Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrátt fyrir að staðaþeirra ellilífeyris-þega sem fá fullar bætur almannatrygginga hafi batnað á allra síðustu árum eru bæturnar enn undir lágmarkstaxta verkafólks. Allt fram til 1995 voru þessar bætur ör- lítið hærri en lágmarks- taxti. Þetta kemur fram í staðtölum Trygginga- stofnunar ríkisins. Fulltrúar eldri borgara hafa ítrekað bent á að bæt- ur almannatrygginga til ellilífeyrisþega hafi á síð- ustu árum ekki hækkað í takt við hækkun á lág- markstaxta verkafólks. Lögum breytt árið 1995 Árið 1995 var lögum breytt á Al- þingi sem hafði í för með sér að bætur almannatrygginga þurftu ekki lengur að fylgja launaþróun lágmarkslauna. Árið 1995 námu hámarksbætur TR 55.258 krónum, en lágmarkslaun voru þá 54.743 krónur á mánuði. Á árunum þar á eftir hækkuðu lágmarkslaun veru- lega. Árið 2001 voru lágmarkslaun komin upp í 89.584 krónur, en þá námu hámarksbætur TR 78.522 krónum á mánuði. Árið 2001 var farið að greiða svokallaðan tekjutryggingarauka og árið eftir var hann hækkaður um helming. Þetta hefur því bætt nokkuð stöðu aldraðra. Um síð- ustu áramót voru lágmarkslaun 97.783 krónur á mánuði, en há- marksbætur voru 97.151 króna. Hámarksbætur TR eru settar saman úr grunnlífeyri, tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót og tekju- tryggingarauka. Bæturnar skerð- ast ef fólk er með aðrar tekjur og fari tekjurnar upp fyrir viss mörk falla þær niður. Tölur um há- marksbætur segja þess vegna ekki nema hálfa söguna vegna þess að það er ekki nema mjög takmark- aður hluti ellilífeyrisþega sem fær óskertar hámarksbætur. Á árinu 2003 fengu tæp 95% elli- lífeyrisþega óskertan grunnlífeyri eða 25.194 ellilífeyrisþegar, tæp- lega 37% fengu greidda óskerta tekjutryggingu eða 9.713 ellilífeyr- isþegar, óskerta heimilisuppbót fengu 15% eða 3.952 ellilífeyris- þegar og 1,2% ellilífeyrisþega fengu óskertan tekjutryggingar- auka eða 314 ellilífeyrisþegar. Þetta eru þeir grunnflokkar með eingreiðslum sem ellilífeyrisþegi gat gengið að vísu að fá, ef ekki var um aðrar tekjur að ræða hjá við- komandi. Með öðrum orðum, að- eins 314 einstaklingar fengu há- marksbætur á síðasta ári eða 97.151 krónu. Aðrir fengu minna. Grunnlífeyririnn, sem þorri allra lífeyrisþega fær, nemur núna 21.249 krónum á mánuði. Frá árinu 1988 hefur grunnlífeyririnn hækkað um 124%. Lágmarkslaun hafa hins vegar á sama tímabili hækkað um 208%. Þess má geta að launavísitala hefur hækkað um 153% frá árinu 1988. Þorri ellilífeyrisþega hefur tekjur úr lífeyrissjóðum, en þær eru mjög misháar eftir því hve mikil réttindi viðkomandi hefur unnið sér inn. Á síðasta ári var meðalgreiðsla ellilífeyris úr Líf- eyrissjóði verslunarmanna um 34.000 krónur á mánuði. Bætur öryrkja hafa hækkað meira en aldraðra Hámarksbætur öryrkja eru núna 126.547 krónur, en þá er mið- að við að viðkomandi fái 21.249 krónur í aldurstengda örorku. Miðað við þessa tölu hafa há- marksbætur öryrkja hækkað um 259% frá árinu 1988. Nauðsynlegt er hins vegar að hafa í huga að ekki fá allir öryrkjar hámarksbætur. Samkvæmt tölum Trygginga- stofnunar fengu 10.275 öryrkjar grunnlífeyri á síðasta ári og 5.285 fengu tekjutryggingu, en þetta samtals gerir 63.927 krónur á mánuði. 1.149 fengu tekjutrygg- ingarauka og 2.190 fengu heimilis- uppbót. Ekki var farið að greiða út aldurstengda örorkuuppbót á síð- asta ári, en sem kunnugt er lögðu stjórnvöld fram einn milljarð króna á þessu ári til að bæta stöðu ungra öryrkja. Fréttaskýring | Hafa bætur almanna- trygginga fylgt lágmarkslaunum? Nokkur hækk- un síðustu ár Grunnlífeyrir hækkaði frá 1988 um 124% en lágmarkslaun um 208% Aldraðir telja að bætur almannatrygginga hefðu þurft að hækka mun meira. Lágmarkslaun hafa hækk- að mikið á síðustu árum  Grunnlífeyrir almannatrygg- inga hefur hækkað um 124% frá árinu 1988. Lágmarkslaun hafa hins vegar á sama tímabili hækk- að um 208%. Hámarksbætur til ellilífeyrisþega hafa hækkað um 195%, en hafa verður í huga að aðeins 314 einstaklingar fengu óskertar hámarksbætur frá Tryggingastofnun ríkisins á síð- asta ári. 25.194 ellilífeyrisþegar fengu aftur á móti óskertan grunnlífeyri. egol@mbl.is                                   !  " #$ % &' (   #   ( #  ( ( $  ( #  # )   ( $ *+  , )# - . $ /  0          Ólafur H. Magnússon ætti ekki að verða í vandræðum með að finna formið á næstu góðgerðarsamkomu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.