Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 25
FRÁ KEFLAVÍK
TIL FRANKFURT
Á 21.000 PUNKTUM
FARÐU ÚT Á VILDARPUNKTUM
Viltu komast í hóp þeirra 21.205 VISA korthafa sem nú þegar eiga
næga vildarpunkta til að fljúga frítt út með Icelandair? Þú safnar
punktum m.a. þegar þú notar Vildarkort VISA hér heima.
Ert þú ekki örugglega að safna? Kannaðu málið á
www.visa.is/vildarkort til að vera viss.
FÓR Í SKÍÐASKÓLA
Í AUSTURRÍKI
Síðast þegar við fjölskyldan fórum
í skíðaferð þá gátum við notað
Vildarpunktana fyrir stelpuna
okkar. Við flugum til Frankfurt
með Icelandair og keyrðum svo
til Lech í Austurríki. Myndin er
tekin þegar við erum að sækja
hana í skíðaskólann þar sem hún
eignaðist fullt af vinum, m.a. frá
Ástralíu, Portúgal og
Ungverjalandi.
Turabi, sem eitt sinn var helsti ísl-
amski hugmyndafræðingur stjórnar-
innar. Hann situr nú í fangelsi og er
gefið að sök að hafa ætlað að steypa
stjórninni. Ibrahim Khallil, leiðtogi
JEM, leiddi eitt sinn bardagamenn
Mujahedeen til að reka jihad – heilagt
stríð – sem stjórnin lýsti yfir á hendur
uppreisnarmönnum í suðurhluta Súd-
ans, að því er virðist í þeirri trú að íbú-
unum og í framhaldinu öðrum hlutum
svörtu Afríku yrði snúið með valdi til
íslamskrar trúar.
Tortryggni vegna sáttmála í suðri
Einn valdamesti ímaminn í Nyala
er Abdulhaye Alrabe. Hann sagði
mér að neyðarástand hefði skapast í
Darfur vegna þess að „fimmtíu árum
eftir sjálfstæði væri ríkisstjórnin ekki
ákveðin í að innleiða íslömsk lög í líf
okkar“. En hann sagði einnig að ein
ástæðan fyrir stríðinu væri óttinn í
Darfur, sem ætti rætur í sáttmálan-
um, sem stjórnvöld og uppreisnar-
menn í suðri, Lýðfrelsisher Súdans
(SPLA), virtust vera að koma í höfn
og fæli meðal annars í sér skiptingu
hagnaðarins af olíuauði Súdans.
„Stjórnvöld og SPLA ætla að skipta
kökunum til helminga á milli sín
þannig að það verður engin leið fyrir
súdanska hagsmunaaðila í suðri að ná
sér í hlut.“
Það var auðvelt að finna liðsmenn
SLA, sem voru tilbúnir til að tala, og
nánast allir, sem ég hitti í Darfur og
sögðust vera afrískir, lýstu yfir ótak-
mörkuðum stuðningi við uppreisnar-
menn, en það var erfitt að hafa upp á
mönnum, sem voru tilbúnir að lýsa yf-
ir stuðningi við arabísku bardaga-
mennina, sérstaklega í bæjum Darf-
ur. Áður fyrr komu arabarnir með
úlfaldana sína á markaðinn til að
stunda viðskipti. Nú komast margir
þeirra hvergi og eru umkringdir af
SLA. Mér var sagt að á þessum árs-
tíma ættu að vera mörg hundruð úlf-
aldar til sölu á Al-Manash-markaðn-
um í Nyala. Daginn sem ég fór taldi
ég aðeins 25 einmanalegar skepnur.
Jaly Abdu Alrahim úlfaldasali
sagði að uppreisnarmenn réðust
linnulaust á arabíska hirðingja og svo
dæmi væri tekið hefðu þeir náð 3.700
úlföldum og 76 manns á leið til Líbýu í
júní. Úlfaldarnir hefðu verið étnir og
ekki væri vitað um örlög þeirra, sem
hefði verið rænt. „Ef þeir finna okkur
drepa þeir okkur,“ sagði hann. „Nú
erum við orðin mjög fátæk vegna þess
að við höfum glatað úlföldunum okkar
og búpeningi og við erum svöng.“
Í liðinni viku hafa átökin harðnað í
Darfur. Tveir hjálparstarfsmenn
voru myrtir, snurða er hlaupin á þráð-
inn í friðarviðræðunum í Abuja í Níg-
eríu og Jan Egeland, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri mannúðarmála hjá
Sameinuðu þjóðunum, segir að mörg
hundruð þúsund manns gætu soltið í
hel ef átökin koma í veg fyrir að hjálp-
argögn komist í gegn. Fátt bendir til
að endalok stríðsins í Darfur séu í
augsýn.
Darfur
Höfundur er stríðsfréttaritari.