Morgunblaðið - 19.12.2004, Page 58

Morgunblaðið - 19.12.2004, Page 58
58 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fáir listamenn hafa stigið framá sjónarsviðið með einsmagnaðri frumraun og NasirJones sem kallar sig Nas. Fyrsta breiðskífa hans, Illmatic, semkom út fyrir áratug, er með helstuskífum rappsögunnar fyrir frábærtflæðið hjá Nas, magnaðar rímur og áreynslulausan flutning. Undirspilið var ekki síðra, taktarnir frá þeim Q-Tip, Pete Rock, DJ Premier og Large Professor. Margir nefna Illmatic sem eina af bestu hiphopplötum tíunda áratug- arins og sumir segja hana þá bestu. Þótt ekki verði tekið undir það síðast- talda hér er óhætt að fallast á að Illmatic sé með bestu hiphopplötum síðasta áratugar, en það hefur ekki gagnast Nas nema miðlungi vel; æ síðan hefur hann staðið í skugganum af sjálfum sér ef svo má segja, því plöturnar sem á eftir komu hafa ekki náð sömu hæðum, reyndar verið langt frá því. Í raun má segja að það sé ekki fyrr en með plötunni God’s Son, sem kom út fyrir tveimur árum, og nú Street’s Disciple, sem kom út um daginn, sem Nas nálgast sjálfan sig, sýnir loks hvað í honum býr. Nasir Ben Olu Dara Jones Nas heitir fullu nafni Nasir Ben Olu Dara Jones, sem snara má sem Nasir sonur Olu Dara Jones, en Olu Dara er trompetleikari og var á sín- um tíma meðal frammámanna í svo- nefndum frjálsum djassi og spilaði með kanónum á við David Murray, Henry Threadgill, Hamiet Bluiett, James „Blood“ Ulmer og Don Pullen. Nas ólst upp í Queens-hverfi New York og níu ára gamall var hann kominn á kaf í hiphop. Foreldrar hans skildu er hann var tólf ára og ekki leið á löngu þar til Nas var kom- inn í klandur. Hann heyktist á að ganga í skóla og sem unglingur var hann kominn á glæpabrautina, fram- fleytti sér með fíkniefnasölu og um- gekkst helst ekki nema illþýði. Þegar piltur var átján ára var helsti vinur hans myrtur sem hafði svo mikið áhrif á Nas að hann ákvað að snúa við blaðinu, hætti í glæpum og sneri sér að tónlistinni. Næstu ár fóru í að lesa Kóraninn og Biblíuna undir sterkum áhrifum frá Five Per- centers-hreyfingunni, klofningshóp úr helstu hreyfingu svartra múslima, semja rímur og etja kappi við aðra unga rappara á götuhornum og í rímnaflæði. Hann átti góða að í mús- íkinni, helsti lærifaðir hans var Large Professor sem var um tíma í rapp- sveitinni Main Source, en fyrsta sem heyrðist í Nas á plasti var einmitt á Main Source-skífu. Annar sem lagði Nas lið á þessum tíma var MC Serch, þriðjungur 3rd Bass, sem valdi lag með Nas á kvikmyndaskífu sem hann var að setja saman. Það dugði til þess að pilti var boðinn samningur sem gat af sér Illmatic. Bófarapp en þó ekki Þótt Illmatic sé iðulega flokkuð með bófarappskífum, en sú gerð tón- listar var áberandi í hiphopinu á þeim tíma er Illmatic kom út, sker hún sig úr á flestum sviðum, til að mynda er tónlistin djassskotnari en tíðkaðist í bófarappi og svo voru textar Nas mun vandaðri og metnaðarmeiri en tíðkaðist. Næsta plata á eftir, It Was Writt- en, kom út tveimur árum síðar og var öllu síðri þótt hún hafi farið beint í efsta sæti plötusölulista vestan hafs. Segja má að smám saman hafi hallað undan fæti eftir það, plöturnar urðu lakari og seldust minna. Framan af orti Nas um lífið á götunni í New York, en þegar hann var kominn upp í kaggann var eins og hann missti fót- anna, náði ekki að yrkja sannfærandi rímur þótt flæðið hafi haldist gott og orðaforðinn fínn. Kviknar líf Eftir döpur ár kviknaði líf með Nas þegar helsti keppinautur hans á rappsviðinu, Jay-Z, dissaði hann á sviði vorið 2001 og Nas svaraði fyrst með snældu og svo með plötu sem hann kallaði Stillmatic. Sú skífa er býsna ójöfn að gæðum, andinn ber efnið ofurliði á köflum, en verulega góðir sprettir inn á milli þar sem Nas sýndi að þótt hann hafi ekki verið upp á sitt besta væri hann þó betri texta- smiður en Jay-Z (sem hefur reyndar byggt sinn feril að miklu leyti á að stela textum frá Biggie Smalls, en það er önnur saga). Næsta plata á eftir Stillmatic, God’s Son, kom út fyrir réttum tveimur árum, en á henni glímdi Nas ekki bara við Jay-Z, heldur var meira undir; hann var að gera upp við sjálf- an sig, stíga skref frá efnishyggjunni, frá sókn eftir vindi í átt að veigameiri pælingum. Ástæða sinnaskiptanna er aðallega sú að móðir hans lést áður en upptökur plötunnar hófust, en hann er líka að leita að leið út úr öng- stræti frægðarinnar. Frábær plata. Gríðarlega fjölbreytt Nýjasta innleggið í þroskasögu Nasir Jones kom svo út um daginn, eins og áður er getið, Street’s Disciple. Platan er tvöföld og gríð- arlega fjölbreytt hvað varðar takta og hugmyndir. Henni svipar reyndar til God’s Son um margt, sama teymi sem sér um takta á báðum skífunum og Nas er í fantaformi sem rímna- smiður og rappari. Platan öll er eins og yfirlýsing, tvöföld plata uppfull með fjölbreytta tónlist og fjöldann allan af ævintýralega vel ortum rím- um. Rímurnar eru einmitt í aðal- hlutverki og greinilegt að Nas er bú- inn að ná áttum, hann fer hreinlega á kostum. Gott dæmi um magnaða texta á skífunni eru lög eins og Am- erican Way, sem er beitt gagnrýni á pólitíkarsyni bandaríska, Coon Picnic (These Are Our Heroes), þar sem lit- ar stórstjörnur eins og Kobe Bryant og Cuba Gooding fá til tevatnsins og titillagið Street’s Disciple. Þess má geta til gamans að Olu Dara, faðir Nas, leikur á trompet, munnhörpu og gítar á skífunni og leggur til rödd í nokkrum lögum. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Nas snýr aftur Nasir Joners, Nas, er smám saman að ná áttum eftir eyðimerkurgöngu síðasta áratugar. Fyrir stuttu kom frá honum tvöföld plata sem sýnir að fáir standa hon- um á sporði í rímnagerð og kveðskap.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.