Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Jóla kveðjur á mbl.is Glæsilegir vinningar! Þeir sem senda jólakveðju geta unnið til verðlauna frá Hans Petersen 1. verðlaun: Stafræn myndavél frá Kodak 2. verðlaun: Stafræn myndavél frá Ricoh 3. verðlaun: Epson PictureMate prentari www.boksala.is Stúdentaheimilinu v/Hringbraut – s: 5 700 777 Tilbo›sver› á jólabókunum fiú fær› allar jólabækurnar hjá okkur. Fram til jóla bjó›um vi› n‡jar íslenskar bækur á sérstöku tilbo›sver›i. Líttu vi› á heimasí›u okkar e›a í versluninni og kynntu flér hi› margróma›a Bóksöluver› sem oftar en ekki er hagstæ›asta bókaver›i› í bo›i. Eftir meira en átta ára hléstígur hljómsveitarstjór-inn Osmo Vänskä aftur ásviðið í Háskólabíói í kvöld og tekur upp fyrri sið: Að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hingað er hann þó einungis kominn fyrir þessa einu tónleika, í boði for- seta Íslands, áður en hann hverfur til sinna hefðbundnu starfa við að stjórna helstu sinfóníuhljómsveitum heims. Endurnýjun kynnanna við Sinfón- íuna hafa verið sérlega ánægjuleg, fréttir blaðamaður þegar við hittumst í Háskólabíói. „Við höfum unnið eins vel og mögulegt er, og ég held að við eigum góða tónleika fram undan. Efnisskráin er auðvitað mjög krefj- andi,“ segir hann, en þar er að finna forleikinn að Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson og Geysi eftir Jón Leifs, auk sjöundu sinfóníu Síbelíusar og fiðlukonserts eftir Einojuhani Rauta- vaara. Í konsertinum leikur landi Vänskä einleik, fiðluleikarinn Jaakko Kuusisto, sem er konsertmeistari sin- fóníuhljómsveitarinnar í Lahti í Finn- landi, hljómsveitar sem Vänskä hefur stjórnað síðan árið 1988. Sannkölluð íslensk-finnsk hátíð er við hæfi á þessum hátíðartónleikum, þar sem fyrrum forseti Finnlands, Mauno Koivisto, verður viðstaddur auk ís- lenskra gesta. „Margir myndu ætla að á slíkum tónleikum væru valin verk sem eru þægileg áheyrnar og auðvelt að spila,“ segir Vänskä. „En hér höfum við einfaldlega mjög góða íslenska tónlist og mjög góða finnska tónlist, þó hún sé kannski ekki mjög þekkt. Áheyrendur fá að heyra eitt- hvað öðruvísi og spennandi.“ Í kjölfar þessara ummæla berst talið að gagnrýni þeirri sem beindist að verkefnavali Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrr á árinu – að það væri ekki nógu metnaðarfullt. „Slíkar ákvarðanir eru að sjálfsögu áskorun fyrir hvern þann sem fæst við að velja saman efnisskrár. Það er vandfetað – ef verkefnavalið er of ódýrt munu margir hverfa frá. En ef það er of framúrstefnulegt mun fólk einnig hverfa frá. Jafnvægi er nauðsynlegt að mínu mati – þar þurfa bæði að vera stykki sem allir þekkja og eitthvað sem enginn þekkir, til að efnisskráin sé spennandi,“ segir hann. Altént eru á efnisskrá tónleikanna í kvöld tvö íslensk verk þó þau séu ekki ný – eitthvað sem líka var til umræðu á sínum tíma. Vänskä hefur sem skilj- anlegt er ekki fengist við íslenskar tónsmíðar síðan hann hvarf frá störf- um hérlendis árið 1996. „Þau eru allt- af í huga mér, en geta ekki verið efst á listum yfir verk sem ég býð hljóm- sveitum að stjórna. En ég vona að ég geti flutt Jón Leifs í Minneapolis ein- hvern tíma. Ég er raunar viss um að ég geti það, þó að það hafi ekki verið verk sem ég hafi getað boðið fram þar í byrjun.“ Hefur vaxið í rétta átt Osmo Vänskä var eins og kunnugt er stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 1993–1996 og þótti hann hefja hljómsveitina mjög til virðingar þann tíma sem hann starf- aði hér. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig hún kemur honum fyrir sjónir nú, hefur hún batnað eða versnað? „Það kom mér á óvart hve mörg gamalkunnug andlit ég sá. Það hafa greinilega ekki orðið of miklar breytingar,“ segir hann. „Ég held að þessi hljómsveit hafi vaxið í rétta átt. Allar hljómsveitir eru annaðhvort á upp- eða niðurleið. Það er engin bein lína í því samhengi. Listsköpun er einfaldlega þannig – ef maður slakar á fer maður niður. Ef maður er tilbú- inn að leggja sitt af mörkum fer mað- ur upp.“ Það sem hljómsveitina vantar helst af öllu um þessar mundir, að mati Vänskä, er nýtt húsnæði. „Það er erf- itt að átta sig á því, en þessi hljóm- sveit hefur gert svo margt. Hún hefur verið fulltrúi Íslands á erlendum vett- vangi, tekið upp fjölda verka eftir Jón Leifs og önnur íslensk tónskáld, með öðrum orðum gert íslenska tónlist sýnilega í ríkum mæli. Og samt þarf hún að leika á stað sem er ekki hann- aður fyrir tónlistarflutning. Það er einhver tregða á ferðinni hér,“ segir hann. „Ég á erfitt með að ímynda mér nokkurt íslenskt íþróttalið, sem stendur sig vel hér heima, fái ekki húsnæði við sitt hæfi. En þessi hljóm- sveit, sem er meira að segja þekkt ut- an Íslands, þarf enn að leika í bíósal. Ég er viss um að á fyrstu tónleik- unum í nýju húsi mun fólk verða afar hissa að heyra hve frábæra hljóm- sveit þeir eiga hér á landi. Því ef hún hljómar svona vel hér í salnum, mun hún hljóma miklu betur í sal þar sem hljómburðurinn er hannaður fyrir slíkan tónlistarflutning.“ Vänskä segir það furðulegt hvers vegna menningin virðist alltaf þurfa að bíða. „Mér sýnist að málin séu í af- ar svipuðum farvegi og þau voru þeg- ar ég fór héðan árið 1996. Þessi hljómsveit hefur unnið til svo mikils meira en þessa. Ég vona af öllu hjarta að tónlistarhús verði byggt, og lofa og koma að stjórna hljómsveitinni í nýju húsi,“ segir hann. Íslendingar einbeita sér Vänskä segist vita til þess að nokkrir af gestum tónleikanna í kvöld séu áskrifendur, sem hafi átt áskrift- arkort að tónleikum Sinfóníunnar all- ar götur síðan hann var aðalstjórn- andi og segist hann gleðjast yfir trúmennsku þeirra við hljómsveitina. En hlakkar hann til að hitta íslenska áheyrendur aftur, eða eru þeir ef til vill erfiðir? „Nei, nei, nei,“ segir hann og hlær. „Þeir hlusta af mikilli ein- beitingu, sem er allt sem þarf. Í Bandaríkjunum einbeita tónleika- gestir sér ekki í eins ríkum mæli, hósta til dæmis án þess að fela það í miðju verki. Mér hefur alltaf fundist Íslendingar kunna vel að meta tón- listarflutning og einbeita sér mjög vel.“ Á mánudagskvöld var Vänskä staddur í Carnegie Hall í New York, þar sem hann tók við verðlaunum sem hljómsveitarstjóri ársins að mati Musical America International Dir- ectory of the Performing Arts, aðal- tímaritsins í tónlistarbransanum. Eftir að tónleikunum lýkur hér á Ís- landi, heldur hann til Englands til að stjórna Lundúnafílharmóníunni. Önnum kafinn maður, sem sagt. „Ég hef verið mjög upptekinn síðustu misseri og stjórnað á mörgum stöð- um sem gestastjórnandi. Ég er síðan á öðru ári sem aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Minneapolis og það hefur verið mjög skemmtilegt. En fram undan eru sem sagt tvennir tónleikar, og svo jólafrí,“ segir stjórn- andinn að lokum. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Tónlist | Osmo Vänskä mættur til leiks með Sinfóníuhljómsveit Íslands á ný Lofar að stjórna í nýju húsi Morgunblaðið/Jim Smart Osmo Vänskä stígur aftur á svið Háskólabíós með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. ingamaria@mbl.is SÉRHVER starfsgrein á sér eigin sögu, sem oft er býsna merkileg, ekki sízt í ljósi atvinnuhátta og um- bóta í íslenzku þjóðfélagi. Þó að sag- an sé ekki ýkja löng í árum talin, eru breytingar, sem orðið hafa, oft ótrúlega miklar. Störf dýralækna er eitt dæmi um slíkt, en 70 ár eru liðin frá stofnun Dýralækningafélags Ís- lands. Saga þeirra er þó mun lengri, því að fyrsti dýralæknirinn lauk námi 1833, en hlutskipti hans varð einkum að stunda járnsmíðar, þó að hann kæmi lítillega að baráttunni við fjárkláðann. Dýralæknar áttu á stundum undir högg að sækja og sem dæmi má nefna, að þeim var haldið fyrir utan Sauðfjár- sjúkdómanefnd til ársins 1965. Í upphafi bókar er ágrip af sögu dýralæknafélagsins eftir ritstjór- ann, frekar stutt en fróðleg sam- antekt. Þar kemur meðal annars fram, að á árum áður voru allir dýralæknar við störf hjá hinu op- inbera en nú er rúmur helmingur þeirra, 50 að tölu, sjálfstætt starf- andi eða við störf hjá einkaaðilum. Hin síðari ár hafa einnig orðið veru- leg stakkaskipti á störfum þeirra. Nú er auðvelt að ráða við ormasýk- ingar, bráðapest og lungnapest, sem mestu tjóni ollu í eina tíð, en þó er enginn skortur á nýjum úrlausn- arefnum. Aðalefni bókarinnar er síðan dýralæknatalið sjálft með nöfnum, æviatriðum og helztu afrekum 148 dýralækna. Mjög er misjafnt hvað hver og einn tíundar um sjálfan sig og má stundum hafa nokkra skemmtan af. Einn kaus þó að birta ekki upplýsingar um sig, en þá þurfti ritnefndin endilega að merkja hann sérstaklega með stjörnu. Í þriðja og síðasta hluta bókar eru svo 25 ritgerðir um helztu dýra- sjúkdóma og starfssvið dýralækna. Þessi bókarauki gefur ritinu sér- stakt gildi fyrir þá, sem hafa engan sérstakan áhuga á ættfræði. Raunar er þetta svo þarfleg lesning, að allir, sem halda dýr ættu skilyrðislaust að lesa flesta kaflana. Í þeim er rætt um helztu sjúkdóma, sem hrjá hús- dýrin, greint frá baráttunni við þá og þeirri hættu, sem okkur mönnum kann að stafa af þeim. Þá er og rak- in saga nokkurra sjúkdóma, sem herjuðu á búsmala fyrr á árum en eru nú að mestu úr sögunni. Í þess- um köflum er því bæði að finna sögulegan fróðleik svo og um ástand sjúkdóma nú og framtíðarhorfur. Hönnun og ritstjórn þessarar bókar hefur tekizt allvel, þótt mynd- ir séu ekki eins góðar og bezt verð- ur á kosið. Þá hafa nokkur ártöl skolazt til, sem er heldur bagalegt í riti sem þessu. Þannig getur mynd á bls. 17 ekki verið tekin 1943 (sjá bls. 119); einnig er formannstíð Jóns Pálssonar í DÍ óviss samkvæmt bókinni (sjá bls. 42 og 139) og starfstími Sigurðar Hlíðar á Ak- ureyri er óljós (sjá bls. 190 og 352). Sitthvað fleira mætti til tína en skal ógert látið. Því miður gera of fáir sér nægi- lega grein fyrir því, hve áríðandi er, að fylgjast vel með heilsu og þrifum húsdýra og gæludýra. Starf dýra- lækna er því sérlega mikilsvert, ekki sízt nú á tímum. Aldrei verður of varlega farið í þeim efnum og fyrr en varir getur hin mesta plága riðið yfir landið. Það er því ótrúleg saga, sem yfirdýralæknir segir í lok greinar sinnar, að við verðum að lúta einræðisvaldi Efnahags- bandalagsins um innflutning búfjár og afurða, sem gæti leitt til ómælds tjóns hérlendis fyrr en varir, sökum þess að fjárveitingavaldið neitar að veita fé til að sýna fram á sérstöðu búfjársjúkdóma hér á landi. Það getur því orðið nokkuð dýrkeypt að hafa misvitra landsfeður. Ævi og störf dýralækna Ágúst H. Bjarnason BÆKUR Náttúrufræðirit Ritstjóri:Brynjólfur Sandholt. 423 bls. Úgefandi: Dýralæknafélag Íslands. Reykjavík 2004. Dýralæknatal – Búfjársjúkdómar og saga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.