Morgunblaðið - 03.01.2005, Page 41

Morgunblaðið - 03.01.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 41 MINNINGAR ✝ Ásdís Þórðar-dóttir fæddist í Hvammi á Völlum í S-Múlasýslu 25. apríl 1927. Hún lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 27. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórður Helgason, f. 27.2. 1901, d. 19.3. 1985, og Vilborg Guðmundsdóttir, f. 15.10. 1892, d. 13.1. 1983. Systkini Ásdís- ar eru Óskar, f. 8.1. 1923, d. 22.3. 1934; Guðmundur Helgi, f. 26.3. 1924; Arnþór, f. 20.6. 1925, d. 7.7. 2004; Margrét Sigurrós, f. 13.4. 1929, og Ingibjörg f. 10.5. 1931. Uppeldis- systir Ásdísar er Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir, f. 25.5. 1942. Árið 1947 hóf Ásdís sambúð með Vigni Brynjólfssyni, f. 22. apríl 1926, d. 26. jan. 1983, og bjuggu þau fyrstu árin á Ekkju- felli í Fellahreppi. Þau byggðu svo húsið Brúarland í sama hreppi, fluttu í það 1954 og bjuggu þar æ síðan. Ásdís og Vignir giftu sig í Áskirkju 20. maí 1951. Börn þeirra eru: Brynjólfur, f. 18.3. 1947, kvæntur Hönnu Eiríksdóttur, börn þeirra eru Ei- ríkur, Vignir og Rík- harður. Solveig, f. 26.1. 1949, gift Ein- ari Ólafssyni, börn þeirra eru Ólafur Sigurður, Vignir Barði, Eva Björg og María Björk. Þóra Vilborg, f. 18.6. 1950, gift Guðmundi Þorgrímssyni, dætur þeirra eru Ásdís og Dagný Lára. Gunnar Friðgeir, f. 5.4. 1954, kona hans er Birna Jónasdóttir, synir þeirra eru Jónas Reynir og Þórhallur Elí. Börn Gunnars úr fyrri sambúð eru Vignir Þór, Gunnþór Ægir og Ásdís Rán. Vignir Elvar, f. 19.7. 1964, kona hans er Björg Skúladóttir, börn þeirra eru Skúli, Védís Vaka, Guðjón Bjarki og Ásdís. Barnabarnabörnin eru 8. Útför Ásdísar fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ásdís mágkona mín hefur komið til að búa á Ekkjufelli í kringum 1950 með Vigni bróður mínum og elsta syni þeirra hjóna, Brynjólfi. Þar var oft mannmargt og um þetta leyti hafa verið 2–3 fjölskyldur í húsinu á sama tíma. Börn voru líka oft í sveit á þessum árum, þannig að mann- margt var yfirleitt alltaf á bænum. Þá reyndi á hæfileikana til að um- gangast fólk. Ásdís gat svarað vel fyrir sig og þurfti örugglega oft á því að halda. Börn og unglingar löðuðust alltaf að henni og mér finnst þegar ég lít til baka að hún hafi átt þátt í mínu uppeldi. Hún beitti svo mikilli lipurð og nærgætni við að leiðbeina okkur sem í kringum hana vorum, og ég var oft erfið viðureignar. Alla tíð síðan hefur verið hressandi og skemmtilegt að líta inn til hennar á Brúarlandi. Yngsti sonur þeirra Ás- dísar og Vignis, Elvar, og elsti sonur okkar Sigurjóns, Gísli, voru fæddir á sama ári. Voru þeir góðir félagar í skóla. Ég veit að Gísli naut sömu um- hyggju hjá Ásdísi og ég í æsku, því oft sátu þeir frændur hjá henni lang- tímum saman. Hún mátti nefnilega vera að því, og gaf sér tíma til að ræða við þá um allt mögulegt sem þeim hefur legið á hjarta á þessum tíma. Fyrir allt þetta langar mig að þakka nú. Börnum, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarnabörnum og öðrum aðstandendum votta ég og fjölskylda mín okkar dýpstu samúð við andlát og útför Ásdísar Þórðar- dóttur. Megi guð veita ykkur öllum styrk. Sigrún Brynjólfsdóttir. Þeim hefur farið fækkandi að und- anförnu sem teljast frumbýlingar í Fellabæ, litla og vinalega þéttbýlinu á bökkum Lagarfljóts miðsvæðis á Fljótsdalshéraði; þorpið reyndar þegar rúmlega hálfrar aldar gamalt, reist á nokkurri spildu úr landi Ekkjufells við Lagarfljótsbrú. Hver af öðrum hafa þessir fyrstu íbúar Fellabæjar verið að týna tölunni á síðustu árum og síðustu misserum, hafa kvatt þennan heim og ekki allir mjög við aldur. „… á snöggu auga- bragði afskorið verður fljótt …“ seg- ir sálmaskáldið Hallgrímur Péturs- son um endalok vegferðar okkar hér í heimi: svo óvæntur er oft á tíðum sá viðskilnaður, svo snögglega komið að leiðarlokum í lífinu. Hinn 27. desem- ber sl. andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað nágrannakona okkar, Ásdís Þórðardóttir, á Brúar- landi í Fellabæ – og í dag, mánudag- inn 3. janúar, verður hún til grafar borin. Áratuga löng vinátta og styrk ætt- arbönd tengdu fjölskylduna á Brú- arlandi og mitt fólk, á margvísleg samskipti okkar í áranna rás bar aldrei neinn skugga. Hjá þeim sæmdarhjónum Ásdísi og Vigni, frænda mínum, Brynjólfssyni á Brú- arlandi áttum við ætíð að mæta hjálpsemi ef eitthvað bjátaði á, gest- risni og stakri hjartahlýju hvenær sem komið var á þeirra heimili. Þau hjónin voru með þeim allra fyrstu sem settust að á bökkum fljótsins, en þéttbýlið sem þar tók að myndast hlaut síðar heitið Fellabær. Ásdís og Vignir byggðu sér fallegt og að ýmsu leyti nýstárlegt íbúðarhús við Aust- urlandsveg rétt ofan Lagarfljótsbrú- ar; húsið var nær fullgert árið 1954 þegar þau fluttu inn. Atvinna var þá nóg, afkoman viðunandi og fjölskyld- an stækkaði smátt og smátt. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn. Fáum árum síðar voru auk fyrstu húsanna risin þarna á staðnum tíu til tólf önnur íbúðarhús, einnig verslan- ir, veitingahús og annað atvinnuhús- næði. Íbúafjöldinn tók að vaxa jafnt og þétt og þarna þróaðist brátt gott mannlíf, samheldni mikil meðal þess- ara fyrstu staðarbúa og gagnkvæm hjálpsemi þegar á þurfti að halda. Vignir rak um árabil allstórt bif- reiðaverkstæði í Fellabæ og Ásdís sá bæði um heimilishald og vann auk þess nokkuð utan heimilis þegar hentug atvinna bauðst. Mann sinn missti hún snemma árs 1983; Vignir var aðeins 56 ára að aldri þegar hann lést og var ótímabært fráfall hans henni mikið áfall. Það var hins vegar ekki háttur Ásdísar Þórðardóttur að bera sorgir sínar og áhyggjur á torg; hún var stolt kona í eðli sínu og þrátt fyrir hlýlegt viðmót og einlægni í skoðanaskiptum við aðra var hún ávallt fremur dul á sína einkahagi. Á síðustu árum átti hún við þónokkra vanheilsu að stríða og varð þar af leiðandi að breyta ýmsu í lífsháttum sínum en hún gat samt búið áfram á heimili sínu þótt aldurinn færðist yf- ir og heilsan tæki að bila og áleit sig einkar gæfusama að fá þó til hinstu stundar að lifa eðlilegu lífi heima í návist ástvina. Ásdís var mikil fríð- leikskona, bar sig vel um en var yf- irleitt hæglát í fasi þó skapmikil væri að eðlisfari. Hún gat aftur á móti líka verið mjög svo skorinorð, þætti henni ástæða til, en annars ein- kenndi glaðlyndi og hæfileg glettni jafnan hennar dagfar. Hún var nær- gætin jafnt við menn sem málleys- ingja og með hlýlegu viðmóti sínu átti hún sérstaklega auðvelt með að umgangast börn sem líka löðuðust mjög að henni. Hún gat rætt við þau sem jafningja, frætt þau og glatt eft- ir föngum, átti gjarnan trúnað þeirra og tiltrú og var þeim örugg stoð og stytta þegar eftir var leitað. Ásdís hélt þessi jól hátíðleg með sínum nánustu að vanda og bar þá ekki á neinni breytingu til hins verra í heilsufari hennar. Aðfaranótt ann- ars dags jóla, 26. desember, fann hún hins vegar fyrir mikilli vanlíðan og magnleysi og var þá að læknisráði flutt á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Þar andaðist hún um morguninn daginn eftir; hún var á sjötugasta og áttunda aldursári þegar hún lést. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég votta systkinum Ásdísar, börnum hennar og barnabörnum svo og öðr- um ástvinum einlæga samúð okkar. Blessuð sé minning mætrar konu, við munum sakna vinar í stað. Halldór Vilhjálmsson. ÁSDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR Okkar ástkæra móðir og amma, DRÍFA GUNNARSDÓTTIR, Þingvallastræti 37, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 30. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hulda Tómasína Skjaldardóttir, Harpa Skjaldardóttir, Drífa Sól Sveinsdóttir og aðrir ástvinir. Útför móður okkar, HRAFNHILDAR AÐALSTEINSDÓTTUR frá Jórunnarstöðum, sem lést 24. desember fer fram frá Akureyrar- kirkju miðvikudainn 5. janúar kl. 13.30. Torfi, Svanhildur og Kolfinna Sigtryggsbörn. Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, stuðning og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SVEINS ÓLAFS TRYGGVASONAR, Álfhólsvegi 53. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11E, krabbameinsdeild á Landspítalanum við Hring- braut. Guðrún Jónsdóttir, Jón Kristinn Sveinsson, Elínborg Árnadóttir, Tryggvi Gunnar Sveinsson, Anna Ragna Siggeirsdóttir, Rannveig Sveinsdóttir, Lúðvík Berg Bárðarson, Helga Björg Sveinsdóttir, Bjarni Sigurðsson og afabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BJARNI ÓLAFSSON, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 5. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið eða Sjúkrahús Akraness. Kristrún Jóna Jónsdóttir, Guðmundur Arason, Sæmundur Jónsson, Kristín Anna Kristjánsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, tengdadóttir, amma og systir RAGNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR lést á heimili sínu Skipastíg 11 laugardaginn 1. janúar. Sævar Þórarinsson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi PÁLL LÚÐVÍKSSON, verkfræðingur, Álfheimum 25, lést á gamlársdag. Ása Fanney Þorgeirsdóttir, Þorgeir Pálsson, Hildur Pálsdóttir, Páll Reynir Pálsson, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma MARGRÉT HJÁLMARSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimlinu að Víðinesi, Reykjavík laugardaginn 1. janúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA RÓSA HALLGRÍMSDÓTTIR, Engihjalla 9, Kópavogi, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 29. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 5. janúar kl. 13. Guðný Sigríður Þorgilsdóttir, Inga Dóra Þorgilsdóttir, Þórdís Hrönn Þorgilsdóttir, Magnús Magnússon, Garðar Gunnar Þorgilsson, Ásta Halla Ólafsdóttir, Víkingur Þorgilsson, Guðrún Árnadóttir, Ragnheiður Þorgilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona og móðir okkar, LILJA MAGNÚSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 31. desember sl. Útför auglýst síðar. Guðmundur Ástráðsson, Magnús Guðmundsson, Guðmundur Örn Guðmundsson, Ástráður Karl Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.