Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.12.2004, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ                                                        !" # # # #$ %&#' ( )'* #+,-&#.# / #'#0  #1 .  &#  #2  (&   #,!&# .3* &#-)#4#/ &#$#5/  4&##!"#4#56(                             : : : 2! $$+ AX  G     ,  73' #8 * 5#9  ) " 7 #,  4 4 #1  :/  ;# *  /# * / :/  <#/"#1" =   3 >? 5* #$) " >"#1 ' 4 @ $)#7"  A -  B#5 , CC -  4 9  )#>"3 4 74CC#D/ >"3#-) 5// 5 #03)/ :/  , #1( 74C 4 ;  #.  , / " :/  $  0 "' 1)/ 0  # #'#34  E# 4 >"C4' $4FB# -'#B#  1" #  #4  #.  #(4((* 8  # G4 24#14/C4 5* H #I4 24J#!4# /#K#K4/G#,4 $)#7"  A ;#L 3?/ !.C  - //#+ #3 #-4 #- G $4 /#0 8  #2 )#/. /#CL  /# B' 5G4  K#/#. ;  #)  "' 8  #2 74/G 4  "  # 1/) * , #>4 M#5#H #7 4                       ,  1  1  7 #,  4 1 .  1 .  $4FB 1 .  1 .  <-1  1/   #!" 1 .  @  1 .  ##N #N4 1 .  #!" 1 .  5-+ 1 .  @  ;   #!" 1  ,-8 O4 ##N #N4 1 .  @     BIRGITTA Haukdal er óskoruð poppdrottning Íslands. Er sveit hennar, Írafár, ákvað að taka sér hvíld eftir þrotlausa vinnu undanfarin ár ákvað hún sæta lagi og uppfylla gamlan draum. Sá draumur er nú kom- inn út í líki barnaplöt- unnar Perlur, sem inn- heldur tólf lög sungin af Birgittu en bæði eru þau ný og svo gömul uppá- haldslög Birgittu sjálfrar. Af lögum má nefna „Söng súkkulaðiprinsessunnar“, „Stóð ég útí tunglsljósi“ og „Í bljúgri bæn“. Birgitta gefur plötuna sjálf út og hefur sagt í viðtali að nú geti hún snarað út barnaplötu með sjálfri sér handa börnum og barnabörnum í framtíðinni! Engill! Fönkbolt- arnir í Jagúar eru mætt- ir hryn- heitir að vanda inn á Tónlist- ann með þriðju plötu sína í farteskinu. Tvær síðustu plötur, Jagúar (1999) og Get the funk out (2001) voru ósungnar en í þetta sinnið tekur leiðtoginn Samúel Samúelsson (valin kyn- þokkafyllsti maður landsins í DV fyrir stuttu!) hljóðnemann traustataki og syngur fönkið af hjartans lyst. Með titla eins og „Funky Junky“ og „Funky Fried Chicken“ er hægt að stað- hæfa að hér er komin sveittasta plata ársins og auk þess dansvæn í meira lagi. Sveitt! LÍKT og bar- áttubræður þeirra svart- stakkarnir, sem eru tveimur sæt- um fyrir ofan, njóta Á móti sól vinsælda í ís- lenskum popp- heimi. Fyrir fimmtu plötu sína ákvað sveit- in að venda kvæði sínu í kross og hljóðrita tökulagaplötuna 12 íslensk topplög sem hefur að geyma sígild íslensk lög sem hafa verið í sérstöku eftirlæti hjá hljóm- sveitinni. Titillinn kallast skemmtilega á við plötuna 12 íslensk bítlalög sem Bítlavina- félagið gaf út fyrir rúmum fimmtán árum síðan og laut svipaðri hugmyndafræði. 12 lög enn! Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur styrkst með hverri plötu síðan sú fyrsta, Verkefni 1, kom út árið 2000. Meðan ég sef er fjórða breiðskífan og halda fé- lagarnir sem sveitina skipa inn á draumkennd mið eins og titillinn gefur til kynna. Lög og textar eru eftir meðlimi sem hafa sjóast í þeim fræðunum jafnt og þétt eftir því sem árin hafa liðið. Í svörtum fötum er fyrir löngu búin að sanna sig sem ballsveit en hefur jafnframt treyst sig í sessi sem ein fram- bærilegasta poppsveit landsins hvað laga- smíðar varðar. Vaknaðir! SANTIAGO steig fram á sjónarsviðið fyrir tveimur árum með plötunni Girl. Tónlistin þar var melódískt, áferðarfallegt rokk og spilamennska örugg en sveitin hafði þá verið að spila sig saman í heil þrjú ár. Sveitin er sem fyrr skipuð þeim Sigríði Ey- þórsdóttur, Birgi Ólafssyni, Jökli Jörgensen og Oddi F. Sigbjörnssyni en sú breyting hef- ur orðið að Ragnar Örn Emilsson gítarleik- arari er hættur. Í hans stað er kominn Birkir Rafn Gíslason sem áður lék með Ber. „Upptökuferlið var dálítið erfitt í kringum þessa nýju plötu,“ viðurkennir Sigríður. „Fyrsta platan var mikið til tekin upp beint og við reyndum að beita sama vinnulagi við þessa. Það gekk hins vegar ekki og hún var tekin upp í pörtum og með hléum.“ Líkt og með fyrri plötuna sá Jón Skuggi um upptökustjórn og alla hljóðvinnslu en hann gefur og út á fyrirtæki sínu Mix. „Það er erfitt að lýsa muninum á þessum tveimur plötum,“ segir Sigríður. „Sér- staklega þegar maður er tiltölulega nýbúinn að klára verkið. Við lágum dálítið yfir útsetn- ingum í þetta skiptið, röddum og slíku og not- uðum strengi aðeins. Mér finnst einhvern veginn bjartari tónn yfir þessari en þeirri síð- ustu.“ Nýr maður Sigríður segir að umsvifin hjá Santiago undanfarin misseri hafi verið í minna lagi. „Ég eignaðist barn stuttu eftir að fyrsta platan kom út. Við lékum svo á Airwaves í ár og í fyrra. Það má segja að við séum loksins að fara í gang aftur núna. Við ætlum að fylgja þessari plötu grimmt eftir og helst viljum við hefja upptökur á nýju efni strax í janúar. Það er mikill hugur í fólki núna, það má segja að sveitin sé endurfædd.“ Sigríður segir að með tilkomu Birkis hafi sveitin breyst, orðið rokkaðri, en hann byrj- aði í Santiago fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum. Fyrstu tónleikar hans með sveitinni voru á Iceland Airwaves-hátíðinni. Birkir segist hafa verið búinn að fá sig fullsaddan á töku- lögunum en Ber hætti störfum í sumar. „Ég hef meiri áhuga á að vinna með frum- samið efni. Finnst það mun meira spenn- andi,“ segir hann. Sigríður fagnar komu Birkis í Santiago en segir að fyrst hafi hún verið stressuð yfir að vera að fá nýjan mann inn í þetta. Fljótlega hafi hún hins vegar séð að breytingin hafi verið til hins betra og sveitin hafi tekið já- kvæðum breytingum. Santiago ætlar að halda útgáfutónleika vegna plötunnar á NASA núna á föstudaginn. „Það mun kosta 350 krónur inn,“ segir Sig- ríður. „Við ætlum að herma eftir Mugison en útgáfutónleikarnir hans voru geggjaðir. Þetta eru kynningartónleikar fyrst og fremst og mér finnst þetta frumkvæði Mugison til stakrar fyrirmyndar.“ Tónlist | Santiago gefur út Chase the Bird Morgunblaðið/Sverrir Sigríður Eyþórsdóttir, söngkona Santiago, segir sveitina endurfædda með tilkomu nýs gítarleikara og það sé mikill hugur í liðsmönnum. Útgáfutónleikar Santiago verða á föstudags- kvöldið 10. desember í NASA. Einnig leikur sveitin daginn áður á Grand Rokk ásamt Nimbus. arnart@mbl.is Bjartari tónn MYNDIN um leitina að Búdda-líkneskinu Ong-bak er minnisstæð fyrir það tvennt að vera ein fyrsta, ef ekki allra fyrsta, taílenska bíómyndin sem sýnd er hérlendis í kvikmynda- húsi og í annan stað er hún nánast linnulaus slagsmál frá upphafi til enda. Söguhetjan Booting (Phanom Yeeram/Tony Jaa), er nýútskrifaður meistari í bardaga- íþróttinni Muay Thai, en er að öðru leyti hinn mesti friðsemdarpiltur. Hann bregst hins- vegar drengilega við þegar íbúarnir í litla og kyrrláta þorpinu hans biðja hann um að hafa uppá helgidjásni þeirra, Búddalíkneskinu sem myndin dregur nafn sitt af. Booting heldur til Bangkok og leitar styttunnar en leiðin er löng og ströng og kostar ótalin slagsmál við ill- ræmdustu slagsmálahunda undirheima höf- uðborgarinnar. Þrátt fyrir litrík tilþrif, órúlega fimi Jaa (sem minnir hvað helst á Bruce Lee), og magn- aða kóreógrafíu átakaatriðanna, verður Ong- bak heldur endurtekningargjörn þegar fram í sækir. Myndin er án nokkurs vafa hreinrækt- aður hvalreki áhugafólki um austurlenskar barsmíðar, aðrir ættu að bíða eftir jólamynd- unum. Samtöl og persónusköpun minna á fyrstu kung-fu myndirnar sem komu á mark- aðinn, einfeldningslegur barnaskapur allsráð- andi sem verður fljótt hvimleiður í eyrum Vesturlandabúans. Sæbjörn Valdimarsson Ong-bak Leikstjóri: Prachya Pinkaew. Aðalleikendur: Tony Jaa, Perttary Wongkamlao, Pumwaree Yodkamol. 105 mín. Taíland. 2003. Ong-bak  Laugarásbíó KVIKMYNDIR Barist fyrir Búdda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.