Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÁFUST UPP Á VETRINUM Sjö af þeim fjörutíu nýju starfs- mönnum frá Portúgal sem komu til landsins fyrir rúmri viku til starfa við Kárahnjúkavirkjun eru nú farnir heim. Verkefnisstjóri Impregilo seg- ir að þeir hafi gefist upp á vetrarrík- inu við Kárahnjúka og þetta sé lýs- andi dæmi um þann vanda sem fyrirtækið glími við. Vindorkuver Norska fyrirtækið Havgul hefur á prjónunum að reisa stærstu vind- aflsstöðvar í heimi, fjóra vind- aflsbúgarða, undan ströndum Mæris og Raumsdals. Eiga þær að fram- leiða alls 1.400 megavött en það er nokkru meira en öll rafmagnsfram- leiðsla Landsvirkjunar. Vonast er til að leyfi fyrir framkvæmdinni fáist á næsta ári en það fer þó eftir því hvernig íbúunum á viðkomandi stöð- um líst á fyrirtækið. Með sjónvarp í Skandinavíu Sigurjón Sighvatsson og Björn Steinbekk Kristjánsson hafa tryggt dreifingu á nýrri sjónvarpsstöð, Big TV, í Skandinavíu en hún mun sér- hæfa sig í framleiðslu á efni fyrir aldurshópinn 12 til 25 ára. Stefnt er að því að stöðin muni ná til átta milljón heimila í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku fyrir árslok 2006 en útsendingarnar munu hefj- ast í Finnlandi. Íhuga vopnahlé Einn helsti leiðtogi Hamas- hreyfingarinnar í Palestínu sagði í gær að hún væri að íhuga að hætta um sinn árásum á Ísrael. Sagði hún ljóst að palestínskur almenningur væri orðinn þreyttur á fjögurra ára langri uppreisn og Hamas stefndi ekki lengur að því að tortíma Ísrael. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Úr verinu 12 Bréf 33 Viðskipti 16 Minningar 34/41 Erlent 18/19 Brids 43 Heima 20 Dagbók 46/49 Höfuðborgin 21 Myndasögur 46 Austurland 22 Víkverji 46 Akureyri 22 Menning 50/57 Suðurnes 23 Leikhús 52 Daglegt líf 24/26 Bíó 54/57 Listir 27 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 28/33 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #           $         %&' ( )***                   LANDSVIRKJUN hefur tapað sam- tals um 218 milljónum króna vegna fjárfestinga í fjarskiptum, og er það tap allt til komið, beint eða óbeint, vegna þátttöku fyrirtækisins í fjár- festingum á svokölluðu Tetra-kerfi. Þær fjárfestingar fóru fyrst fram í gegnum fyrirtækið Stiklu, sem síðar var sameinuð tetra-hluta Línu.nets undir nafninu Tetra Ísland. Þetta kemur fram í bréfi Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkj- unar, til Steinunnar Valdísar Óskars- dóttur, borgarstjóra Reykjavíkur. Friðrik segir í samtali við Morgun- blaðið að með þessu bréfi hafi Lands- virkjun viljað leggja spilin á borðið til að auðvelda borginni rannsókn á því hvert tap fyrirtækja, sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu borgarinnar, hafi verið af fjarskiptarekstri. „Það er ástæðulaust að vera að geyma það að gefa þessar upplýsingar sem stjórn Landsvirkjunar hefur fjallað um, og munu birtast í reikningum félagsins fyrir síðastliðið ár,“ segir Friðrik. „Ég vonast til þess að þessar upplýs- ingar komi borginni að notum í þeirri vinnu sem þar fer fram.“ Friðrik segir að Landsvirkjun hafi rekið fjarskiptakerfi áratugum sam- an í tengslum við stýringu á raforku- kerfi fyrirtækisins og af öryggis- ástæðum, enda hafi ekki aðrir aðilar verið færir um að þjónusta fyrirtækið að þessu leyti. Dótturfyrirtæki Landsvirkjunar, Fjarski ehf., hafi tekið við öllum þessum rekstri árið 2001, en þar er aðallega um að ræða örbylgjusambönd og ljósleiðara. Fjarskiptarekstur Landsvirkjunar Hafa tapað 218 millj- ónum á Tetra-Íslandi NÝ útvarpsstöð, X-FM 91,9, sem einbeitir sér að flutningi rokk- tónlistar fer í loftið á hádegi í dag. Gatið sem myndaðist í flutn- ingi rokks á öldum ljósvakans þegar slökkt var á Skonrokki og X-inu varir því ekki lengi. „Það fer ný rokkstöð í loftið. Rokkið er ekki dautt,“ segir Matthías Már Magnússon, fyrrverandi dag- skrárstjóri X-ins, en honum var sagt upp líkt og öðru starfsfólki X-ins. „Á hádegi fer í gang ný rokk- stöð, hún poppar upp klukkan tólf. Ég verð dagskrárstjóri á þeirri stöð. Það verða þarna nokkur gömul andlit og hugs- anlega einhver ný í nánustu fram- tíð,“ segir hann en nóg var að gera við skipulagninguna í gær. „Ég var kominn heim til mín- klukkan átta um kvöldið eftir að mér var sagt upp. Ég var kominn á fund úti í bæ stuttu seinna,“ segir Matthías, sem var ekki ánægður með að þurfa að yf- irgefa hlustendur sína svo skyndi- lega. „Verst af öllu fannst okkur strákunum á X-inu að hafa ekki getað sagt bless við hlustendur okkar.“/55 Ný rokkstöð í loftið FJÖGUR hreindýr drápust þegar flutningabíll ók á þau á þjóðveg- inum um Jökuldal í fyrrinótt. Bíll- inn skemmdist töluvert í árekstr- inum en ökumaður meiddist ekki. Lögreglan á Egilsstöðum segir talsvert af hreindýrum á Jökuldal, Fljótsdalsheiði og víðar og öku- menn verði að hafa varann á. Lög- regla bendir á að þegar fólksbílar skelli á hreindýrum geti fólk verið í stórhættu. Ekið á fjögur hreindýr ÞAÐ fer ekki mikið fyrir loðnunni þegar komið er inn í nútímafrysti- hús. Við bryggjuna liggur loðnu- skipið, barka er stungið niður í lest þaðan sem loðnan fer upp á flokk- unarvélarnar. Eftir það má segja að hún hverfi þar til komið er í pökk- unardeildina þar sem hún rennur í poka sem stúlkurnar skella í pönnu. Þaðan fer loðnan inn í frystitækin og loks í frystigeymslurnar þar sem hún er geymd þar til kemur að út- skipun. Með þessu ferli fylgdust blaða- menn Morgunblaðsins í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum í gær. Þar var verið að taka á móti fyrstu loðnunni á þessari vertíð í gær og fyrradag sem er rétt mánuði fyrr en á vertíðinni í fyrra. Að sögn Inga Júlíussonar verkstjóra kom Ísleifur VE með 1.200 tonn sem fóru í bræðslu og svo kom Sighvatur Bjarnason VE með svipaðan afla og fóru um 100 tonn í frystingu. „Þessi loðna dugar okkur í vinnsluna í dag og fer hún öll á Rússlandsmarkað,“ sagði Ingi. Loðnan skiptir miklu fyrir Vest- mannaeyjar því Eyjamenn hafa yfir að ráða liðlega 20% kvótans sem eru eftir síðustu úthlutun 170.000 til 180.000 tonn. Morgunblaðið/Sigurgeir Guðrún Erla tekur á móti loðnunni sem rennur í pokann sem hún síðan skellir í frystipönnu. Loðnan mánuði fyrr á ferðinni ERLENDUM ferðamönnum hing- að til lands fjölgaði um 42 þúsund manns á nýliðnu ári, miðað við árið á undan, sem var metár. Þetta er um 13,2% fjölgun. Samtals voru erlendir gestir um 362.200 árinu. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri segir að miðað við þær upp- lýsingar sem nú liggja fyrir frá Seðlabankanum um gjaldeyris- tekjur megi gera ráð fyrir að þess- ir 42 þúsund ferðamenn til við- bótar í fyrra hafi skilað allt að þremur milljörðum kr. í auknar gjaldeyristekjur í þjóðarbúið. „Fjöldi erlendra gesta er auðvitað ekki einhlítur mælikvarði á árang- ur atvinnugreinar en þessi auknu umsvif skapa forsendur fyrir bættri arðsemi fyrirtækja í grein- inni, sem er lykilatriði þegar upp er staðið,“ segir Magnús í samtali við Morgunblaðið. Árstíðasveiflan jafnast Ferðamenn sem fara um Kefla- víkurflugvöll eru taldir á vegum Ferðamálaráðs. Þeir voru 350.340 á nýliðnu ári, en 308.700 árið 2003. Með Norrænu og um aðra milli- landaflugvelli komu tæplega 12.000 gestir á árinu 2004. Bretar eru fjölmennastir þeirra sem hingað koma, eða ríflega 60 þúsund manns. Þeim fjölgaði einn- ig verulega á árinu eða um 14%. Frá Norður-Ameríku komu 47.800 manns og 38.700 frá Þýskalandi. Hlutafallslega fjölgaði þó japönsk- um ferðamönnum mest á síðasta ári eða úr rúmlega 4.400 árið 2003 í rúmlega 6.700 í fyrra, sem er 51,3% aukning á milli ára. Til sam- ans eru hins vegar Norður- landabúar stærsti hópurinn eða ríflega 94 þúsund manns á liðnu ári og fjölgaði um 16% á milli ára. Magnús segir afar ánægjulegt að verða vitni að enn einu met- árinu hjá íslenskri ferðaþjónustu. „Það er líka ánægjulegt að sjá hvernig árstíðasveiflan er að jafn- ast þannig að við getum farið að tala um Ísland sem ferðamanna- land allt árið,“ sagði Magnús ferðamálastjóri. 42 þúsund fleiri erlendir ferðamenn komu til Íslands á síðasta ári en árið 2003 Aukning skilaði þremur milljörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.