Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 51
ÍSLANDSDEILD Amnesty Inter- national blæs til tón- leika annað kvöld kl. 20.30 í Neskirkju við Hagatorg í tilefni af alþjóðlega mannrétt- indadeginum. Á tón- leikunum koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Gunnar Kvaran sellóleikari, Elísabet Waage hörpuleikari og horn- leikarar úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands þau Joseph Ognibene, Anna Sigurbjörns- dóttir, Þorkell Jóels- son og Emil Frið- finnsson. Meðal annars verða flutt verk eftir C.Saints- Saëns, G.Fauré, L.Boccherini, J.Massenet, W.H.Squire, J.S.Bach og Eugéne Bozza. Tónleikar Amnesty Int- ernational á mannréttindadaginn eru orðnir fastur liður á aðvent- unni og fólk sameinar stuðning við mikilvægt málefni góðri stund með fallegri tónlist. Tónleikar til styrktar Amnesty International Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 á morgun. Miðaverð er kr. 1.500. Ágóðinn af tón- leikunum rennur óskiptur til mannréttindastarfs Amnesty International. Forsala aðgöngumiða er í verslun Skífunnar að Laugavegi 26, og á skrifstofu Amnesty International að Hafnarstræti 15. Ragnheiður Gröndal er meðal flytjenda á styrkt- artónleikum Amnesty International annað kvöld. Morgunblaðið/Jim Smart MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 51 DAGBÓK Dýrasta námið er leikskólanámið SLÆMT er það nú að fullorðnir námsmenn skuli þurfa að greiða skráningargjöld í ríkisháskólann. Bara vegna þess að sá hinn sami skóli fær ekki næga peninga til að skrá nema skólans. Vorkunn er nátt- úrulega menntamálaráðherra að þurfa að hækka skráningargjöldin – næst þarf sennilega að setja gjald- skrá á klósettin – til að greiða fyrir þessa dæmalausu ásókn í skólann. Er það lofsvert, hlálegt eða grátlegt að það skuli vera í umræðunni að hækka þessi gjöld? Ég veit það ekki. Ég veit hins vegar að háskólafólk og skólafólk almennt í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hlær að menntastefnu, menntun, umræðu og framkvæmd skólamála á Íslandi. Er það ekki undarlegt að um leið og barist er um þessar krónur sem umrædd hækkun er þá greiða yngstu þegnar þessa lands skóla- gjöld uppá nánast sömu upphæð mánaðarlega? Sú upphæð er síðan mismikið niðurgreidd eftir stöðu for- eldra í samfélaginu. Já, ég er að tala um leik- skólagjöldin. Er það forsvaranlegt og stríðir það ekki jafnvel gegn stjórnarskránni að yngstu náms- menn þessarar þjóðar – leikskóla- kennarar kenna eftir aðalnámskrá og eru í kennarasambandinu, ekki satt? – að þessir yngstu námsmenn þjóðarinnar greiði ekki bara há skólagjöld heldur einhver hæstu skólagjöld námsmanna á Íslandi eða 30.800 krónur á mánuði fyrir fullt nám – sem eru mismikið nið- urgreiddar eins og áður segir? Síðan um leið og barnið verður fimm ára og fer í grunnskóla sveitarfélaganna þá, þá allt í einu, þurfa þessir náms- menn ekki lengur að greiða náms- gjöld. Hvaða vitleysa er þetta? Hvaða rök eru fyrir svona vitleysu? Fornám barns fyrir grunnskólann kosta því 369.600 krónur á ári fyrir gifta foreldra sem eru með eitt barn í námi. Flest börn stunda þetta nám í þrjú ár. Þetta fornám kostar því þennan námsmann 1.108.800 krón- ur. Eða svipað og gott nám við Há- skólann í Reykjavík. Reyndar fá þeir námsmenn meiri réttindi út úr því námi. Menntamálaráðherra, há- skólafólk, sveitarstjórnarmenn og þið stjórnmálamenn sem fundvísir eru á vinsæl mál. Þetta er mál mál- anna. Niðurfelling þessara náms- gjalda mun hækka laun þeirra sem eru með unga námsmenn á framfæri verulega. Það er siðferðilega rangt að innheimta skólagjöld af yngstu námsmönnunum ef ekki bara ólög- legt og kemur flestum betur en gerviskattalækkanir sem koma bara eignafólki vel. Stefán Sturla Sigurjónsson, Drápuhlíð 41, Rvík. Tímon er týndur TÍMON er 4 mánaða grá kremaður Chihuahua-strákur sem hvarf frá heimili sínu í Hafnarfirði að kvöldi 5. desember. Þeir sem hafa orðið hans varir eru beðnir að hafa samband við Úrsúlu í síma 661 5521 eða Ingunni í síma 697 6912. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Föstudaginn 10. desember verður ráðgjafi frá Sebastian og Wella á stofunni okkar frá kl. 12-16 Verið velkomin Óðinsgötu 2 ◆ s. 552 2138 Árleg jólasýning Gallerís Foldar viðRauðarárstíg verður opnuð í dag. Aðþessu sinni verður sýningin tvíþætt. Íbaksölum verða hefðbundin upphengi af eldri verkum og verkum gömlu meistaranna, en í hliðarsal verður fjölbreytt úrval verka núlif- andi listamanna. Á sýningunni verður lögð sérstök áhersla á að kynna vaxtalaus lán til kaupa á nýjum verkum. Lánin eru til allt að 36 mánaða og er þar um að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, KB banka, listamanna og gallerísins. „Hugmyndin um vaxtalausu lánin kemur upp- haflega frá Hollandi,“ segir Tryggvi Frið- riksson, sem hefur rekið Gallerí Fold ásamt eig- inkonu sinni Elínbjörtu Jónsdóttur vefnaðarkennara í 12 ár. „Þar hefur verið boðið upp á þetta árum saman og það orðið til að hleypa lífi í sölu á nýjum verkum. Sama reynsla virðist ætla að verða af þessu hér, því við höfum fengið mjög góðar viðtökur hjá almenningi. Þetta er frábært tækifæri til að eignast listaverk á auðveldari hátt en ella.“ Hvers vegna vaxtalaus lán til listaverka- kaupa? „Margir hafa sagt að loksins fái þeir tækifæri til að láta draum um að eignast gott listaverk rætast. Um leið verður þetta til að hleypa auknu lífi í myndlistarmarkaðinn. Við búumst við að selja mikið núna fyrir jólin á þessum kjörum. Íslendingar eiga marga frábæra myndlist- armenn og það er sérstaklega ánægjulegt að vinna með þessu fólki og koma verkum þess á framfæri.“ Hvers vegna að kaupa myndlist? „Er það ekki fyrst og fremst til að njóta hennar? Flestir gera það til að njóta hennar, en einn og einn vill fjárfesta í henni. Hvort tveggja getur verið ágætt. Myndlist getur verið góð fjárfesting. Ef maður kaupir list eftir þá sem eiga eftir að verða frægir getur hún hækkað um- talsvert í verði, en það er auðvitað erfitt að sjá það fyrir hverjir standast tímans tönn. Ég segi þó fólki að það eigi ekki að kaupa myndlist nema því líki við hana og það njóti þess sem það er að kaupa. Maður verður að líta svo á að fólk sé frekar að fá vextina í ánægjunni heldur en bein- hörðum peningum. Mér finnst myndlist vera al- gjörlega nauðsynlegur hluti af búslóð. Þegar ég kem heim til mín vil ég hafa eitthvað þægilegt í kringum mig, geta horft á eitthvað sem er fal- legt, heilbrigt og uppbyggilegt. Þar finnst mér góð myndlist koma vel til sögunnar. Það munar rosalega miklu þegar verið er að bjóða upp á þetta vaxtalaust, það er ótrúlegur munur á því. Ég hef það á tilfinningunni að áhugi á myndlist sé að aukast.“ Myndlist | Vaxtalaus lán til listaverkakaupa kynnt á jólasýningu Gallerís Foldar  Tryggvi Friðriksson er fæddur í Reykjavík árið 1945. Hann út- skrifaðist úr Versl- unarskóla Íslands árið 1965. Tryggvi hefur unnið við ýmiss konar verslunarstörf. Starf- aði í áratugi innan björgunarsamtakanna, m.a. sem formaður Landssambands hjálp- arsveita skáta, fyrsti formaður Landsstjórnar björgunarsveita og sem skólastjóri Björg- unarskólans. Tryggvi er kvæntur Elínbjörtu Jónsdóttur vefnaðarkennara og eiga þau þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Hleypir lífi í sölu á nýjum verkum Eitrað útspil. Norður ♠Á106 ♥98643 A/Enginn ♦Á9 ♣D63 Vestur Austur ♠42 ♠97 ♥KG75 ♥ÁD102 ♦KG5 ♦D873 ♣10942 ♣KG8 Suður ♠KDG853 ♥– ♦10642 ♣Á75 Vestur Norður Austur Suður – – 1 grand * 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * 12–14 HP. Vestur finnur eina útspilið sem ógn- ar fjórum spöðum – tromp. Með ein- hverju öðru útspili gæti sagnhafi gefið slag á tígul og stungið tvo tígla í borði. En nú mun vörnin nota innkomu sína á tígul til að trompa aftur út og þá vantar einn slag. Laufkóngurinn liggur á eftir drottningunni og tígultían fríast ekki, svo sagnhafi er í miklum vanda. En það er til vinningsleið, þrátt fyrir leguna, og það er ómaksins vert fyrir lesandann að reyna við spilið áður en lengra er lesið. Lausn: Fyrsti slagurinn er tekinn í borði og hjarta stungið. Síðan er tígli spilað og gosi vesturs dúkkaður. Vest- ur trompar aftur út, sem er tekið með ás blinds og hjarta trompað. Innkomur blinds á tígulás og tígultrompun eru líka notaðar til að stinga hjörtu og þeg- ar þessu öllu er lokið eru fjögur spil á hendi: Í borði er fimmta hjartað (sem er frítt) og Dxx í laufi. Heima á sagn- hafi tígultíu og Áxx í laufi. Austur á eft- ir hæsta tígul (drottninguna) og KGx í laufi. Suður spilar austri inn á tígul- drottningu og neyðir hann til að spila frá laufkóngum. Laufdrottningin verð- ur þá tíundi slagurinn og fríhjartað sá ellefti! Meginstefið í spilinu er að loka fyrir útgönguleið austurs í hjarta áður en hann er sendur inn á tígul. Það er svo aukabónus að fimmta hjartað skyldi fríast. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Ídag, fimmtu- daginn 9. desember, verður Magnús Sverr- isson, Sauðárkróki, fimmtugur. Hann verður að heiman á af- mælisdaginn. Systrabrúðkaup og skírn | Hinn 6. nóvember sl. voru gefin saman í Sval- barðseyrarkirkju af sr. Pétri Þórarins- syni brúðhjónin Eiríkur Orri Her- mannsson og Sigrún Jónsdóttir og skírð dóttir þeirra Halldóra Eiríks- dóttir og brúðhjónin Jón Gunnar Ein- arsson og Guðrún Hjálmtýsdóttir og skírður sonur þeirra Einar Hjálmtýr. Með þeim á myndinni er dóttir Sigrún- ar, Karen Ósk. mbl.is smáauglýsingar LJÓSMYNDIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.