú gast fyrir okkur, manni leið alltaf eins og stjörnu þeg- ar maður kom til ykkar ömmu. Það er svo mikið gott að segja um þig að blaðið endist ekki í það, þess vegna viljum við þakka þér fyrir allt og segja að við höfum lært mikið af þér um hversu miklu máli fólkið í kringum mann skiptir, við erum stolt af því að hafa átt svona frábæran afa og við munum halda minningu þinni á lofti um ókomna framtíð. Afi, við munum sakna þín mikið, og Gunna amma, við sendum þér okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibj. Sig.) Ástar- og saknaðarkveðjur. Tinna Guðrún, Bárður Fannar og Sveinn Ólafur. SVEINN ÓLAFUR TRYGGVASON Kæra Dísa. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því VIGDÍS SIGURLAUG BALDVINSDÓTTIR ✝ Vigdís Sigur-laug Baldvins- dóttir fæddist í Ólafsfirði 26. júní 1938. Hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík fimmtu- daginn 18. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Laugar- neskirkju 30. nóv- ember. þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þessum orðum kveðjum við þig, kæra vina. Blessuð sé minning Vigdísar Sig- urlaugar Baldvinsdóttur. Ólafur, Jakobína, Rannveig Rós og Halla Ósk. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.