Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 10

Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 10
10 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ H ægur bati er greinanlegur í Kambód- íu, þó er þriðjungur þjóðarinnar undir fátæktarmörkum og lífslíkurn- ar þær lægstu í Asíu eða 57 ár að meðaltali. Kambódía er ekki oft í fréttum á Íslandi, þó var það talið fréttnæmt að skipt var um kóng, og einnig þegar fyrrverandi popp- stjarnan Gary Glitter neitaði að yfir- gefa Kambódíu þrátt fyrir tilskipun og dóm fyrir að höndla með barnaklám. Landið hefur orð á sér fyrir að vera sælureitur fyrir barnaníðinga og öfugugga. Flestir þekkja óskarsverðlaunamyndina Vígvelli eða Killing Fields frá árinu 1984 eftir leikstjórann Roland Joffé, og einhverjir hafa lesið bókina Ógnir minninganna eftir Loung Ung sem gefin var út hér á landi árið 2000 (Vaka-Helgafell), en hún er um líf í skugga ógn- arstjórnar Rauðu khmeranna. Kambódíska þjóðin þarf að endurheimta styrk sinn og mennt- un og hún þarf að varðveita menninguna. Kambódía er fagurt land og gæti orðið vinsælt ferðamannaland, þjóðin á sér merka sögu, í landinu eru forn hof, mikilfenglegar ár og ósnertir skógar ásamt hreinni baðströnd. Í Kambódíu var hið fornfræga Khmer- keisaraveldi sem réð yfir landsvæði sem spannaði einnig Víetnam, Laos og Taíland. Angkar-hofin í Kambódíu eru yfir 100 talsins og flokkast sem undur, en þau voru reist á 9.–13. öld Khmer-kon- ungum til dýrðar. Þekktustu musterin eru Bayon, Ta Prohm og Angkor Wat. Ferðamenn eru velkomnir en þó var ekki búist við nema einni milljón erlendra ferðamanna árið 2004. Fáir Íslendingar leggja leið sína til Kambódíu og fáir Kambódíumenn koma hingað, því þjóðin kom illa undan 20. öldinni. Hæsta tíðni barnadauða í Asíu- löndum er í Kambódíu, en árlega deyja þar um 63 þúsund börn fimm ára og yngri og er vannæring talin valda a.m.k. helmingi dauðsfallanna. Fjórðungur barnanna deyr af völdum niðurgangs og lungnabólgu. Mörg deyja einnig við að stíga á jarðsprengjur, en hlutfall sprengja í jörð þar er eitt það hæsta í heimi. Kambódía er í 141. sæti á lista Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) þar sem 177 þjóðum er raðað eftir því hvernig þeim hefur tekist að nýta sér nýja rafræna fjarskiptatækni, Ísland er í þriðja sæti. Ruslahaugarnir í Phnom Penh Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, var í Kambódíu fyrr á þessu ári, en hann vinnur nú að viðamiklu al- þjóðlegu ljósmyndaverkefni sem ber heitið „The Survival of the Human Being“. Verkefnið lýsir lífsbaráttu jarðarbúa í svarthvít- um ljósmyndum. Hann var á ferð með Rosmarie North, sendifull- Fábrotnar óskir „Ef ég ætti sand af seðlum myndi ég kaupa mér köku,“ segir Pen Srey Pech sem ætlar sér að verða rík. „Ég hef ekki tíma til að vera í skóla,“ segir drengur sem safnar rusli á haugunum í Phnom Penh í Kamb- ódíu. Þorkell Þorkelsson myndaði daglegt líf í Phnom Penh og ná- grannaborgum og -bæjum, og Gunnar Hersveinn varpar ljósi á brot úr sögu og aðstæðum þjóðar og einstaklinga í Kambódíu. Morgunblaðið/Þorkell Gömlu hjónin Ben Thun og Ouk Neng búa í litlu húsi án herbergja með barnabörnum sínum; Pen Sith 11 ára, Pen Srey Pech 7 ára sem er HIV-smituð og Pen Vanak 16 ára sem var í skólanum þegar myndin var tekin. Faðir þeirra lést fyrir fimm árum og móðir fyrir þremur árum af völdum alnæmis. Pech á líf í vændum vegna ARV-lyfjameðferðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.