Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Enn rekur hvali| Annan hval hefur rekið
á fjöru í Kelduhverfi, að þessu sinni rétt
vestan við Lónsósinn. Hvalinn rak í landi
Fjalla á svokölluðum Fjallareka, tæpan
kílómetra vestan við þann stað sem anda-
nefjuna rak um daginn. Það var Guð-
mundur Héðinsson á Fjöllum sem sá hval-
inn þegar hann var að kanna aðstæður til að
grafa út Lónsósinn. Frá þessu er greint á
vefnum kelduhverfi.is og einnig að um sé að
ræða einhverja höfrungategund, um fjóra
metra að lengd. „Höfrungurinn hefur
greinilega verið dauður í þó nokkurn tíma,
því ef eitthvað er er hann minna kræsilegur
en andanefjan sem rak á land fyrir akkúrat
mánuði,“ segir í fréttinni. Þessir hvalrekar
eru mjög óvenjulegir, segir ennfremur og
vitnað til þess að Björn í Lóni, sem búið
hefur þar alla ævi (f. 1929), „man einungis
eftir einum hvalreka hér á fjörum, áður en
þessa tvo rak á land nú í vetur“.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Sama afstaða til sameiningar| „Sveit-
arstjórn Aðaldælahrepps mótmælir þeirri
aðferð að taka þurfi afstöðu til tillagna um
sameiningu sveitarfélaga þar sem hvorki
er frágengin væntanleg tekjuskipting ríkis
og sveitarfélaga né verkaskipting. For-
senda þess að árangur náist í sameiningu
sveitarfélaga er að ásættanleg niðurstaða
fáist sem fyrst varðandi núverandi tekju-
stofna þeirra,“ segir í bókun sem sam-
þykkt var á fundi sveitarstjórnar Að-
aldælahrepps á dögunum. Fram kemur að
sameiningartillaga sem kosið var um í
nóvember árið 2001 hafi verið felld með
miklum meirahluta en sú tillaga var nán-
ast samhljóða þeirri sem nú er lögð fram.
Þá er bent á að niðurstöður íbúafundar
sem haldinn var í Aðaldælahreppi um
miðjan síðasta mánuð um sameiningarmál,
bentu eindregið til þess að afstaða íbúa
hafi lítið breyst. Vilji kom þar fram til
sameiningar við Þingeyjarsveit og því er
ljóst að tillaga þar sem Þingeyjarsveit er
með væri líklegri til að fást samþykkt.
Sveitarstjórn leggur til að íbúar taki af-
stöðu til tillögunnar með lýðræðislegri
kosningu.
Ættjarðarlög í nýju ljósi | Gunnar Gunn-
arsson organisti og Sigurður Flosason saxó-
fónleikari halda tónleika í Ytri-Njarðvík-
urkirkju fimmtudaginn 9. desember kl.
20.30. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af út-
komu geisladisksins Draumalandið. Á disk-
inum leika Sigurður og Gunnar þrettán ís-
lensk ættjarðarlög í eigin útsetninum, en þar
gegnir spuni stóru hlutverki.
Gestum í Laufási viðEyjafjörð gefst ásunnudag, 12. des-
ember, kostur á að fylgj-
ast með undirbúningi
jólanna eins og var í
gamla daga.
Samveran hefst kl. 14.
Leikin verður jólatónlist
með hljóðfærum frum-
byggja Ástralíu. Búið
verður til jólaskraut,
jólatré skreytt, skorið í
laufabrauð og búin til
kerti. Gestir geta fengið
að smakka hangikjöt,
laufabrauð og kúmen-
kaffi. Einnig verður boðið
upp á gamaldags sælgæti.
Jólamarkaður verður í
skálanum, þar sem hægt
verður að kaupa jóla-
varning.
Andi liðinna
jóla
Áætlunarflug á veg-um Landsflugshófst til Sauð-
árkróks í liðinni viku. Þá
voru liðlega tveir mán-
uðir síðan áætlunarflug
þangað lagðist af. Vel var
tekið á móti Lands-
flugsmönnum í fyrstu
ferðinni á Krókinn. For-
svarsmenn sveitarfé-
lagsins voru mættir út á
völl með blóm og konfekt
og létu þess getið að þetta
væri ánægjulegur og mik-
ilvægur dagur fyrir sam-
göngur við héraðið. Á
myndinni sem tekin var
við þetta tækifæri eru
forsvarsmenn Lands-
flugs, flugmenn og
fulltrúar sveitarfélagsins.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Góðar móttökur
Nýlega kom út bók-in Nema ljóð &sögur X, sem gef-
in var út eftir námskeið
Þórðar Helgasonar og
Ragnars Inga Aðalsteins-
sonar í Kennaraháskóla
Íslands. Þar er meðal ann-
ars vísan Löngun eftir Að-
albjörgu Karlsdóttur:
Langar manninn list að sjá,
lita mála, hanna.
Unna, kyssa, ungmey fá,
undraheima kanna.
Ari Eggertsson er með
limruna Gunnar dauður:
Andskotans helvítis hitt.
Hallgerður gaf mér ei sitt
fallega hár,
ég fallinn er nár
af kinnhesti er ég nú kvitt.
Jóhann Alfreðsson er
einnig með limru:
Þeir flöskuna tæma í tollinum
og trúlega ná úr sér hrollinum
en hætti þeir ekki
og drekki – og drekki
þá dragast þeir áfram í
sollinum.
Ungmey kysst
pebl@mbl.is
Eskifjörður| Aðventukvöld eru
nú haldin í kirkjum víða um land
þar sem fólk kemur saman og á
notalega stund í aðdraganda
jólanna. Eskfirðingar komu
saman í sinni kirkju á dögunum
og áttu þar góða stund. Börn úr
skólanum léku stórt hlutverk og
áttu sinn þátt í að gera stundina
skemmtilega, voru með leikþátt
um fæðingu frelsarans sem góð-
ur rómur var gerður að. Þá var
sungið og kveikt á kertum til að
lýsa upp skammdegið. Á mynd-
inni er Heimir Andri Atlason,
ungur Eskfirðingur, sem tók
þátt í aðventukvöldinu og heill-
aðist af kertaljósunum.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Heillaðist af kertaljósinu
Aðventukvöld
Stranddalavegur| Vegurinn um Arn-
kötludal og Gautsdal mun borga sig upp
á tíu árum og kosta á milli 780 og 800
milljónir króna. Um veginn myndu fara
að meðaltali 165 bílar á sólarhring og
sparnaður vegna fækkunar slysa er
áætlaður um 12,2 milljónir króna ef mið-
að er við þá styttingu sem gerð vegarins
skilar.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í
greinargerð og frumdrögum að lagningu
vegarins sem verkfræðistofan Línuhönn-
un hefur unnið fyrir Leið ehf. Í for-
sendum er ekki reiknað með að innheimt
verði veggjald af þeim sem um veginn
fara. Í skýrslunni kemur m.a. fram að
gerð vegarins er arðsöm með innri vexti
upp á 14%, en framkvæmd með yfir 6%
innri vexti telst arðsöm, og teljast for-
sendur þó hófsamar. Út frá þeim for-
sendum sem miðað er við í greinargerð-
inni má gera ráð fyrir að vegurinn borgi
sig upp á 10 árum.
Áætlaður heildarkostnaður við gerð
vegarins í þeirri veglínu sem líklegt má
telja að hann verði lagður er að óbreyttu
um 796 milljónir króna. Þar af er kostn-
aður verktaka áætlaður 612 milljónir,
hönnunarkostnaður, umsjón og eftirlit
er áætlaður 92 milljónir króna og loks er
í tölunni gert ráð fyrir 15% ófyrirséðum
kostnaði sem einnig er að fjárhæð 92
milljónir króna. Kostnaður er svipaður
við þrjú afbrigði leiðarinnar eða á bilinu
780 til 800 milljónir króna með virð-
isaukaskatti.
Lokið við gerð umferðar-
matsskýrslu á næstu dögum
Í umferðarforsendum er reiknað með
að meðaltalsumferð um veginn verði 165
bifreiðar á sólarhring ef hann verður
lagður nú eða 60.000 bílar á ári en að
umferðin aukist í 90.000 bíla á ári eftir
20 ár. Árlegur sparnaður vegna slysa-
og óhappa við þennan veg er áætlaður
um 12,2 milljónir króna og er þá ein-
göngu metinn sú stytting vegalengda
sem felst í vegagerðinni. Í tilkynningu
frá Leið ehf. segir að á næstu dögum
megi gera ráð fyrir að lokið verði við
gerð umhverfismatsskýrslu fyrir veginn
og hún send Skipulagsstofnun til með-
ferðar. Í kjölfarið verður for- og verk-
hönnun vegarins boðin út ef fjármögnun
tekst og í framhaldinu, sem gæti orðið
sex til átta mánuðum síðar, mætti bjóða
verkið sjálft út. Frá þessu er sagt á vef
Bolungarvíkur, vikari.is.
Stranddala-
vegur borg-
ar sig upp
á 10 árum
Ótrúlega fjölbreytt saga af ævintýrinu um
bílinn, sem breytti íslensku þjóðlífi meira en
nokkurt annað tæki.
Spennandi lestur fyrir alla sem hafa gaman af
þjóðlegum fróðleik, frásögnum af mannraun-
um og því hvernig fólkið í landinu þróaði
nýtt samfélag, samfélag sem byggist á sam-
göngum – stundum í baráttu við stjórnvöldin.
Saga bílsins á Íslandi
1904 – 2004
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111