Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Oddur Svein-björnsson fædd-
ist á Fremri-Hálsi í
Kjós 3. ágúst 1924.
Hann lést á heimili
sínu á Selfossi 5. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
þau Sveinbjörn Jóns-
son og Jónína Guð-
mundsdóttir. Þau
bjuggu á Fremri-
Hálsi í Kjós til ársins
1927. Þá fluttust þau
búferlum að Stíflis-
dal í Þingvallasveit,
þá að Kálfhaga í
Sandvíkurhrepp og að Norðurkoti
í Grímsnesi. Frá árinu 1938
bjuggu þau á Snæfoksstöðum í
Grímsnesi. Þar bjó Oddur með
foreldrum sínum í 17 ár. Systkini
Odds eru Guðmundur, f. 1. júlí
1922, d. 4. des 1925; Rósa, f. 26.
jan. 1926; og Guðjón, f. 3. des.
1929.
Oddur gekk í Íþróttaskóla Sig-
urðar Greipssonar veturna 1941-3
og í Íþróttaskólann á Laugarvatni
1943 til 1945 og lauk þaðan
íþróttaprófi 1946. Hann lauk
kennaraprófi í Handíða– og
myndlistaskólanum 1948 og sótti
námskeið hjá sænska fimleika-
sambandinu í Stokkhólmi árið
1949.
Frá árinu 1950 til 1952 starfaði
og kenndi Oddur við
Barnaskólann í
Njarðvík og frá
1956-57 við Barna-
og unglingaskólann í
Sandgerði og við
Barnaskólann í
Njarðvík frá árinu
1957 ásamt því að
starfa sem íþrótta-
kennari.
Árin 1952 til 1956
vann Oddur á Tré-
smíðaverkstæði
Varnarliðsins á
Keflavíkurvelli, auk
þess sem hann starf-
aði við húsamálum á Keflavíkur-
velli sumarlangt.
Haustið 1968 fluttist fjölskyldan
á Selfoss og hóf Oddur störf við
Barnaskólann á Selfossi, þar sem
hann kenndi handavinnu og
íþróttir. Einnig kenndi Oddur
sund á Selfossi og starfaði við
Sundhöll Selfoss nokkur sumur.
Oddur kvæntist Jóhönnu Mar-
gréti Einarsdóttur 13. október
1956. Jóhanna er dóttir Einars
Ögmundssonar, vélstjóra í Ytri-
Njarðvík og konu hans Sigríðar
Sesselju Hafliðadóttur. Eignuðust
þau fjögur börn, Sigríði Kolbrúnu,
Sveinbjörn, Gunnar og Einar Val.
Útför Odds verður gerð frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Ég kynnist Oddi þegar hann var
sundlaugarvörður í afleysingum í
Sundhöll Keflavíkur. Ég hef verið á
bilinu 15–16 ára. Ég hafði verið að
skjóta mig í stúlku úr Njarðvíkun-
um og brá heldur ónotalega, þegar
ég frétti að nýi sundlaugarvörður-
inn væri faðir hennar. Það var oft
mikil fyrirferð á okkur strákunum í
lauginni og vörðurinn átti oft í stök-
ustu vandræðum með okkur, nema
allt í einu mig, sem varð skyndilega
eins og ljós, vafði mig í handklæði
og gekk virðulegur um laugina.
Ekki mátti styggja hugsanlegan
tengdaföður, sem sendi mér oft sér-
kennilegan svip, þar sem mér
fannst skýrt gefið til kynna að ekki
þætti honum mikil framtíð í þessum
strákstaula frá Keflavík.
Það fór á annan veg, því hann
varð tengdafaðir minn í 32 ár. Það
hefur verið góður og viðburðaríkur
tími, þ.s. við Oddur áttum eftir að
eyða mörgum stundum saman, á
heimili hans og Jóhönnu, í sælureit
fjölskyldunnar í Grímsnesi og á
ferðalögum víða um heim.
Oddur var á margan hátt sér-
stakur maður, þögull og íbygginn,
og naut sín vel með sjálfum sér. Við
vorum því mjög ólíkir. Hann var
hinn hægi 19. aldar maður sem ólst
upp við bústörf í sveit þar sem tím-
inn hafði staðið í stað í langan tíma,
en ég var poppari, nútíma og fram-
tíðarspámaður frá Keflavík sem
lifði hratt og var honum örugglega
oft óskiljanlegur. Þrátt fyrir það
myndaðist gott traust á milli okkar
og við áttum oft góðar stundir sam-
an. Núna þegar hann er farinn til
annarrar víddar voru þær samt allt
of fáar.
Við Sirrý og Oddur og Jóhanna
vorum svo gæfusöm að eiga þess
kost að ferðast víða saman. Til Evr-
ópu og Ástralíu og nú hin síðustu ár
til Jótlands þar sem Gunnar sonur
Odds býr.
Oddur og Jóhanna voru góðir
ferðafélagar og nutum við þess að
vera saman og skoða okkur um.
Oddur hafði þann sið að lesa allt
sem hann fann um þá staði sem
áætlað var að heimsækja og var oft
brunnur sagna og fróðleiks um þá.
Hann var mikill göngugarpur og
léttur á fæti á meðan hann hélt
heilsu. Það var því oft erfitt að
halda í við hann á göngu. Oft fannst
honum við heldur oft kjósa að setj-
ast niður, að maður tali nú um að fá
sér eitthvað. Eitt sinn vorum við í
Sydney og settumst niður á víet-
nömskum veitingastað, sem honum
fannst heldur framandi. Ég stakk
upp á að við fengjum okkur súpu og
brauð. Oddi leist ekki sérstaklega
vel á það og vildi halda áfram að
skoða sig um. Þegar við fengum
matinn á borðið kvað hann í hálfum
hljóðum: „Þið lifið til að borða, en
ég borða til að lifa.“
Nú er ævi Odds hér lokið. Hann
háði vonlitla baráttu við sjúkdóm
sem hann laut að lokum í lægra
haldi fyrir. Hann tapaði orustu en
ekki stríði, því minning hans mun
lifa í huga okkar sem kynntumst
honum, minning um öruggan, ást-
ríkan eiginmann, föður, afa, langafa
og tengdaföður.
Elsku tengdamamma, missir
þinn er mestur. Þú kynntist Oddi
kornung stúlka. Hann var þér allt í
lífinu og þú hefur lifað lífinu fyrir
eiginmann og stórfjölskyldu. Mér
er ljóst að nú hefst nýr kafli í þínu
lífi, þar sem við sem að þér stönd-
um sláum skjaldborg um þig. Frá-
fall Odds þjappar okkur saman.
Hann átti enga ósk heitari en að þú
ættir öruggt og traust skjól, nú sem
fyrr.
Elsku tengdapabbi, takk fyrir
viðkynninguna. Far þú í friði.
Magnús Kjartansson.
Það má segja að Oddur hafi skilið
við þennan heim á fallegan máta,
umvafinn náinni fjölskyldu sem
stóð þétt saman í kærleik og þakk-
læti fyrir að fá þann fyrirvara sem
gafst og þar til yfir lauk. Af æðru-
leysi tókst hann á við sjúkdóminn
og nýtti síðustu stundirnar í lífi
sínu á gefandi hátt og hélt þeirri
reisn sem einkenndi hann alla tíð.
Sýndi það í verki hversu annt hon-
um var um fjölskyldu sína og und-
irbjó þau á sem bestan veg fyrir
hinstu kveðjustund.
Oddur var hógvær og æðrulaus
maður, afburða greindur og fullur
fróðleiks um flesta hluti enda víð-
lesinn og með afbrigðum minnugur.
Hann unni náttúru Íslands og ólst
upp á einum fegursta stað landsins
á bökkum Hvítár í Grímsnesi og
eyddi þar mörgum stundum við
skógrækt eftir að hafa byggt þar
sumarbústað í landi Snæfoksstaða
fyrir tæpum fjórum áratugum síð-
an. Þar stendur nú þéttur og fal-
legur skógur eins og fullkomin um-
gjörð um kotið þeirra Jóhönnu
Margrétar sem þau samhent
prýddu með eigin handverki og var
vitnisburður listrænna hæfileika
beggja. Skógarkot eins og Oddur
nefndi það, var sælureitur sem gaf
af sér ótaldar ánægjustundir og
þangað þótti öllum gott að koma
enda gestrisnin slík að þar var allt-
af veisla. Þannig var einnig heimili
þeirra á Sléttuveginum, hlýlegt og
kærleiksríkt.
Það var ávallt gott að sækja þau
hjónin heim og eiga með þeim
ánægjulega og uppbyggilega sam-
verustund.
Oddur var mikill handverksmað-
ur og smíðaði margan fagran grip-
inn sem hann ýmist gaf öðrum eða
seldi stundum á handverksmörkuð-
um í seinni tíð. Allt sem hann tók
sér fyrir hendur var gert af mikilli
vandvirkni og einstakri hógværð.
Hann var öðrum fremri í svo
mörgu, en lét lítið á því bera og lét
frekar verkin tala.
Það er svo margs að minnast á
þeim 16 árum sem liðin eru frá því
að ég tengdist Oddi og fjölskyldu
hans. Allt góðar minningar sem ég
er þakklát fyrir.
Með Oddi er genginn góður og
mætur maður sem mér þótti mikið
vænt um.
Ég mun sakna þess að geta ekki
gengið að honum vísum í litla
vinnuherberginu hans á Sléttuveg-
inum, eða úti í skúr að sýsla, hitt á
hann í skóginum sínum, kysst hann
á vangann og drukkið með þeim Jó-
hönnu Margréti kaffi og notið sam-
vista við þau sem áður. En Oddur
mun lifa áfram í afkomendum sín-
um og fjölskyldu.
Ég þakka honum samverustund-
irnar allar sem aldrei bar skugga á.
Elsku Jóhönnu Margréti, sem nú
horfir á eftir besta vini sínum og
eiginmanni til 54 ára, og fjölskyld-
unni allri votta ég innilega samúð
mína.
Blessuð sé minning Odds Svein-
björnssonar
Mitzy.
„Nú er ég aftur hjá þér.
Og hann svaraði:
Haltu fast um hálsinn á mér,
blómið mitt.
Já, hvíslaði hún. Altaf – meðan ég
lifi. Eina blómið þitt. Lífsblómið
þitt. Og ég skal ekki deyja nærri
strax.
Síðan héldu þau áfram.“
(Halldór Laxness.)
Þessi orð úr Sjálfstæðu fólki
minna mig á þig, elsku afi minn,
enda áttuð þið margt sameiginlegt,
þú og Bjartur í Sumarhúsum. Þeg-
ar ég las Sjálfstætt fólk, þá hugsaði
ég alltaf til þín. Þú ræktaðir líkama
þinn af krafti, enda íþróttakennari
af lífi og sál. Þú ræktaðir landið
þitt, Vaðnes, og skapaðir paradís
handa þér, ömmu og fjölskyldunni
til afnota. Hafðir mikinn áhuga á
skógrækt og vissir allt sem tengist
gróðri, held að það hafi verið fátt
undir sólinni sem þú ekki vissir. Ég
var 12 ára og við vorum uppi í bú-
stað og þú sýndir mér lítinn trjá-
ling, fórum svo saman útí skóg og
gróðursettum tréð. Þú skírðir það
Margréti og sagðir: ,,Einn daginn
verður það stórt og fallegt eins og
þú.“ Fyrir fjórum árum sýndir þú
mér tréð og sagðir: „Sjáðu Mar-
gréti, það er orðið jafn stórt og fal-
legt og þú.“ Svo glottirðu þessu
ómótstæðilegu brosi til mín. Þér
þótti vænt um trén, gast tekið það
sem í margra augum var ljótur trjá-
bolur og búið til ótrúlegustu hluti,
skarst út handverk sem eiga eftir
að lifa alla tíð og minna okkur á þig.
Þú varst alltaf úti í bílskúr að smíða
og við krakkarnir máttum sitja hjá
þér. Bílskúrinn var ævintýraheimur
í augum mínum og gat ég setið
klukkutímum saman og horft á þig
vinna viðinn. Það var svo gott að
vera með þér í þögninni, úti í bíl-
skúr að dútla, inni í sófa að hlusta á
útvarpið, í göngutúrum uppi í bú-
stað að safna sprekum, kveiktum
svo risa bál. Þegar þú veiktist barð-
ist þú af hugrekki og dugnaði en
endirinn nálgaðist óðum. Þá pass-
aðir þú upp á það að rækta okkur
og láta okkur líða vel. Ég mun
geyma með mér allar þær stundir
sem við áttum saman við eldhús-
borðið þar sem við ræddum um allt
milli himins og jarðar, það var svo
gaman að tala við þig, enda vissirðu
allt. Ég sakna þín, elsku afi minn,
það var yndislegt að vera hjá þér
þegar þú kvaddir þessa tilveru.
Þrátt fyrir erfiða tíma þá gastu allt-
af gefið okkur hlýju og glott. Já, þú
ert eins og Bjartur, falleg persóna
úr stórkostlegri bók með áhrifa-
miklum endi.
Ég veit þú verður alltaf hjá mér,
finn fyrir þér, sé þig brosa til mín.
Hafðu ekki áhyggjur af ömmu,
við munum passa hana vel.
Þín
Margrét Gauja.
Stutt er dvöl
í stundar heimi
líður líf
fyrr en lýði varir
sem hvirfilbylur
um haf strjúki
ljómi leiftur
um loftboga.
Hvað er lífið?
Ljósið sem slokknar
blásin bóla
sem brestur og hjaðnar
bogi sem brotnar
á bana ströndum
hjóm, hégómi
hrapandi stjarna
(Jón Ólafsson.)
Þó andlát Odds bróður míns hafi
ekki komið á óvart, er það sem
högg í hjartastað, maður sem hefur
verið einn sterkasti hlekkurinn í
ættarkeðjunni, svo lengi sem ég
man. Ætíð til staðar, tilbúinn til
hjálpar. Ekki margmáll, stundum
jafnvel þegjandalegur og gat
brugðið fyrir sig kaldhæðni, en
undir skelinni sló heitt og viðkvæmt
hjarta, sem hann opnaði ekki fyrir
öllum, jafnvel ekki sínum nánustu,
fyrr en fór að nálgast skapadægur.
Sú kynslóð sem nú er hvað óðast
að kveðja, við sem vorum alin upp á
þriðja og fjórða áratug tuttugustu
aldar, eða hinum illræmdu kreppu-
tímum, berum mörg okkar þess
merki alla ævi, einhverskonar hag-
fræði sem ekki verður kennd í há-
skóla.
Oddur var verðugur fulltrúi
þeirrar kynslóðar. Hann var vel
gefinn til munns og handar, víðles-
inn og minnið óbrigðult.
Hann lauk prófi frá Íþróttakenn-
araskóla Íslands og fór einnig í
Handíða- og myndlistaskólann og
fékk kennararéttindi, sem varð svo
hans lífstarf. Auk þess sem snilli
hans í rennismíði og útskurði vakti
athygli. Þau hjón byrjuðu búskap í
Ytri-Njarðvík. Þar byggðu þau
stórt hús og svo annað þegar þau
fluttu á Selfoss og á báðum stöðum
var öll trésmíðavinna unnin af hon-
um sjálfum í frístundum.
Hann var hamingjusamur í sínu
einkalífi, þó hann sýndi það ekki
dagsdaglega með kjassi og fag-
uryrðum. Jóhanna eiginkona hans í
yfir 50 ár, kunni að meta traust og
trúnað, hún þekkti hann best. Sam-
an byggðu þau upp fagurt heimili,
sem er eins og listasafn, því bæði
eru óvenju listræn. Sumarbústaður
þeirra á Snæfoksstöðum ber vitni
um þetta. Það er ekki einungis hús-
ið sjálft, heldur allir innanstokks-
munir hans verk.
Á ungdómsárum sínum var hann
mikið í frjálsum íþróttum og vann
til margra verðlauna, þegar hann
keppti fyrir ungmennafélagið Hvöt
í Grímsnesi og á héraðsmótum
Skarphéðins að Þjórsártúni.
Hann lifði alla ævi ákaflega heil-
brigðu lífi. Stundaði sund og göngu-
ferðir og fjallgöngur og neytti
hvorki víns né tóbaks.
Sumarferðir okkar systkina til
margra ára, bæði innanlands og ut-
an, standa mér lifandi fyrir hug-
skotsjónum, þar sem viskubrunnur
Odds kom að góðum notum.
Það verður skarð fyrir skildi í
fjölskylduboðum, þó hann hafi ekki
minnt á sig með hávaða.
Jóhönnu mágkonu minni og
börnunum hans fjórum ásamt fjöl-
skyldum þeirra votta ég mína inni-
legustu samúð, þau hafa mest
misst. Við Guðjón söknum okkar
stóra bróður.
Blessuð sé minning hans.
Rósa Sveinbjarnardóttir.
Það eru liðin rúm 50 ár síðan leið-
ir okkar Odds lágu fyrst saman eða
allt frá þeim tíma er hann og systir
mín Jóhanna fóru að draga sig sam-
an. Það þóttu ákveðin tímamót
vegna þess að hún var tíu árum
yngri, en leiðir ástarinnar eru ófyr-
irséðir. Þessi glæsilegi bóndasonur
úr Grímsnesinu var mikill fengur
og gott mannsefni ungum dömum á
þeim tímum og hann sannaði gildi
sitt ríkulega í gegnum árin. Oddur
var það sem maður kallar hógvær
maður og bar ekki raunir sínar á
torg, en hann var mjög fróður um
hina ótrúlegustu hluti. Hann unni
landi sínu ákaflega vel og ófáar
voru ferðirnar sem hann fór með
vaxandi fjölskyldu sinni umhverfis
landið og fræddi börnin um alla
hluti. Ég minnist þess þegar hann
fór með mér og unnustu minni Ast-
rid, sem kom frá Noregi og ferðað-
ist á Íslandi í fyrsta skipti, hversu
vel hann lýsti landinu og á lifandi
hátt. Ég held næstum að hann hafi
lagt grunn að því hversu Astrid síð-
ar meir hafi unnað þessu landi og
verið hvati að því að hún hefur dval-
ið hér í 33 ár án þess að kvarta til-
finnanlega yfir því hlutskipti sínu
að yfirgefa Noreg.
Oddur starfaði sem kennari alla
tíð þar til hann fór á eftirlaun og
kenndi íþróttir, smíðar o.fl. Hann
var mjög frambærilegur íþrótta-
maður á sínum yngri árum og
íþróttaiðkanir hvers konar hjálpuðu
honum mikið til að komast yfir
langvinn veikindi og styrkja hann
ávallt líkamlega sem andlega. Þeg-
ar hann fékk síðan þann illvíga
sjúkdóm sem dró hann að lokum til
dauða, kom styrkur hans í ljós sem
hann hafði fengið í gegnum langa
þjálfun. Örlögum sínum tók hann af
stakri karlmennsku og var tiltölu-
lega sáttur við lífið eins og það birt-
ist honum.
Annar mikilhæfur eiginleiki Odds
var hversu handlaginn hann var og
gat töfrað fram hvers konar list-
muni með útskurði í tré, sem hann
vann við hin seinni ár. Allt það
handbragð vottar um sannan lista-
mann og vandvirkni hans var við-
brugðið í þessu sem öllu því sem
hann tók sér fyrir hendur. Heimili
þeirra Hönnu ber vott um þá list og
góðan smekk sem þau bæði voru
þekkt fyrir.
Oddur var alla tíð mikill bóndi í
sér og undi sér vel við að yrkja
jörðina í hvers konar mynd, hvort
sem um trjárækt, matjurtir eða
annað var að ræða. Þau áttu sér un-
aðsreit í landi Snæfoksstaða í
Grímsnesi og þar dvöldu þau
löngum og nutu þess.
Það var alltaf gaman að koma á
heimili þessara sæmdarhjóna, þar
sem maður naut gestrisni, góm-
sætra veitinga húsmóðurinnar og
mikils fróðleiks húsbóndans um allt
sem við kom sögu og sérkennum
landsins sem hann unni mjög. Odd-
ur var feikilega víðlesinn um allt
sem íslenskt var og þegar hann út-
skýrði og sagði frá, var hann virki-
lega í essinu sínu.
Maður smitaðist af áhuga hans á
þessum málum og margur fróð-
leiksmolinn festi rætur og kom að
góðum notum þó síðar væri. Hann
hafði svo ótrúlega mikla ánægju af
því að miðla af viskubrunni sínum
og sérstaklega þegar hann fann að
viðmælandinn hafði áhuga á efninu.
Þar kom skýrt fram hæfileiki hins
góða kennara, sem hann svo sann-
arlega var af guðs náð eins og sagt
er. Oddur var fyrst og fremst hinn
góði sögumaður sem kemur efninu
svo vel til skila að fólk hrífst af og
meðtekur. Slíkir menn eru því mið-
ur vandfundnir í dag, en voru áður
uppistaða okkar menningar og
sagnahefðar. Þegar litið er til baka
þá fyllist maður þakklæti fyrir það
að hafa þekkt mann eins og Odd,
sem opnar augu fólks fyrir dásemd-
um þessa fagra lands okkar allra og
virða það. Á tímum eyðileggingar
og takmarkalausrar vanvirðingar
fyrir landinu eins og svo oft kemur
fram nú á dögum, er gott að vita af
slíkum mönnum meðal okkar sem
elska landið og upprunalegan unað
þess.
Elsku Hanna, við biðjum um
styrk þér og fjölskyldu þinni til
handa við fráfall Odds og kveðjum
hér góðan dreng.
Sólmundur Tr. Einarsson
og fjölskylda.
ODDUR
SVEINBJÖRNSSON