Morgunblaðið - 19.12.2004, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 47
MINNINGAR
✝ Guðrún Pálsdótt-ir Ullsten fæddist
í Reykjavík 13. mars
1918. Hún lést í
Västerås í Svíþjóð 8.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Páll
Magnússon járn-
smíðameistari (f.
1877, d. 1960) og
Guðfinna Einarsdótt-
ir (f. 1888, d. 1950)
kona hans. Guðfinna
var dóttir Einars
Einarssonar bónda í
Laxárdal í Gnúp-
verjahreppi og síðar organista í
Hafnarfirði og Sigríðar Jónsdótt-
ur frá Hörgsholti í Hrunamanna-
hreppi. Páll var sonur Magnúsar
Pálssonar bónda í Lambhaga í
Mosfellssveit og Guðbjargar Jóns-
dóttur frá Helgafelli í sömu sveit.
Börn Guðfinnu og Páls voru átta:
1) Sigríður, f. 1913, d. 1940, gift
Hauki Gröndal. 2) Einar, f. 1914,
d. 1973, kvæntur Guðlaugu Valdi-
mars. 3) Guðbjörg, f. 1915, d.
1992, gift Árna Tryggvasyni. 4)
Kristín, f. 1917, gift Einari B.
Pálssyni. 5) Guðrún, f. 1918, d.
2004, gift Arne
Ullsten. 6) Brynhild-
ur, f. 1920 d. 1995,
ógift. 7) Magnús, f.
1922, d. 1984, kvænt-
ur Kristrúnu Hreið-
arsdóttur. 8) Jóhann,
f. 1931, kvæntur
Hrafnhildi Jónsdótt-
ur. Guðrún ólst upp
á heimili foreldra
sinna á Bergstaða-
stræti 4. Hún gekk í
Landakotsskóla og
settist síðan í
Menntaskólann í
Reykjavík og lauk
þaðan stúdentsprófi átján ára
gömul vorið 1936. Árið eftir sigldi
hún til Svíþjóðar og lauk tann-
læknanámi í Stokkhólmi 1940.
Guðrún giftist Arne Ullsten
verkfræðingi 1945 og settust þau
að í Västerås þar sem hún stofnaði
tannlæknastofu og rak hana þar
til hún lét af störfum vegna ald-
urs. Dætur Guðrúnar eru Guðrún
Agneta, f. 1946, og Edda Mari-
Ann, f. 1948, d. 2000.
Útför Guðrúnar fór fram í
Västerås 24. september síðastlið-
inn.
Látin er, í Västerås í Svíþjóð mág-
kona mín Guðrún Pálsdóttir tann-
læknir. Foreldrar hennar voru hjónin
Guðfinna Einarsdóttir bónda í Lax-
árdal í Gnúpverjahreppi og síðar org-
anista í Hafnarfirði og Páll Magnús-
son járnsmíðameistari frá Lambhaga
í Mosfellssveit. Páll lærði ungur járn-
smíði hjá Þorsteini Tómassyni járn-
smíðameistara, sem bjó og hafði
verkstæði sitt við sjálfa Lækjargöt-
una næst sunnan við Skólabrú. Það
var áður en byggt var yfir lækinn.
Páll sigldi til Kaupmannahafnar til
frekara náms í járnsmíði. Eftir heim-
komu setti hann á fót eigin járn-
smiðju á Bergstaðastræti 4 í Reykja-
vík. Þar koma saman þrír af helstu
umferðarvegum, sem lágu út úr borg-
inni, Laugavegur, Skólavörðustígur
og Bergstaðastræti. Þar reisti hann
sér stórt íbúðarhús og járnsmiðju og
þar var að sjálfsögðu port til þess að
járna hesta. Það má enn sjá þótt járn-
smiðjunni hafi nú verið breytt í list-
munaverslun. Við þessar aðstæður
ólust upp átta börn þeirra Guðfinnu
og Páls Magnússonar; Sigríður, Ein-
ar, Guðbjörg, Kristín kona mín, Guð-
rún, Brynhildur, Magnús og Jóhann.
Öll voru þau systkin gædd listrænum
hagleik til munns og handa, þ.á m. í
tónlist og hvers konar handverki. Af
þeim eru nú Kristín og Jóhann á lífi.
Guðrún Pálsdóttir, sem hér er
minnst, fæddist 1918. Hún stundaði
barnaskólanám í Landakotsskóla, en
settist síðan í Menntaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan stúdents-
prófi átján ára gömul vorið 1936. Árið
eftir hélt hún til Svíþjóðar og hóf nám
í tannlækningum í Stokkhólmi. En
örlagaríkir tímar fóru í hönd. Heims-
styrjöldin síðari brast á haustið 1939
og Danmörk og Noregur voru her-
numin af Þjóðverjum vorið 1940, en
Ísland af Bretum. Tók þá fyrir sam-
göngur milli Íslands og annarra
Norðurlanda. Haustið 1940 fékkst
samt heimild til þess að strandferða-
skipið Esja færi eina ferð til Petsamo
í Norður-Finnlandi til þess að sækja
hóp Íslendinga á Norðurlöndum, sem
ekki höfðu komist heim vegna styrj-
aldarinnar. Örfáir mánuðir voru þá
eftir af námi Guðrúnar, og gat hún
ekki slegist í hópinn með löndum sín-
um. En snemma um vorið 1942 lagði
hún í það áhættusama ferðalag að
fljúga frá Svíþjóð til Lundúna og
sigla síðan með togara til Reykjavík-
ur. Eftir heimkomuna hóf Guðrún
störf á tannlækningastofu Halls
Hallsonar, en eftir að heimsstyrjöld-
inni lauk, 1945, hélt hún á ný til Sví-
þjóðar og giftist sænskum unnusta
sínum, Arne Ullsten, verkfræðingi.
Ungu hjónin settust að í borginni
Västerås og bjuggu þar alla tíð síðan.
Västerås stendur við stöðuvatnið
Mälaren, um 100 km vestar en Stokk-
hólmur. Þar stofnaði Guðrún tann-
læknastofu og rak hana þar til hún lét
af störfum vegna aldurs.
Guðrún hafði lengst af ævi sinni
áhuga á íþróttum. Ásamt Kristínu
systur sinni var hún um skeið í fim-
leikaflokki ÍR, sem Björn Jakobsson
stjórnaði, og sýndi stundum fimleika
á sunnudögum á Austurvelli. Seinna
tók skíðaíþróttin við og þá hjá KR á
Skálafelli, þar til Guðrún fluttist til
Svíþjóðar. Síðan var það golf, sem
átti hug hennar, og varð hún fjórtán
sinnum Västeråsmeistari í þeirri
grein.
Guðrún var mjög listelsk, og var
það einkum myndlist, sem áhugi
hennar beindist að. Þau hjón eignuð-
ust tvær dætur, Guðrúnu Agnetu og
Eddu Mari-Ann, sem nú er látin.
Ég kveð elskulega mágkonu mína
með þökk fyrir vináttu hennar.
Einar B. Pálsson.
GUÐRÚN PÁLS-
DÓTTIR ULLSTEN
HINN 1. desember síðastliðinn lést
Bernhard prins af Hollandi, eigin-
maður Júlíönu fyrrverandi drottn-
ingar Hollands. Prinsinn var fæddur
29. júní 1911 í Jena í Þýskalandi. Var
hann af prússneskum aðalsættum,
von Lippe, sem átti óðalsetur í Reck-
enwalde, er nú tilheyrir
Póllandi. Bernhard var
við nám í Lausanne og
München og lauk það-
an lögfræðiprófi 1935.
Gerðist hann þá starfs-
maður I.G. Farben-
efnafyrirtækisins og
varð framkvæmda-
stjóri útibúsins í
Frakklandi með aðsetri
í París. Kynntist hann
þar Júlíönu Hollands-
prinsessu og gengu þau
í hjónaband 1937. Fékk
Bernhard þá hollensk-
an ríkisborgararétt, og
var heimili hjónanna
lengst af í Soestdijk-
höllinni í Hollandi. Á
heimsstyrjaldarárunum síðari, við
innrás Þjóðverja í Holland 1940,
urðu þau að flýja land, og héldu þá til
Ottawa í Kanada. Bernhard var samt
langdvölum í London, en þar sat út-
lagastjórn Hollands. Hann gerðist
þar yfirmaður hersins og undirritaði
að lokum friðarsáttmálann við Þjóð-
verja árið 1945. Árið 1948 tók Júl-
íana við drottningartitli af móður
sinni Wilhelmínu. Júlíana sat síðan
að völdum fram til 1980. Þann tíma
starfaði Bernhard prins við hlið konu
sinnar að þjóðmálum. Þau Júlíana
eignuðust fjórar dætur, og er Beat-
rix núverandi drottning elst þeirra.
Bernhard prins lét mikið til sín
taka í ýmsum menningarmálum í
Hollandi, en hæst ber þátttöku hans
í umhverfismálum. Hann var stofn-
andi og fyrsti forseti WWF (World
Wildlife Fund) umhverfisverndar-
samtakanna frá upphafi þeirra 1961.
Hafa samtök þessi beitt sér fyrir
friðun dýra í útrýmingarhættu og
fyrir varðveislu á merkum náttúru-
perlum víða um heim. Þessi samtök
stuðluðu meðal annars að stofnun
þjóðgarðsins í Skaftafelli í Öræfum.
Ég hafði á sjöunda áratugnum
verið að sinna ýmsum umhverfismál-
um hér á landi, og þegar leitað var
eftir aðild Íslands að samtökunum,
mælti Árni Kristjánsson, hollenski
ræðismaðurinn á Íslandi, með mér,
sem fulltrúa í félagsskap WWF. Þáði
ég boð um að koma á fund samtak-
anna í Frakklandi 1973. Fórum við
Sigrún kona mín til Parísar, þar sem
inngönguathöfn fór fram. Var Bern-
hard Hollandsprins þá í forsæti sam-
takanna og veitti mér móttöku sem
fulltrúa og sæmdi mig einkenni fé-
lagsins. Var okkur síðan boðið í sam-
sæti á heimili Aga Khans, en hann og
kona hans bjuggu þar í einkar rík-
mannlegu skrauthýsi á Signu-bakka.
Upp frá því urðum við þess aðnjót-
andi að fá að ferðast á vegum sam-
takanna. Í þeim leiðöngrum sáum við
fjölmargar áhugaverðar náttúru-
perlur veraldar, er samtökin höfðu
hug á að friða eða þar sem þau töldu
þörf á að efla rannsóknir á sérstæð-
um lífverum í útrýmingarhættu og
umhverfi þeirra.
Á vegum samtakanna fórum við
síðan víðsvegar um Afríku, kynnt-
umst þjóðarleiðtogum margra landa
og vísindamönnum, sem fengust við
kannanir ýmissa dýra og plantna í
fjölmörgum friðlöndum álfunnar.
Var Bernhard prins þá jafnan í for-
svari í þessum leiðöngrum, og lent-
um við þá með honum í ýmsum æv-
intýrum, svo sem við að
merkja fíla og flytja
nashyrninga til nýrra
búsvæða.
Við ferðuðumst einn-
ig oft með honum um
Asíu til að skoða þar
þjóðgarða og hugsan-
leg friðlönd. Vorum við
á vegum samtakanna í
Indlandi, Bhutan og
Nepal. Var þá meðal
annars rætt við prins-
inn í Nepal um friðun
dýra og landsvæða og
við fyrirmenn í Bhutan,
sem fróðlegt var að
kynnast. Á ferð um
Himalajafjöllin nutum
við fylgdar hins frækna
fjallagarps Tenzings Norgei, sem
kleif Everest-tind með Hillary.
Eftirminnilegust verður samt för
okkar til Suðurskautslandsins. Kom
Bernhard prins þá í einkaþotu sinni
og sótti okkur á Keflavíkurflugvöll.
Fórum við með honum yfir Græn-
land og þaðan til Ameríku, en síðan
suður alla álfuna allt að syðsta odda
hennar á Eldlandi. Var þaðan siglt
ásamt mörgum kunnum vísinda-
mönnum og landkönnuðum til Suð-
urskautslandsins.
Í Sviss eru höfuðstöðvar Um-
hverfissamtaka WWF og þar höfum
við oftast setið fundi og kynnst
stjórnarmönnum. Í fyrstu var Bern-
hard prins þá í forsvari samtakanna.
Upphafsmaður hugmyndarinnar um
alþjóða dýraverndarsamtök var hins
vegar breski fuglafræðingurinn Sir
Peter Scott, sem var góður Íslands-
vinur, en framkvæmdastjóri samtak-
anna var þá lengst af suður-afríski
Búinn, Charles de Haes, sem var
góður ráðgjafi Bernhards prins og
varð ágætur vinur okkar.
Kynni þessi urðu jafnframt til
þess, að okkur var nokkrum sinnum
einnig boðið með völdum félögum til
að sitja veislur í höllum í Hollandi
eða til sumarseturs Bernhards prins
og Júlíönu í L’Elefante Felice við
Port ’Ercole á Ítalíu.
Bernhard prins lærði að fljúga á
stríðsárunum og tók oft í stýrið á
einkaþotu sinni. Hann fór öðru
hvoru til Bandaríkjanna til að hitta
dóttur sína Christine, sem þar var
búsett, eða í öðrum erindagjörðum.
Ef hann hafði viðkomu á Keflavík-
urflugvelli, lét hann okkur Sigrúnu
vita, og fórum við þá og spjölluðum
við hann á meðan á dvöl hans stóð.
Margir úr hópi félaga í Worldwide
Fund for Nature hafa orðið góðir
vinir okkar. Þykir okkur vænt um að
hafa lent í þessum félagsskap og
fengið að njóta samveru Bernhards
prins, ýmissa mætra vísindamanna
og fjölda náttúruskoðara, sem höfðu
samstarf við þennan frábæra leið-
toga.
Farsælt forustustarf Bernhards
prins í umhverfismálum mun lengi
halda á lofti minningu hans meðal
náttúruunnenda um heim allan.
Sturla Friðriksson.
Bernhard prins, Sigrún Laxdal og Sturla Friðriksson.
Bernhard prins
af Hollandi látinn
Hann var jarðsunginn með mikilli
viðhöfn í Hollandi 10. desember
Bernhard
prins af Hollandi.
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Gísli Þórarinsson sigraði í jóla-
einmenningnum sem lauk
fimmtudaginn 16. desember sl.
Lokastaðan í mótinu varð því:
Gísli Þórarinsson 37
Gunnar Þórðarson 23
Þröstur Árnason 22
Magnús Guðmundsson 21
Ólafur Steinason 18
Þessir skoruðu mest seinna
kvöldið:
Magnús Guðmundsson 32
Brynjólfur Gestsson 21
Ólafur Steinason 19
Björn Snorrason 12
Vilhjálmur Þór Pálsson 12
Nánar má finna um gang mála á
heimasíðu félagsins www.bridge.-
is/fel/selfoss.
Bridsfélagið vill þakka fyrir-
tækjum fyrir stuðning við jólaein-
menninginn.
Miðvikudaginn 5. janúar verður
spilað HSK-mótið í tvímenningi á
vegum félagsins.
Spilað verður í Tryggvaskála og
hefst spilamennska klukkan
19:30.
Næsta mót hjá félaginu er aðal-
sveitakeppnin, en hún hefst
fimmtudaginn 13. janúar. Stjórn
mun að venju raða pörum niður í
sveitir.
Bridsfélag Selfoss vill óska fé-
lögum sínum, ættingjum þeirra og
öllum landsmönnum gleðilegra
jóla og farsældar á komandi ári,
með þökk fyrir árið sem er senn
liðið.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Elsku amma mín, nú þegar þú
ert farin frá okkur sem elskuðum
þig þá rifjast upp ótal yndislegar
minningar sem tengjast þér og
nærveru þinni. Ég var svo heppin
að fá að vera í sveit hjá þér og afa.
Fyrst þegar ég kom og var í sveit-
inni hjá ykkur var ég bara smá-
stelpa. Hanhóll var besta sveit í
heimi. Ég hlakkaði alltaf mikið til
að sjá bæinn og fallega umhverfið
og hitta allt skemmtilega fólkið sem
var á Hanhóli. Mér leið mjög vel
hjá þér amma eins og öllum öðrum.
Ég man þegar ég var lítil þá sváf-
um við Steini inni hjá þér og afa.
Steini svaf uppí hjá þér en ég á
barnadívaninum við hliðina á ykkur.
Á kvöldin þvoðir þú okkur niðri í
eldhúsi, það voru hendur, tær og
eyru sem voru þvegin. Á meðan þú
þvoðir okkur sagðir þú okkur sög-
ur, oftast sömu sögurnar þ.e. um
grísina þrjá, Fóu Fóu feykirófu og
fleiri.
Eftir þvottinn vorum við svo
hrein að við vorum borin upp í rúm,
stóru stelpurnar sáu um það. Svo
komst þú og last fyrir okkur Steina.
Ég sé þig fyrir mér með kringlóttu
gleraugun á nefinu og röddin var
svo notaleg. En þú varst auðvitað
svo þreytt eftir erfiðan dag og sofn-
aðir í miðri sögu, þá ýttum við
Steini aðeins við þér og þú hélst
áfram að lesa. Þegar við vöknuðum
á morgnana varstu alltaf frain út í
fjós að mjólka Skrautu og búin að
setja mjólkurfötuna út í læk og hafa
til hafragrautinn.
Það var alltaf góður matur á
Hanhóli og alltaf nóg af mat þó að
við værum mörg. Allt sem þú eld-
aðir var svo gott þó að það væri t.d.
rauðmagi í marga daga var alltaf
nýr matseðill, þ.e. soðinn rauðmagi,
steiktur, rauðmagabollur á sunnu-
dögum og reyktur rauðmagi ofan á
brauð í kaffitímanum.
Allt sem þú bakaðir var líka gott,
ef maður spurði: „Amma hvað ertu
að baka?“ var svarið oftast: „Æi
þetta er bara einhver klessa.“ Þó að
þú amma mín sæir um heimilið,
uppeldið og bústörfin var líka fal-
legur blómagarður og matjurta-
garður við bæinn sem þú hugsaðir
um.
Þegar þvottur var þveginn á
Hanhóli var mikið að gera, það
þurfti að fara með allan þvottinn
niður að á og skola hann þar. Að því
búnu var öllu raðað á girðinguna og
svo langt sem maður sá niður með
túninu héngu peysur, buxur, skyrt-
ur og fleira. Hanhóll var alvöru
sveitabær þar sem húsmóðirin hafði
lykil að búrinu, þangað inn máttum
við ekki fara. Ég man hvað það var
gaman að horfa inn þegar dyrnar
voru opnar, þar voru mjölpokar,
rúsínur, suðusúkkulaði og fleira
góðgæti, niðursoðnir ávextir (aðal-
lega fyrir gesti).
Amma mín þú hafðir alltaf tíma
til að sinna okkur krökkunum og
hugga, þú passaðir okkur svo vel,
ég man að við máttum ekki fara ein
niður að á og ekki koma nálægt
pyttunum. Ég held ég sé ennþá
hrædd ef ég sé botnlausan pytt. Þú
gafst okkur dót í búið, bein til að
fara með uppá Leikhól, fannst
handa okkur lítil berjabox þegar við
fundum fyrstu krækiberin, fórst út
á hlað að snúa við stígvélum og
gúmmískóm þegar fór allt í einu að
rigna og við inni að leika okkur.
Seinna þegar ég var svo komin í
Menntaskólann á Ísafirði kom ég
stundum í helgarfrí til ykkar afa,
Jóa og Steina.
Það var svo rólegt og gott að
komast aðeins af heimavistinni og
fá líka góðan mat. Ég man einu
sinni þagar ég kom um hávetur til
ykkar þá var hálfkalt í bænum og
þú amma fórst niður í kjallara og
settir aukaspýtur í kyndinguna. Þú
vildir ekki að mér yrði kalt. Þú áttir
líka nýja dúnsæng sem þú lést mig
sofa með, ekki kom annað til greina,
notaðir sjálf gömlu sængina. Það
var hugsað um mig eins og prins-
essu. Um morguninn komstu svo
með nýsoðinn sviðakjamma og
færðir mér í rúmið, þetta var þvílík
lúxushelgi.
Elsku amma, takk fyrir allt sem
þú hefur kennt mér og gert fyrir
mig.
Svala Sigurvinsdóttir.