Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við erum stödd undir lágufjalli í mynni grösugsdals á íslensku höfuð-bóli. Bærinn heitir Mos-fell og tekur nafn af fjall- inu. Ártalið er um það bil 1130. Hér hafa málsmetandi bændur og höfð- ingjar búið frá því Ísland byggðist fyrst norrænum mönnum. Hundrað og þrjátíu ár eru liðin síðan sam- þykkt var á Alþingi „að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka þeir er áður voru óskírðir á landi hér“. Skömmu eftir kristnitöku var kirkja byggð í dalnum á þeim stað sem nefnist Hrísbrú og er skammt frá Mosfelli. Nú er kirkja þessi komin til ára sinna og nýlega er lokið við að reisa aðra kirkju að sjálfu höfuðból- inu. Verið er að taka gömlu kirkjuna að Hrísbrú niður. Líkamsleifar þeirra sem hvíla í garði hennar eru grafnar upp og færðar í nýja kirkju- garðinn. […] Þegar hér er komið sögu eru Ís- lendingar orðnir vel kristnir. […] Íslenskt ritmál er að fæðast: lög hafa verið skráð á bókfell norður að Breiðabólstað í Vesturhópi; ættartöl- ur eru festar á kálfskinn og kirkjunn- ar menn nota móðurmálið til að rita útleggingar á heilagri ritningu; vest- ur á Snæfellsnesi er Ari prestur Þor- gilsson að semja Íslendingabók og ef til vill að leggja drög að fyrstu gerð Landnámabókar. Sagnaritun í eigin- legum skilningi er þó ekki hafin og mun tæpast hefjast á dögum flestra þeirra sem nú eru uppi. Hálf öld er þangað til Snorri Sturluson fæðist. Framkvæmdirnar að Hrísbrú eru langt komnar. Búið er að taka þakið ofan af gömlu kirkjunni og verið er að færa altarið. Þegar því er lyft af stöpli sínum koma mannabein í ljós, öllum til undrunar. Beinin eru tölu- vert stærri en önnur sem grafin hafa verið upp þessa daga, næstum því tröllsleg. Þó er undarlegra að enginn vissi af beinum undir altarisstaðnum. Sé kirkjugarðurinn helgur reitur, er kirkjan sjálf enn heilagri. Helgast af öllu er þó altarið þar sem hin heilaga kvöldmáltíð er endurtekin í hverri messu þegar brauð og vín breytast á dularfullan hátt í hold og blóð Frels- arans. Frá því í frumkristni hafa ölturu verið reist á gröfum dýrlinga til að undirstrika þá samtengingu himins og heims sem á sér stað í messunni. […] Gröfin sjálf, þ.e. holrýmið sem geymir leifar dýrlingsins, er af lærð- um mönnum kölluð „confessio“ á lat- ínu. Í íslenskri þýðingu á erlendri sögu af helgum manni er holrýmið kallað „skrift“. Þetta íslenska orð er hlaðið margs konar merkingu á þess- um tíma. Það merkir bæði það að rita stafi á bókfell og það sem ritað er. Einnig er það notað um myndlist, því „að skrifa“ þýðir „að teikna“ og „mála myndir“. Enn fremur hefur orðið siðræna merkingu því það er í senn notað yfir játningu synda og þá refsingu sem hinn trúaði gengst und- ir til að bæta fyrir synd sína. Loks er það notað um legstað dýrlings undir altari. Fréttin af beinafundinum á Hrísbrú fer eins og eldur í sinu um dalinn. Ungt fólk og eldra drífur að til að virða fyrir sér líkamsleifarnar, ekki síst höfuðkúpuna sem þykir furðulega stór og þykk. Ýmsar get- gátur eru um hver þetta muni vera. Elsta fólkið rekur minni til að hafa í ungdæmi sínu heyrt talað um aldinn kappa sem dvaldi að Mosfelli skömmu fyrir kristnitöku hjá tengdasyni sínum Grími Svertings- syni, sem þá bjó hér. Kappinn hét Egill Skalla-Grímsson og var skáld. Hann var frá Borg á Mýrum en hafði valið að verja ellinni að Mosfelli hjá stjúpdóttur sinni Þórdísi og andast þar. Enn megi sjá leifar eftir haug sem hann hafði verið settur í. Svo vænt þótti Þórdísi um Egil að hún lét rjúfa hauginn og flytja bein hans í vígða mold eftir að hún og maður hennar tóku kristni og kirkja var fyrst reist á Hrísbrú. Egill var stór og sterkur og ljótur mjög. Líklegt þykir að þessi miklu bein séu beinin hans. En Egill var heiðingi. Hvað eru bein hans að gera í gröf heilags manns? Lá ekki við guðlasti þegar þeim var komið fyrir undir altarinu þar sem dýrlingar einir eiga að hvíla? Hvers vegna er skáld í skriftinni? Tengsl Egils sögu og kristinna texta Meðal annars skoðar Torfi hvernig táknheimur kristninnar er látinn varpa ljósi á hinn heiðna víking Egil Skalla-Grímsson: Þegar litið er á tengsl Egils sögu við kristna texta, er nauðsynlegt að hafa í huga það sem hér hefur verið Trú og pólitík í Egils sögu Bókarkafli | Skáldið í skriftinni er nýtt fræðirit eftir Torfa H. Tulinius um Egils sögu og líklegan höfund hennar Snorra Sturluson. Með ítarlegri rannsókn á byggingu sög- unnar, myndmáli, hugmyndaheimi og félagslegum veru- leika sem hún er sprottin úr reynir Torfi að varpa nýju ljósi á íslenskar miðaldabókmenntir og ævi og verk eins af helstu frumkvöðlum íslenskrar menningar. Arnolfini brúðkaupið eftir Jan van Eyck. Arnolfini-brúðkaupið eftir Jan van Eyck.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.