Morgunblaðið - 19.12.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 19.12.2004, Síða 52
Rakkarapakk - Giljagaur saga: Sigrún Edda teikning: Jan Pozok Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ER ÉG AÐ FARA Í TAUGARNAR Á ÞÉR? ER ÞAÐ? ... HA?... ER ÞAÐ? ... VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER FARINN AÐ FARA Í TAUGARNAR Á SJÁLFUM MÉR EF ÉG VÆRI HRIFIN AF EINHVERJUM SEM ER EKKI HRIFINN AF MÉR, FINNST ÞÉR AÐ ÉG ÆTTI AÐ HÆTTA AÐ REYNA AÐ LÁTA HONUM LÍKA VIÐ MIG? AUÐVITAÐ! ÞÚ VEIST SVONA MIKIÐ! ÉG SKIL EKKI AF HVERJU ÞÚ ÞARFT AÐ FARA ÚR FÖTUNUM TIL ÞESS AÐ VERA Í BÍLALEIK. SKRÍTIÐ KOMDU BARA MEÐ ÞAU Dagbók Í dag er sunnudagur 19. desember, 354. dagur ársins 2004 Víkverji hefur hald-ið þá hefð í heiðri í mörg ár að skreyta heima hjá sér fyrir jólin í kompaníi við Gunna og Felix. Þeir félagar gáfu út bráð- skemmtilegan jóla- disk fyrir nokkrum árum, leikrit sem segir frá þeirra jóla- undirbúningi frá A–Ö. Víkverji og sonur hans hafa ávallt hlakkað mikið til að draga fram diskinn góða um leið og jóla- skrautskassanna en í ár kom í ljós að diskurinn er skemmdur, enda gríðarlega mikið notaður undanfarin 6–7 jól eða svo. En það sem verra er, diskurinn er ófáanlegur. Í það minnsta eiga stóru verslanirnar hann ekki. Þegar þetta kom í ljós var Vík- verja skapi næst að fara á Netið og sækja diskinn eins og hann leggur sig, en óvíst er hvort hann er til í fórum tölvunotenda. Víkverji hefur þó ekki gefið þá hugmynd al- gjörlega upp á bátinn og finnst á þessu máli einmitt hafa sannast nauðsyn þess að tónlist, sérstaklega sú sem eldri er, sé aðgengileg á Netinu. Víkverji mun ef hann finnur jóladiskinn sækja hann á Netið án þess að hika, enda virðist hann hvergi fáan- legur nú um stundir. x x x Mikið fer fyrirkonum í fjöl- miðlum þessa dag- ana, og er það vel. Ís- lenskar stúlkur eru eins og kunnugt er drengjum fremri í stærðfræði. Þá eru þær mun fleiri en strákarnir í úrslitum Idol-stjörnuleitar og einnig í raunveru- leikaþættinum Survivor þar sem kvennaklíkan sendi karlana heim hvern á fætur öðrum. x x x Víkverji sér ekki betur en þessiskólaönn sé handónýt. Sama sem ekkert heimanám hefur verið hjá syni Víkverja í vetur, hvorki fyr- ir né eftir verkfall. Að sögn skóla- stjórans voru kennararnir ennþá að undirbúa skólastarfið framundan í síðustu viku og gátu því ekki mætt á fund með foreldrum. Þetta finnst Víkverja áhyggjuefni og vonar að kennararnir noti jólafríið vel til að skipuleggja vorönnina. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Háteigskirkja | Aðventustund við kertaljós verður í kvöld kl. 20 í Háteigs- kirkju. Þar mun kór Háteigkirkju syngja og barnakór Háteigskirkju flytja helgileik um fæð- ingu frelsarans. Í barnakór Háteigskirkju eru nú 27 börn á aldrinum sjö til níu ára og eru flest þeirra að syngja í kór í fyrsta skipti. Stjórnandi þeirra er Sigrún Þórsteinsdóttir. Þessir ungu helgileikarar voru svo sannarlega snortnir af hlutverkum sín- um og fluttu helgileikinn með andakt þegar þeir æfðu í vikunni sem leið. Morgunblaðið/Golli Helgileikur barnanna MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ver þú ekki of réttlátur og sýn þig ekki frábærlega vitran – hví vilt þú tortíma sjálfum þér? (Préd. 7, 16.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.