Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Skaginn | Í tillögu að svæð- isskipulagi fyrir Austur-Húna- vatnssýslu er gert ráð fyrir að hægt verði að stofna þjóðgarð á utanverðum Skaga. Á svæðinu er talsvert um náttúru- og menning- arminjar en byggð hefur átt undir högg að sækja. Á vegum héraðsnefndar Austur- Húnavatnssýslu hefur í nokkur ár verið unnið að undirbúningi svæð- isskipulags fyrir alla sýsluna, óháð sveitarfélagamörkum, til árs- ins 2012. Skipulagið verður aug- lýst á næstunni og þá gefst íbúum kostur á að kynna sér það og koma fram með athugasemdir. Guðrún Jónsdóttir arkitekt er ráðgjafi við vinnuna og er tillagan um þjóðgarð frá henni komin. Gæti styrkt byggðina Guðrún segir að á Skaganum séu mörg svæði á náttúruminja- skrá og einnig mikilsverðar menn- ingarminjar. Nefnir hún Kálfs- hamarsvík og Rifsnes. Báðir þessir staðir eru á náttúruminja- skrá og þar eru auk þess menn- ingarminjar sem tengjast útgerð til forna. Þá nefnir hún fjölda vatna og Hafnir á Skaga. Þá er Króksbjarg á vestanverðum skag- anum. Austurhluti Skagans telst til Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þar er einnig vötn á Skaga- heiði sem og Ketubjörg við Skagafjörð. Guðrún segir að tölu- vert dýralíf sé á Skaga, meðal annars fuglar og fiskar. Guðrún gerir ráð fyrir að þjóðgarðs- mörkin verði við Hofsá, sem er nokkru fyrir norðan Skagaströnd. Byggð á Skaganum hefur átt undir högg að sækja, sérstaklega að austanverðu. Þar hefur hefð- bundinn búskapur að mestu lagst af. Að vestanverðu eru öflug bú. Guðrún segir að þjóðgarðar dragi að fólk, það sýni tölur frá þeim þjóðgörðum sem fyrir eru í land- inu. Aukinn ferðamannastraumur gæti styrkt búsetu á svæðinu. Nefnir hún að íbúum í nágrenni annarra þjóðgarða hafi ekki fækk- að. Jafnframt væru menn að lýsa vilja sínum til að stjórna landnýt- ingu og láta náttúruna njóta sín. Hún telur að fólkið sem þarna býr nú þurfi ekki að vera hrætt við að missa völdin á sínu nánasta umhverfi. Þjóðgarði yrði ekki komið á nema með samkomulagi við heimamenn og þá yrði tekið tillit til þarfa þeirra. Nefnir hún að þarna sé nú stundaður búskap- ur og veiðar og svo verði áfram. Valgarður Hilmarsson, oddviti héraðsnefndar, telur þjóðgarðs- hugmyndina áhugaverða. Stofnun hans gæti gert svæðið aðgengi- legra fyrir ferðafólk. Hann segir að þótt land sé tekið frá á svæð- isskipulagi sé öll vinnan við stofn- un þjóðgarðs eftir og það ætti al- veg eftir að koma í ljós hvort menn væru tilbúnir að fara út í hana. Guðrún hefur kynnt þjóðgarðs- hugmyndina fyrir Skagfirðingum og er málið til umfjöllunar í þeirra röðum. Fram kemur í bók- un skipulags- og bygging- arnefndar Skagafjarðar að nefnd- in hefði ekki uppi áform um þjóðgarð á Skaga í tillögum sínum að aðalskipulagi en væri reiðubúin að taka upp viðræður við Austur- Húnvetninga um málið. Eftir er að ræða málið í sveitarstjórn Skagafjarðar. Eyðidalir og iðnaður Í tillögum að svæðisskipulagi Austur-Húnavatnssýslu er gert ráð fyrir að nokkrir eyðidalir muni njóta þjóðminja- og um- hverfisverndar, þannig að jarð- vegi verði ekki raskað nema að undangengnum rannsóknum. Dal- irnir eru allir utan fyrirhugað þjóðgarðs, en Hallárdalur er skammt sunnan þeirra þjóðgarðs- marka sem svæðisskipulagið gerir ráð fyrir. Þar lagðist byggð af fyrir einni öld. Sömu tillögur eru gerðar um Laxárdal, Sauðadal og Víðidalsfjall. Á tveimur síð- arnefndu stöðunum eru forn sel. Guðrún telur unnt að nýta þessa dali alla meira við ferðaþjónustu, til dæmis að skipuleggja þangað gönguferðir. Í svæðisskipulaginu er tekið frá land undir iðnað við Eyjarey, mitt á milli Skagastrandar og Blöndu- óss. Valgarður Hilmarsson segir að stórt iðnfyrirtæki vanti á svæð- ið. Vilji menn geta bent á hentuga staðsetningu ef slíkt standi til boða. Svæðið við Eyjarey hefur ekki verið rannsakað en Val- garður segir að aðdýpi sé mikið og að þar yrði hugsanlega hægt að byggja höfn ef stóriðjufyr- irtæki þyrfti á að halda. Tillögur að svæðisskipulagi fyrir Austur-Húnavatnssýslu verða auglýstar í mánuðinum Gert ráð fyrir þjóðgarði úti á Skaga                                         !                  "#  !  $#    % &   !     '  (    (   ) * +    $ & $+ #     &+      *!  "  *  &  ,    -    (                                                                                        Reykjanesbær | Gert er ráð fyrir því að lagður verði nýr vegur frá Reykja- nesbraut og inn í Reykjanesbæ, á svipuðum slóðum og Flugvallarvegur liggur nú og að um hann verði aðal að- koman í bæinn frá flugstöðinni. Gert er ráð fyrir lagningu þessa vegar, sem nefndur er Borgabraut, í drögum að fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar. Verið er að skipuleggja nýtt flugþjón- ustusvæði við fyrsta hringtorg veg- arins. Sjö aðkomur eru nú inn í Reykja- nesbæ og þær eru misjafnlega að- gengilegar. Núverandi stjórnendur Reykjanesbæjar hafa viljað skýra að- komuna og gera hann aðgengilegri fyrir umferð ferðafólks til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Steinþór Jónsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins, segir að ætl- unin sé að hafa tvær megininn- keyrslur í Reykjanesbæ. Önnur yrði við hús Kaffitárs, til móts við nýja byggingahverfið í Innri-Njarðvík. Þar hafa verið teiknuð mislæg gatna- mót. Hin aðkoman á að vera nálægt gamla Flugvallarveginum sem nær frá Reykjanesbraut, fram hjá iðnað- arsvæðinu á Iðavöllum og niður á Njarðarbraut. Verið er að hanna veg- inn og hafa starfsmenn Reykjanes- bæjar og Vegagerðarinnar náð sam- komulagi um legu hans. Margir sterkir seglar Í tillögu að fjárhagsáætlun Reykja- nesbæjar fyrir næsta ár, sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn í fyrra- kvöld, er gert ráð fyrir 280 milljóna kr. fjárveitingu til lagningar vegarins. Borgabraut er þjóðvegur í þéttbýli og Vegagerðin mun því greiða megin- hluta kostnaðarins. Steinþór segir að Vegagerðin sé sammála stefnumörk- un bæjarins að breyta innkeyrslum í bæinn og leggja áherslu á þessar tvær en hafi ekki fjármagn til að ráð- ast í framkvæmdina strax. Málið sé mikilvægt og því vilji Reykjanesbær annast verkið og greiða fyrir það gegn endurgreiðslu þegar fjárveiting fæst en búist væri við því á árunum 2006 og 2007. Náist um þetta sam- komulag segir Steinþór að hægt verði að bjóða framkvæmdina út fljótlega eftir áramót þannig að verkinu gæti lokið fyrir næsta haust. Gert er ráð fyrir að tvöföld Reykja- nesbraut muni í framtíðinni ná upp fyrir þetta svæði og að þar muni þá verða gerð mislæg gatnamót. Þangað til verður hringtorg á Reykjanes- brautinni. Úr því verður aðkoma að nýju flugþjónustusvæði sem Reykja- nesbær er að skipuleggja við Reykja- nesbrautina, ofan iðnaðarsvæðisins á Iðavöllum. Við Borgabraut verður væntanlegt Hlíðahverfi á Neðra- Nikkelsvæði, væntanlegur aðal- íþróttaleikvangur Reykjanesbæjar og tilheyrandi íþróttasvæði, Reykja- neshöllin og Íþróttaakademía og síð- an mætir Borgabraut Njarðarbraut- inni við hringtorg við veitingastað Kentucky Fried Chicken sem þar er að rísa. Steinþór telur að ný og glæsileg að- koma til bæjarins og þeir seglar sem við hana eru geti bætt ímynd bæj- arins og vakið áhuga vegfarenda á því að fara niður í bæinn á leið sinni milli Reykjavíkur og flugstöðvarinnar. Hann veltir jafnframt upp þeirri hug- mynd hvort ekki væri skynsamlegt, ef stjórnvöld færu almennt út í að taka upp vegtolla, að innheimta þá milli þessara tveggja meginaðkomuleiða að Reykjanesbæ þannig að fólk gæti valið gjaldfría leið í gegn um bæinn. Telur hann að um það gæti skapast sátt meðal íbúa svæðisins og ríkið gæti fengið tekjur til að standa undir lúkningu tvöföldunar Reykjanes- brautar. Samgöngumiðstöð Íslands Á vegum Reykjanesbæjar hefur verið unnið að skipulagi nýs flugþjón- ustusvæðis við Reykjanesbraut, milli væntanlegrar Borgabrautar og Aðal- götu, samkvæmt hugmyndum Stein- þórs sem nefnir svæðið Samgöngu- miðstöð Íslands. Hugmyndin er að þar verði afgreiðsla fyrir allar helstu bílaleigur landsins, bílastæði og bíla- geymslur fyrir flugfarþega, bókunar- miðstöð, bensínstöð, veitingastaður og önnur ferðaþjónusta. Svæðið er í tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og segir Steinþór að stöðugar rútuferðir yrðu á milli. Steinþór segir að það sé að þrengj- ast um á flugstöðvarsvæðinu og bíla- leigubílar og bílastæði séu nokkuð frá aðaldyrum. Hann vísar til reynslunn- ar víða erlendis og telur að unnt sé að bæta þjónustuna við flugfarþega með því að koma upp aðstöðu eins og gert er ráð fyrir í drögum að skipulagi svæðisins við Reykjanesbraut. Þá segir hann að samgöngumiðstöð á þessum stað tengi starfsemi flugvall- arins betur við Reykjanesbæ og myndi vafalaust stuðla að því að flug- farþegar litu meira til þeirrar þjón- ustu sem þar er boðið upp á. Verið er að skipuleggja svæðið en Steinþór segir að nokkrir rekstrarað- ilar hafi sýnt því áhuga og séu að und- irbúa teikningar mannvirkja og fjár- mögnun. Gert ráð fyrir lagningu nýs vegar í stað Flugvallarvegar í tillögu að fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar Ný aðalaðkoma fyrir flugstöðvarumferð VEGURINN frá Reykjanesbraut niður í Keflavík sem í daglegu tali er nefndur Flugvallarvegur heitir Keflavíkurvegur samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar. Hugmyndir eru uppi um að nefna hann Borgabraut með vísan til vígorða Reykjanesbæjar: Bær nærri borgum. Á Borgabraut verða fimm hringtorg og er áhugi á að nefna þau eftir heimsborgum og segir Steinþór Jónsson að Vegagerðin hafi boðist til að láta hanna þau í anda þeirra borga sem við þau verða tengd. Hugmyndin er að neðsta torgið, á mótum Borgabrautar og Njarðarbrautar, heiti Reykja- víkurtorg en hin fjögur verði tengd einhverjum fjórum heimsborgum sem eru stórir áfangastaðir flugfarþega sem fara um Leifsstöð. Torg með borgaheitum              ! "                             #  "   !"      .& +#      $    % #   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.