Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 33 UMRÆÐAN EKKI ER ástæða til að óttast ofmat eða „sápukúlu“-áhrif á markaði nema verð- hækkanir séu komnar vel umfram sögulegt samhengi. Ágætt er þá að miða ekki að- eins við fast verðlag heldur kaupmátt, því hagvöxtur skilar sér inn í launin þannig að þau hækka á föstu verðlagi mælt. Ofmat er stundum erfitt að bera kennsl á. Hagn- aður er vísbending um kaupmátt fyr- irtækja og mikilvæg stærð til að meta verðmæti þeirra. Hér á landi eru eignatengsl milli fyr- irtækja algeng. Yfirlit um þau tengsl er ekki auðfengið. Það nefnast „hlutdeildarreiknings- skil“ þegar fyrirtæki sem eiga hluti í öðrum fyrirtækjum færa það hlut- fall af hagnaði og hreinni eign dótt- urfélags, sem samsvarar eign- arhlutfalli þeirra, inn í reikninga móðurfélagsins. Hugsum okkur fjögur hlutafélög A, B, C og D sem tengjast þannig að þau eiga 40% hvert í öðru „í hring“, þ.e. A á í B, B á í C, C á í D og D á loks í A. Segjum að þau hafi öll sjálf hagnast um 100 m.kr. og hagnaður þeirra er þá samanlagður augljóslega og einfaldlega 400 m.kr. Samt færa þau hvert um sig 40% af hagnaði dótturfélagsins inn í sínar bækur og gefa skýrslu um 140 m.kr. hvert eða alls 560 m.kr. Þarna myndast sýndarhagnaður upp á 160 m.kr. Fyrir þessu er ekki leiðrétt þegar um minnihlutaeign er að ræða. Fullyrða má að eitthvert ofmat, e.t.v. umtalsvert, sé nú í afkomu og verðmati íslenskra fyrirtækja af þessum sökum og þar með íslensku hlutabréfavísitölunnar. Enginn veit í dag hve mikil skekkjan er orðin vegna hlutdeild- arreikningsskilanna og enginn veit hvaða félög valda skekkjunni og hvaða félög gera það ekki. Þau fé- lög sem valda skekkjunni mælast með hagnað umfram aðra og sýnast því betri en þau eru í raun í sam- anburði við aðra. Og öfugt. Sagt hefur verið í kaldhæðni, að það sé einmitt tilgangurinn með hluta- bréfamarkaði að hafa sem flesta, á sem skemmstum tíma, að fíflum. Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Full þörf er á að fram fari trúverð- ug rannsókn á þeim skekkjum sem nú eru á markaðnum af þessum sökum. Hættan á ofmati er nógu mikil samt. Á samdráttarskeiðum falla hluta- bréfamarkaðir og seðlabankar bregðast við með lækkun vaxta. Lægri vextir þýða að sú ávöxt- unarkrafa sem fjárfestar nota til að reikna framtíðartekjur til núvirðis lækkar líka. Þá blæs hið reiknaða verðmæti, núvirðið, samstundis út. Það tekur atvinnulífið nokkur ár að ná vopnum sínum svo verð hluta- bréfa hækki á ný. Aðferðin er þekkt og örugg, en seinvirk. Í öll- um hagkerfum er það líka alþekkt að fasteignaverð blæs hins vegar fljótar út. Sú gæti verið raunin nú hérlendis. Í þessu felst vandi og jafnvægislist seðlabanka, aðgerðir þeirra þurfa að vera hæfilega öflug- ar og afar framsýnar. Mikilvægt er því að tryggja upp- lýsingar um raunverð fasteigna í sögulegu samhengi. Það er t.d. hægt að kanna verð dæmigerðrar íbúðar sem margfeldi af launa- tekjum meðalfjölskyldu. Og það er gagnlegra, í þessu samhengi, að bera verðþróun fasteigna saman við þróun launavísitölunnar yfir langan tíma heldur en við neysluvöruverð. Þannig má sjá hvort markaðurinn er að fara fram úr sjálfum sér í sögulegu samhengi og hvort „sápukúla“ sé að blása út. Líklegt er að slík sápukúluáhrif séu þegar tekin að mynd- ast hérlendis, en ekki langt komin enn. Bankastofnanir ættu að vakta þetta því þær hafa þarna mikla hags- muni. Lærum við af reynslunni? Sápukúlur myndast helst eftir langvarandi skeið hagvaxtar og vel- gengni. Það tekur nokkur ár og stundum mörg ár að fenna í sporin eftir síðustu efnahagslægð. Ein hagsveifla getur tekið heilan áratug og á slík- um tíma breytist margt. Kynslóðaskipti verða og nýir stjórnendur koma fram, eldklárir, bjartsýnir og með öllu óskaddaðir af erfiðri reynslu fyrri samdráttarskeiða. Ofmat á fasteignamarkaði er miklu hættulegra bönkum en ofmat á hlutabréfamarkaði, því þegar fasteignaveðin bregðast bönkunum hrynur afkoma þeirra, eigið fé og markaðsverð. Kapphlaupið sem nú stendur um fasteignalán, bæði með ófullnægjandi vaxtamun og of háu lánshlutfalli ýtir undir óraunhæfar verðhækkanir fasteigna og skapar útlánatöp sem ekki koma í ljós fyrr en síðar. Skemmst er að minnast þess að hluthafar norskra stór- banka máttu þola fyrir rúmum ára- tug að eign þeirra var afskrifuð um 70% og af þeim tekin af einmitt þessum ástæðum. Áhrif aðgerða seðlabanka eru lengi að koma fram. Óhætt er að ræða um tvö ár í því sambandi. Mikillar framsýni er því þörf. Þó áhyggjuefnin séu ýmis vekur það bjartsýni að Seðlabanki Íslands er býsna einbeittur um þessar mundir. Sumum finnst hann frekar harð- hentur en greinargerðir hans ein- kennast þó af mikilli fagmennsku. Við getum vonast eftir því besta, þó skynsamlegt sé að gera sér líka grein fyrir í hverju það versta geti verið fólgið. Eru markaðsverð- mæti ofmetin ? Ragnar Önund- arson fjallar um efnahagsmál Ragnar Önundarson ’Þó áhyggju-efnin séu ýmis vekur það bjart- sýni að Seðla- banki Íslands er býsna einbeittur um þessar mundir. ‘ Höfundur er viðskiptafræðingur og bankamaður. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AÐ kvöldi þrettándans settist ég með prjónana mína til að hlusta á leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. Söguþráðurinn var í stuttu máli um sundurtætta og rotna fjöl- skyldu, daglegt brauð rifrildi – drykkjuskapur – ótrúlegur munn- söfnuður – mannvonska – nið- urlæging – sifjaspell á báða bóga – nauðgun og samfarir, þar sem börn voru viðstödd og yfirleitt all- ir, meira að segja var sálfræðingur til í tuskið og þótti bara spenn- andi. Ég hlusta á Rás 1 meira og minna á hverjum degi og nýt þess með örfáum undantekningum, ef eitthvað er leiðinlegt tekur það yf- irleitt fljótt af, en þessi hryllingur stóð í rúman klukkutíma, ég var þó alltaf að vona að eitthvað gott eða jákvætt kæmi út úr þessu, við vorum jú að kveðja jólin. Og hvar voru englabörnin? Ég þurfti að þvo mér óvenjuvel áður en ég skreið upp í rúm í fang mannsins mins, þar sem ég fékk blíð atlot og ljúfar strokur til að strjúka úr huga mér ófögnuðinn, sem varð til þess að vona að bless- aður höfundurinn finni öðruvísi sálfræðing og leikara, sem skiluðu sínu á áhrifarikan hátt, fái frið á sál og líkama. KATRÍN G. MAGNÚSDÓTTIR, Snorrabraut 85, 105 Reykjavík. Englabörn – útvarpsleikrit Frá Katrínu G. Magnúsdóttur húsmóður:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.