Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 6
BRAGI Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir nærtæk-
ast að styrkja hlutverk Fjölskyldu-
ráðs ef meta eigi stöðu íslensku fjöl-
skyldunnar líkt og forsætisráðherra
fjallaði um í áramótaávarpi sínu.
Hlutverk ráðsins, sem heyrir undir
félagsmálaráðuneytið og var stofn-
sett 1998, er m.a. að hafa frumkvæði
að umræðum um stöðu fjölskyldunn-
ar auk þess að leggja mat á stjórn-
valdsákvarðanir með tilliti til áhrifa
þeirra á stöðu fjölskyldna.
Bragi bendir á að orðum verði að
fylgja aðgerðir. „Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem menn beina sjónum
að þessu viðfangsefni á þessum
tíma,“ segir Bragi. Hann segist þó
fagna því að menn veki athygli á mál-
efnum barna og fjölskyldna.
Fjölskyldukjarninn rýrnað
„Ég held að það sé ekkert nýtt að
gerast sem við höfum ekki verið að
upplifa síðastliðinn áratug eða leng-
ur,“ segir Bragi aðspurður um upp-
lausn fjölskyldunnar í íslensku sam-
félagi. Hann segir kjarnahlutverk
fjölskyldunnar hafa verið að rýrna
smátt og smátt í gegnum árin, sem
sé bæði skaðlegt og geti haft afdrifa-
rík áhrif á þroska barna þannig að
þau skorti alla undirstöðu til þess að
byggja sín lífsgildi á.
Hann telur nauðsynlegt að færa
umræðuna um hlutverk og lífsgildi
fjölskyldunnar í nútímalegan bún-
ing, auk þess sem nauðsynlegt sé að
viðhalda henni. Hann segir það jafn-
mikilvægt að börn geti fengið að
þroskast á tilfinningalegan hátt eins
og að þroskast vitsmunalega.
Tímanna tákn
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í fé-
lagsráðgjöf við HÍ, segist afar
ánægð með að Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra hafi ákveðið að
setja af stað vinnu við að meta stöðu
íslensku fjölskyldunnar. Hún segir
það tímanna tákn að forsætisráð-
herra, forsetinn og biskup hafi allir
rætt um málefni barna og fjölskyld-
unnar í áramótaávörpum sínum.
Nauðsynlegt sé að marka heild-
ræna stefnu á þessu sviði en til þess
þurfi fjármagn ef árangur á að nást.
Sigrún, sem átt hefur sæti í fjöl-
skylduráði, býst við því að vinnan við
að meta stöðu íslensku fjölskyldunn-
ar verði undir merkjum eða í beinni
samvinnu við fjölskylduráð.
Hún segir það vera grunnfor-
sendu að til þess að ráðið geti beitt
sér markvisst og sinnt sínu lög-
bundna hlutverki um undirbúning
fjölskyldustefnu í nafni Alþingis
þurfi það að hafa yfir meiri fjárveit-
ingum að ráða sem slíkt eða í sam-
vinnu við fjölskylduskrifstofu félags-
málaráðuneytisins.
Hún segir að félagsvísindadeild
Háskóla Íslands hafi verið og sé að
rannsaka aðstæður, velferð og vanda
tengdan fjölskyldum og börnum, og
því sé fyrir hendi mikið af rannsókn-
arniðurstöðum sem sé mikilvægt að
nota og gögnum sem vinna þarf bet-
ur úr. T.a.m. um misjafna stöðu
barna eftir fjölskyldugerðum, vensl
skilnaða, fjöskylduáfalla og velferðar
síðar meir. Það skorti mjög á að fé-
lagsvísindum sé gert nægilega hátt
undir höfði í fjárveitingum, bæði til
þess að safna gögnum á vísindalegan
hátt, vinna faglega úr þeim og kynna
þannig að gagni megi koma.
Hún telur afar mikilvægt að ungt
fólk sé búið undir foreldrahlutverkið
og fjölskylduábyrgð. Í því felist fyrst
og fremst fræðsla sem verði að byrja
í grunnskólum landsins, þannig að
annars konar viðhorf skapist hjá
ungu fólki. Svo bendir hún á að mik-
ilvægt sé að vel sé hlúð að kennara-
stéttinni sem skipi mikilvægan sess
og taki við þunganum af því sem fjöl-
skyldan geti ekki sinnt með sama
hætti og áður.
Morgunblaðið/Kristinn
Mikilvægt er að börn fái að þroskast tilfinningalega jafnt sem vitsmunalega, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu. Myndin var tekin í Ingunnarskóla í nóvember síðastliðnum á meðan á verkfalli kennara stóð.
Nauðsyn að marka heild-
ræna fjölskyldustefnu
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
INGÓLFUR A. Þor-
kelsson, fyrrverandi
skólameistari Mennta-
skólans í Kópavogi,
lést á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni í Reykja-
vík 3. janúar. Ingólfur
var 79 ára gamall,
fæddur 23. janúar
1925 á Háreksstöðum í
Jökuldalshreppi. For-
eldrar hans voru Þóra
Margrét Þórðardóttir
húsmóðir og Þorkell
Björnsson verkamað-
ur.
Ingólfur lauk kenn-
araprófi frá KÍ 1948, stúdentsprófi
frá MR 1954 og BA-prófi í sögu og
dönsku frá HÍ 1959. Árið 1973 var
Ingólfur skipaður skólameistari við
MK eftir að hafa sinnt kennslu í
aldarfjórðung. Á þeim tíma kenndi
hann við Melaskólann í Reykjavík,
Kópavogsskóla, Gagnfræðaskóla
Kópavogs, Vogaskóla, Kvennaskól-
ann í Reykjavík og Háskóla Ís-
lands.
Ingólfur var virkur í félagsstarf-
semi og sat m.a. í stjórn Lands-
sambands framhaldsskólakennara
1960–64, í stjórn Félags BA-próf-
smanna 1962–64 og í stjórn Félags
háskólamenntaðra kennara 1964–
67, en hann var formaður sama fé-
lags á árunum milli
1970 og 1973. Hann
sat í fulltrúaráði BHM
1963–66, var formaður
Félags dönskukennara
1968–70, í flokksstjórn
Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna
1969–79 og í fram-
kvæmdastjórn 1972–
74. Einnig var Ingólf-
ur í nefnd um endur-
skoðun dönskukennslu
á barna- og gagn-
fræðastigi árið 1968 og
á árunum 1972–75 var
hann í grunnskóla-
nefndinni sem endurskoðaði löggjöf
um skyldunám og samdi frumvarp
til laga um grunnskóla.
Ingólfur var formaður Seyðfirð-
ingafélagsins í hartnær tíu ár, frá
1981. Hann sat í ritstjórn Frjálsrar
þjóðar – Nýs lands á árunum 1972–
74 og í kosninganefnd fyrir Vigdísi
Finnbogadóttur árið 1980. Ingólfur
ritaði fjölda blaðagreina um skóla-
mál, stéttarmál og stjórnmál, flest-
ar á tímabilinu 1960–74. Ingólfur
skrifaði sögu MK og kom hún út í
tveimur bindum árin 1995 og 1997.
Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er
Rannveig Jónsdóttir. Þau eignuð-
ust þrjú börn, Jón Arnar, Þorkel
Má og Þóru Sigríði.
Andlát
INGÓLFUR A.
ÞORKELSSON
„ÉG VÆNTI þess ekki að fólk ætli
að halda því fram núna að það séu
konur sem eigi að fara heim aftur
og að það séu menn sem eigi ekki að
fara heim aftur,“ segir séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir sem telur slíka
umræðu ekki vera til heilla. Hún
telur aðspurð að Karl Sigur-
björnsson biskup hafi verið á hálum
ís í nýársávarpi sínu er hann minnt-
ist á hlutverk móður sinnar, sem
hafði ávallt nægan tíma fyrir hann í
æsku. Hún segir forsætisráðherra,
forseta Íslands og biskup Íslands
eiga að gera meira heldur en að
einungis benda á að fjölskyldur
landsins séu í upplausn.
„Mér hefur fundist að þeir ættu
að segja hvað þeir meina. Mér
finnst þeir eigi um leið að segja á
hvern máta, úr því að þeir segja að
fjölskyldurnar séu í upplausn og
það þurfi að bæta um, hvaða hug-
myndir þeir hafi um þessar umbæt-
ur,“ segir séra Auður Eir og bætir
því við að menn eigi ekki að tala í
hálfsetningum.
Hún segir fjölskyldumynstrið
hafa breyst í áranna rás, nýjar teg-
undir fjölskyldna hafi sprottið upp.
Hún segist víða heyra að fólk telji
að hjón eigi að rækta hjónabandið
betur þannig að ekki komi til skiln-
aða. „Við verðum að horfast í augu
við staðreyndirnar. Fólk bara skil-
ur, hvort sem okkur líkar betur eða
verr,“ segir Auður Eir.
Hún telur biskup vísa til liðinna
tíma sem eigi ekki við í dag sökum
breyttrar heimsmyndar. Í dag séu
fjölskyldur af ýmsum toga og það
sé bæði betra og nauðsynlegt að
horfast í augu við það og meta þær
fjölskyldur mikils þar sem aðeins
eitt foreldri sé til staðar.
Mikið vinnuálag á Íslendingum
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, for-
maður Kvenréttindafélags Íslands
(KRFÍ), segir stöðu fjölskyldunnar
hafa verið talsvert rædda innan fé-
lagsins. „Við getum að hluta til tek-
ið undir þetta með þeim, að það
þurfi að huga miklu betur að mál-
efnum fjölskyldunnar, þ.e. að gert
sé ráð fyrir að fólk á vinnumarkaði
eigi börn,“ segir Þorbjörg, og hún
bætir því við að félagið hafi einkum
einbeitt sér að þeim punkti. Hún
segir það mikilvægt að bæði ríkis-
stofnanir og fyrirtæki geri ráð fyrir
fjölskyldum þegar vinnutími starfs-
manna sé skipulagður. „Það þarf að
hugsa þetta heildstætt,“ segir Þor-
björg.
Hún segir mikið vinnuálag á ís-
lenskum fjölskyldum, bæði konum
og körlum, sem bitni oftar en ekki á
fjölskyldunni. Hún segir undir-
rótina að upplausn fjölskyldna stafa
að miklu leyti af þeim langa vinnu-
tíma sem Íslendingar búi við, og
hann sé að lengjast frekar en hitt.
Hún segir að það vanti algerlega
stefnumörkun á þessu sviði.
Spurð um nýársávarp biskups
segir Þorbjörg menn verða að
passa sig hvernig umræðan sé sett
upp. „Það var auðvitað mjög verð-
mætt fyrir hans kynslóð að geta
notið þess að geta haft móðurina
inni á heimilinu til þess að annast
uppeldið,“ segir Þorbjörg. Hún tel-
ur það hins vegar vera mun verð-
mætara fyrir börn að þau njóti upp-
eldis beggja foreldra sinna, heldur
en að aðeins móðirin sjái um það á
meðan faðirinn sé úti á vinnumark-
aðinum langtímum saman eins og
oft var tilfellið á árum áður.
Barist fyrir styttri vinnutíma
Katrín Anna Guðmundsdóttir,
talsmaður Femínistafélags Íslands,
segir nauðsynlegt að skoða stöðu
fjölskyldunnar svo að börnin verði
ekki afgangsstærð í jafnréttisbar-
áttunni. „Það sem ég vil ekki gera
er að fara aftur til gamalla tíma
sem við vitum að gengu ekki upp,“
segir Katrín.
Hún telur betra að koma með nýj-
ar lausnir s.s. eins og að berjast fyr-
ir styttri vinnutíma þannig að báðir
foreldrar komi að uppeldi barna
sinna. „Ég held að það sé nærtæk-
ara heldur en að skófla konunum
aftur inn á heimilið,“ segir Katrín.
Ráðamenn eiga
ekki að tala í
hálfsetningum