Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 35
náðu samstöðu um og Ásgerður Halldórsdóttir núverandi forseti bæjarstjórnar kynnti rækilega á sín- um tíma, m.a. í NESfréttum. Nú vill bæjarstjóri flytja völlinn á stað sem betur væri fallinn undir miðbæj- arkjarna Seltjarnarness. Ríkt hefur almenn sátt um núverandi staðsetn- ingu vallarins þangað til farið var að róta upp í málinu nú af annarlegum ástæðum. Flutningur vallarins kæmi ekki neinum og síst af öllum knatt- spyrnumönnum á Seltjarnarnesi til góða. Mikið flæmi færi undir völlinn, sem getur nýst til þess að skapa lif- andi miðbæ fyrir bæjarfélagið. Samt er svæðið of lítið til að völlurinn njóti sín. Að minnsta kosti 6000 og allt upp að 8250 fermetrum færu undir völlinn einan. Eru þá ekki talin með nauðsynleg öryggissvæði, svæði fyr- ir áhorfendur og aðstandendur, bíla- stæði fyrir sömu áhorfendur og fleira. Í tilrauninni til að láta völlinn rúmast þarna er farið niður í allra lægstu undanþágulágmörk skv. reglum Knattspyrnusambands Ís- lands. Samt er ekki hægt að verða við tilmælum knattspyrnuforyst- unnar á Nesinu um að völlurinn verði í C-flokki, en það myndi auka notagildi hans og bæta rekstr- argrundvöll. Óheppilegar aðstæður Einn stærsti gallinn á þessu öllu er svo sá að völlurinn mundi liggja þétt upp að byggðinni. Erfitt er að sjá að gert hafi verið ráð fyrir því að ein- hverjir ættu að horfa á leiki Gróttu, ýmist talað um áhorfendasvæði sem rúmi 200, 300 eða í hámarki 400 manns. Er þá augljóst að sumir þurfa að standa nálægt endamörk- um vallarins. Þá eru frá taldir íbúar blokkarinnar sem á að byggja við hliðina á vellinum endilöngum. Þeir myndu fá stúkusæti á besta stað, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. Og það yrði ókeypis, svo ekki styrkir þetta mjög hæpinn rekstr- argrundvöll vallarins. Ennfremur eru heimili fyrir aldraðra nú þegar í námunda við fyrirhugaðan gervi- grasvöll. Þrátt fyrir verðskuldaðar vinsældir knattspyrnunnar hafa ekki allir áhuga á íþróttinni. Miklar líkur eru á því, kannske er nær að tala um vissu, að háreysti og spenn- ingur sem eðlilega fylgir íþróttinni leggist ekki jafnvel í alla þá sem myndu flytjast í nýju blokkirnar. Aldraðir eru gjarna viðkvæmari en aðrir fyrir hávaða. Það þýðir að lík- lega þyrfti að ljúka æfingum og kappleikjum fyrr á kvöldin en ella, skylt að hætta kl. 10 ef kvartanir berast. Þetta felur í sér meinlega takmörkun á sumrin þegar knatt- spyrnuáhugamenn á Nesinu eru oft í miklum ham langt fram yfir mið- nætti. Það eru viðtekin sannindi að með því að bæta aðstöðu áhorfenda fjölgi þeim sem mæti á völlinn. Þau skref sem hér er verið að stíga fara öll í öf- uga átt. Hér er verið að rýra aðstöðu áhorfenda svo um munar. Hvað svo ef Grótta myndi ná góðum árangri og komast upp í t.d. 1. deild? Þá sæt- um við uppi með keppnisvöll af D- gerð, sem ekki er leyfilegur í 1. deild. Ljóst er að ekkert svigrúm væri til þess að bæta þar úr. Þótt þátttaka Gróttu í 1. deild sé ef til vill fjarlægur draumur þá næst ekki ár- angur nema markið sé sett hátt. Það lýsir litlum metnaði bæjarstjórans fyrir hönd Gróttu, að beinlínis skuli gert ráð fyrir því að félagið muni aldrei ná árangri. Grótta og Sel- tjarnarnes eiga betra skilið. Með svona ráðstöfunum er verið að slíta hásinina í knattspyrnuiðkuninni á Nesinu. Krafan er því: Völlinn á sín- um stað, gervigras án frekari tafa. Látum ekki knattspyrnuna vera í viðjum skipulagsklúðursins lengur. Höfundar eru knattspyrnuáhugamenn. fjörð og sveitir Þingeyinga sem eitt vinnusvæði. Vænlegast væri, að gera þessar byggðir að einu sveitarfélagi með Kristján Þór Júlíusson sem sveitarstjóra. Það sem við Norðanmenn þurfum þessa dagana, er sterk liðsheild með öflugan foringja í brúnni, til að leiða þetta mál til lykta. Stór- iðja, samgöngubætur og sterkari yfirstjórn er það sem byggð- arlagið mitt þarf á að halda, til að fá kraft til betra lífs. Allt tal um „eitthvað annað“ í stað stóriðju er innantómt hjal, enda er „eitthvað annað“ ekki til. Það er margreynt. Fram til sóknar Norðanmenn. Höfundur er útgerðarmaður. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 35 UMRÆÐAN Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Setjið kerti aldrei nálægt tækjum sem gefa frá sér hita, s.s. sjónvarpi. Hiti frá tækinu veldur aukinni áhættu á óhappi. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ Notið þægindin Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni. H ön nu n: G ís li B . Innkeyrsla frá Vesturgötu um Mjóstræti. 106 stæði. Vesturgata 7 Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okk- ur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunn- laugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Pró- fessorsmálinu“.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eign- arland Biskupstungna- og Svínavatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inn- taki engu fremur háskólagráð- ur en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.