Morgunblaðið - 19.12.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 41
UMRÆÐAN
hitinn hækkaði um þrjár gráður á
Celsius í heiminum gæti lands-
framleiðslan í þróunarlöndunum
minnkað um 2–9% á ári, auk þess
sem það myndi hafa skelfileg áhrif
á heilsu og lífskjör íbúanna og við-
kvæm vistkerfi.
Auðugu ríkin þurfa að gegna for-
ystuhlutverki í því að draga úr nið-
urgreiðslum á óhreinni orku. Þess-
ar niðurgreiðslur nema rúmum 200
milljörðum dollara á ári [12.600
milljörðum króna], meðal annars í
löndum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD). Þessum
löndum ber skylda til að ganga
fram fyrir skjöldu, draga úr kol-
efnafrekri orkuframleiðslu og
-notkun, taka upp nýjar tegundir
orkugjafa og tækni sem eykur
orkunýtnina, og stuðla á sama tíma
að þróun og notkun hreinnar orku í
þróunarlöndunum. Það er óraun-
sætt að ætlast til þess að þróun-
arlöndin, þar sem um 1,6 milljarðar
manna hafa ekki aðgang að raf-
magni, axli byrðarnar sem tengjast
nauðsynlegum tæknibreytingum.
Þetta er ekki spurning um ann-
aðhvort eða. Við þurfum ekki að
velja á milli alþjóðlegra reglna um
losun koltvísýrings annars vegar
og tækniþróunar og aðlögunar að
afleiðingum loftslagsbreytinga hins
vegar. Við verðum að velja hvort
tveggja. Við getum ekki beðið til
ársins 2015 til að komast að raun
um að aldamótamarkmiðin um að
draga úr fátækt í heiminum um
helming eru í hættu vegna skað-
legra áhrifa loftslagsbreytinganna
á tilraunirnar til að tryggja efna-
hagslegar framfarir í þróunarlönd-
unum.
Frekari hlýnun á yfirborði jarð-
ar verður til þess að vandamálið
versnar, vegna þess að sjávarmálið
hækkar og veðurfarið verður
óstöðugra og válegra í náinni fram-
tíð. Til að mynda gæti orðið meira
um mikla úrkomu eða hitabylgjur
sem leiddu til fleiri flóða eða
þurrka. Á ári hverju deyja að
minnsta kosti 150.000 manns af
völdum hlýnunarinnar, samkvæmt
tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar, WHO. Þessar tölur
gætu hækkað vegna hugsanlegra
farsótta sem geta blossað upp og
stefnt í hættu tilraunum til að
draga úr dánartíðninni meðal
barna, bæta næringu og uppræta
malaríu.
Frá sunnanverðri Afríku til Mið-
Ameríku, frá Bangladesh til Afgan-
istans hefur fátækt fólk fengið að
kenna á afleiðingum þurrka og
flóða. Á síðasta áratug hafa lofts-
lagsbreytingarnar haft skaðleg
áhrif á líf tveggja milljarða manna
og flestir þeirra búa í fátæku lönd-
unum.
Samkvæmt Kyoto-bókuninni á
kolefnalosunin í iðnríkjunum að-
eins að minnka um 5% að meðaltali
á árunum 2008 til 2012, miðað við
losunina árið 1990. Nú gefst tæki-
færi til að horfa fram á við og fá
allt alþjóðasamfélagið til stuðnings
við málstaðinn, án nokkurra und-
antekninga, þótt ríkin beri mis-
mikla ábyrgð, til að tryggja örugg-
ari heim og afstýra því að
heimurinn einkennist af hnignun í
umhverfismálum og félagslegum
átökum eins og spáð hefur verið.
Hægt er að ná raunverulegum
árangri í baráttunni fyrir fram-
förum í þróunarlöndunum og varð-
veita plánetu okkar. Fyrst þurfa þó
öll ríki heims og einkum þróun-
arlöndin að bregðast við loftslags-
breytingunum með því að fella um-
hverfisverndarsjónarmiðin inn í
stefnu sína og bæta stjórnunina í
mikilvægum málaflokkum eins og
orku-, vatns- og samgöngumálum.
Auðugu ríkin þurfa einnig að beita
sér fyrir umhverfisvænni fram-
leiðslu og neyslu og beita frum-
legum úrræðum eins og sérstökum
sjóðum til að kaupa mengunar-
kvóta af þróunarlöndunum. Aðeins
þá mun draga úr hættunni sem
steðjar að heiminum og fátæka
fólkinu sem skaðast mest á afleið-
ingum loftslagsbreytinganna.
Höfundur er varaforseti þeirrar
deildar Alþjóðabankans sem fer með
málefni sem tengjast sjálfbærri
þróun.
Til sölu Reiðskólinn Þyrill í Víðidal í Reykjavík.
Reiðskólinn er í eigin húsnæði. Þetta er heilsársskóli með nám-
skeiðum á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, nám-
skeiðum fyrir fatlaða og frjálsum námskeiðum á ýmsum stigum
hestamennskunnar, einkum fyrir börn og unglinga. Þyrill rekur
einnig hestaferðir, stuttar og langar, eftir atvikum. Mest eru það
ferðir með fólk sem dvelur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu.
Nánari uppl. á skrifstofu FM, sími 550 3000. Sjá einnig fmeign-
ir.is og mbl.is. Einnig má sjá upplýsingar um reiðskólann á
www.thyrill.is. 18180
REIÐSKÓLINN ÞYRILL
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Þverholt - Heil húseign
auk byggingarréttar
Hér er um að ræða heila húseign
sem er 2.923 fm og skiptist í kjallara
og fjórar hæðir. 1.-4. hæð eru góðar
skrifstofuhæðir, hver með 6-10 af-
stúkuðum skrifstofum, opnum vinnu-
rýmum, skjalageymslum, tækjarým-
um og salernum. Svalir eru á hverri
hæð og útsýnis nýtur af efri hæðum.
Kjallari hússins er með mikilli lofthæð
og góðum innkeyrsludyrum og var
upphaflega teiknaður sem bílageymsla. Húsið býður uppá ýmsa nýtingar-
möguleika og hefur m.a. verið teiknað 107 herbergja hótel í því og einnig gæti
húsið verið vel til þess fallið að hýsa stofnanir. Allar nánari upplýsingar og
teikningar á skrifstofu.
Garðastræti Glæsilegt 330 fm einbýlis-
hús í miðborginni. Fjögur sérbílastæði á
lóðinni. Eignin skiptist þannig að efri
hæð er glæsileg 110 fm 4ra herb. íbúð
sem er öll nýlega innréttuð á afar vand.
og smekklegan máta. Neðri hæð er inn-
réttuð sem 4ra herb. íbúð og er í ágætu
ásigkomulagi. Kjallari hússins er í dag
innrétt. sem geymslur, þvottaherb. og
íbúðarherb. Mögulegt er að tengja sam-
an neðri hæð og kj. og gera úr því eina
íbúð. Einnig er húsið mjög vel til þess
fallið að breyta í einbýlishús.
Skipholt Björt og mikið endurnýjuð 105
fm endaíbúð á 3. hæð. Íbúðinni fylgir
8,3 fm séríbúðarherb. og sérgeymsla í
kj. og 22 fm bílskúr. Íb. skiptist í stórt
hol, eldhús m. nýjum vönd. tækjum,
uppgerðum innrétt. og góðri borðaðst.,
bjarta stofu, 3 rúmgóð herb. og nýlega
endurn. flísalagt baðherb. Vestursvalir.
Gler og gluggar nýir að hluta. Parket og
mósaikflísar á gólfum. Verð 18,7 millj.
Nesvegur Falleg 86 fm 4ra herb. íbúð
með sérinngangi. Íbúðin skiptist í for-
stofu, hol, bjarta stofu m. útsýni til sjáv-
ar, flísal. baðherb. sem er nýlega upp-
gert, 3 herb., þvottaherb. og eldhús m.
fallegri innrétt. Geymsluris yfir íbúð.
Verð 17,5 millj.
Óðinsgata Falleg 94 fm 4ra herb. íbúð,
hæð og ris, með sérinng. í Þingholtun-
um. Íbúðin skiptist í tvær stofur, tvö
herb., eldhús með eldri innrétt., bað-
herb. og snyrtingu. Sérgeymsla og
sameiginlegt þvottahús í kjallara. Svalir
út af annarri stofunni með útsýni yfir
Tjörnina. Verð 18,5 millj.
Asparás - Gbæ Glæsileg 89 fm 3ja
herb. íbúð á neðri hæð í nýlegu ál-
klæddu 2ja hæða fjölbýli auk 7,8 fm
sérgeymslu. Stofa m. útg. á hellulagða
verönd til suðurs, eldhús m. vönduðum
innrétt. og tækjum, góð borðaðst., 2
herb., bæði með skápum, flísal. þvotta-
herb. og flísal. vandað baðherb. Parket
á gólfum. Verð 19,4 millj.
Sólheimar 85 fm íbúð á 5. hæð í góðu
lyftuhúsi. Opið eldhús, stofa, 2 herb.,
bæði með skápum og flísal. baðherb.
Stórkostlegt útsýni, svalir eftir endil.
stofunni. Sérgeymsla í kj. og önnur á
hæðinni. Verð 15,7 millj.
Miklabraut Vel skipulögð og nokkuð
endurnýjuð 64 fm íbúð á 2. hæð með
5,1 fm geymslu í kj. Eldhús m. góðri
borðaðst. og uppgerðum innrétt., rúm-
góð stofa og herb. með skápum. Nýtt
gler og gluggar, þrefalt að hluta. Verð
10,9 millj.
Fjögurra til fimm herbergja björt og falleg „penthouse“-íbúð á tveimur hæðum í sérlega fal-
legu fjölbýlishúsi. Íbúðin er 118,8 fm (m. geymslu) en auk þess er stæði í bílageymslu.
Íbúðin skiptist í: Á neðri hæð er hol, stofa/borðstofa, eldhús og útg. á svalir. Á efri hæð er
sjónvarpshol, þrjú góð svefnherbergi, bað og sérþvottahús. Í kjallara fylgir sérgeymsla og
gott stæði í bílageymslu o.fl. Verð 22,0 m. 4658
FLÉTTURIMI - „PENTHOUSE“
REYNIMELUR - HÆÐ Vorum að
fá í sölu fallega 3ja herb. hæð í 3-býlishúsi.
Íbúðin skiptist m.a. í tvær samliggjandi stof-
ur með rennihurð á milli og herbergi. Endur-
nýjað baðherbergi. Íbúðin er laus fljótlega. V.
15,9 m. 4663
STÓRAGERÐI - NÝSTAND-
SETT BLOKK 4ra herb. um 100 fm
mjög falleg íbúð á 4. hæð með góðu útsýni.
Íbúðin skiptist í 2 saml. stofur (skiptanl.), 2 stór
herb. o.fl. Nýl. parket á gólfum. Nýir gluggar
og gler o.fl. Ákv. sala. V. 15,9 m. 4673
ÞVERBREKKA - FALLEG Vor-
um að fá í sölu mjög fallega um 50 fm íbúð
á 2. hæð í lyftuhúsi. Góðar svalir. Fallegt út-
sýni. Ákv. sala. V. 9,9 m. 4654
SÓLTÚN - LAUS FLJÓT-
LEGA 2ja herb. falleg og björt íbúð á
jarðhæð í nýlegri blokk. Íbúðin skiptist í hol,
baðherbergi, eldhús, stofu og svefnherbergi.
V. 12,5 m. 4651
AUSTURSTRÖND - 62 FM
MEÐ BÍLAGEYMSLU 2ja
herbergja 62 fm íbúð á 3. hæð í lyftublokk
ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin snýr öll til
vesturs og skiptist í rúmgott hol, eldhús,
baðherbergi, svefnherbergi og rúmgóða
stofu. Sérgeymsla fylgir íbúðinni á geymsl-
ugangi. Þvottahús. er sameiginlegt á hæð-
inni. V 11,9 m. 4652
GLEÐILEG JÓL!
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í GRANDALEYSI mínu var ég að
leita á Netinu og skoða síður og
rakst þá á áhugaverða síðu sem
opnaði hug minn.
Stopp.is er íslensk dýravernd-
unarsíða sem á allan heiður skil-
inn. Þar var verið að fjalla um
meðferð hunda í Dalsmynni.
Ég áttaði mig ekki alveg strax á
því um hvað var verið að tala fyrr
en ég sá myndirnar: Hundar liggj-
andi á dagblöðum í eins fermetra
klefa.
Ég fór að lesa mér til um þessa
starfsemi og varð stórlega
hneyksluð á þessari meðferð á
hundum.
Eigandi Dalsmynnis, opnaðu
augu þín og sjáðu hve illa þú ferð
með dýrin. Guð gaf okkur öllum
þessa plánetu – ekki bara mönn-
unum.
Hvet ég alla til að fara á heima-
síðuna: http://www.stopp.is og fyr-
irtæki og heimili að styrkja starf-
semi þeirra, svo að þessi fjölda-
framleiðsla á hvolpum hætti.
Magnea Hilmarsdóttir á lof skil-
ið fyrir að safna saman upplýs-
ingum og skýrslum um Dalsmynni.
Hundurinn er besti vinur
mannsins – ferð þú svona með vini
þína?
TINNA HALLSDÓTTIR,
Brekkutúni 14, 200 Kópavogi.
Skammarleg með-
ferð í Dalsmynni!
Frá Tinnu Hallsdóttur
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111