Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opið til 22 til jóla KLEIFARVATN eftir Arnald Indriðason er sem fyrr söluhæsta bókin á Íslandi en Morgunblaðið birtir í dag samantekt Fé- lagsvísindastofnunar um bóksölu fyrir dagana 30. nóvember til 6. desember. Barnabók Guðrúnar Helgadóttur, Öðru- vísi fjölskylda, kemur næst en báðar þess- ar bækur voru tilnefndar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna á dögunum. Heimsmetabók Guinness er í þriðja sæti á listanum og Útkall – Týr er að sökkva eftir Óttar Sveinsson í því fjórða. Sigmundur Ernir Rúnarsson á bókina í fimmta sæti, Barn að eilífu. Vaka-Helgafell á flestar bækur í hópi tíu efstu, fjórar að tölu. JPV-útgáfa á þrjár./26 Kleifarvatn selst best NÆRRI 5% styrking krónunnar sl. vikur hefur rýrt útflutningsverðmæti sjávaraf- urða um 5 milljarða króna, að mati Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann segir geng- ishækkunina vera gríðarlegt högg fyrir sjávarútveginn og bætast ofan á allt ann- að. Hann bendir á að verðbólgan sé meiri en áætlað var og gengi krónunnar sterk- ara sem þýði mun lakari samkeppnisstöðu útflutningsgreinanna. Arnar Jónsson, forstöðumaður gjald- eyris- og afleiðumiðlunar Landsbanka Ís- lands, segir tilhneiginguna alla vera til styrkingar krónunnar um þessar mundir. Ekki sé útlit fyrir að viðskiptahallinn hafi áhrif á stöðu krónunnar fyrr en eftir að minnsta kosti 12 mánuði. Næsta ár gæti þannig orðið sjávarútveginum mjög erfitt. Arnar bendir jafnframt á að allt þetta ár hafi staða krónunnar gagnvart evru verið tiltölulega stöðug, allt fram til allra síð- ustu daga./C1 Gríðarlegt högg fyrir sjávarútveginn ÞESSAR glaðlegu stúlkur valhoppuðu léttar á fæti á Austurvelli í Reykjavík í gær. Ómögulegt er að segja hvort kæti stúlknanna stafaði af léttinum sem fylgir því að ljúka jólaprófunum eða hvort hið milda veður framkallaði sumarhoppið. Óhætt er enda að segja að veðurfarið hafi víða verið óvenju milt að undanförnu og ekki að sjá á myndinni að hún sé tekin fyrri part desembermánaðar. Morgunblaðið/Jim Smart Valhoppað á Austurvelli INNRI skoðun á skattamálum Norðurljósa (og Skífunnar) leiddi í ljós að endurskoðendurnir töldu að þau væru svo óljós að ómögulegt væri að leggja annað fjárhagslegt mat á skattskuldbindingu félag- anna, vegna skattrannsókna 1996 til 2001 en að áætla, að samtals gæti skattakrafan verið frá 570 milljón- um til eins milljarðs króna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu hluthafar og stjórnendur Og Vodafone hafa vilj- að að Og Vodafone keypti rekst- urinn af Norðurljósum, þ.e. Ís- lenska útvarpsfélagið og Frétt, og gerðu upp við Norðurljós, með það að markmiði að losna við óuppgerð- ar skattskuldbindingar Norður- ljósa. Þær eignir sem eftir munu standa í Norðurljósum eru hluta- bréfaeign, skuldabréf frá Skífunni upp á ca 300 milljónir og fasteign í Garðabæ, fyrir innan við 20 millj- ónir, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Gunnar Smári Egilsson, sem ver- ið hefur framkvæmdastjóri Norður- ljósa, verður framkvæmdastjóri Ís- lenska útvarpsfélagsins og Fréttar. STOFNAÐ hefur verið félagið Geysir Petroleum hf. hér á landi af norskum og skoskum aðilum. Einn stærsti eigandinn er norskt ráðgjafarfyrirtæki í orkuiðnaði, Sagex Petroleum AS. Markmið og tilgangur félagsins er að vinna að rannsóknum og olíuleit við Ís- land og Færeyjar og segir Dag O. Larsen, framkvæmdastjóri Geysir Petroleum hf., í samtali við Morgunblaðið að um leið og lög- um hafi verið breytt hér á landi muni félagið leggja inn umsókn í iðnaðarráðuneytið um leyfi til ol- íuleitar. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, upp úr skriflegu svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á Alþingi, hafa nokkur erlend fyrirtæki sýnt áhuga á olíuleit innan íslenskrar lögsögu. Ekki var upplýst hvaða fyrirtæki þetta eru en það hefur nú verið staðfest að Geysir Petroleum hf. er eitt þeirra. Dag O. Larsen segist hafa heyrt af áhuga fleiri fyrirtækja en bendir á að Geysir sé eini aðilinn sem hafi tryggt sér aðgang og keypt mælinga- og rannsóknargögn fyr- irtækisins Inseis Terra, sem fyrir þremur árum fékk leyfi iðnaðar- ráðherra til mælinga á mögu- legum olíusvæðum á suðurhluta Jan Mayen-hryggsins, norðaust- ast í íslensku lögsögunni. Gáfu þær mælingar vísbendingar um að olíu eða önnur jarðefnaelds- neyti gæti verið að finna í nægu magni til að hefja boranir og vinnslu. „Lykilstarfsmenn okkar hafa unnið að þessu máli í nokkur ár og við erum sannfærð um mögu- leika á að finna olíu eða gas á Jan Mayen-hryggnum,“ segir Larsen. Larsen segir að viðræður standi nú yfir við íslensk fyrir- tæki og fjárfesta um eignaraðild að félaginu og útvegun frekara fjármagns. Stefnt sé að því að fé- lagið verði að stórum hluta í eigu Íslendinga í náinni framtíð. Hann vill ekki upplýsa á þessu stigi hvaða íslensku aðilar þetta eru. Umsókn lögð inn í Færeyjum Að sögn Larsens hefur tekist að tryggja nægt fjármagn, eink- um frá norskum fjárfestum, til starfseminnar á allra næstu ár- um. Geysir Petroleum hf. hefur nú þegar lagt inn umsókn hjá fær- eyskum stjórnvöldum um heimild til olíuleitar í færeyskri lögsögu og vonast Larsen til þess að leyfi fáist strax í byrjun næsta árs. Hyggst félagið opna skrifstofu í Þórshöfn á næstu mánuðum. Geysir Petroleum ræðir við íslenska fjárfesta Hyggjast undirbúa olíuleit við Ísland BIRGITTA Haukdal á sölu- hæstu plötu landsins síðustu vikuna, samkvæmt Tónlistan- um. Platan Perlur kom ný inn á lista í síðustu viku og náði þá sjötta sæti en nær nú á toppinn og veltir Ragnheiði Gröndal og Vetrarljóðum hennar úr sessi, niður í annað sætið. Á Perlum syngur Birgitta góðkunn barnalög, bæði ný og eldri. / 56 Perlur Birgittu á toppinn Skattskuldbindingar Norðurljósa og Skífunnar 500–1000 milljónir  Slökkt á/B8 RÍKISSTJÓRNIN hefur, að tillögu for- sætisráðherra, ákveðið í tilefni 60 ára af- mælis lýðveldisins Íslands og jafnframt í tengslum við 100 ára af- mæli heimastjórnar að festa kaup á teikningum Sigmunds Jóhanns- sonar sem birst hafa í Morgunblaðinu um ára- tuga skeið. „Teikningar Sigmunds eru á sinn hátt aldarspegill þjóð- arinnar og má með þeim skoða sögu ís- lenskra stjórnmála ekki síður en atvinnulífs, segir m.a. í frétt frá forsætisráðuneytinu. Í ár eru einmitt 40 ár frá því að Morg- unblaðið hóf að birta teikningar Sigmunds og ljóst að heimildargildi teikninganna er mikið, bæði fyrir fræðimenn og ekki síður almenning,“ segir í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Samningur um kaupin verður undirritaður í næstu viku í Vestmannaeyjum. Þjóðin eignast aldarspegil Sigmunds Sigmund Jóhannsson ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.