Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 8

Morgunblaðið - 12.12.2004, Page 8
8 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrátt fyrir að staðaþeirra ellilífeyris-þega sem fá fullar bætur almannatrygginga hafi batnað á allra síðustu árum eru bæturnar enn undir lágmarkstaxta verkafólks. Allt fram til 1995 voru þessar bætur ör- lítið hærri en lágmarks- taxti. Þetta kemur fram í staðtölum Trygginga- stofnunar ríkisins. Fulltrúar eldri borgara hafa ítrekað bent á að bæt- ur almannatrygginga til ellilífeyrisþega hafi á síð- ustu árum ekki hækkað í takt við hækkun á lág- markstaxta verkafólks. Lögum breytt árið 1995 Árið 1995 var lögum breytt á Al- þingi sem hafði í för með sér að bætur almannatrygginga þurftu ekki lengur að fylgja launaþróun lágmarkslauna. Árið 1995 námu hámarksbætur TR 55.258 krónum, en lágmarkslaun voru þá 54.743 krónur á mánuði. Á árunum þar á eftir hækkuðu lágmarkslaun veru- lega. Árið 2001 voru lágmarkslaun komin upp í 89.584 krónur, en þá námu hámarksbætur TR 78.522 krónum á mánuði. Árið 2001 var farið að greiða svokallaðan tekjutryggingarauka og árið eftir var hann hækkaður um helming. Þetta hefur því bætt nokkuð stöðu aldraðra. Um síð- ustu áramót voru lágmarkslaun 97.783 krónur á mánuði, en há- marksbætur voru 97.151 króna. Hámarksbætur TR eru settar saman úr grunnlífeyri, tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót og tekju- tryggingarauka. Bæturnar skerð- ast ef fólk er með aðrar tekjur og fari tekjurnar upp fyrir viss mörk falla þær niður. Tölur um há- marksbætur segja þess vegna ekki nema hálfa söguna vegna þess að það er ekki nema mjög takmark- aður hluti ellilífeyrisþega sem fær óskertar hámarksbætur. Á árinu 2003 fengu tæp 95% elli- lífeyrisþega óskertan grunnlífeyri eða 25.194 ellilífeyrisþegar, tæp- lega 37% fengu greidda óskerta tekjutryggingu eða 9.713 ellilífeyr- isþegar, óskerta heimilisuppbót fengu 15% eða 3.952 ellilífeyris- þegar og 1,2% ellilífeyrisþega fengu óskertan tekjutryggingar- auka eða 314 ellilífeyrisþegar. Þetta eru þeir grunnflokkar með eingreiðslum sem ellilífeyrisþegi gat gengið að vísu að fá, ef ekki var um aðrar tekjur að ræða hjá við- komandi. Með öðrum orðum, að- eins 314 einstaklingar fengu há- marksbætur á síðasta ári eða 97.151 krónu. Aðrir fengu minna. Grunnlífeyririnn, sem þorri allra lífeyrisþega fær, nemur núna 21.249 krónum á mánuði. Frá árinu 1988 hefur grunnlífeyririnn hækkað um 124%. Lágmarkslaun hafa hins vegar á sama tímabili hækkað um 208%. Þess má geta að launavísitala hefur hækkað um 153% frá árinu 1988. Þorri ellilífeyrisþega hefur tekjur úr lífeyrissjóðum, en þær eru mjög misháar eftir því hve mikil réttindi viðkomandi hefur unnið sér inn. Á síðasta ári var meðalgreiðsla ellilífeyris úr Líf- eyrissjóði verslunarmanna um 34.000 krónur á mánuði. Bætur öryrkja hafa hækkað meira en aldraðra Hámarksbætur öryrkja eru núna 126.547 krónur, en þá er mið- að við að viðkomandi fái 21.249 krónur í aldurstengda örorku. Miðað við þessa tölu hafa há- marksbætur öryrkja hækkað um 259% frá árinu 1988. Nauðsynlegt er hins vegar að hafa í huga að ekki fá allir öryrkjar hámarksbætur. Samkvæmt tölum Trygginga- stofnunar fengu 10.275 öryrkjar grunnlífeyri á síðasta ári og 5.285 fengu tekjutryggingu, en þetta samtals gerir 63.927 krónur á mánuði. 1.149 fengu tekjutrygg- ingarauka og 2.190 fengu heimilis- uppbót. Ekki var farið að greiða út aldurstengda örorkuuppbót á síð- asta ári, en sem kunnugt er lögðu stjórnvöld fram einn milljarð króna á þessu ári til að bæta stöðu ungra öryrkja. Fréttaskýring | Hafa bætur almanna- trygginga fylgt lágmarkslaunum? Nokkur hækk- un síðustu ár Grunnlífeyrir hækkaði frá 1988 um 124% en lágmarkslaun um 208% Aldraðir telja að bætur almannatrygginga hefðu þurft að hækka mun meira. Lágmarkslaun hafa hækk- að mikið á síðustu árum  Grunnlífeyrir almannatrygg- inga hefur hækkað um 124% frá árinu 1988. Lágmarkslaun hafa hins vegar á sama tímabili hækk- að um 208%. Hámarksbætur til ellilífeyrisþega hafa hækkað um 195%, en hafa verður í huga að aðeins 314 einstaklingar fengu óskertar hámarksbætur frá Tryggingastofnun ríkisins á síð- asta ári. 25.194 ellilífeyrisþegar fengu aftur á móti óskertan grunnlífeyri. egol@mbl.is                                   !  " #$ % &' (   #   ( #  ( ( $  ( #  # )   ( $ *+  , )# - . $ /  0          Ólafur H. Magnússon ætti ekki að verða í vandræðum með að finna formið á næstu góðgerðarsamkomu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.