Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 24

Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Skaginn | Í tillögu að svæð- isskipulagi fyrir Austur-Húna- vatnssýslu er gert ráð fyrir að hægt verði að stofna þjóðgarð á utanverðum Skaga. Á svæðinu er talsvert um náttúru- og menning- arminjar en byggð hefur átt undir högg að sækja. Á vegum héraðsnefndar Austur- Húnavatnssýslu hefur í nokkur ár verið unnið að undirbúningi svæð- isskipulags fyrir alla sýsluna, óháð sveitarfélagamörkum, til árs- ins 2012. Skipulagið verður aug- lýst á næstunni og þá gefst íbúum kostur á að kynna sér það og koma fram með athugasemdir. Guðrún Jónsdóttir arkitekt er ráðgjafi við vinnuna og er tillagan um þjóðgarð frá henni komin. Gæti styrkt byggðina Guðrún segir að á Skaganum séu mörg svæði á náttúruminja- skrá og einnig mikilsverðar menn- ingarminjar. Nefnir hún Kálfs- hamarsvík og Rifsnes. Báðir þessir staðir eru á náttúruminja- skrá og þar eru auk þess menn- ingarminjar sem tengjast útgerð til forna. Þá nefnir hún fjölda vatna og Hafnir á Skaga. Þá er Króksbjarg á vestanverðum skag- anum. Austurhluti Skagans telst til Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þar er einnig vötn á Skaga- heiði sem og Ketubjörg við Skagafjörð. Guðrún segir að tölu- vert dýralíf sé á Skaga, meðal annars fuglar og fiskar. Guðrún gerir ráð fyrir að þjóðgarðs- mörkin verði við Hofsá, sem er nokkru fyrir norðan Skagaströnd. Byggð á Skaganum hefur átt undir högg að sækja, sérstaklega að austanverðu. Þar hefur hefð- bundinn búskapur að mestu lagst af. Að vestanverðu eru öflug bú. Guðrún segir að þjóðgarðar dragi að fólk, það sýni tölur frá þeim þjóðgörðum sem fyrir eru í land- inu. Aukinn ferðamannastraumur gæti styrkt búsetu á svæðinu. Nefnir hún að íbúum í nágrenni annarra þjóðgarða hafi ekki fækk- að. Jafnframt væru menn að lýsa vilja sínum til að stjórna landnýt- ingu og láta náttúruna njóta sín. Hún telur að fólkið sem þarna býr nú þurfi ekki að vera hrætt við að missa völdin á sínu nánasta umhverfi. Þjóðgarði yrði ekki komið á nema með samkomulagi við heimamenn og þá yrði tekið tillit til þarfa þeirra. Nefnir hún að þarna sé nú stundaður búskap- ur og veiðar og svo verði áfram. Valgarður Hilmarsson, oddviti héraðsnefndar, telur þjóðgarðs- hugmyndina áhugaverða. Stofnun hans gæti gert svæðið aðgengi- legra fyrir ferðafólk. Hann segir að þótt land sé tekið frá á svæð- isskipulagi sé öll vinnan við stofn- un þjóðgarðs eftir og það ætti al- veg eftir að koma í ljós hvort menn væru tilbúnir að fara út í hana. Guðrún hefur kynnt þjóðgarðs- hugmyndina fyrir Skagfirðingum og er málið til umfjöllunar í þeirra röðum. Fram kemur í bók- un skipulags- og bygging- arnefndar Skagafjarðar að nefnd- in hefði ekki uppi áform um þjóðgarð á Skaga í tillögum sínum að aðalskipulagi en væri reiðubúin að taka upp viðræður við Austur- Húnvetninga um málið. Eftir er að ræða málið í sveitarstjórn Skagafjarðar. Eyðidalir og iðnaður Í tillögum að svæðisskipulagi Austur-Húnavatnssýslu er gert ráð fyrir að nokkrir eyðidalir muni njóta þjóðminja- og um- hverfisverndar, þannig að jarð- vegi verði ekki raskað nema að undangengnum rannsóknum. Dal- irnir eru allir utan fyrirhugað þjóðgarðs, en Hallárdalur er skammt sunnan þeirra þjóðgarðs- marka sem svæðisskipulagið gerir ráð fyrir. Þar lagðist byggð af fyrir einni öld. Sömu tillögur eru gerðar um Laxárdal, Sauðadal og Víðidalsfjall. Á tveimur síð- arnefndu stöðunum eru forn sel. Guðrún telur unnt að nýta þessa dali alla meira við ferðaþjónustu, til dæmis að skipuleggja þangað gönguferðir. Í svæðisskipulaginu er tekið frá land undir iðnað við Eyjarey, mitt á milli Skagastrandar og Blöndu- óss. Valgarður Hilmarsson segir að stórt iðnfyrirtæki vanti á svæð- ið. Vilji menn geta bent á hentuga staðsetningu ef slíkt standi til boða. Svæðið við Eyjarey hefur ekki verið rannsakað en Val- garður segir að aðdýpi sé mikið og að þar yrði hugsanlega hægt að byggja höfn ef stóriðjufyr- irtæki þyrfti á að halda. Tillögur að svæðisskipulagi fyrir Austur-Húnavatnssýslu verða auglýstar í mánuðinum Gert ráð fyrir þjóðgarði úti á Skaga                                         !                  "#  !  $#    % &   !     '  (    (   ) * +    $ & $+ #     &+      *!  "  *  &  ,    -    (                                                                                        Reykjanesbær | Gert er ráð fyrir því að lagður verði nýr vegur frá Reykja- nesbraut og inn í Reykjanesbæ, á svipuðum slóðum og Flugvallarvegur liggur nú og að um hann verði aðal að- koman í bæinn frá flugstöðinni. Gert er ráð fyrir lagningu þessa vegar, sem nefndur er Borgabraut, í drögum að fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar. Verið er að skipuleggja nýtt flugþjón- ustusvæði við fyrsta hringtorg veg- arins. Sjö aðkomur eru nú inn í Reykja- nesbæ og þær eru misjafnlega að- gengilegar. Núverandi stjórnendur Reykjanesbæjar hafa viljað skýra að- komuna og gera hann aðgengilegri fyrir umferð ferðafólks til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Steinþór Jónsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins, segir að ætl- unin sé að hafa tvær megininn- keyrslur í Reykjanesbæ. Önnur yrði við hús Kaffitárs, til móts við nýja byggingahverfið í Innri-Njarðvík. Þar hafa verið teiknuð mislæg gatna- mót. Hin aðkoman á að vera nálægt gamla Flugvallarveginum sem nær frá Reykjanesbraut, fram hjá iðnað- arsvæðinu á Iðavöllum og niður á Njarðarbraut. Verið er að hanna veg- inn og hafa starfsmenn Reykjanes- bæjar og Vegagerðarinnar náð sam- komulagi um legu hans. Margir sterkir seglar Í tillögu að fjárhagsáætlun Reykja- nesbæjar fyrir næsta ár, sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn í fyrra- kvöld, er gert ráð fyrir 280 milljóna kr. fjárveitingu til lagningar vegarins. Borgabraut er þjóðvegur í þéttbýli og Vegagerðin mun því greiða megin- hluta kostnaðarins. Steinþór segir að Vegagerðin sé sammála stefnumörk- un bæjarins að breyta innkeyrslum í bæinn og leggja áherslu á þessar tvær en hafi ekki fjármagn til að ráð- ast í framkvæmdina strax. Málið sé mikilvægt og því vilji Reykjanesbær annast verkið og greiða fyrir það gegn endurgreiðslu þegar fjárveiting fæst en búist væri við því á árunum 2006 og 2007. Náist um þetta sam- komulag segir Steinþór að hægt verði að bjóða framkvæmdina út fljótlega eftir áramót þannig að verkinu gæti lokið fyrir næsta haust. Gert er ráð fyrir að tvöföld Reykja- nesbraut muni í framtíðinni ná upp fyrir þetta svæði og að þar muni þá verða gerð mislæg gatnamót. Þangað til verður hringtorg á Reykjanes- brautinni. Úr því verður aðkoma að nýju flugþjónustusvæði sem Reykja- nesbær er að skipuleggja við Reykja- nesbrautina, ofan iðnaðarsvæðisins á Iðavöllum. Við Borgabraut verður væntanlegt Hlíðahverfi á Neðra- Nikkelsvæði, væntanlegur aðal- íþróttaleikvangur Reykjanesbæjar og tilheyrandi íþróttasvæði, Reykja- neshöllin og Íþróttaakademía og síð- an mætir Borgabraut Njarðarbraut- inni við hringtorg við veitingastað Kentucky Fried Chicken sem þar er að rísa. Steinþór telur að ný og glæsileg að- koma til bæjarins og þeir seglar sem við hana eru geti bætt ímynd bæj- arins og vakið áhuga vegfarenda á því að fara niður í bæinn á leið sinni milli Reykjavíkur og flugstöðvarinnar. Hann veltir jafnframt upp þeirri hug- mynd hvort ekki væri skynsamlegt, ef stjórnvöld færu almennt út í að taka upp vegtolla, að innheimta þá milli þessara tveggja meginaðkomuleiða að Reykjanesbæ þannig að fólk gæti valið gjaldfría leið í gegn um bæinn. Telur hann að um það gæti skapast sátt meðal íbúa svæðisins og ríkið gæti fengið tekjur til að standa undir lúkningu tvöföldunar Reykjanes- brautar. Samgöngumiðstöð Íslands Á vegum Reykjanesbæjar hefur verið unnið að skipulagi nýs flugþjón- ustusvæðis við Reykjanesbraut, milli væntanlegrar Borgabrautar og Aðal- götu, samkvæmt hugmyndum Stein- þórs sem nefnir svæðið Samgöngu- miðstöð Íslands. Hugmyndin er að þar verði afgreiðsla fyrir allar helstu bílaleigur landsins, bílastæði og bíla- geymslur fyrir flugfarþega, bókunar- miðstöð, bensínstöð, veitingastaður og önnur ferðaþjónusta. Svæðið er í tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og segir Steinþór að stöðugar rútuferðir yrðu á milli. Steinþór segir að það sé að þrengj- ast um á flugstöðvarsvæðinu og bíla- leigubílar og bílastæði séu nokkuð frá aðaldyrum. Hann vísar til reynslunn- ar víða erlendis og telur að unnt sé að bæta þjónustuna við flugfarþega með því að koma upp aðstöðu eins og gert er ráð fyrir í drögum að skipulagi svæðisins við Reykjanesbraut. Þá segir hann að samgöngumiðstöð á þessum stað tengi starfsemi flugvall- arins betur við Reykjanesbæ og myndi vafalaust stuðla að því að flug- farþegar litu meira til þeirrar þjón- ustu sem þar er boðið upp á. Verið er að skipuleggja svæðið en Steinþór segir að nokkrir rekstrarað- ilar hafi sýnt því áhuga og séu að und- irbúa teikningar mannvirkja og fjár- mögnun. Gert ráð fyrir lagningu nýs vegar í stað Flugvallarvegar í tillögu að fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar Ný aðalaðkoma fyrir flugstöðvarumferð VEGURINN frá Reykjanesbraut niður í Keflavík sem í daglegu tali er nefndur Flugvallarvegur heitir Keflavíkurvegur samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar. Hugmyndir eru uppi um að nefna hann Borgabraut með vísan til vígorða Reykjanesbæjar: Bær nærri borgum. Á Borgabraut verða fimm hringtorg og er áhugi á að nefna þau eftir heimsborgum og segir Steinþór Jónsson að Vegagerðin hafi boðist til að láta hanna þau í anda þeirra borga sem við þau verða tengd. Hugmyndin er að neðsta torgið, á mótum Borgabrautar og Njarðarbrautar, heiti Reykja- víkurtorg en hin fjögur verði tengd einhverjum fjórum heimsborgum sem eru stórir áfangastaðir flugfarþega sem fara um Leifsstöð. Torg með borgaheitum              ! "                             #  "   !"      .& +#      $    % #   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.