Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
O
kkur er mjög umhugað um að
nýta þá peninga vel sem okkur
er trúað fyrir,“ segir Halldór
Jónsson forstjóri Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, en nú
er ljóst að nýliðið ár, 2004, mun verða gert upp
nánast hallalaust. Gjöld umfram tekjur námu
að loknu ellefu mánaða tímabili, janúar til nóv-
ember 3,5 milljónum króna, en framlög á fjár-
lögum til reksturs, viðhalds og eignakaupa fyr-
ir árið 2004 námu 2.961 milljón króna, þannig
að frávikið er 0,1%. Í byrjun árs gerðu for-
svarsmenn sjúkrahússins ráð fyrir að halli árs-
ins yrði á bilinu 40–45 milljónir króna, en hann
verður nánast enginn.
Árangurinn segir Halldór m.a. byggjast á
aðgerðum sem gripið var til haustið 2003 en
markmið þeirra var að hagræða í rekstri. „Við
gerðum breytingar á okkar rekstri og höfum
komið þeim í framkvæmd án þess að skerða
þjónustuna. Það er aldrei létt verk að grípa til
svona aðgerða, en okkur ber að nýta þá fjár-
muni skynsamlega, sem við höfum til ráðstöf-
unar,“ segir Halldór.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
minntist á hversu vel hefði til tekist með rekst-
urinn á liðnu ári þegar hann tók í notkun nýtt
segulómtæki á sjúkrahúsinu á 51 ára afmæli
þess, 15. desember síðastliðinn. Segulómtækið
hefur lengi verið á óskalista stofnunarinnar og
rættist því langþráður draumur þegar það var
tekið í notkun.
Samvinna um heilbrigðisþjónustu
á Norður- og Austurlandi
Halldór segir að forsvarsmenn sjúkrahússins
verði að vera sívakandi fyrir því sem betur má
fara og styrkt gæti og eflt þjónustuna. For-
svarsmenn FSA áttu frumkvæði að samvinnu
um heilbrigðisþjónustu við sveitarfélög og heil-
brigðisstofnanir á Norður- og Austurlandi og
er nú í gangi vinna við að auka það og útvíkka.
Læknar frá FSA hafa farið t.d. til Húsavík-
ur og Sauðárkróks og innt þar af hendi ýmsa
læknaþjónustu, m.a. skurð- og svæfingalækn-
ingar og á sviði kvensjúkdóma. Þannig hefur
heilbrigðisþjónusta á þessum stöðum orðið
fjölbreyttari en ella.
Halldór segir að nú sé stefnt að því að bæta
við röntgenþjónustu, sjúkrahúsið hafi yfir að
ráða færu fagfólki á því sviði og með tilkomu
nýrrar tækni, m.a. stafrænna myndavéla og
fleiri tækja skapist möguleikar á samvinnu
milli heilbrigðisstofnana á því sviði. Fyrir ligg-
ur að endurnýja þarf röntgentæki á Húsavík
og Norðfirði og þá þarf litlu við tækin á Sauð-
árkróki að bæta til að þau uppfylli kröfur. Von-
ast er til að þessi samvinna verði komin á síðar
á þessu ári að sögn Halldórs.
Hann nefndi að einnig hefði komið til tals að
útvíkka þjónustuna og væri horft til Vestfjarða
í því sambandi. „Við finnum fyrir auknum
áhuga fyrir samstarfi við okkur á því svæði,“
segir hann og bætti við að viðræður stæðu yfir,
myndað hefði verið svonefnd VAN-bandalag
(vestur-, austur-, norður-bandalag) til að fara
yfir ýmsa fleti málsins.
Rafrænar sjúkraskrár
munu spara mikla vinnu
Halldór nefnir að fleira sé í farvatninu, m.a. er
verið að innleiða nýtt sjúkraskrárkerfi á
sjúkrahúsinu, tölvuvæða það og er um að ræða
verkefni sem tekið gæti eitt til tvö ár. Að því
loknu ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu
að gögn væru send á milli stofnana á rafrænu
formi, „en það mun spara ótrúlega mikla
vinnu,“ segir Halldór.
Með breyttu vinnuferli hvað þetta varðar
sér hann fram á að unnt verði að hagræða enn
frekar í rekstri, „uppstokkun af þessu tagi hef-
ur oft í för með sér hagræðingu, ný tækni hef-
– hás
hús, b
rauna
mörg
lingu
Fr
ureyr
inatri
gæslu
tíðkis
andi s
leita í
sjálfs
ureyr
íbúar
isþjón
mynd
um 40
millja
Ha
hafi þ
heiða
fræði
veggj
kvæm
alls ó
ir Ha
Vis
yrði m
sama
og su
setnin
stað,
búnin
þeir s
stað,
ustun
næst
mann
Sam
Fjárl
ónum
nýtt í
legu j
fyrir
ári en
núllin
Þe
þegar
sama
því sn
litið e
laun.
ur í för með sér breytt vinnulag,“ segir Halldór
og bendir á að menn þurfi ævinlega að vera
opnir fyrir nýjum möguleikum, reyna að fá
sem mest fyrir þá peninga sem til ráðstöfunar
eru hverju sinni. Oft sé hægt að taka upp ný
verkefni án þess að fá í þau sérstaka fjárveit-
ingu, hægt sé að hliðra til innan frá.
Ein hæð í nýbyggingu
tekin í notkun í vor
Nú í vor verður tekin í notkun ein hæð í svo-
nefndri nýbyggingu við FSA, viðbótarhúsnæði
sem hafist var handa við að reisa sumarið 1994.
Tvær hæðir í húsinu eru í notkun, sú efsta þar
sem barnadeild er til húsa og í kjallara er bún-
ingsaðstaða, skjalageymsla og fleira.
Heimild var í fjárlögum síðasta árs til að
bjóða út innréttingar á einni hæð og hafa fram-
kvæmdir staðið yfir að undanförnu og ráðgert
að þeim ljúki í byrjun maí næstkomandi. Þar
verður aðstaða fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun,
meinafræðideild verður þar, sem og aðstaða
fyrir barna- og unglingageðlækningar og
funda- og kennsluaðstaða. Á fjárlögum þessa
árs eru 124 milljónir króna til að hefjast handa
við innréttingar á einni hæð til viðbótar í ný-
byggingunni, en tvær hæðir eru nú enn óinn-
réttaðar.
„Ég vona að ekki verði langt liðið fram yfir
næstu áramót þegar sú hæð verður tilbúin,“
segir Halldór en bendir jafnframt á að hag-
kvæmt yrði að bjóða út báðar hæðirnar í einu,
slíkt gæti haft í för með sér hagstæðara tilboð
auk þess sem með því yrði komist hjá heil-
miklu raski sem framkvæmdum jafnan fylgi.
Hann sagði vilja fyrir hendi hjá ráðherra að
ljúka verkinu í samhengi, taka báðar hæðir í
einum pakka, en niðurstaða væri þó ekki feng-
in varðandi hvort af slíku geti orðið.
Á annarri af tveimur óinnréttuðum hæðum
byggingarinnar verður stjórnsýslu spítalans
komið fyrir, en hún býr við þröngan húsnæð-
iskost nú. Hin hæðin verður að sögn Halldór
að líkindum nýtt fyrir þjónustu við sjúklinga
án innlagnar, en í eina tíð var horft til þess að í
nýbyggingu yrði legudeild. „Við höfum horfið
frá þeim áformum, en ljóst er að í framhaldinu
þarf að bæta og endurnýja aðstæðu legu-
deildanna.“
Annað fyrirkomulag þróast
í heilbrigðisþjónustunni nyrðra
Síðastliðið sumar sendi Ríkisendurskoðun frá
sér skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem fram kom að
það stenst fyllilega samanburð við Landspítala
Uppgjör Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri v
Sívakandi
fyrir því sem
betur má fara
Halldó
ist í að
fyrirko
Norðan heiða eru sérfræðingar að stærstum hluta innan
veggja Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Halldór
Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins, segir í sam-
tali við Margréti Þóru Þórsdóttur að þetta fyrirkomu-
lag hafi reynst vel í bæjarfélaginu.
Nýtt og fullkomið segulómtæki var tekið í notkun á FS
ar sannað gildi sitt. Á myndinni eru Halldór Benedikts
ardeildar FSA t.v., Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tr
Birgisson geislafræðingur að skoða myndir í tölvubún
magga
AÐ STYTTA SÉR LEIÐ
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkurí máli því, sem HjörleifurGuttormsson, fyrrverandi al-
þingismaður, höfðaði til þess að
ómerkja úrskurð umhverfisráðherra
frá því í apríl 2003, hefur vakið veru-
lega athygli. Sá úrskurður staðfesti
ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í
desember, að álver fyrir allt að 322
þúsund tonna álframleiðslu þyrfti
ekki að sæta umhverfismati, þar sem
áður hafði farið fram umhverfismat á
420 þúsund tonna álveri, sem Norsk
Hydro ætlaði að reisa.
Samkvæmt þeim upplýsingum, sem
fram hafa komið, sýnist dómur Hér-
aðsdóms ekki muni hafa nein sérstök
áhrif á stöðu framkvæmda í Reyðar-
firði. Málinu verður vísað til Hæsta-
réttar og jafnvel þótt hann staðfesti
niðurstöðu Héraðsdóms sýnist svig-
rúm til að ljúka nýju umhverfismati,
þannig að ekki verði tafir á væntan-
legum framkvæmdum.
Dómurinn vekur hins vegar athygli
af öðrum ástæðum. Hann er mjög
skýr og röksemdafærslan fyrir niður-
stöðu dómsins er mjög sterk.
Þar segir, að enginn ágreiningur sé
um að bygging álvers falli undir lög
um umhverfismat. Meginástæða þess
sé fyrst og fremst losun skaðlegra
efna í umhverfið, svo sem brenni-
steinsdíoxíðs og loftkennds flúoríðs.
Af þessum sökum sé búnaður álvers
til að lágmarka og hreinsa útblástur
mengandi efna meðal þess, sem úr-
slitaþýðingu hafi fyrir áhrif álvers á
umhverfið. Þess vegna sé undir eng-
um kringumstæðum hægt að líta fram
hjá búnaði álvers í þessu skyni.
Síðan segir í dómnum að nýr byggj-
andi álversins í Reyðarfirði hafi
ákveðið að beita aðferðum við hreins-
un útblásturs, sem hafi í meginatrið-
um verið ólíkar því, sem ráð hafi verið
gert fyrir í álveri Norsk Hydro. Þetta
hafi þýtt að útblástur í andrúmsloft á
flúoríði hafi aukizt verulega og út-
blástur á brennisteinsdíoxíði hafi
margfaldast. Þetta hafi þýtt að losun
hins breytta álvers á brennisteins-
díoxíði í andrúmsloftið hafi að lokum
verið áætluð 3.864 árstonn í stað 828
árstonna áður og losun flúoríðs áætluð
78,8 árstonn í stað 54,6 árstonna áður.
Sú niðurstaða Skipulagsstofnunar
að láta fyrirhugaðar aðferðir hins
nýja byggjanda álversins við hreinsun
útblásturs ekki sæta umhverfismati
væri í berlegu ósamræmi við tilgang
laga um mat á umhverfisáhrifum.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi
umhverfisráðherra, sem staðfesti nið-
urstöðu Skipulagsstofnunar, að dóm-
urinn kæmi sér verulega á óvart. Ál-
ver Alcoa væri mun minna og án
rafskautaverksmiðju og umhverfis-
áhrif mun minni „þó að útblástur
aukizt á tveimur efnum“.
Ljóst er að það er þessi aukni út-
blástur á tveimur efnum, sem ræður
úrslitum um niðurstöðu Héraðsdóms.
Sú spurning vaknar óneitanlega við
lestur dóms Héraðsdóms Reykjavík-
ur, hvort stjórnvöld hafi verið að
stytta sér leið og flýta sér um of, að
ekki sé talað um óðagot eins og Hjör-
leifur Guttormsson lýsir þessu í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Ef hér hefur verið á ferðinni til-
hneiging til að stytta sér leið væri það
ekki í fyrsta sinn vegna framkvæmda
á Austurlandi. Deilan um Fljótsdals-
virkjun snerist fyrst og fremst um
það, að stjórnvöld ætluðu að nota
tveggja áratuga gamalt virkjanaleyfi
til að byggja þá virkjun, þótt lög um
umhverfismat hefðu verið sett í milli-
tíðinni, og komast með þeim hætti
fram hjá umhverfismati. Allt það mál
var dæmalaust klúður.
Nú hafa verið færð sterk rök fyrir
því, að stjórnvöld hafi stytt sér leið
varðandi álverið í Reyðarfirði, þótt
um hafi verið að ræða verulega
breyttan hreinsunarútbúnað í því ál-
veri, sem að lokum var samið um að
byggja. Hvaða vit er í slíkum vinnu-
brögðum?
Það standa mjög erfiðar deilur í
þessu landi á milli náttúruverndar-
sinna og þeirra, sem telja óhjákvæmi-
legt að nýta landsins gæði með öðrum
hætti en náttúruverndarsinnar eru
sáttir við. Það skiptir máli að reyna að
brúa þetta bil. Og þá er lágmarks-
krafa að ekkert álitamál geti verið um
að farið hafi verið að lögum.
IMPREGILO OG
VIRKJANAFRAMKVÆMDIR
Þegar ítalska verktakafyrirtækiðImpregilo var með lægsta tilboð í
framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun
kom það mörgum á óvart. Raunar höfðu
ýmsir sérfróðir menn haft á orði í að-
draganda útboðsins á sínum tíma að
ekkert yrði af þessum framkvæmdum
vegna þess að kostnaðaráætlun Lands-
virkjunar væri alltof lág og engin tilboð
mundu berast sem yrðu nálægt þeirri
áætlun. Raunin varð önnur og ítalska
fyrirtækið tók verkið að sér.
Nánast frá upphafi hafa staðið átök
um framkvæmdir fyrirtækisins. Verka-
lýðshreyfingin hefur verið þar í forystu
og ljóst að hún hefur talið að starfs-
hættir Impregilo væru til þess fallnir að
veikja mjög stöðu íslenzkra launþega.
Þessar deilur eru farnar að hafa
skaðleg áhrif á framkvæmdirnar við
Kárahnjúka sem nú eru töluvert á eftir
áætlun. Þess vegna er mikilvægt að
setja þær niður. Það er ekki bara mik-
ilvægt fyrir okkur Íslendinga heldur
líka fyrir ítalska fyrirtækið. Þegar
Landsvirkjun stóð frammi fyrir því að
taka ákvörðun um hvort tilboði fyrir-
tækisins yrði tekið og hvort hægt væri
að treysta því fyrir þessum fram-
kvæmdum leituðu forráðamenn Lands-
virkjunar upplýsinga um fyrirtækið
víða um heim og fengu jákvæðar um-
sagnir. Hið sama eiga nýir viðskiptavin-
ir Impregilo eftir að gera og þá m.a. hér
á landi og ekki gott fyrir fyrirtækið að
það orð fari af því að það hafi staðið í
stórdeilum hér.
Á hinn bóginn verða íslenzkir gagn-
rýnendur fyrirtækisins einnig að gæta
að sér. Ef hægt er að sýna fram á að fyr-
irtækið hafi greitt laun samkvæmt
kjarasamningum er erfitt að sjá hvern-
ig verkalýðshreyfingin getur staðið á
því að fyrirtækinu sé skylt að greiða
laun sem „venja“ segi til um að eigi að
greiða við svipaðar aðstæður.
Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslend-
inga að vel takist til við Kárahnjúka.
Þess vegna m.a. verður þessum deilum
að ljúka.