Morgunblaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 23
MINNSTAÐUR
F Y N D I Ð • F E R S K T • F J Ö R U G T • F A R S A K E N N T
„Það er mikill uppgangur í Borgarleikhús-
inu þessa daga og sýningin á Héra Héra-
syni er dæmi um hve leikhópurinn í húsinu
mætir gríðarlega sterkur til leiks.“
Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið
„Brilljant leikhús!“
Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið
„Stefán Jónsson hefur, ásamt Berki Jónssyni
og hinum, í stuttu máli sagt, gert farsann
að listrænum viðburði. Geri aðrir betur.“
María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið
„Ég hef sjaldan séð Hönnu Maríu gera betur.“
María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið
„..sýningin var ekki bara skemmtileg og gletti-
lega sett saman heldur komst grafalvarlegur
boðskapur hennar mjög vel til skila.“
Elísabet Brekkan / DV
LÉTTBJÓR
SUÐURNES
NAUÐSYNLEGT er að Dalsbraut
verði lögð sem fyrst. Þetta er nið-
urstaða vinnuhóps umhverfisráðs
um framtíðarlegu tengibrauta í og
við Lundarhverfi, en greinargerð
hópsins var lögð fram á fundi ráðs-
ins á dögunum.
Síðastliðið sumar var tekinn í
notkun hluti af Dalsbraut, þe. frá
Borgarbraut og upp að Þingvall-
astræti. Framhald brautarinnar
liggur svo til suðurs og að Miðhúsa-
braut í Naustahverfi. Skiptar skoð-
anir hafa verið á Akureyri um lagn-
ingu þessa hluta Dalsbrautar, m.a.
á þeim forsendum að hún myndi
skera í sundur skólahverfi og rýra
athafnasvæði KA.
Miðað við væntanlega þróun
byggðar samkvæmt gildandi aðal-
skipulagi þarf að gera ráð fyrir
Miðhúsabraut sem framtíðarmögu-
leika, þe. eftir 2018, segir í nið-
urstöðu hópsins. Einnig að mik-
ilvægi hennar í framtíðar-
gatnanetinu sé þó í beinum
tengslum við áformaða uppbygg-
ingu hverfa vestan Síðuhverfis
samkvæmt aðalskipulaginu og gæti
því minnkað síðar yrði fallið frá því
að byggja þar.
Fram kemur í greinargerðinni að
jarðgöng milli Þórunnarstrætis og
Drottningarbrautar séu ekki raun-
hæfur kostur á þessu stigi, en að
rétt sé að merkja legu slíkra ganga
inn á aðalskipulag sem framtíðar-
möguleika.
Umhverfisráð er sammála þess-
um niðurstöðum vinnuhópsins og
leggur til við bæjarstjórn að um-
hverfisdeild verði falið að gera til-
lögu að breytingum á aðalskipulagi
1998-2018 í samræmi við þessar
niðurstöður. Tillagan verður kynnt
bæjarbúum áður en hún verður
auglýst.
Nauðsynlegt
að leggja
Dalsbraut
sem fyrst
Reykjanesbær | „Það hefur sýnt sig að þetta
er stórsnjöll hugmynd og bráðnauðsynleg.
Þetta er gleymdur hópur, krakkarnir eru
vaxnir upp úr félagsmiðstöðinni en fá ekki
inni á skemmtistöðunum. Við komum inn sem
heilbrigður valkostur,“ segir Styrmir Bark-
arson, tómstundaráðgjafi í 88 húsinu, menn-
ingarmiðstöð fyrir ungt fólk í Reykjanesbæ.
Ár er liðið frá því menningarmiðstöðin var
opnuð en hún er fyrir ungmenni á aldrinum
frá 16 til 25 ára. Styrmir og Arnar Ingi
Tryggvason, formaður húsráðs, eru sammála
um að vel hafi tekist til með reksturinn fyrsta
árið. Þessara tímamóta var minnst í gær með
ýmsum uppákomum og bæjarbúum var boðið
að koma til að kynna sér starfsemina.
„Mitt hlutverk er lítið öðruvísi en annarra í
húsráðinu. Ég sé að vísu um fundina og
hjálpa starfsfólkinu hér meira,“ segir Arnar
Ingi. Hann segir að hlutverk húsráðsins sé að
koma með hugmyndir að verkefnum og
hrinda þeim í framkvæmd. Styrmir bætir því
við að hlutverk húsráðsins sé svipað og hjá
nemendaráði í skólum. „Hugmyndin er að
ungmennin sjálf sjái um starfið en starfs-
mennirnir séu þeim innan handar,“ segir
Styrmir.
Arnar Ingi segir að vel hafi gengið í vetur
að sjá til þess að alltaf væri eitthvað um að
vera í 88 húsinu. Haldnir séu tónleikar, borð-
tennismót, fylgst með Idoli og bingói í sjón-
varpinu, svo nokkuð sé nefnt. „Það er yfirleitt
eitthvað um að vera aðra hverja helgi, fyrir
utan föstu punktana. Það er svo mikið eirð-
arleysi í fólki að ekki þýðir að vera með allar
helgar undir. Krakkarnir mæta ekki,“ segir
Arnar Ingi sem hefur verið fastagestur í 88
húsinu frá fyrsta degi.
Hann segist koma flesta daga í húsið. Sest
niður á kaffihúsinu til að lesa blöðin eða fara í
spil. „Það er alltaf einhver hérna en það er
misjafnt hverja maður hittir,“ segir Arnar.
Hann segir að áður en 88 húsið kom til hafi
krakkarnir komið saman á sjoppum bæjarins.
Arnar áætlar að um fimmtíu manna kjarni
komi reglulega í húsið og telur að ánægja sé í
þeim hópi með starfið. „Ég held að fólk sé
ekki búið að átta sig á að þessi staður sé til,“
segir hann þegar leitað er skýringa á því af
hverju ekki komi stærri hópur fólks á þessum
aldri í 88 húsið. Styrmir bætir því við enn
komi fólk og hafi orði að þetta sé svolítið snið-
ugt – og byrji síðan að nota aðstöðuna.
Arnar hefur ekkert út á aðstöðuna að setja,
segir að hún sé fyrsta flokks. Nefnir þó að
stundum sé talað um að húsið sé svolítið
stofnanalegt og það mætti vera heimilislegra.
Styrmir svarar þessu þannig að hárfín lína sé
á milli þess að hafa heimilislegt og stofn-
analegt. Ef of mikið sé slakað á verði fljótt
draslaralegt. „Við gerum það sem við getum
til að hafa þetta huggulegt og notum til þess
kerti, dúka, servíettur og myndir,“ segir
hann.
Styrmir segir að alltaf sé einhver starfs-
maður á staðnum og geti krakkarnir leitað til
hans með alla hluti. Þeir sjá sjálfir um að
halda úti foreldraklúbbi, þar sem ungar mæð-
ur og feður hittast. Krakkarnir sjálfir séu
með ýmsa klúbba sem hafi aðgang að fund-
arsal í 88 húsinu og annarri aðstöðu. „Við tök-
um öllum opnum örmum,“ segir Styrmir.
Um áramótin var lengdur sá tími sem opið
er á virkum dögum. Nú er opnað klukkan
þrjú á daginn en um helgar er aðeins opið á
kvöldin. Ýmislegt er framundan, til dæmis
tónleikarnir Kjallararokk og í febrúar verður
haldið meistaramót 88 hússins í Popppunkti.
Arnar Ingi segir að popppunktsspilið sé vin-
sælt í 88 húsinu og Styrmir segir að eitt æðið
taki við af öðru. Auk Popppunktsins er gólf-
tennis afar vinsæll í 88 húsinu um þessar
mundir en það er nýstárleg útgáfa af borð-
tennis.
Menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ, 88 húsið, hefur starfað í eitt ár og gengur vel
Komum inn sem heilbrigður valkostur
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Afmæli Arnar Ingi Tryggvason, formaður húsráðs, og Styrmir Barkarson, tómstundaráð-
gjafi í 88 húsinu, bera saman bækur sínar í kaffihúsinu. Tölvurnar eru í stöðugri notkun.