Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 55
MENNING
Skálholtsútgáfan er eittþeirra forlaga sem lítið látayfir sér í jólabókaflóðinu
þótt ýmsar bækur þess séu sann-
kallaðar jólabækur með tilliti til
innihalds og boðskapar. „Skálholt
er sjálfstætt starfandi fyrirtæki
en í eigu Þjóðkirkjunnar og tals-
vert af útgáfustarfi okkar beinist
að innra starfi kirkjunnar með
alls kyns fræðsluefni,“ segir Edda
Möller, fram-
kvæmdastjóri
Skálholts-
útgáfunnar.
Hún bætir því
við að grunn-
skólarnir og leikskólar leiti einnig
mjög mikið til þeirra varðandi
ýmislegt fræðsluefni, sérstaklega
er tengist hátíðum kirkjunnar,
jólum og páskum. „Við sjáum nán-
ast alfarið um útgáfu á tónlistar-
efni fyrir blandaða kóra og
barnakóra og Söngvasveigsbækur
okkar eru orðnar 15 talsins. Þetta
efni er bæði trúarlegs og verald-
legs eðlis.“
Skálholtsútgáfan rekur einnig
Kirkjuhúsið við Laugaveg 31 þar
sem öll útgáfuverkin eru til sölu
auk ýmislegra annarra muna sem
tengjast kirkjunni með beinum
eða óbeinum hætti. „Það er alltaf
mikil stemmning hjá okkur í
Kirkjuhúsinu á aðventunni þar
sem fólk er aðkoma og finna ým-
islegt til jólagjafa eða til að gleðja
sig og fjölskylduna fyrir jólin,“
segir Edda.
Í haust gefur Skálholtsútgáfanút 12 titla af ýmsum toga. „Við
höfum ýmis markmið í útgáfu
okkar og eitt þeirra er að vera
áberandi á barnabókamark-
aðinum. Við viljum gefa út barna-
bækur með sterkum siðferðileg-
um tilvísunum, ekki endilega
trúarlegum, en boðskapurinn þarf
að vera hreinn og skýr. Þetta eru
bækur fyrir foreldra sem taka
uppeldishlutverkið alvarlega og
vilja fræða börnin sín og ala þau
upp með sterka siðferðisvitund.
Merkust er metnaðarfull útgáfa
fyrir börn og fullorðna á mynd-
skreyttri Barnabiblíu í stóru broti
sem var valin besta barnabókin í
Bretlandi árið 2002. Þetta er fal-
leg bók og í rauninni eins konar
heimilisbiblía þar sem allir geta
sótt fróðleik og fræðslu. Svo erum
við að gefa út þriðju bókina henn-
ar Elínar Elísabetar Jóhanns-
dóttur. Við gáfum út árið 2000
Söguna af Snorra Eddu, Einn
dagur þúsund ár, sem varð óskap-
lega vinsæl og er mikið notuð við
Íslandssögukennslu. Fyrir tveim-
ur árum gáfum við svo út aðra
metsölubók Elínar, Jólahrein-
gerningu englanna, og núna gef-
um við út Leiðina til leikheima
sem er bók á hvolfi, þ.e. fyrri
hlutinn segir sögu Bíbíar og
Bassa og þar koma vandræða-
unglingar við sögu. Til að lesa
seinni hlutann þarf að snúa bók-
inni við og byrja á hinum end-
anum og þar er sama sagan sögð
en frá sjónarhóli vandræðaungl-
inganna. Þetta er eiginlega frá-
bær fræðsla í lífsleikni um leið og
hún er spennandi og skemmtileg,“
segir Edda.
Þá er ónefnd bókin Af hverju
afi? eftir Sigurbjörn Einarsson
biskup. „Þessa yndislegu bók er-
um við að endurútgefa en hún
hefur verið ófáanleg í tuttugu ár.
Hann hefur reyndar endurskrifað
hana fyrir þessa útgáfu.“
Edda segir að aukin áhersla ábarnabókaútgáfu sé á dag-
skránni og Skálholtsútgáfan
stefni að samkeppni um barnabók
fyrr en seinna. „Á næsta
ári ætlum við reyndar að
halda samkeppni um nýja
barnasálma og söngva og
draumurinn er að laða að
okkur fleiri barnabóka-
höfunda.“
En barnabækur eru
ekki einu bækurnar sem
Skáholtsútgáfan gefur út.
„Við gefum líka út bækur
fyrir fólk sem er að tak-
ast á við ýmsa hluti í líf-
inu, sorg, skilnað og ýmsa
aðra erfiðleika. Þarna má
nefna þrjár bækur, Börn
og skilnað sem er
fræðslubók fyrir foreldra
sem vilja fræða börn sín
ef skilnaður stendur fyrir
dyrum. Elli og skilnaður-
inn er myndabók fyrir
ung börn sem foreldrar
geta nýtt til að hjálpa
börnum sínum að komast
yfir skilnað þeirra. Við
erum líka búin að gefa út
Börn og sorg sem er
dæmi um bók sem á við
um ákveðnar aðstæður í
lífi fólks. Við gefum líka
út í haust Mig mun ekk-
ert bresta, dásamlega bók
eftir séra Jónu Lísu Þorsteins-
dóttur sem hún skrifaði eftir að
hafa misst eiginmann sinn snögg-
lega. Það er alveg einstakt hvern-
ig henni tekst að orða hugsanir
sínar, sorgina og hve mikil hugg-
un henni er í trúnni. Síðast en
ekki síst er þetta bók sem lýsir
því hvernig vonin kviknar á ný og
hún getur sagt í lok bókarinnar
að lífið sé yndislegt. Þetta er bók
fyrir fólk sem er í sorg en er að
leita að voninni.“
Af öðrum toga en þó ekki ger-ólíkum er bókin Vegamót um
tólfsporakerfið og hvernig tengja
má efni þess við biblíuna. „Tólf
sporin eiga sér ákveðna sögu sem
er rakin í þessari bók en meg-
inefni hennar er hvernig sporin
tengjast bíblíunni. Fjöldi fólks
nýtir sér tólfsporakerfið til að ná
sátt við fortíð sína og bókin er
fyrir fólk sem hefur tileinkað sér
sporin og vill tengja sig betur við
kristna trú í gegnum þau. Tólf
sporin eru auðvitað sprottin úr
kristnum jarðvegi svo það er ekki
langur vegur þarna á milli.“
Edda nefnir að lokum að sölu-
hæsta bók Skálholtsútgáfunnar á
þessu ári sé Orð í gleði eftir Karl
Sigurbjörnsson biskup. „Það er
auðvitað mjög ánægjulegt því við
viljum þjóna fólki sem er á fullu í
lífinu, jafnt í sorg og gleði, and-
streymi og meðbyr.“
Bækur fyrir fólk
jafnt í sorg og gleði
’Við sjáum nánast al-farið um útgáfu á tón-
listarefni fyrir blandaða
kóra og barnakóra.
Söngvasveigsbækur eru
orðnar 15 talsins. ‘
AF LISTUM
Hávar Sigurjónsson
havar@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholts-
útgáfunnar. 12 titlar koma þar út í haust.
SUOMI-félagið, Sendiráð Finnlands
og Norræna húsið voru samstarfs-
aðilar að kammertónleikum á
sunnudag í tilefni af þjóðhátíðardegi
Finnlands 6. desember. Eins og oft
vill verða reyndist ekkert samræmi
milli flutningsgæða og aðsóknar, því
tónleikagestir voru teljandi á fingr-
um og tám, þrátt fyrir að spila-
mennska Sami Mäkelä og Taru
Myöhänen-Mäkelä væri víða á við
það bezta sem hérlendir kollegar
þeirra hafa upp á að bjóða og vel
það.
Dagskráratriðin voru né heldur
neitt slor. Hið litla tvíþætta Diverti-
mento Matta Rautios nr. 2 (1902)
var mjög áheyrilegt, og hin nokkru
yngri Þrjú stykki eftir Erkki Mel-
artin báru sama vinalega keim af
vandaðri salontónlist „fagra skeiðs-
ins“. Kaliki fyrir einleiksselló án
undirleiks frá í fyrra eftir unga
Finnann Max Savikangas (f. 1978)
myndaði aftur á móti sláandi and-
stæðu með fjölda hressilegra fram-
úrstefnueffekta. Eftir dimma og dul-
úðuga Elegíu fyrir Sebastian Knight
(1964) eftir nýklassíska nestorinn
Aulis Sallinen, sömuleiðis fyrir selló
án undirleiks, lék dúóið skemmti-
lega Prokofievskotið verk eftir
Harra Wessman, Ský, í fjórum þátt-
um (aðeins þrír komu fram af tón-
leikaskrá), og luku skínandi samtaka
leik sínum á fjórum sjálfstæðum
stykkjum eftir Jean Sibelius, þótt
halda mætti af skránni að væru þrír
þættir undir heildarheitinu Andant-
ino.
Hér sem fyrr var afbragðsvel leik-
ið. Sellótónninn var glansandi þéttur
og jafn, mótunin skýr og hrynjandin
snörp. Þó að slagharpan væri oftast
rituð í bakgrunnshlutverki var pí-
anóleikurinn fullkomlega sam-
hæfður og örðulaus. Frágangur tón-
leikaskrár var hins vegar í hálfgerðu
skötulíki. Uppsetning verkalista var
víða óljós, og ekki aukatekið orð
fylgdi um höfunda og verk, þótt sum
hlytu að teljast fremur ókunn hér á
landi. Komu örstuttar kynningar
sellistans því varla í fullar þarfir.
Finnsk hágæði í kyrrþey
TÓNLIST
Norræna húsið
Verk eftir finnsku tónskáldin Rautio, Mel-
artin, Savikangas, Sallinen, Wessman og
Sibelius. Sami Mäkelä selló og Taru
Myöhänen-Mäkelä píanó. Sunnudaginn
5. desember kl. 17.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
..
Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sendum samdægursMunið gjafabréfin
Mesta úrval landsins af veiðivörum
Mad Dog galli
Vatnsheldur jakki og
smekkbuxur með útöndun
fyrir skotveiðimanninn.
Aðeins kr. 19.900
Fyrir veiðimanninn
í fjölskyldunni þinni
ODC Sport Boat
Frábær tvíbytna frá Creek Company í
vatnaveiðina. Aðeins kr. 38.800
Byssuskápur
Viðurkenndir, smekklegir
byssuskápar í 3 stærðum.
Aðeins frá kr. 22.980
Sérhönnuð úr fyrir
veiðimenn og útivistarfólk
frá Dakota Watch.
Verð frá kr. 4.995
Scierra töskur
Vandaðar töskur frá Scierra.
Einhver vinsælasta jólagjöfin
í Veiðihorninu
Aðeins frá kr. 2.995
Stonefly hnýtingartaska
Frábær taska, sérhönnuð fyrir
fluguhnýtarann. Allt á einum stað.
Aðeins kr. 15.900
Ron Thompson fluguveiðisett
Vinsæl fluguveiðisett fyrir byrjendur og
lengra komna. Frábært verð.
Aðeins frá kr. 12.900
Perfect Cast DVD
Einhver besta veiðimynd
sem tekin hefur verið upp á
Íslandi. Góð kastkennsla.
Aðeins kr. 3.990
FJÓRÐU og síðustu
tónleikar Tónlist-
arhátíðar Neskirkju,
„Tónað inn í að-
ventu“, fóru fram á
mánudagskvöld,
þegar Steingrímur
Þórhallsson hélt þrí-
tugsafmælistónleika
á „Nýja Nóa“ eins
og gárungar hafa
uppnefnt hið fimm
ára gamla Noack
orgel kirkjunnar.
Fyrir vígslu þess
samdi Jón Ásgeirs-
son Stutta fantasíu
og passacaglíu er
hér var endurflutt,
rúmri viku eftir að Steingrímur lék
hana á sama stað. Má segja að san-
nazt hafi hið fornkveðna að æfingin
gjöri meistarann, því flutningstím-
inn mældist nú mínútu styttri en þá
(11’) og var hraðinn því orðinn 10%
meiri í millitíðinni, jafnvel þótt
túlkunin héldist beinskeytt og
skýr. Glimrandi verk og gæti átt
eftir að verða klassískt.
Um klassíska stöðu atriðisins
þar á undan þurfti ekki að spyrja.
Prelúdía og fúga Bachs í G-dúr
BWV 550 er frá fyrri Weimarár-
unum þegar ungi snillingurinn frá
Eisenach gerðist hamhleypa til
verka fyrir konung hljóðfæranna,
og hefur önnur eins frum-
leikasprenging hvorki sézt fyrr né
síðar. Steingrímur réðst ekki bein-
línis á lægsta tempógarðinn, en
slapp þó merkilega vel fyrir horn í
prelúdiunni. Spilfúgan lumaði hins
vegar á nokkrum fingurbrjótum er
kostuðu sitt í fimmta gír. En þó að
hefði kannski verið hyggilegra að
hafa hraðavaðið aðeins neðar, var á
hinn bóginn hressandi
að heyra mann sem
þorði að taka áhættu,
enda varð útkoman allt
önnur en leiðinleg í
gustmiklu raddvali org-
anistans, þrátt fyrir
nokkrar óhjákvæmi-
legar hjánótur.
Felix Alexandre Gu-
ilmant (1837-1912) þykir
meðal hlustvænni full-
trúa franska orgelskól-
ans, þökk sé smitandi
fersku tónmáli sem leit-
un er á í almennt org-
elfælnu síðrómantíkinni.
Höfuðverk hans voru
átta orgelsónötur, fjöl-
þátta verk í frjálslegu
formi, og lék Steingrímur hér hina
sexþættu nr. 7 Op. 89. Fyrsti þátt-
urinn, Entrée, gæti verið tilvalinn
viðhafnarbrúðarmars eða „Int-
rada“ stórmenna á tyllidegi, varla
síður en hávelborinn bojaravals-
mars Rimskys úr Mlödu. Fylgdi
hin fjölbreyttasta músík í kjölfarið,
oft við furðupíanískan rithátt, og
brá m.a.s. fyrir ávæningi af djass-
sveiflu í Fínalnum. Leikið var af
markvissri mótun og áræðinni
dirfsku, er hvergi lét setja sig út af
lagi þótt kvarnaðist ögn utan af
einni og einni súlunni í tónmusteri
Guilmants, og uppskar Stein-
grímur að launum „lófatak á fæti“
eins og kallað er.
Áræði og þor
TÓNLIST
Neskirkja
Verk eftir J. S. Bach, Jón Ásgeirsson og
Guilmant. Steingrímur Þórhallsson, org-
el. Mánudaginn 6. desember kl. 20:30.
Orgeltónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Steingrímur
Þórhallsson