Morgunblaðið - 19.12.2004, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
20. desember 1994: „Dómstóll
EFTA kvað á föstudag upp
ráðgefandi álit vegna máls
finnsks innflutningsfyrir-
tækis. Samkvæmt álitinu er
samkvæmt EES-samningnum
óheimilt að viðhalda einkaleyfi
ríkisins á áfengisinnflutningi
þegar um er að ræða vöru,
sem er upprunnin innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins.
Niðurstaðan er því sú – og hún
á ekki við um Finnland ein-
göngu – að innflutningur á
áfengi á að vera frjáls, rétt
eins og á öðrum vörum, þótt
smásala kunni áfram að vera
bundin ríkiseinkaleyfi.
Álit EFTA-dómstólsins er
athyglisvert efnislega, ekki
sízt að því leyti að dómstóllinn
vísar á bug þeim röksemdum,
að ríkiseinkaleyfi sé nauðsyn-
legt til að vernda heilsu
manna fyrir skaða af völdum
áfengisneyzlu. „[…] unnt er að
ná því markmiði með ráðstöf-
unum, sem fela í minna mæli í
sér hindrun á vöruflutn-
ingum,“ segir dómstóllinn.
Þetta er í samræmi við ótal-
margar vísbendingar um að
áfengisneyzla minnki alls ekki
þótt innflutningur, dreifing
eða sala áfengis sé á hendi rík-
isins. Niðurstaða EFTA-
dómstólsins styður því þá af-
stöðu Morgunblaðsins að
tímabært sé að endurskoða
það kerfi einokunar í áfeng-
issölu hér á landi, sem hefur
fyrir löngu gengið sér til húð-
ar og stríðir að flestu leyti
gegn nútímalegum hugs-
unarhætti.“s
. . . . . . . . . .
19. desember 1984: „Fé-
lagsdómur hefur nú sýknað
Reykjavíkurborg í máli sem
BSRB höfðaði fyrir hönd
Starfsmannafélags borg-
arinnar til að fá úr því skorið
hvort borgaryfirvöldum hefði
borið að greiða þeim laun fyr-
irfram, sem boðað höfðu verk-
fall 4. október síðastliðinn.
Niðurstaða fjögurra af fimm
dómurum í Félagsdómi var
sú, að borgaryfirvöld hefðu
farið rétt að, þegar þau
ákváðu að greiða verkfalls-
mönnum ekki laun.
Þessi niðurstaða Félagsdóms
er í samræmi við álit þeirra
lögfræðinga sem Reykjavík-
urborg studdist við þegar
ákvörðun um þetta efni var
tekin. BSRB taldi hins vegar
hér um skýlaust lögbrot að
ræða. Þeirri skoðun hefur nú
verið hnekkt.“
. . . . . . . . . .
19. desember 1974: „Frum-
varp til fjárlaga fyrir árið 1975
er nú til lokaafgreiðslu á Al-
þingi. Engum þarf að koma á
óvart, að hér er um að ræða
einhverja mestu hækkun á
milli ára á niðurstöðutölum
fjárlagafrumvarps, sem átt
hefur sér stað. Ástæðan fyrir
þessari hækkun er fyrst og
fremst þróun erfnahags- og
fjármála á þessu ári. Fjárlaga-
frumvarpið hlýtur ávallt að
endurspegla ástand efnahags-
málanna og það frumvarp,
sem nú er til meðferðar á Al-
þingi, ber glöggt vitni um þá
ringulreið, sem hér hefur ríkt
í efnahagsmálum á þessu ári.
Við höfum ekki einvörðungu
slegið Íslandsmet í verðbólgu
heldur Evrópumet og annað
er með öllu útilokað en þessar
aðstæður hafi veruleg áhrif á
fjárlagagerð.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
að er ekki oft, að menn skapi
sér af eigin rammleik nýjan
starfsferil eftir áratuga
starf á öðru sviði. Það hefur
Ragnar Arnalds, fyrrum al-
þingismaður og ráðherra,
gert. Hann var kjörinn á
þing 25 ára gamall og varð
formaður hins nýstofnaða Alþýðubandalags
þrítugur að aldri og ráðherra um fertugt. Áður
en hann var kjörinn á þing hafði hann verið
virkur í starfi samtaka herstöðvaandstæðinga.
Á síðari hluta stjórnmálaferils síns hófst
hann handa við leikritagerð og hafa nokkur
leikrita hans verið sýnd, bæði í Þjóðleikhúsinu
og hjá Leikfélagi Reykjavíkur svo og víða á
landsbyggðinni, ekki sízt í hans gamla kjör-
dæmi. Og nú er komin út fyrsta skáldsaga
hans, Maríumessa, í senn vel skrifuð, fróðleg og
spennandi.
Einn af bókmenntagagnrýnendum Morgun-
blaðsins, Skafti Þ. Halldórsson, sagði í ritdómi
hér í blaðinu fyrir nokkrum vikum um þessa
bók:
„Póstkólóníalismi er hugtak, sem lítið hefur
farið fyrir í íslenzkri menningarumræðu enda
þótt Íslendingar séu óumdeilanlega fyrrum ný-
lenda. Það er þó mín skoðun, að Sigfús Daða-
son hafi með skrifum sínum í Tímariti Máls og
menningar á sínum tíma um Franz Fanon,
menningarnýlendustefnu Bandaríkjamanna og
fyrrum nýlendukúgara í Evrópu verið meðal
brautryðjenda þessarar greinar menningar-
fræðinnar í Evrópu. Því er upp á þessari um-
ræðu bryddað hér að þjóðernishyggja eftir-
stríðsáranna og eftirnýlendutímans er vakin
upp í nýlegri sögulegri skáldsögu eftir Ragnar
Arnalds, sem hann nefnir Maríumessu.“
Engum sem þekkir til rithöfundarins kemur
þetta á óvart. Þjóðernisleg afstaða til sögu
þjóðarinnar, sjálfstæðisbaráttu hennar og
stöðu Íslendinga í heimi nútímans hefur ein-
kennt stjórnmálaferil Ragnars Arnalds frá
upphafi og til þessa dags og endurspeglast m.a.
í baráttu hans nú gegn aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu. Að vísu geta aðrir verið þeirr-
ar skoðunar, að þjóðernishyggja þurfi ekki
endilega að koma fram í baráttu gegn banda-
ríska varnarliðinu á Íslandi heldur þvert á móti
í baráttu fyrir veru þess hér en það er önnur
saga, sem ekki verður fjallað um nú.
Á seinni áratugum hafa yngri kynslóðir
gjarnan litið svo á, að í þjóðernishyggju fælist
eitthvað neikvætt. Það er mikill misskilningur.
Hvað er neikvætt við það, að fólk hafi ást á þjóð
sinni, sögu hennar og örlögum og landinu, sem
hún hefur lifað í? Barátta Íslendinga fyrir sjálf-
stæði sínu byggðist ekki sízt á þjóðernishyggju.
Áður tengdist hún sögu landsins og menningar-
arfleifð. Yngri fræðimenn hafa vakið athygli á
því, að nú tengist hún fremur sterkri tilfinningu
fyrir fegurð landsins og náttúru þess, sem vafa-
laust er rétt.
Í því ljósi má líta svo á, að barátta ekki sízt
ungs fólks og alveg sérstaklega kvenna fyrir
verndun umhverfisins og gegn náttúruspjöllum
sé til marks um nútímalega þjóðernishyggju.
Slíkri baráttu á að sýna virðingu, hvort sem
menn eru sammála eða ósammála þeim sjón-
armiðum, sem fram eru sett.
Skafti Þ. Halldórsson segir í ritdómi sínum:
„Bygging sögunnar er einföld og hún dregur
upp einfalda mynd af andstæðum kúgaranna og
hins kúgaða. En í þessari aðferð eru fólgnar
hættur. Þannig sýnist mér Ragnar frekar en
hitt fegra þátt íslenzkrar yfirstéttar í sögunni
og gera sér far um að draga býsna neikvæða
mynd af Dönum. Aðferðin hindrar líka flæði
milli herbúða þannig að of mikið er gert úr
sögulegum andstæðum íslenzkrar yfirstéttar
og danska valdsins. Þetta var raunar einkenni á
hinu þjóðernissinnaða líkani Íslandssögunnar,
einkum á fyrri hluta 20. aldarinnar.“
Þetta er athyglisvert sjónarmið, sem dregur
skýrt fram mismunandi viðhorf og sjónarmið
tveggja kynslóða núlifandi Íslendinga. Kynslóð
Ragnars Arnalds var alin upp í mjög gagnrýnu
viðhorfi til Dana. Að sumu leyti má segja, að
henni hafi verið innrætt það sem kalla má
Danahatur. Þetta var gert með kennslubókum í
Íslandssögu og sögukennslu í skólum, barna-
skólum, gagnfræðaskólum og menntaskólum.
Sögukennslan mótaðist af sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar á síðari hluta 19. aldarinnar og
fram eftir 20. öldinni.
Kynslóð gagnrýnandans veit ekki hvaðan á
hana stendur veðrið, þegar hún kynnist þessari
sýn á íslenzka sögu. Sennilega er kynslóð rit-
höfundarins ein sú síðasta, sem mótaðist af
þessum viðhorfum. En Skafti Þ. Halldórsson
vekur upp áhugaverða umræðu með þessum at-
hugasemdum. Var þetta rangt sjónarhorn á
söguna? Var of langt gengið í innrætingu
hverrar kynslóðar á fætur annarri í þessu við-
horfi til Dana?
Víst er að það hefur tekið þá, sem meðtóku
„Danahatrið“, töluverðan tíma að losna undan
áhrifum þeirrar sögukennslu en stærsta skrefið
í þeim efnum var áreiðanlega stigið með af-
hendingu handritanna. Handritin í Kaup-
mannahöfn áttu drjúgan þátt í að viðhalda hinu
gagnrýna sjónarhorni á athafnir Dana á Ís-
landi.
Að baki Maríumessu Ragnars Arnalds liggur
augljóslega mikil rannsókn á tíðaranda, lífs-
viðhorfum og lífsháttum bæði á Íslandi og í
Danmörku á þeim tíma, sem sagan fjallar um.
Það er ekki sízt styrkur þessarar fyrstu skáld-
sögu fyrrverandi forystumanns vinstri manna
og herstöðvarandstæðinga á Íslandi.
Nýtt landnám
Á sama tíma og síð-
asta kynslóðin, sem
fæddist í konungs-
ríkinu Íslandi, er að horfa til baka og leggja
mat á sögu lands og þjóðar á síðustu nokkur
hundruð árum er ný kynslóð Íslendinga, sem
þekkir ekki sjálfstæðisbaráttuna nema af sögu-
bókum og man varla þorskastríðin, að hefja
nýtt íslenzkt landnám í útlöndum. Raunar fór
ekki á milli mála, að sumum Dönum mislíkaði,
þegar íslenzk fyrirtæki keyptu Magasin du
Nord á dögunum. Kannski má segja, að með
þeim viðskiptum hafi verið hefnt fyrir gerðir
Herlufs Daa í skáldsögu Ragnars Arnalds!
Fyrir skömmu gaf Morgunblaðið út sérblað
um strandhögg íslenzkra kaupsýslumanna á
Bretlandseyjum. Það blað er raunar að koma út
á ensku næstu daga. Við lestur þess verður
ljóst, að viðskiptaumsvif Íslendinga í Bretlandi
eru orðin ótrúlega mikil og á mörgum sviðum.
Þar hafa auðvitað margir komið við sögu. Ís-
lenzk fisksölufyrirtæki hafa lengi starfað í
Bretlandi og hið sama má segja um Flugleiðir
og forvera þess félags, Loftleiðir og Flugfélag
Íslands. En á engan er hallað þótt sagt sé, að
hinn umdeildi kaupsýslumaður, Jón Ásgeir Jó-
hannesson, hafi lagt grundvöll að mikilli þátt-
töku íslenzkra fyrirtækja í brezku viðskiptalífi
seinni árin. Þar fylgja að vísu fast á eftir bræð-
urnir í Bakkavör og forsvarsmenn KB-banka.
Miðstöð alþjóðlegra viðskipta Björgólfs Thors
Björgólfssonar er í London en aðalathafna-
svæði hans er hins vegar í austurhluta Evrópu.
Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er skýrt
frá því, að Baugur og samstarfsaðilar hafi seint
í gærkvöldi, föstudagskvöldi, lokið yfirtöku á
brezka stórfyrirtækinu Big Food Group og þar
sé um að ræða viðskiptasamning, sem nemur
samtals 112 milljörðum króna.
Hver er lykillinn að velgengni íslenzkra fyr-
irtækja í Bretlandi og raunar víðar um þessar
mundir? Augljóst er að hin nýja kynslóð ís-
lenzkra kaupsýslumanna býr yfir sjálfstrausti,
sem ekki var áður til staðar hjá þjóð, sem fór
ekki að standa á eigin fótum fyrr en 1944 og
varð að berjast við erfiðan hag alveg fram yfir
1960. Og þeir hafa kjark til að láta að sér kveða.
Það er hægt að velta því fyrir sér, hvernig
þetta sjálfstraust er til komið. Sú var tíðin, að
Íslendingar treystu sér ekki til annarra við-
skipta í útlöndum en selja fisk, starfsemi sem
átti sér auðvitað langa sögu, og að reka sölu-
skrifstofur fyrir íslenzku flugfélögin í öðrum
löndum. Það eru ekki nema rúmlega þrír ára-
tugir liðnir frá því, að landsmenn horfðu með
nokkru stolti á söluskrifstofur íslenzku flug-
félaganna í stórborgum beggja vegna Atlants-
hafsins.
Sjálfsagt er grundvöllurinn að þessu nýja
sjálfstrausti almenn velmegun þjóðarinnar á
síðustu árum og aukið frelsi til umsvifa. Fyrir
hálfri öld var enn búið í torfbæjum víða um
land og þeir sem eru að skríða út úr torfbæjum
og af moldargólfum eru ekki líklegir til mikilla
umsvifa úti í heimi, þótt sagan geymi að vísu
dæmi um það m.a. í viðskiptastarfsemi Einars
Benediktssonar. Í kjölfar þess tók við ný bar-
átta við að koma undir sig fótunum í nútíma
samfélagi.
En nú eru Íslendingar í hópi ríkustu þjóða
heims og þjóðin býr yfir menntun og þekkingu
til jafns við aðrar þjóðir. Líklegt má telja, að í
öllu þessu megi að hluta til leita skýringar á ný-
fengnu sjálfstrausti íslenzkra kaupsýslumanna.
Eitt er að kaupa fyrirtæki. Annað að reka
þau með góðum árangri. Á Bretlandseyjum er
nú um að ræða gífurlegar fjárfestingar ís-
lenzkra fyrirtækja alla vega á mælikvarða smá-
þjóðar. Mikill hluti þessara fjármuna er tekinn
að láni. Þegar kaupin eru afstaðin tekur við það
daglega verkefni að reka fyrirtækin og sjá til
ÚTRÁS MENNINGARINNAR
Útrás viðskiptalífsins til annarralanda vekur mikla athygli umþessar mundir og er m.a.
fjallað um hana í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins í dag. En ekki er síð-
ur ástæða til að vekja athygli á útrás
menningarinnar.
Sýning íslenzks leikhóps á Rómeó
og Júlíu vakti athygli hér en ekki síður
í Bretlandi og raunar svo mjög að
margir af þekktustu leikurum Bret-
lands hafa lýst vilja til að taka þátt í
sýningunni. Ljóst er að forsetafrúin
Dorrit Moussaief og tengsl hennar
koma þar við sögu og ekki í fyrsta sinn
að hún veitir íslenzku menningar-
framtaki öflugan stuðning. Það breyt-
ir hins vegar engu um það mikla afrek
sem ungir, íslenzkir leikarar hafa unn-
ið með því að ná fótfestu í hinum harða
leikhúsheimi í Bretlandi með þessum
hætti.
Það er nú að verða daglegt brauð að
íslenzkir rithöfundar nái miklum ár-
angri með bækur sínar á alþjóðlegum
vettvangi. Einar Már Guðmundsson
hefur augljóslega haslað sér völl á er-
lendum mörkuðum með bækur sínar
og er mikið lesinn, m.a. á Norðurlönd-
um. Hið sama má segja um Arnald
Indriðason sem náð hefur ótrúlegum
árangri á skömmum tíma í Evrópu.
Góðar viðtökur sem bækur Ólafs Jó-
hanns Ólafssonar hafa fengið í öðrum
löndum fara ekki á milli mála. Hann er
raunar eini íslenzki rithöfundurinn
sem komizt hefur að nokkru marki á
blað í Bandaríkjunum auk Halldórs
Laxness en um leið athyglisvert að
Ólafur Jóhann gefur bækur sínar allt-
af út fyrst hér á Íslandi. Og ástæða til
að taka eftir þeirri ræktarsemi þar
sem Ólafur Jóhann hefur búið og
starfað í Bandaríkjunum í tvo áratugi.
Hér hafa einungis verið nefnd nokk-
ur dæmi af mörgum. Það skiptir hins
vegar ekki síður máli fyrir okkur Ís-
lendinga að ná árangri í hinni menn-
ingarlegu útrás. Sagan sýnir að ár-
angur á sviði menningar leiðir til
aukinna viðskipta. Þess vegna eru ís-
lenzk fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum að
stuðla að eigin hag með því að veita
menningunni lið á alþjóðavettvangi.
ÞJÓÐIN OG OLÍUFÉLÖGIN
Ekki fer á milli mála að þjóðin ermjög ósátt við olíufélögin eftir
þær upplýsingar sem fram hafa komið
um verðsamráð þeirra í milli þótt eng-
inn endanlegur dómur hafi fallið í
þeim efnum.
Í Morgunblaðinu í gær birtist grein
eftir Reyni Tómas Geirsson, prófessor
og sviðsstjóra við Landspítala – há-
skólasjúkrahús. Í grein þessari segir
m.a.:
„Ég vil nú leyfa mér að leggja til við
olíufélögin og stjórnvöld að þau hætti
við að eyða miklu fé og tíma í mála-
rekstur vegna þessa þar sem ólíklegt
er að sú leið verði til farsældar fyrir
almenning. Í staðinn leiti olíufélögin
sátta gagnvart þjóðinni með því að
endurgreiða henni til dæmis þá tvo og
hálfan milljarð sem sagt er að hafi ver-
ið oftekinn á síðasta áratug, m.a. af
Reykvíkingum.“
Síðan segir prófessorinn:
„Næsta stórverkefni þjóðarinnar á
eftir Kárahnjúkum á að vera að halda
áfram með myndarlegum hætti upp-
byggingu Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss í Reykjavík, stofnun þar
sem saman fer hágæðaþjónusta,
menntun og vísindi til framfara fyrir
alla landsmenn.“
Síðan leggur Reynir Tómas til að
olíufélögin leggi fram fjármuni til
þessa verkefnis og nái þannig sáttum
við þjóðina.
Umhugsunarefni fyrir olíufélögin?