Morgunblaðið - 19.12.2004, Page 51
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 51
Þráðlaust þjófavarnakerfi Þráð-
laus þjófavörn með hringibúnaði
sem hringir í allt að 5 númer.
Mikið úrval af aukahlutum.
www.heimur.com . Reynir, sími
662 2020. Vertu viðbúinn áður en
það gerist.
Ódýrar bensínvatnsdælur
LTP80C, afköst 830 l/min,
verð 40.629 án vsk. LTWT80C
"Heavy Duty", afköst 1300 l/min,
verð 63.345 án vsk.
Loft- og raftæki,
sími 564 3000, www.loft.is
Toyota Corolla Terra Liftback
1,6. Rauður árg. '99, ek. 57 þús.,
sjálfsk. Góð smurbók, ryðvarinn
í apríl '04. Einn eigandi. Verð 790
þús. Eingöngu staðgreiðsla kem-
ur til greina. Uppl. í s. 821 9435.
Nýr bíll frá grunni. 2005 Grand
Cherokee. Það hefur sjaldan
verið hagstæðara að flytja inn
nýja og notaða bíla frá USA. Ör-
ugg þjónusta hjá löggiltum bif-
reiðasala. 10 ára reynsla. S. 897
9227. www.is-band.is
Nissan Sunny 1,6 SLX árg. '92.
4ra dyra með skotti, krókur, raf-
magn í rúðum og hurðum, sk. '05.
Verð 120 þús. eða tilboð. Uppl. í
síma 866 8000 eða 554 3883.
Mercedes Benz Unimog 1550l
árg. '90. Til sölu Unimog 1550L,
6 cyl., túrbó, intercooler, um 200
hp. Er á 53 tommu dekkjum, engin
fyrirstaða. Uppl. í s. 435 6662.
Hjólhýsi
Tilbúinn bústaður með öllu.
Þetta 31 fermetra risahjólhýsi
sem skiptist í stofu, eldhús, 3
svefnherbergi m. rúmum fyrir 7
manns og snyrtingu með baði og
sturtu. Húsið er í góðu ástandi
og tilbúið til flutnings frá Reykja-
vík. Verð aðeins 1500 þús.
Upplýsingasími 893 4171.
Alternatorar og startarar í
fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og
bátavélar. Á lager og hraðsend-
ingar. 40 ára reynsla.
Bílaraf, Auðbrekku 20,
s. 564 0400.
Smáfólk, Ármúla 42.
Nýkomin bómullarlök í 4 stærð-
um, mynstruð sængurverasett frá
1.490, fóðraðar vinnuskyrtur 990
kr., bakpokar verð 495-790 kr.,
baðhandklæði 490 kr., minni
handkl .250 kr. Opið frá kl. 11.
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is
STÖRF hjá lögreglunni bíða allra þeirra 35 nem-
enda sem voru útskrifaðir úr grunndeild Lög-
regluskólans á föstudag. Um fimmtungur nem-
endanna var konur en námið tekur eitt ár.
„Þessir nemendur munu allir geta fengið vinnu
hjá lögreglunni því það vill nú svo til að í lok nóv-
ember var auglýst svo mikið, einar 54 stöður ef
mig minnir rétt. Þar af voru auglýstar 25 stöður í
Reykjavík. Þannig að það er fullt af lausum stöð-
um,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lög-
regluskólans, og bætir við að langflestir nemendur
úr skólanum skili sér í vinnu hjá lögreglunni.
Arnar segir að ákveðið hafi verið að taka inn 20
nemendur í skólann nú eftir áramótin en síðan hafi
orðið ljóst að það þyrfti að fjölga. Því hafi verið
ákveðið að taka inn 32 nemendur og búið sé að
velja þá. Arnar segir um 150 umsóknir hafa borist
þegar auglýst var í sumar og liðlega helmingur af
þeim hafi staðist allar kröfur skólans.
Störf bíða
allra nemenda
Morgunblaðið/Kristinn
„HIVE ætlar að veita stóru risunum á fjarskipta-
markaði, Og Vodafone og Símanum, samkeppni á
sviði fjarskipta. Við teljum fulla þörf fyrir þriðja að-
ilann til að veita þeim samkeppni og tryggja að
neytendum séu alltaf boðin bestu kjör,“ segir Arn-
þór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive, en fyrir-
tækið hóf nýverið rekstur. Að sögn Arnþórs er
markmið Hive að brjóta niður þá múra sem ríkt
hafa hér í tengslum við netnotkun.
„Til langs tíma hefur tíðkast skrefagjald, þ.e.
símafyrirtækin hafa mælt erlent niðurhal og inn-
heimt samkvæmt því magni sem viðskiptavinurinn
hefur notað. Við segjum þessu fyrirkomulagi stríð
á hendur. Okkur þykir það gamaldags og bjóðum
viðskiptavinum okkar að nota Netið hindrunar-
laust, sækja efni hvaðanæva úr heiminum fyrir fast
mánaðargjald. Auk þess má nefna að við bjóðum
upp á miklu meiri hraða en þekkst hefur hingað
til.“ Sem dæmi um verð nefnir Arnþór að mán-
aðaráskrift á 8 MB-tengingu með ótakmörkuðu
niðurhali kostar í kringum 6 þúsund kr., sem er
meira en helmingi ódýrara en hjá samkeppnisað-
ilum.
Spurður hvernig hægt sé að bjóða þjónustuna
svona miklu ódýrari nefnir Arnþór tvær ástæður,
annars vegar séu aðföngin til símafyrirtækjanna
mun lægri en fyrir nokkrum misserum auk þess
sem hérlendis sé næg bandvídd út úr landinu þar
sem sá tími sé liðinn að hér var ekki hægt að fá
tengingar við umheiminn. „Hvað aðföngin varðar
má nefna að í ársbyrjun 2002 kostaði niðurhalið
1.600 kr. án vsk. á GB til fyrirtækja sem voru að
selja aðgang að útlandagátt. Í dag hefur þetta verð
lækkað um 70%, en verðið til neytenda hefur staðið
í stað allan þennan tíma og haldist í 2.500 kr. Ég
spyr því af hverju hin fyrirtækin hafa ekki séð
sóma sinn í því að láta neytendur njóta þessarar
verðlækkunar?“
Sjónvarpssendingar og myndbandaleiga
á Netinu væntanleg
Aðspurður hvernig viðtökur hafa verið segir
Arnþór þær afar góðar. „Við erum mjög ánægð
með viðtökur höfuðborgarbúa, en við höfum fengið
fjölmarga áskrifendur síðan við hófum starfsemi
sem gefur okkur byr undir báða vængi, enda erum
við mjög bjartsýn með framhaldið. Einnig höfum
við fengið fjöldann allan af fyrirspurnum um hvað
við erum að bjóða og höfum greinilega vakið for-
vitni og ýtt við fólki, fengið það til að hugsa sinn
gang, hugsa um hversu réttmætt þessi gjaldtaka á
erlendu niðurhali er.“
Aðspurður segir Arnþór þjónustu Hive nú ná til
um 62 þúsund heimila á höfuðborgarsvæðinu, en
Hive leigir aðgengi að ljósleiðarakerfi Orkuveit-
unnar. Arnþór segir stefnt að því á næstu miss-
erum að auka útbreiðslu kerfisins þannig að það nái
til a.m.k. 80% landsmanna. Spurður um þann net-
hraða sem boðið er upp á segir Arnþór hann ná allt
að 20 MB á sekúndu, sem sé ríflega tífalt það sem
að jafnaði hefur verið í boði hingað til. „Þessi mikli
hraði gerir okkur kleift að bjóða upp á sjónvarps-
útsendingar yfir Netið. Nú geta allir viðskiptavinir
okkar horft á útsendingar Popp Tíví í gegnum Net-
ið. Væntanlega hefjast svo útsendingar á efni RÚV
fyrir áramót, en þá munu viðskiptavinir okkar geta
horft á efnið í beinni eða seinkaðri dagskrá, sem er
ýmist hálftími, klukkutími eða tveir tímar. Í byrjun
nýs árs er síðan stefnt er að því að fjölga úrvalinu á
sjónvarpsefni mjög hratt og bjóða upp á úrval er-
lendra frétta-, fræðslu- og skemmtistöðva.
Einnig munum við bjóða upp á vídeóleigu yfir
Netið sem ég vænti þess að muni boða byltingu
varðandi það hvernig Íslendingar geta notað Net-
ið.“ Að sögn Arnþórs er einnig stefnt að því að
bjóða upp á almenna símaþjónustu snemma á
næsta ári. Um er að ræða stafræna heimasíma-
þjónustu sem mun m.a. gera notendum kleift að
tengjast heimasímanum í gegnum fartölvu á ferða-
lögum erlendis og hringja heim til Íslands á lægsta
innanlandstaxta.
Risunum veitt samkeppni
Morgunblaðið/Kristinn
„Við teljum fulla þörf fyrir þriðja aðilann á fjar-
skiptamarkaðnum til að veita stóru risunum
samkeppni og tryggja að neytendum séu alltaf
boðin bestu kjör,“ segir Arnþór Halldórsson,
framkvæmdastjóri Hive.
Í GREIN sem birtist í breska lækna-
tímaritinu Lancet nýverið er því
haldið fram af hálfu svissneskra vís-
indamanna að upplýsingar hafi legið
fyrir árið 2000 sem bentu mjög sterk-
lega til aukinnar tíðni kransæðastíflu
sem tengdist notkun rófekoxíb
(Vioxx). Eins og kunnugt er tók lyfja-
fyrirtækið Merck Sharp & Dohme
gigtarlyfið Vioxx af markaði hinn 30.
september sl. vegna þess að fram
höfðu komið upplýsingar um auknar
líkur á sjúkdómum í hjarta og æða-
kerfi. Fjallað er um þetta í frétt á
heimasíðu Landlæknisembættisins.
Þar segir að teknar hafi verið saman
upplýsingar úr tíu rannsóknum sem
tæplega 21 þúsund sjúklingar tóku
þátt í. „Í rannsóknunum kom fram
marktæk aukin hætta á kransæða-
stíflu hjá sjúklingum sem tóku rófek-
oxíb miðað við þá sem tóku saman-
burðarlyf, fyrst og fremst önnur
gigtarlyf,“ segir í fréttinni. „Allar
þessar rannsóknir höfðu verið birtar
árið 2000 og var hlutfallsleg áhætta
þá metin rúmlega tvöföld hjá þeim
sem tóku rófekoxíb miðað við þá sem
ekki tóku það. Áhættan var ekki háð
því hvert viðmiðunarlyfið var né
heldur hversu lengi hver rannsókn
hafði staðið. Hér eru því sett fram
rök fyrir því að ástæða hafi verið til
að íhuga að taka rófekoxíb af markaði
þegar árið 2000. Þessi athugun styð-
ur það að ástæða er til þess að spyrja
alvarlegra spurninga um rannsóknir
sem alfarið eru studdar af fyrirtækj-
um á markaði, hvort sem um er að
ræða lyfjafyrirtæki eða önnur rann-
sóknarfyrirtæki. Ennfremur hafa
menn í nálægum löndum spurt
spurninga sem lúta að virkni alþjóð-
legra eftirlitsstofnana.“
Fram kom í leiðara Læknablaðsins
nýverið að varfærni í þessu efni er
mun affarasælli en offærni. „Ef til vill
eru klínískar leiðbeiningar einn af
lausnarsteinum hér og þær þarf ein-
dregið að efla hérlendis. Við sem
læknar þurfum að efla sjálfstæði
gagnvart lyfjafyrirtækjum. Þörf er á
að efla umræðu um lyf í samfélaginu,
bæði af hálfu lækna, annarra heil-
brigðisstétta og almennings,“ segir í
frétt Landlæknisembættisins.
Ástæða til að
taka Vioxx af
markaði strax
árið 2000