Morgunblaðið - 04.01.2005, Side 22

Morgunblaðið - 04.01.2005, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Kópavogur | Hansína Ásta Björgvinsdóttir, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi, tók formlega við starfi bæjarstjóra í gær, og segir hún að komandi ár muni verða mjög litað af ýmsum viðburðum tengdum 50 ára afmæli bæjarins í ár. Hansína hefur þó sinnt störfum bæjarstjóra meira og minna frá fráfalli Sigurðar Geirdal og er því búin að setja sig vel inn í hvað bíður hennar. Hún staldrar þó stutt við í embættinu, því fyrirfram var ákveðið að Gunnar I. Birgisson, núverandi formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðismanna, tæki við starfi bæjarstjóra hinn 1. júní nk. „Ég tek við sérlega góðu búi, hér er allt í fínu standi, fjármálin eru fín og óskaplega fínn og góður rekstur sem ég kem að. Ég mun bara reyna að halda í horfinu og gera þetta eins og gert hefur verið,“ segir Hansína. Fólksfjölgun og uppbygging Árið mun einkennast af fólksfjölgun, uppbyggingu og afmæli bæjarins. „Það eru gífurlegar framkvæmdir framundan, það er verið að byggja ný hverfi og þar eru leikskólar, skólar og gatnagerð, svo það er mikið um að vera. En ég held að það megi segja að þessir mánuðir sem ég sit í embætti muni mótast fyrst og fremst af af- mælinu,“ segir Hansína“ Hápunktur afmælisins verður í kringum afmælisdag- inn sjálfan, 11. maí, en hægt verður að sjá merki þess alla mánuði ársins hjá ýmsum stofnunum bæjarins. Sýningar verða í Gerðarsafni og Salnum, og dagskrá í bókasöfnum, í skólum og leikskólum. Gert er ráð fyrir því að aukalegur kostnaður vegna afmælisins verði 20 milljónir króna. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2005 gerir ráð fyrir miklum framkvæmdum í nýrri hverfum bæj- arins. Gert er ráð fyrir að varið verði rúmlega 260 milljónum króna í nýja sundlaug í Salahverfi, reiknað er með 220 milljónum í Vatnsendaskóla, og leikskóli á Vatnsenda mun kosta 194 milljónir króna. Aðrar fram- kvæmdir verða m.a. við Hjallaskóla og 4. áfanga Sala- skóla, auk þess sem búningsaðstaða við Sundlaug Kópavogs verður bætt. Að auki er gert ráð fyrir að leggja rúman 1,1 milljarð króna í gatnagerð á árinu. „Tekjur bæjarins aukast og eignirnar aukast líka, á meðan skuldirnar minnka. Það er varla hægt að biðja um meira,“ segir Hansína. Hún segir uppbyggingu í nýjum hverfum ekki kalla á auknar lántökur: „Í raun og veru höfum við vanið okkur á að byggja allt upp í nýju hverfunum jafn óðum, við gerum bara ráð fyrir því og reiknum með því, og hefur tekist að gera það nokkuð vel, það veldur engum kollsteypum hjá okkur að koma upp nýjum hverfum.“ Tekjur af hverjum íbúa að hækka Nýju hverfin hafa greinilega mikið aðdráttarafl, og Hansína segir það mjög góðar fréttir fyrir bæjarfélagið að tekjur af hverjum íbúa séu að hækka, en þær voru lengi lágar í Kópavogi. Hún þakkar þetta m.a. því að Kópavogur hefur haft gott framboð af lóðum á meðan nágrannasveitarfélögin hafi haft lítið. Auk þess séu t.d. skólar bæjarfélagsins góðir sem hafi sitt að segja þegar fólk velur sér framtíðarheimili. Nýr bæjarstjóri hefur tekið við stjórnartaumunum Afmæli bæjarfélagsins mun setja mark sitt á árið Morgunblaðið/Þorkell Nýr bæjarstjóri tekur við „Ég tek við sérlega góðu búi,“ segir Hansína Ásta Björgvinsdóttir, oddviti Fram- sóknarflokksins og nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Miðbær | Hugmyndir eru uppi um að reisa allt að fjögurra hæða skrifstofubyggingu á reitnum bak við Stjórnarráð Íslands sem stendur við Lækj- artorg og myndi bygg- ingin tengjast stjórn- arráðinu. Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð- ina hefur verið aug- lýst, en enn er langt í að lagt verði í fram- kvæmdir. „Þetta eru tillögur sem eru lagðar fram að hálfu skipulagsins í Reykjavík, og eru svona einhver framtíðarmúsík,“ segir Bolli Þ. Bollason, ráðuneytisstjóri í forsæt- isráðuneytinu. „Þarna er verið að gera tillögu um hugsanlega nýtingu á þessum reit í framtíðinni, og það liggja engar frekari tillögur um nán- ari útfærslu fyrir.“ Gert er ráð fyrir allt að fjögurra hæða hárri skrifstofubyggingu bak við Stjórnarráðið sem muni tengjast því með sérstakri tengibyggingu. Bílageymsla í kjallara kæmi á móti þeim stæðum sem nú eru bak við Stjórnarráðið og myndu fara undir bygginguna. Bolli segir engar tillög- ur liggja fyrir í ráðuneytinu um nán- ari útfærslu á byggingunum, eða hafi verið gert ráð fyrir þeim á fjárlög- um. Forsætisráðuneytið er nú í þrem- ur húsum og því væri klárlega hagur í því að koma starfseminni fyrir í einni byggingu, segir Bolli, og því sé ljóst að einhvern tímann vilji menn ráðast í betri nýtingu á stjórnarráðs- reitnum. Hann segir þó slíka upp- byggingu ekki á dagskrá á næstu ár- um. Byggja fyrst á Landssímalóð „Það sem er væntanlega næst framundan er stjórnarráðsbygging á milli Sölvhólsgötu og Skúlagötu á Landssímalóðinni svokölluðu, en því var frestað fram til 2008–10,“ segir Bolli. Hann segir að ekki verði farið í uppbyggingu á stjórnarráðsreitnum fyrr en eftir að byggt hefur verið á Landssímareitnum, og það verði því varla fyrr en á öðrum áratug ald- arinnar. Morgunblaðið/Kristinn Í framtíðinni er gert ráð fyrir allt að fjögurra hæða skrifstofuhúsi bak við Stjórnarráð Íslands. Reiknað með allt að fjögurra hæða byggingu Hugmyndir um stjórnarráðsreitinn Vegfarendur í Víkurskarði aðstoðaðir | Félagar í björg- unarsveitinni Súlum á Akureyri á tveimur sérútbúnum jeppa- bifreiðum aðstoðuðu vegfar- endur í Víkurskarði á nýárs- dag. Arftakaveður var á staðnum og skyggni ekkert á köflum vegna snjókófs. Vegurinn var tiltölulega greiðfær í fyrstu þar sem ruðningstæki hafði stungið í gegn fyrr um daginn en færð- in þyngst töluvert þegar á leið. Um kl. 18 barst björg- unarsveitarbifreiðunum tveim- ur beiðni um aðstoð frá Slökkviliði Akureyrar sem þurfti að komast yfir í Fnjóska- dal til að hlú að og ná í sjúkling með brjóstverk. Sjúkrabíllinn þurfti aðstoð upp úr skarðinu vestanmegin og fylgdu björg- unarsveitarbílarnir honum alla leið heim að hlaði. Skyggni var afar slæmt í Fnjóskadalnum og þurftu björgunarsveitarmenn að fara fyrir bílalestinni þar sem lítið sást í vegstikur eða brúnir vega. Víkurskarðið var ekki jafn- greiðfært á leiðinni til baka og þurftu bílar sveitarinnar að fara fyrir sjúkrabílnum og gera slóð auk þess sem draga þurfti hann stuttan spöl niður úr skarðinu. Sjúklingnum var komið á FSA og er líðan hans nokkuð góð. Ein milljón í söfnun | Bæj- arráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja fram eina milljón króna til fjársöfnunar Rauða kross Íslands vegna neyðarhjálpar til handa íbúum þeirra landa í Suður-Asíu, sem nú þjást vegna afleiðinga þeirra miklu náttúruhamfara sem urðu hinn 26. desember síðastlið- inn. FRAMKVÆMDAMIÐSTÖÐ Akureyrarbæjar gengst fyrir söfnun jólatrjáa til endur- vinnslu nú næstu daga. Markmiðið er að minnka magn sorps sem fer til urð- unar og endurnýta jólatrén, um leið og bæjarbúum er gert hægara um vik að losa sig við trén. Jólatré sem lokið hafa hlutverki sínu verða kurluð og afurðin m.a. notuð til jarðvegs- gerðar. Dagana 4. til 17. janúar gefst bæjarbúum kostur á að setja jólatrén í sérstaka gáma sem staðsettir verða við Kaup- ang, Hagkaup, Sunnuhlíð og verslunina Síðu. Gámar þessir eru eingöngu ætlaðir fyrir jólatré og eru bæjarbúar vinsamlega beðnir að virða það, segir í frétt á vef Akureyrarbæjar. Þar að auki má koma með trén á gámastöðina við Rétt- arhvamm, Skíðastaðavegi, á meðan hún er opin. Dagana 10. til 14. janúar verða starfsmenn fram- kvæmdamiðstöðvar á ferð um bæinn og safna jólatrjám sem sett hafa verið út að götu við lóðarmörk. Ekki verður safnað trjám frá fyrirtækjum og stofnunum en forsvarsmönnum þeirra er bent á að nýta sér söfnunar- gáma og gámastöðina við Réttarhvamm. Jólatré endur- unnin „ÞAÐ er yndislegt að vera kominn í Þorpið aftur, ég er svo mikill þorpari í mér,“ segir Pétur Björgvin Þorsteins- son sem á nýársdag var settur inn í embætti djákna við Glerárkirkju. Pét- ur ólst upp í Glerárhverfi, sem í eina tíð var ævinlega nefnt Þorpið, Gler- árþorp. Þar gekk hann í Glerárskóla og síðan Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hann lauk stúdentsprófi ár- ið 1987. Pétur er menntaður á sviði trúaruppeldis og djáknafræða í Karls- röhe í Ludwigsburg í Þýskalandi og lauk embættisprófi 1999. Hann hefur starfað við Háteigskirkju í Reykjavík frá árinu 2000. „Ég var í burtu í 17 ár, þar af í áratug í Þýskalandi við nám og störf,“ segir Pétur, en hann starfaði sem æskulýðsfulltrúi við kirkjuna í Wuttenberg að námi loknu. Pétur segir að hann hafi ekki stefnt heim, ætlaði sér að vera úti í Þýska- landi lengur enda hefði sér líkað það vel, „en konan og börnin vildu endilega flytja til Íslands og þau fengu að ráða,“ segir hann er eiginkona hans er Reg- ina Þorsteinsson og eiga þau þrjú börn, Samúel Örn, Helenu Rut og Jó- hannes Má. „Það er margt skemmtilegt fram- undan í þessu nýja starfi og ég hlakka til að takast á við að byggja upp æsku- lýðsstarfið við kirkjuna,“ segir Pétur, en hann tók sjálfur á yngri árum þátt í æskulýðsstarfi Glerárkirkju, á þeim árum þegar hún var til húsa í skóla- stofu í Glerárskóla. „Ég þekki starf kirkjunnar frá því áður en hún var byggð, en nú hefur heldur betur orðið breyting á, kirkjan komin í stórkost- legt og fallegt húsnæði, sem er gjör- bylting frá því ég tók þátt í starfinu.“ Pétur segir að nú á fyrstu dögum í starfi muni hann velta fyrir sér hvar sóknarfæri sé fyrir kirkjuna og hvar þörf fyrir þjónustu sé mest. Nefnir til að mynda að barnastarf sé með ágæt- um en lítið í boði fyrir ungmenni frá fermingu upp að tvítugu, „kannski við byrjum þar,“ segir hann. Pétur nefnir einnig að hann muni taka þátt í for- varnarstarfi á vegum kirkjunnar, verður fulltrúi hennar í verkefninu „Barnið í brennidepli“ sem er sam- starfsverkefni ýmissa aðila í bænum. „Þetta er eitt af mínum áhugamálum og verður á meðal þeirra mála sem ég mun leggja áherslu á í starfi mínu. Með auknu starfliði innan kirkjunnar er hægt að setja aukinn kraft í þetta starf,“ segir Pétur. Hann mun einnig taka þátt í fræðslustarfi safnaðarins og þjónustu við eldri borgara. Tveir djáknar starfa nú á Akureyri, en Valgerður Valgarðsdóttir, djákni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, hefur starfað þar í um áratug. Djákna- nám hefur verið í boði við guðfræði- deild Háskóla Íslands frá því hausti 1993, fyrstu 5 djáknarnir voru útskrif- aðir snemma árs 1995 og en hátt í 30 djáknar eru nú starfandi hér á landi. Settur í embætti djákna í Glerárkirkju Margt skemmtilegt framundan í nýju starfi Morgunblaðið/Hörður Geirsson Nýr djákni Séra Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, Valgerður Valgarðsdóttir, djákni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, og séra Arnaldur Bárð- arson í Glerárkirkju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.