Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 11 FRÉTTIR www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Flottur meðgöngufatnaður fyrir jól og áramót funmum Þér líður vel í fatnaði frá Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 sími 551 2040 Fallegir englar í jólapakkann Laugavegi 84, sími 551 0756 Tweed buxur • Flauelsbuxur Svartar betri buxur Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Full búð af nýjum vörum. Jólafötin og flott föt fyrir alla hina dagana tweed jakkar • pils • bolir • mikið úrval Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú ein- stakt tækifæri til að njóta áramótaveislu í Sviss á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Zürich með Loft- leiðum. Zürich er stærsta borg Sviss og liggur í hjarta landsins við hið fagra Zürichvatn. Hér er að finna heillandi stemmningu um jól og áramót, hin stórkostlega flugeldasýning um hver áramót er stærsta partý í Sviss og hingað koma þúsundir til að fylgjast með stemmningunni og njóta matar og drykkjar á hverju götuhorni fram eftir nóttu. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 Kr. 29.990.- Flugsæti með sköttum. Verð kr. 39.890 Flug, gisting og skattar á mann í tvíbýlí á hótel Novotel, 4 stjörnur. Beint flug Heimsferða, 29. desember, brottför frá Keflavík kl. 8.00 • 1. janúar, brottför frá Zürich kl. 19.30 Áramótaveisla í Sviss frá kr. 29.990 AÐFARANÓTT fimmtudagsins 20. mars 2003 skýrði George W. Bush Bandaríkjaforseti frá því að aðgerðir bandamanna gegn Írak væru hafnar en þremur dögum áður lá fyrir að beitt yrði neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Miðvikudaginn 18. mars hafði verið greint frá því að Ísland væri í hópi þeirra 30 ríkja sem styddu tafarlausa afvopnun Íraka. Komu þessar upplýsingar frá Banda- ríkjastjórn en síðar meir var farið að tala um þennan hóp sem hóp hinna „staðföstu“ og „viljugu“ þjóða sem styddu aðgerðir ríkja undir forystu Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Dapurlegt og niðurlægjandi Forystumenn stjórnarandstöð- unnar brugðust ókvæða við þessum upplýsingum og sökuðu stjórnvöld um að hafa ekki samráð við utanrík- ismálanefnd Alþingis sem skylt væri þótt þinghlé væri. „Það var óendan- lega dapurlegt, og niðurlægjandi, að Íslendingar skyldu frétta af stuðn- ingi ríkisstjórnarinnar við árásar- stríði gegn Írak frá talsmanni banda- ríska utanríkisráðuneytisins. [-] Mér fannst líka auðmýkjandi að fregna, að eini maðurinn sem vitað er til að ríkisstjórnin hafi haft samráð við hér á landi skuli vera sendiherra Banda- ríkjanna,“ sagði Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, af þessu tilefni. Ekki skráð á lista Ekki er rétt að Ísland hafi með ein- hverjum hætti skráð sig á „lista hinna staðföstu þjóða“, hið rétta er að þriðjudaginn 18. mars var tekin ákvörðun um að Ísland myndi styðja nauðsynlegar aðgerðir undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands til þess að afvopna Saddam Hussein. Strax í kjölfarið var sendiherra Bandaríkj- anna tilkynnt sú ákvörðun og daginn eftir greindi utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá hvaða 30 ríki styddu tafarlausa afvopnun Íraka og var Ísland í þeim hópi. Davíð Oddsson, þáverandi for- sætisráðherra, skýrði út að í þessu fælist heimild til yfirflugs yfir ís- lenska flugstjórnarsvæðið, afnot af Keflavíkurflugvelli ef þurfa þætti, að Íslendingar tækju þátt í uppbygg- ingu í Írak að ófriði loknum og að Ís- land tæki pólitíska afstöðu með því að ályktun Öryggisráðsins númer 1441 yrði fylgt eftir en í henni var m.a. kveðið á um að Írökum væri skylt að afhenda vopn en ekki eftirlitsmanna að leita þeirra. Stuðningur við Azoreyja-yfirlýsingu Afstaða Íslands lá raunar að mestu fyrir í upphafi innrásarvikunnar því að þá höfðu bæði Davíð Oddsson, þá- verandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráð- herra, lýst yfir stuðningi við yfirlýs- ingu George Bush Bandaríkjafor- seta, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og Jose Maria Aznar, for- sætisráðherra Spánar, að loknum fundi þeirra á Azoreyjum en þar gaf Bandaríkjaforseti Sameinuðu þjóð- unum sólarhringsfrest til að ákveða hvort þær styddu stríð á hendur Saddam Hussein Íraksforseta undir stjórn Bandaríkjanna. „Við teljum að Azoreyjayfirlýsingarnar, bæði um stöðuna eins og hún er í dag, og nauð- syn þess að þjóðir heims standi sam- an um þessar aðgerðir, og um upp- byggingu í Írak eftir þessar aðgerðir, séu þýðingarmiklar,“ sagði Davíð Oddsson. Þótt Halldór tæki einnig undir yfirlýsingarnar mátti á honum heyra að hann hefði kosið að menn hefðu gefið sér meiri tíma: „Síðan þessi fundur átti sér stað hafa menn hætt að leita þeirrar lausnar að ný ályktun verði samþykkt hjá SÞ. Ég harma það og leyni ekki þeirri skoð- un minni að mikilvægt hefði verið að gefa sér lengri tíma,“ sagði Halldór. Auk stuðnings við Azor-yfirlýs- inguna má nefna að þingsályktunar- tillaga sem VG lagði fram snemma í mars, þess efnis að ríkisstjórnin beitti sér gegn áformum um innrás í Írak fékkst ekki afgreidd úr utanrík- ismálanefnd þar sem þingmenn stjórnarmeirihlutans höfnuðu því að hún yrði afgreidd úr nefndinni. Sögusagnir um ágreining Ekki kemur fram að hve miklu leyti þeir Halldór og Davíð ræddu þetta mál innan ríkisstjórnarinnar. Þá voru og uppi sögusagnir um að ágreiningur hefði verið milli forsæt- is- og utanríkisráðherra um málið. Davíð neitaði því alfarið og í aðsendri grein í Morgunblaðinu nokkrum dög- um eftir að stríðið var hafið skrifaði Halldór að „forystumenn ríkisstjórn- arinnar“ hefðu komist að þeirri „sameiginlegu niðurstöðu“ að rétt væri að taka undir Azoreyjayfirlýs- inguna. Stjórnarandstöðuflokkarnir lögð- ust allir gegn aðild Íslands að átök- unum í Írak. Eftir Azoreyjayfirlýs- inguna og þegar stuðningur Íslands við fyrirhugaðar aðgerðir Banda- ríkjamanna og Breta í Írak lá fyrir fóru Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, og Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, fram á að sérstakur fundur yrði hald- inn án tafar í utanríkismálanefnd vegna málsins. Sögðu þeir þingsköp brotin þar sem nefndin hefði ekki verið kölluð saman, slíkt ætti að gera þegar um meiri háttar utanríkismál væri að ræða. Sagði Steingrímur raunar að niðurlæging nefndarinnar og Alþingis fullkomnuðust í því að fréttir af stuðningi Íslands yrðu op- inberar þegar Bandaríkjastjórn birti lista yfir lönd sem fylgdu þeim að málum. Sigríður Anna Þórðardóttir, sem var formaður nefndarinnar á þessum tíma, sagði að engin stefnubreyting hefði orðið í utanríkismálastefnu rík- isstjórnarinnar og því væri af og frá að þingsköp hefðu verið brotin. Bandaríkin birtu „lista hinna staðföstu“ eftir að stuðn- ingsyfirlýsingar bárust Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega stuðning Íslands við að- gerðir bandamanna í Írak og sakaði stjórnina m.a. um að hafa virt Alþingi að vettugi. Arnór Gísli Ólafsson fer hér yfir aðdraganda þess að Ísland studdi aðgerðirnar í Írak. Morgunblaðið/Þorkell Ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson á þingfundi. arnorg@mbl.is ALLS 126 börn voru skráð sjón- skert hjá Sjónstöð Íslands hinn 1. desember 2003, þ.e. með sjón minni en 30% með bestu glerjum. Kemur þetta m.a. fram í skriflegu svari heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Jóns Kristjánssonar, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur, þingmanns Samfylkingar. Skv. svarinu er talið að um 10% allra barna, til sautján ára aldurs, þurfi að nota gleraugu að staðaldri. „Ef reiknað er með að allt að um 10% barna þurfi á gleraugum að halda svarar það til þess að um 7.400 börn noti gleraugu.“ Börnin 126, sem skráð eru sjón- skert hjá Sjónstöð Íslands, fá gler- augu eftir þörfum endurgjaldslaust eins og önnur sjónhjálpartæki. „Einnig greiðir hið opinbera vegna gleraugnakaupa fyrir ákveðna hópa barna yngri en 16 ára og er meginreglan sú að styrkja gler- augnakaup þeirra sem ætla má að muni ekki þroska eðlilega sjón án gleraugnanotkunar,“ segir í svar- inu. Tíu af hundraði allra barna nota gleraugu ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.