Morgunblaðið - 19.12.2004, Page 53

Morgunblaðið - 19.12.2004, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 53 DAGBÓK Nýlega kom út ný hljómplata, Tví-söngur, sem helguð er hinni merkutvísöngshefð sem tíðkaðist á Íslandiá miðöldum og allt fram á 20. öld. Þar er að finna 26 nýjar hljóðritanir á tví- söngslögum úr gömlum íslenskum handritum og úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar. Elsta handritið sem sungið er úr á plötunni var ritað árið 1473, en yngstu uppskriftir sr. Bjarna eru frá því um aldamótin 1900. Meðal laganna eru alþekkt tvísöngslög eins og Ísland, farsælda frón og Ó mín flaskan fríða, en einnig mun sjaldgæfari lög, m.a. Maríusöngvar og önnur lög úr kaþólskum sið sem varla hafa heyrst hér á landi síðan fyrir siðaskipti. Það er Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræð- ingur sem vann að hljómplötunni, stýrði flytj- endum og ritar ítarlegan inngang um lögin í meðfylgjandi bæklingi. Er tvísöngurinn flóknari en í fyrstu virðist? „Tvísöngur er kannski í eðli sínu frekar ein- föld tónlist að því leyti að þú tekur eitthvert „lag“, til dæmis gregorsöng eða lútherskt sálmalag, jafnvel veraldlega drykkjuvísu, og býrð til aukarödd við lagið eftir nokkuð föstum reglum. Þannig hljómar tvísöngurinn nokkuð einfaldur þegar maður hlustar á hann, en það sem er erfitt við hann er fyrst og fremst að syngja hann af því tónbilin sem eru notuð eru yfirleitt fyrst og fremst það sem er kallað hrein tónbil, þ.e.a.s. fimmundir og áttundir, og þau eru kröfuharðari í stillingu en önnur tónbil og leyfa ekki eins mikil frávik og t.d. þríund eða sexund. Þannig að ef þau eru ekki sungin hreint hljóma þau mjög illa. Það sem gerði þetta verkefni mögulegt var fyrst og fremst hvað ég var með góða söngvara með mér. Ég fékk til liðs við mig bæði söngv- ara úr Schola Cantorum og Hamrahlíðar- kórnum sem leystu þetta mjög vel og ég er þeim mjög þakklátur fyrir það.“ Hvað er það sem helst heillar þig við þetta tónlistarform? „Það er kannski aðallega það að tvísöngur var á sínum tíma í gegnum aldirnar með því flóknara í tónlist sem Íslendingar voru að fást við. Við sungum aldrei stærri tónsmíðar eða viðamikil tónverk þannig að þetta var það sem var notað á hátíðisdögum til að gefa þeim meiri helgi og að því leyti er þetta mikilvægt fyrir okkar tónlistarsögu. Síðan er náttúrulega líka búið að vera ótrúlega ánægjulegt fyrir mig, eftir að hafa rannsakað þetta í mörg ár, skrifað upp gömul handrit og ímyndað mér hvernig þessi tónlist hljómi, að fá tækifæri til að koma henni af pappírnum og í eitthvert hljómandi form.“ Tónlist | Ný hljómplata með nýjum upptökum á tvísöngslögum Einfalt en krefjandi form  Árni Heimir Ingólfs- son fæddist í Reykjavík árið 1973. Hann stund- aði píanónám við Tón- menntaskóla Reykja- víkur og Tónlistar- háskólann í Reykjavík. Árin 1993–97 stundaði hann framhaldsnám hjá Lydiu Frumkin við Oberlin Conservatory of Music og lauk þaðan B-Mus-prófi í píanóleik og tónlistarsögu. Hann hóf nám í tónvísindum við Harvard-háskóla haustið 1997 og lauk þaðan MA-prófi 2000 og doktorsprófi 2003. Hann er kennari í tónlist- arfræðum við LHÍ. Kærleiks- og barnshugleiðing SIT nývaknaður og finn frið og ró. Upplifi samt tómleika, veit lítið finnst mér, skil minna og er í raun alveg furðu lostinn yfir smæð minni. En innra með mér finn ég getu mína til að gera eitthvað stórt – eitthvað gott. Allt virðist á hvolfi og illskiljanlegt fyrir mig sem manneskju. Mamma liggur á sjúkrahúsinu veik en svo falleg og smágerð, getur ekkert sjálf en um leið er hún svo sterk. Minnir mig á ný- fædda barnið sem er svo full- komið, getur ekkert sjálft en er svo óendanlega tilbúið í eigin lífs- göngu. Jesús í jötunni var einmitt svona, fullur af draumum, krafti og kærleika en hann þurfti hjálp til að hefja göngu sína. Hvert leið mömmu liggur veit enginn frekar en hvert leið nýfædda barnsins liggur. Allt ráðgátur, ögrandi og spennandi og okkur hulið nema þetta augnablik, þennan dag í dag sem við upplifum núna. Það sem hefur vakið mig til um- hugsunar er einmitt augnablikið. Þetta blik sem okkur hættir til að missa af í hraða samfélags okkar í dag. Allt á tjá og tundri og fullt af freistingum. Hvernig á ég að standast þetta nema sitja heima og læsa dyrunum? Mér finnst ég ekki komast út nema fylla mig af innri ró og kærleika. Brynja mig með æðruleysi og þolinmæði og horfa hissa á allt eins og nýfædda barnið í jötunni í kringum mig. Er það svona sem lífið á að vera? Er okkur ómögulegt að sjá heildina, að sjá þörfina fyrir kærleika og umhyggju? Af hverju viljum við ekki opna augun og horfa inn á við í hjartað? Af hverju er okkur tamara að tala um einskis nýta hluti, hvort sem við erum heima, á kaffihúsi eða sitjum á Alþingi? Af hverju er auðveldara að sameinast um ótta en kærleika? Kannski vegna hræðslu okkar við að afhjúpa þörf okkar fyrir kærleika og umhyggju fyrir öðrum og fyrir okkur sjálf- um. Umkomuleysi heimsins er í dag eins og nýfædda barnsins og eng- inn virðist tilbúinn til að taka ábyrgð á því. Heimurinn er eins og barnið, sem er fullt af kær- leika, umhyggju og óþreyjufullt að gera eitthvað spennandi og gott. En við leyfum heiminum ekki að vaxa og þroskast eðlilega eins og nýfædda barninu! Við erum hrædd við spurningar barnsins sem skil- ur ekki af hverju hörmungarnar fá að ganga látlaust yfir heiminn. Það er ekki komið hádegi en ég veit ekki hvort ég vil ganga út í þennan óskapnað. Hvort ég vil hlusta á meiri fréttir eða sjá fleiri myndir af limlestu fólki á öllum aldri. En svo fer ég út af því ég er bjartsýnn og trúi á það góða í heiminum. Trúi í raun á kærleika og umburðarlyndi og að allt fari vel. Kannski er ég skammarlega auðtrúa? Ef svo er þá verður svo að vera. Þessi tími, eins og allur tími, hvert augnablik, er tími kær- leikans. Munum eftir því, lifum eftir því og framkvæmum eftir því. Og lífið verður svo miklu auð- veldara fyrir mig og þig og fyrir okkur öll. Með hugheilum jólakveðjum. Percy B. Stefánsson. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Dansk julegudstjeneste holdes í Domkirken fredag den 24. december kl. 15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík. Dönsk jólaguðsþjónusta verður haldin í Dómkirkjunni á aðfangadag, 24. desember, kl. 15.00. Prestur verður séra Þórhallur Heimisson. Kringlunni, sími 553 2888 Jólagjöfin hennar Mikið úrval af leðurstígvélum Teg. 555 St. 36-41 Verð 17.995 Teg. 551 St. 36-41 Verð 17.995 Leitaðu hjálpar! Norður ♠KD103 ♥K6 S/Allir ♦ÁG984 ♣K10 Vestur Austur ♠854 ♠G962 ♥10982 ♥743 ♦63 ♦KD5 ♣9873 ♣G42 Suður ♠Á7 ♥ÁDG5 ♦1072 ♣ÁD65 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 6 grönd Allir pass Mark Twain sagði eitt sinn: „Vertu ekki að þreyta þig á að læra of mikið. Ef þú kannt ekki til verka, þá færðu bara einhvern annan til að gera hlutina fyrir þig.“ Mark Twain var að grínast, en í öllu góðu gríni leynist sannleiks- korn. Stundum er nefnilega best að láta aðra um að vinna verkið. Suður spilar sex grönd og fær út hjartatíu. Slemman er mjög góð – ell- efu öruggir slagir og sá tólfti gæti komið á spaða eða með tvísvíningu í tígli. Þeir sem kunna sitt fag geta sam- einað báða möguleika með því að spila fyrst tígli á millispil, prófa svo þrjá efstu í spaða og svína loks aftur í tígli. Vinningslíkur eru hátt í 90%, sem er auðvitað mjög gott, en dugir þó ekki í þessari legu. Hinir sem aðhyllast lífspeki Marks Twains spila þannig: Taka fyrst fjóra slagi á hjarta (og henda tveimur tíglum úr borði). Spila svo tígli á níuna og leggja upp. Austur verður að gefa slag, hvort sem hann spilar spaða, tígli eða laufi. Hér er vissulega leitað eftir utan- aðkomandi aðstoð, en það væri orðum aukið að telja þá sagnhafa sem þannig spila „ólærða“. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is SKÓLAKÓR Kársness heldur jóla- söngva sína í Kópavogskirkju í kvöld klukkan 22. Sungnir verða sígildir jólasöngvar, en einnig mun kórinn syngja jólasálm sem Sig- urður Geirdal, bæjarstjóri Kópa- vogs, orti skömmu áður en hann féll frá. Vallargerðisbræður munu syngja nokkur lög ásamt Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, en hún er gamall kórfélagi. Þá leikur Elísabet Waage á hörpu og Marteinn H. Friðriksson á píanó. Jólasöngvar Skólakórs Kársness eiga sér langa hefð. „Við höfum gert þetta í rúm tuttugu ár að vera með jólasöngva á síðustu dögunum fyrir jól,“ segir Þórunn Björnsdóttir, stjórnandi kórsins. „Það er svo mikill fjöldi Kópa- vogsbúa sem lætur sig aldrei vanta á jólasöngvana okkar. Við reynum að hafa hátíðlega og ró- lega stund við kertaljós og syngj- um allt það fallegasta sem við kunnum. Við erum líka mjög glöð að hafa Guðrúnu Jóhönnu með okkur í kvöld, því það er líka svo gaman fyrir krakkana að sjá hvað gamlir kórfélagar hafa náð langt.“ Tónleikarnir hefjast eins og áð- ur segir kl. 22 og eru í rúma klukkustund. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir í Kópavogs- kirkju. Morgunblaðið/Þorkell Jólasöngvar Skólakórs Kársnesskóla eiga sér yfir tuttugu ára langa hefð. Fjölbreyttir jólasöngvar í Kópavogskirkju mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.