Morgunblaðið - 19.12.2004, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 2004 59
David Furnish, unnusti popparans
Elton John til ellefu ára, segir að
þeir Elton hafi ekki í hyggju að
ganga í hjónaband í einkakapellu
Davids og Victoriu Beckham á heim-
ili þeirra í Hertfordshire. Furnish
segir þá Elton ætla að bíða þess að
hjónabönd
samkyn-
hneigðra
verði lög-
leidd.
David
sagði einnig
að þegar
parið láti
verða af því
að ganga í hjónaband, verði það gert
með mjög látlausri athöfn.
Fólk folk@mbl.is
SEGJA má að rætur Erps Eyvind-
arsonar sem hipp-hopplistamanns
liggi í Danmörku, þar sem hann bjó á
sínum yngri árum. Síðan þá hefur
hann skapað sér
nafn sem leiðandi
afl í íslensku hipp-
hopp, einkum sem
leiðtogi hinna
geysivinsælu
XXX Rottweiler-
hunda en einnig einn síns liðs og þá
gjarnan undir listamannsnafninu
Blazroca.
Eftir útkomu annarrar Rottweiler-
plötunnar Þú skuldar fluttist Erpur
aftur til Danmerkur og hóf þá að
vinna með dönskum hipp-hoppurum
og Unnari Frey, eða U-Fresh, en
hann hefur verið búsettur í Dan-
mörku um langt skeið og er orðinn
allþekkt nafn í dönskum hipp-
hoppheimi. Þar stofnuðu þeir saman
Hæstu hendina – ferlegt að nafn á
bandi skuli vera svona bjöguð ís-
lenska en lítið við því að gera annað
en að kyngja því og spila með – og
njóta dyggrar aðstoðar hinna dönsku
Raz og Nick sem sjá um sjálfa tónlist-
ina. Það má líka greina vel á þessari
fyrstu plötu Hæstu handarinnar að
hér er hipp-hopp af öðrum meiði en
það sem Erpur hefur áður borið á
borð. Hér eru áherslur aðrar og um
margt alþjóðlegri en hjá Rottweiler-
hundum t.a.m. sem tókst einmitt svo
vel að að brugga alíslenskan og rót-
sterkan hipp-hoppmjöð. Sá danski
rífur reyndar ekkert síður í, hefur
svolítið vestrænni keim af sveittu og
sexí R&B-svíngi eins og Dr. Dre og
hans lærisveinar blanda manna best.
En þrátt fyrir þessa augljósu lotn-
ingu fyrir hinum vestræna tóni þá
fær Kaninn laglega á baukinn í text-
unum, nokkuð sem vart ætti að koma
þeim á óvart sem þekkja til Erps og
hans einhörðu pólitísku viðhorfa.
Rímur hans eru sem fyrr ótrúlega
beinskeyttar og óvægar í garð þess
og þeirra sem hann fellur sig ekki við
eða þykir vega að réttlætiskennd
sinni. Þessi orð stinga og meiða jafn-
vel stundum en þjóna þar með til-
gangi sín, ef að líkum lætur, rétt eins
og þegar Eminem lætur sína baneitr-
uðu dælu ganga.
En þetta er nú ekki eintómar
heimsósómavísur sem þeir Unnar
Freyr eru að kveða. Glensið og
glaumurinn gjarnan handan við horn-
ið, eins t.d. hið mergjaða „Botninn
upp“, sem hlýtur að fara í flokk með
bestu og þéttustu danslögum sem á
íslensku hefur verið sungið og sann-
arlega er það best íslenska R&B
hipp-hopp sem á plötu hefur komist. Í
þessum hressilegri lögum plötunnar
ná þeir líka hvað best saman Erpur
og Unnar og gera sér góðan mat úr
því hversu ólíkir þeir eru.
Þá er vel til fundið hjá þeim að
kalla til samvinnu sér ennþá ólíkari
listamenn. Skemmtilegast verður það
í „Norður“ sem er sérstakt fyrir þær
sakir að þar koma fram rapparar af
öllum Norðurlöndunum og rappa á
eigin tungumáli. Frá Færeyjum eru
það MC Hár og frá Grænlandi Nuuk
Posse. Þá kemur hún vel út, hin ís-
lensk/færeyska söngkona Elísabet,
sem syngur m.a. í „Botninn upp“.
Proof úr D12 sýnir hins vegar engin
sérstök tilþrif, röflar letilega nokkrar
línur í upphafi „Rautt ljós á barnum“
sem eru ekki umræðunnar virði nema
fyrir þær sakir að maðurinn á ansi
þekkta vini.
Það verður samt ekki annað sagt
um þessa fyrstu plötu Hæstu hand-
arinnar en að hún sé skrambi
skemmtileg enda er hún smekkfull af
samskonar góðgæti og hinu marg-
spilaða „Botninn upp“. Þá er hún
mjög kærkomið innlegg í íslenska
hipp-hoppflóru og auðgar hana tví-
mælalaust enda hljómar hún ólíkt
öllu því sem hér er að gerast. Þeir
sem kunnu að meta XXX Rottweiler-
hunda og hafa blessunarlega ekki
fengið þá gölluðu grillu í höfuðið að
þeir séu vaxnir upp úr slíku – eins og
einhverra hluta vegna vill verða með
áhuga margra á grallaralegu hipp-
hoppi – þá ætti Hæsta hendin að vera
nákvæmlega þeirra tebolli, eða skul-
um við segja smurbrauð. Rétt eins og
Jörundur forðum daga þá eru þessir
hipp-hopphundar komnir frá Dana-
veldi til að drottna yfir Ísalandi og
svei mér þá ef þeir eiga bara ekki
skilið að vera hér lengur við völd en
þá nokkra sumardaga sem kenndir
eru við hunda.
Hundadagakonungar
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Hæsta hendin er skipuð þeim Erpi Ey-
vindarsyni (Blazroca) og Unnari Frey
Theodórssyni (U-Fresh). Þeir sömdu
texta en um forritun, hljóðfæraleik og
upptökustjórn sáu Rasmus Berg (Raz)
og Nicholas Kvaran (Nick). Aðrir sem
koma við sögu eru Ann Elisabeth Berg,
Dj Mono, Proof, Dansken, Nuuk Posse,
Elastinen, Clemens og MC Hár og Pro-
fessor P. Eigin útgáfa.
Hæsta hendin – Hæsta hendin
Skarphéðinn Guðmundsson
Hæsta hendin er skipuð þeim Erpi
Eyvindarsyni (Blazroca) og Unnari
Frey Theodórssyni (U-Fresh).
Munið að slökkva
á kertunum
❄
❄
❄
❄
Treystið aldrei alfarið á
kertaslökkvara.
❄
❄
❄
❄
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
❄
❄❄
❄
❄
!"#
$%"%#
"
"# & ' &(
' )(
' (
*+$%,%
% -" ., /''"
Feðgarnir Jón Norland
og Sverrir Norland
leggja hér saman krafta sína
á þessum magnaða ljóðadiski.
Jón hefur samið 28 ljóð
sem hann les sjálfur
og Sverrir skemmtilega
tónlist við þau öll sem hann
leikur á kassagítar, rafgítar
og bassagítar.
Þetta er diskur sem tengir saman
kynslóðirnar og kemur
verulega á óvart.
Dreifing:
GH
Gr
af
ís
k
Hö
nn
un