Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F yrir tæpum þremur vikum urðu miklar náttúruhamfarir við Indlandshaf af völd- um jarðskjálfta og flóðbylgna, en um þetta er flest- um kunnugt. Frá fyrsta degi hamfaranna hefur mikil áhersla verið lögð á það í fjölmiðlum að halda nákvæmt yfirlit yfir „tölu látinna“ af völdum þeirra, eins og það er gjarnan orðað í fjöl- miðlum. Samkvæmt nýjustu töl- um má ætla að meira en 160.000 manns liggi í valnum eftir ham- farirnar og heimsbyggðin er skiljanlega slegin yfir hörmung- unum. Meðal þeirra sem skoðað hafa hamfara- svæðin er Colin Powell, fráfarandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Þegar hann var staddur í Aceh héraði í Indónesíu á dögunum sagði hann ástandið þar hið versta sem hann hefði á ævi sinni séð – það væri verra en í stríði. Þessa dagana liggur mikið á að safna sem mestu fé til neyð- araðstoðar og uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Asíu. Til þess að fá fólk til að tæma klinkið úr vösunum er nauðsyn- legt að gera grein fyrir því í fjölmiðlum að í ríkjunum við Indlandshaf sé fólk sem á um sárt að binda. Þó er vert að benda á að um þessar mundir deyr saklaust fólk ekki einungis af völdum náttúruhamfara. Powell þótti við hæfi að ræða í sömu mund um náttúruhamfar- irnar við Indlandshaf og stríð. Í því sambandi má minna á að í Írak hafa þúsundir almennra borgara fallið fyrir hendi Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra í stríðsátökum sem senn hafa staðið í tvö ár. Umræður um fjölda fallinna í Írak eru hins vegar mikið feimnismál. Í vetrarbyrjun var því haldið fram í læknatímarit- inu Lancet að dauðsföll um 100.000 almennra borgara mætti rekja til innrásarinnar. Ekki hafa aðrar vísindalegar til- raunir verið gerðar til þess að reyna að meta dauðsföll af völd- um stríðsins. Viðbrögð ríkjanna sem að innrásinni stóðu komu ef til vill ekki á óvart, en sýna með skýrum hætti að þau óska þess ekki að afleiðingar gjörða þeirra verði heiminum ljósar. Þannig reyndi breska ríkisstjórnin að draga úr vægi Lancet- rannsóknarinnar með því að benda á að í stað þess að telja líkin væru notaðar tölfræðilegar aðferðir, sem þau teldu óviðeig- andi. Davíð Oddsson, utanrík- isráðherra, ræddi einnig um niðurstöður læknatímaritsins á Alþingi. Þar sagði hann eitthvað á þá leið að þessar tölur og framreikningar hefðu verið dregin mjög í efa. Ekki útskýrði ráðherrann nánar hverjir hefðu dregið tölurnar í efa. Ég reyndi aðeins að grafast fyrir um þetta á Netinu og sýnist eftir þá leit að þeir sem helst hafi leyft sér að setja fram efasemdir við mat tímaritsins séu innrásarþjóð- irnar sjálfar. Og það er óneit- anlega kaldhæðnislegt, að á sama tíma og reynt er að gera lítið úr þeim alvarlegu stað- reyndum sem fram komu hjá Lancet, gera þessi ríki ekkert til þess að reyna að komast að hinu sanna í málinu. Vestrænir fjölmiðlar hafa ein- hverra hluta vegna ekki haft sérstakan áhuga á því að greina frá mannfallinu í Írak. Í grein Terry Jones sem birtist í blaðinu Guardian í vikunni segir að fjölmiðlar virðist hafa ákveð- ið að fylgja ráðamönnum að máli með því að gera sem minnst úr niðurstöðum rann- sóknar Lancet. Hin litla umfjöll- un um það saklausa fólk sem drepið hefur verið í Írak, sé í algerri andstöðu við fréttirnar frá Indlandshafi undanfarnar vikur. Og Jones segir: „Ég hef ekki séð marga sjónvarps- fréttamenn í rústum Fallujah, þar sem þeir lýsa því með önd- ina í hálsinum að þeir hafi ekki á sínum 30 ára ferli séð jafn miklar hörmungar og þar. Páf- inn hefur ekki beðið fólk um að minnast hinna föllnu í Írak í bænum sínum og MTV hefur ekki efnt til þagnarstundar í minningu þeirra.“ Aðra áhugaverða grein fann ég í Guardian á dögunum. Þar ber George Monbiot saman þau fjárframlög sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa lofað ríkj- unum á hamfarasvæðunum í Indlandshafi og þær gríðarlegu fjárhæðir sem á sama tíma renna í eitt helsta hugðarefni þeirra – stríðsreksturinn í Írak. Og útkoman er sláandi. Skoðum framlög Bandaríkjanna. Þau hafa heitið 350 milljónum dala til hamfarasvæðanna, en upp- hæðin samsvarar um 22 millj- örðum íslenskra króna. Var haft eftir Powell í fréttum að upp- hæðin væri „vel rífleg“. Banda- ríkin hafa hins vegar lagt 148 milljarða dala í stríðið í Írak – en það eru um 9.000 milljarðar í íslenskum krónum talið. Daginn sem grein Monbiot birtist, 4. janúar, hafði Íraksstríðið staðið í 656 daga. Hið „rausnarlega“ framlag Bandaríkjanna til flóða- svæðanna samsvaraði því kostn- aði við einn og hálfan dag í Írak. Á sama tíma og leiðtogar voldugustu þjóða heims leggja fram peninga til hjálpar fórn- arlömbum náttúruhamfara í Suður-Asíu renna margfalt hærri upphæðir í stríð sem leitt hafa til dauða 100.000 almennra borgara í Írak. Hér hefur ekki verið minnst á muninn á fram- lögum til stríðsrekstursins í Írak og því sem helstu innrás- arríkin gefa til þróunarmála. Skemmst er frá því að segja að þær virðast leggja mun meira fé til aðgerða sem eyða lífi en verkefna sem kynnu að hlúa að því. Verra en í stríði? Í vetrarbyrjun var því haldið fram í læknatímaritinu Lancet að dauðsföll um 100.000 almennra borgara mætti rekja til innrásarinnar. Ekki hafa aðrar vísindalegar tilraunir verið gerðar til þess að reyna að meta dauðsföll af völdum stríðsins. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Í ORÐABÓK Menningarsjóðs merkir rógur, „ósönn illmœli“: Persónu- og mannorðsníð settu sterkan svip á stjórn- málabaráttu síðustu aldar. Þá voru mót- unarár stjórn- málaflokkanna og kalda stríðsins. Mann- orðsníðið hefur líklega orðið fyrirferðamest í átökunum kring um Jónas frá Hriflu, „Stóru bombuna“. Eftir fall Berl- ínarmúrsins og Sov- éttrúboðsins má heita að persónu og mann- orðsníð heyri til und- antekninga í íslenskri pólitík. Það hnykkti því mörgum við, sem sáu og heyrðu viðtal í sjónvarpinu 10. jan. sl. Þar var sýndur Gestur Gestsson og var hann m.a. titlaður kosningastjóri formanns Framsóknarflokksins og Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Í viðtali þessu veittist Gestur með fádæma aðdróttunum og illmælum að flokksbróður sínum, Alfreð Þor- steinssyni borgarfulltrúa. Þegar spurt var, hvort hann gæti nefnt dæmi til að sanna ummæli sín þá svaraði hann bara blá- kalt „nei“. Elddíkið Að mínu viti er brýnt að félagshyggjufólk í Reykjavík geri sér ljóst, að innan Fram- sóknarflokksins er lítill harðdrægur hópur fólks, sem telur að samstarf við Samfylk- inguna og þó einkum við Vinstri – græna, varði sálarheill þess. Þetta fólk trúir stað- fastlega að hver sá er leggur þeim lið, sem fordæma Ísrael, muni dæmdur verða og fara í Elddíkið. Það trúir að afstaða samstarfs- flokkanna til Ísraelsríkis og Palest- ínu kalli yfir þá þennan dóm. Þetta er ekki grín þetta er heilög sannfæring þessa fólks, hana ber að sjálfsögðu að virða eins og annað, sem fólki er heilagt. En það ber ekki að virða hvaða meðal þessa fólks sem er þegar það berst fyrir sannfæringu sinni. Tilgangur þess getur aldrei helgað illmælgi, róg og óhróður. Það ríður á að félagshyggjufólk í Reykjavík verði viðbúið því að þessi litli hægri hópur í Framsókn- arflokknum nái að spilla svo fyrir, að flokkurinn segi sig frá R- listanum. Þá verður félagshyggjufólk að þétta raðir sínar og berjast áfram undir merki R-listans. Rógberi með titil Birgir Dýrfjörð fjallar um ummæli Gests Gestssonar í sjónvarpsviðtali ’Þegar spurt var, hvorthann gæti nefnt dæmi til að sanna ummæli sín þá svaraði hann bara blákalt „nei“.‘ Birgir Dýrfjörð Höfundur er rafvirki og situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Í LEIÐARA Morgunblaðsins laugardaginn 8. janúar sl. var fjallað um hreinsunarstarf í kring- um grásleppuskúra við Gríms- staðavör á Ægisíðu þar sem síðustu leifar útgerðar af þessum toga í Reykjavík eru enn uppistandandi. Umhverfis- og heil- brigðisstofa Reykja- víkur hefur, í samráði við embætti borg- arminjavarðar og eig- endur skúra sem unnt var að hafa upp á, beitt sér fyrir því að hreinsað yrði til á svæðinu. Þetta er lið- ur í að gera Gríms- staðavör að minnisvarða um þessa útgerð og baráttu mannsins við hafið, eins og leiðarahöfundur kemst að orði. Hann gerir hins vegar lítið úr hreinsunarátakinu og telur greinilega að hér viðhafi hið opinbera enn einu sinni for- sjárhyggju auk þess sem verið sé skemma gamlar minjar. Umhverf- is- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur er hins vegar annt um minjar í borgarlandi og hefur stofan t.d. nefnt fundarsali í húsnæði sínu að Skúlagötu 19 eftir smáútgerð- arvörum fyrri tíma í nágrenni hennar, svo sem Móakotsvör og Sölvhólsvör. Stofan telur því að leiðarahöfundur sé að misskilja nokkur atriði og vill að koma eft- irfarandi á framfæri. Haustið 2003 bárust Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur kvartanir frá íbúum við Ægisíðu yfir rusli og fokhættu á þessu svæði. Farið var í vettvangsferð og réttmæti þessara ábendinga kann- að. Útgerð frá þessum stað var þá endanlega hætt og alls konar drasl var farið að safnast saman í skúr- unum og dreifast um svæðið, ekki endilega tengt útgerðinni. Margir skúrar eru opnir auk þess sem þeim hefur greinilega ekki verið viðhaldið í mörg ár. Til viðbótar við skúrana er þarna að finna nokkur dráttarspil, bátagrindur, leifar af dráttarbrautum, fiskitrön- ur og sjóvarnargarð sem gera Grímsstaðavör að ákjósanlegum stað til að byggja upp sem minn- isvarða. Reynt var að hafa uppi á eigendum þessara hluta, en landið sem þeir standa á er borgarland. Frá upphafi var ljóst að ekki stæði til að rífa þetta allt saman heldur skyldi stefnt að því, undir forystu borgarminjavarðar, að hreinsa til og skipuleggja Grímsstaðavör sem minnisvarða um þessa sérstöku út- gerð sem stunduð var þarna. Skúr- arnir sem teknir voru í síðustu viku eru frekar ungir að árum og alls ekki upprunalegir eins og haldið er fram í leiðara Morgunblaðs- ins, einn þeirra var settur niður árið 1986 að beiðni manns sem vildi geyma dót tengt veiðum þarna, en jafn- framt var tekið fram við hann að skúrinn yrði rifinn ef hætt yrði að nota hann í þessu skyni. Hlutverk meng- unarvarna Umhverfis- og heilbrigðisstofu er fólgið í því að sjá um að hreinsað yrði til án þess að dregið yrði úr gildi staðarins sem minnisvarða, og að draga úr þeim hættum sem taldar voru þarna til staðar. Talið var t.d. að sumir skúrar væru það hrörlegir að þeir gætu fokið á íbúðarhús við Ægisíðu í næsta stórviðri úr suðvestri. Fjúkandi spýtna- og bárujárnsbraki með til- heyrandi hugsanlegu mann- eða eignatjóni er örugglega ekki það sem leiðarahöfundi Morgunblaðs- ins hefði fundist viðeigandi og hann hefði – með réttu – kallað eftir ábyrgð Reykjavíkurborgar hvers vegna ekkert hefði verið að- hafst fyrr til að tryggja öryggi íbúa. Að gera lítið úr slysahættu fyrir börn er óskiljanlegt að mati und- irritaðs. Vissulega er aldrei hægt að taka fyrir alla hættu í umhverfi okkar, en umrætt svæði er, eins og fram hefur komið, mjög vinsælt og opið útivistarsvæði. Það er einfald- lega krafa nútímans að hafa slík svæði eins hrein og örugg og kost- ur er og engin ástæða er til þess að láta hluti drabbast niður að- gerðarlaust og skapa óþarfa hættu. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur mun því halda áfram hreinsunarátaki sem hafið er við Grímsstaðavör. Stofan er og hefur verið tilbúin til að hlusta á allar raddir sem telja að fara eigi var- lega við hreinsunina, og hefur m.a. verið í nánu samráði við fjölskyldu Björns Guðjónssonar sem leið- arahöfundur nefnir og á grá- sleppuskúra sem ekki verður hreyft við. Ekki verður séð nauð- syn þess að allir skúrarnir verði þarna en reynt verður að hafa þá upprunalegu eftir auk þess sem koma á fyrir upplýsingaskiltum um annað og meira sem finnst á þessu svæði en bara grásleppuskúra. Stofan er því ósammála leiðarahöf- undi Morgunblaðsins um að veg- legasta minningin sé nær óbreytt ástand og telur þvert á móti að fyrirhugað framtíðarskipulag Grímsstaðavarar muni skapa henni þann sess sem hún á skilinn. Grásleppuskúrarnir við Grímsstaðavör á Ægisíðu Lúðvík E. Gústafsson fjallar um hreinsunarstarf á vegum Reykjavíkurborgar ’Umhverfis- og heil-brigðisstofa Reykjavík- ur mun því halda áfram hreinsunarátaki sem hafið er við Gríms- staðavör. ‘ Höfundur er deildarstjóri mengunarvarna Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. Lúðvík E. Gústafsson Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okk- ur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunn- laugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Pró- fessorsmálinu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfis- vina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.